Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 B 13 / Sovét hata tilkoma segul- bandanna og svartamarkaös- brask meö kassettur gert bar- áttuna gegn poppinu aö sann- kallaöri martröö fyrir lögregl- una og varöhunda flokksins. SJÁ: Popp og pólltík LEIÐRETTIN G BLEKKING Herinn smeygði nasistunum inn um bakdyrnar Undir lok síðustu heimsstyrj- aldar breyttu embættismenn bandaríska hersins skýrslum um ýmsa þýska vísindamenn og reyndu að gera sem minnst úr samstarfi þeirra við nasista. Var þetta gert til að auðvelda Þjóðverjunum að setj- ast að í Bandaríkjunum og koma í veg fyrir, að þeir féllu Sovét- mönnum í hendur. Frá þessari blekkingariðju, sem stunduð var í trássi við fyrirskipun Trumans forseta um að nasistar og samstarfsmenn þeirra fengju ekki að koma til Bandaríkjanna, var sagt nú nýlega í grein í aprílhefti tímarits bandaríska kjarnorku- fræðinga. Höfundur greinarinnar, sem heitir „Yfirhylming Bandaríkja- manna með vísindamönnum nas- ista“, er Linda Hunt, aðstoðar- prófessor við Salisbury-háskólann í Maryland, en heimildirnar sækir hún aðallega í skjöl, sem nú hafa verið birt í samræmi við lögin um frjálsa upplýsingamiðlun. Hunt er nú að vinna að bók um „Papp- írsklemmu-áætlunina" svonefndu, sem hrundið var í framkvæmd í stríðslok og fólst í því, að Banda- ríkjamenn smöluðu skipulega sam- an öllum þýskum vísindamönnum, sem þeir náðu til, mönnum, sem síð- ar áttu eftir að gegna miklu hlut- verki i geimrannsóknunum. Meðal þessara þýsku vísinda- manna voru þeir Wernher von Braun og Arthur Rudolph, sem hannaði Satúrnus-eldflaugina, sem flutti Bandaríkjamenn til tunglsins árið 1969. í greininni lýsir Hunt vel þeirri siðferðilegu klípu, sem Bandaríkja- menn voru I að loknu stríðinu. Þeir höfðu annars vegar um það að velja að leyfa þýsku eldflaugafræðingun- um, sem margir höfðu verið virkir í nasistaflokknum, að setjast að í Bandarikjunum eða sjá á eftir þeim í hendur Sovétmönnum. í fyrirskip- un Trumans forseta frá 1946 um bann við að ráða nasista til starfa að fá leyfi yfirvalda til að halda einkasýningu í stærsta sýningar- salnum í borginni, en hann lýtur stjórn ríkisins. Ástæða þess hversu illa gekk að fá leyfið var sú að listamaðurinn lýsti í verkum sínum eymd og ein- semd vændiskvenna borgarinnar. Það var ekki fyrr en fremstu lista- menn landsins höfðu slegizt í lið með honum að stjórn sýningar- hússins lét undan og veitti heimild til sýningarinnar. Þessi sami lista- maður sýndi verk sín á götum úti á síðasta ári, en þá kom lögreglan á vettvang og fjarlægði myndirnar. Margir listamenn hafa ekki get- að þolað til lengdar þetta kæfandi andrúmsloft, sem þeir kalla svo, og hafa sezt að erlendis. Einkum eiga listakonur erfitt uppdráttar. Nu þegar hefur verið lagt bann við því að konur dansi opinberlega eða iðki íþróttir í augsýn karlmanna. Og þær eru fremur lattar til þess en hvattar að reyna að láta að sér kveða í listsköpun og annars konar menningarstarfsemi. — JAMAL RASHEED segir á einum stað: „Sá maður fær ekki að flytjast til Bandaríkjanna, sem að dómi yfirhershöfðingja Bandaríkjahers í Evrópu var félagi í nasistaflokknum eða eitthvað meira en viljalaust verkfæri, né heldur þeir, sem studdu nasismann og hernaðarstefnu hans.“ Banda- ríska utanríkisráðuneytið fór bók- staflega eftir fyrirskipuninni en hermálaráðuneytið hins vegar ekki. í leynilegri orðsendingu til yfir- herstjórnar Bandaríkjahers í Evr- ópu, sem dagsett er 4. desember ár- ið 1947, biður samstarfsnefnd leyni- þjónustunnar i Pentagon um að skýrslur um 14 einstaklinga verði endurskoðaðar, þ.á m. skýrsla um von Braun, „og að nýjar öryggis- skýrslur verði lagðar framþegar það teljist nauðsynlegt". Hunt segir, að öllum 14 skýrslun- um hafi verið breytt. í upphaflegri skýrslu um von Braun sagði t.d.: „Hann var SS-foringi en ekki hefur verið upplýst, að hann hafi verið ákafur nasisti. Yfirmaður banda- rísku herstjórnarinnar lítur svo á, að hann geti verið hættulegur ör- yggi ríkisins." Fimm mánuðum seinna hljóðaði skýrslan þannig: „Yfirstjórn hersins í Evrópu getur ekkert sagt um hve mikil þátttaka hans var í starfi nasistaflokksins. Trúlegt er, að hann hafi aðeins ver- ið tækifærissinni eins og flestir aðrir félagar í flokknum.“ Meðal þessara „hreinu" skýrslna, sem utanríkisráðuneytið fékk tii umfjöllunar, var skýrsla um Arthur Rudolph, sem hafði verið félagi í nasistaflokknum frá árinu 1931. „Þegar gengið var frá skýrslunni um Rudolph hafði herinn sjálfur sannanir fyrir stríðsglæpum, sem hann hafði framið á föngum i Dora-Nordhausen-fangabúðunum. Fangar úr þessum búðum voru látnir vinna í V-2-eldflaugasmiðj- unum þar sem Rudolph var yfir- maður,“ segir Hunt. 4 ' Von Braun: Skýrslan um fortíð hans var „endurskoðuð" að ósk bandarísku leyniþjónustunnar. í fyrra, þegar enn einu sinni stóð yfir mikil leit að stríðsglæpa- mönnum nasista, bar nafn Arthurs Rudolphs oft á góma í bandaríska dómsmálaráðuneytinu. f október sl. kváðust embættismenn þar hafa undir höndum „óhrekjanlegar” sannanir fyrir sekt Rudolphs en þá afsalaði hann sér bandarískum borgararétti og fór úr landi fremur en að þurfa að svara til saka fyrir glæpi sína. - PETER PRINGLE Twain var vel til svartra Bandarískir fræðimenn hafa nú lagt blessun sína yfir gamalt og snjáð bréf frá rithöf- undinum Mark Twain og vonast þeir til, að þar með sé að fullu kveðinn í kútinn sá orðrómur, að Twain hafi verið kynþáttahatari. Komst sú saga fyrst á kreik eftir að hann hafði sent frá sér bókina um Stikilsberja-Finn, sem út kom árið 1885. Fyrstu viðbrögð við þessu bréfi benda raunar til, að Stikilsberja- Finnur muni enn um sinn verða mörgum hneykslunarhella eins og hann hefur verð frá því að borg- arbókasafnið i Brooklyn bannaði bókina fyrst áriö 1905 vegna þess „slæma fordæmis", sem orðbragð- ið átti að gefa æskulýðnum. Tom Sawyer var einnig bannaður við þetta tækifæri en sú bók hefur þó aldrei átt jafn erfitt uppdráttar og Stikilsberja-Finnur, sem foreldr- ar, kennarar og fræðimenn hafa sakað um ljóta lýsingu á svert- ingjum og tíða notkun orðsins „nigger", „surtur“. í Waukegan í Illinois var það fyrst í fyrra, sem skólayfirvöld bönnuðu Stikilsberja-Finn, en nú fyrir skemmstu sagði Reagan for- seti, að í Finni og vini hans, Jim, svarta strokuþrælnum, endur- speglaðist hin bandaríska mann- gildishugsjón. Margir fræðimenn, svartir jafnt sem hvítir, hafa tekið upp hansk- ann fyrir Stikilsberja-Finn, sem þeir segja að sé í rauninni sígild og kaldhæðin árás á hræsni og tvískinnung. Það fer því ekki illa á því að Yale-háskóli skuli birta bréfið nú þegar Stikilsberja- Finnur á aldarafmæli og Mark Twain, Samuel Longhorn Clem- ens, eitt hundrað og fimmtíu ára afmælf. Bréfið skrifar Mark Twain til forseta lagadeildar Yale-háskóla TWAIN: engínn kynþáttahatari. og er efni þess það, að hann biður hann um að greiða götu efnilegs, svarts nemanda, Warner T. Mc- Guinn, sem seinna varð kunnur lögfræðingur í Baltimore og ein- arður baráttumaður fyrir auknum réttindum svertingja. Mark Twain skrifar: „Kæri herra, þekkirðu þennan nemanda? Er hann alls góðs maklegur? Ég held ekki ég hjálpaði hvítum nem- anda, sem bæði ókunnan mann ásjár, en mér finnst öðru máli gegna um hinn hörundslitinn. Við höfum troðið þeirra mannlegu reisn niður í svaðið og við sitjum uppi með skömmina, ekki þeir. Fyrir þetta eigum við bæta ... að því tilskyldu að ungi maðurinn sé sparsamur og fari vel með eins og búast má við af þeim, sem ekki hefur úr miklu að spila." Síðan bauðst Twain til að borga uppi- haldið fyrir McGuinn, sem hann og gerði þar til McGuinn útskrif- aðist árið 1887. Dr. Sheley Fisher Fishkin, sem kvað upp úr með, að bréfið væri ósvikið, segir, að það sé fyrsta óræka sönnunin fyrir því, að Twain, sem var kominn af fólki, sem átti þræla, hefði stutt ýmsa svarta námsmenn. Er haft eftir henni, að bréfið sé fágætur vitn- isburður um tilfinningar og skoð- anir skáldsins á hinum „eyðileggj- andi arfi þrælahaldsins", sem hafði verið afnumið 20 árum áður. — MICHAEL WHITE POPP OG POLITIK Dægurlögin eiga að falla að flokks- línunni r ISovétríkjunum hafa að undan- förnu átt sér stað miklar hreinsanir í heimi dægurtónlistar- innar. Rokkhljómsveitir, áhuga- menn sem atvinnumenn, og diskó- tek hafa verið tekin á beinið, en dómararnir, sem um mál þeirra fjölluðu, voru embættismenn úr menningarmálaráðuneytinu, verkalýðsfélögunum, Komsomol, æskulýðsfylkingu flokksins, frammámenn á viðkomandi stöð- um og stundum óbreyttir borgar- ar. Um endanlegan árangur af þessari herferð á hendur rokkinu er ekki vitað en þó er alveg ljóst, að margur gítarinn hefur verið tekinn úr umferð, ef svo mætti orða það. í Ukraínu hefur atvinnurokk- hljómsveitum fækkað um helm- ing, úr 80 í 40, í Uzbekistan stóðst ekki helmingur 115 diskóteka prófraunina. I Vladivostok hefur þriðja hver hljómsveit verið leyst upp og aðeins 65 af 169 hljóm- sveitum í Mogilyov-héraði i Hvíta-Rússlandi fengu náð fyrir augum dómaranna. f öllum diskó- tekum og félagsmiðstöðvum í Sov- étrlkjunum hangir nú uppi listi innlendar og eriendar RÉTTARSALURINN: fékk inni í tónleikahöll. réttvísin hljómsveitir, sem eru bannaðar. Þetta ber ekki að skilja svo, að búið sé að uppræta sovéska dæg- urtónlist. Enn er til grúi af hljómsveitum, áhugamönnum sem atvinnumönnum, og má sem dæmi um það nefna, að í Leníngrad einni eru þær 1700 talsins og diskótekin 150. Hreinsanirnar sýna hins vegar fordómana og andúðina á poppinu og því lífi, sem því tengist. Jafnvel hljóm- sveitarnöfnin valda hneykslan. „„Bravo", „Gulliver", „Primus", það mætti halda, að þetta væru nöfn á nýrri þvottefnistegund eða kappreiðahestum,“ skrifaði blaða- maður nokkur, en það virðist fara saman, að því viðvaningslegri sem tónlistarmennirnir eru því furð- ulegra er nafnið, t.d. „Svörtu Rússarnir" eða „DDT“ og heyrst hefur jafnvel um hljómsveit, sem kallar sig „KGB“. Textarnir fara líka fyrir brjóst- ið á mörgum. „Mamma, fái ég ekki gallabuxur er ég farin að heiman," eða: „Framundan er ekkert, að baki tómið, þar á milli í sekki er eitthvað sem líkist ketti“. Svona hugsanagangur er litinn hornauga í Sovétríkjunum og það sama á við þótt boðskapurinn eigi að vera uppbyggilegur ef hann fellur ekki að flokkslinunni. Það á t.d. við um söngva með íslömskum undirtón, sem komið hafa fram í Sovétlýð- veldunum í Asíu. „Þegar lífið vill ekki leika við þig skaltu leita huggunar í orðum spámannsins,“ segir í einum þeirra. Ástæðurnar fyrir andúðinni á poppinu eru margvíslegar. Eins og á Vesturlöndum finnst eldra fólk- inu tónlistin hávær og óskiljanleg og svo er einnig að verki menning- arleg einangrunarstefna eða kannski öllu heldur löngun til að verjast of miklum erlendum áhrif- um. Það mun taka Rússa langan tíma að melta poppmúsíkina á sama hátt og var með jazzinn, sem nú orðið er í miklum metum. Ef skyggnst er lengra aftur, sést, að það sama var uppi á teningnum með valsinn og aðra nýja, evr- ópska tónlist. Poppið á þó greinilega örðugara uppdráttar en önnur tónlist og kemur þar einkum tvennt til. I fyrsta lagi er það andúð stjórn- valda á öllu, sem ekki er þræl- skipulagt. Sovésk diskótek eru t.d. langflest bara bráðabirgðauppá- koma, sem fram fer í klúbbum eða gistihúsum, en ekki skipulagður rekstur, sem hægt er að fylgjast með. Eftirlitsmenn hins opinbera eiga því oft erfitt með að festa hendur á fyrirbærinu. Tilkoma segulbandanna, þessara einföldu tækja, sem mikið framboð er af, og gífurlegt svartamarkaðsbrask með hljómbönd, innlend sem út- lend (sum geta kostað allt að 4000 kr. ísl.), hafa svo gert baráttuna gegn poppinu að sannkallaðri martröð fyrir lögregluna og varðhunda flokksins. f öðru lagi eru það stjórnmálin. Vestræn tónlist fær yfirleitt þá dóma, að hún ýti undir „óeðlilegar hvatir“ og algengt er, að flokks- broddarnir taki þannig til orða, að „stéttaróvinurinn reyni að nota tónlistina sem hugmyndafræði- legan þjófalykil að sálum sovéskra þegna“. Á þessu er sífellt hamrað í fjölmiðlunum, einkum þeim, sem ætlaðir eru æskufólkinu, og svo virðist sem ráðamennirnir séu komnir með þetta á heilann enda líta þeir á það sem sitt hlutverk að passa upp á hugmyndafræðilega heilsu borgaranna. Hvað sem um þetta má segja ættu vestrænir rokktónlistarmenn að geta verið ánægðir með þá at- hygli, sem þeim er veitt innan við Kremlarmúrana. - MARK FRANKLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.