Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐÍÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 VALDATAFL BlóÖbaÖ á bófaslóðum Stjórnmálamenn í Marseille tóku engum silkihönzkum hver á öðrum í kosningunum sem þar fóru fram á dögunum, en á meðan átök þeirra stóðu sem hæst, fór fram annars konar valdabar- átta i undirheimum borgarinnar. Þar var barizt upp á líf og dauða og alls óvíst enn hvernig þessu lyktar. 1 þessari valdabaráttu hafa 23 látið lífið á níu mánuðum og er það mesta mannfallið sem orðið hefur í reiptoginu um yfirráð í undirheim- um borgarinnar þar sem hvers kyns lögleysa og spilling þrífst án þess að borgaryfirvöld fái rönd við reist. Hvergi í Frakklandi er meira um eiturlyfjasölu, vændi, fjár- hættuspil og aðra vafasama fjár- plógsstarfsemi. Þarna er venjan sú að höfuðpaurarnir haldi sig fjarri vettvangi dagsins en beiti fyrir sig launmorðingjum sem skilja engin spor eftir sig. Lögreglan getur lítið aðhafzt annað en kannað valinn og reynt að ráða í gáturnar, en oft verður fátt um svör. Mestu blóði hefur verið úthellt fyrir glæpaflokk þann sem kenndur er við Gaetan Zampa, en er í svip- FÓLKSFÆÐ Vestur-þýska vantar ungviðið Eins og nú er málum háttað í Vestur-Þýzkalandi eru mestar horfur á að þjóðin deyi smám sam- an út. Þar hefur fæðingum fækkað svo mjög, að þeir sem safnast til feðra sinna eru árlega 100.000 fleiri en börnin sem líta dagsins ljós og eiga að erfa landið. Af hálfu stjórn- valda hefur ýmislegt verið reynt að gera til að spyrna við fótum en hugmyndir um „fjölskyldupólitík”, er miði að því að auka fæðingar- tíðni, þykja bera of mikinn keim af stefnu nazistanna forðum sem álitu það helzta hlutverk konunnar að ala börn. Helmut Kohl kanzlari hefur nú kunngert nýja stefnu í fjölskyldu- málum. Þar heyrir helzt til nýjunga að konur og karlar eiga að „sýna samstöðu" í því að auka fæðingar- tíðnina og að annast uppvöxt af- kvæmanna á fyrsta æviskeiðinu. Samkvæmt þessari stefnu getur karl eða kona tekið sér leyfi frá störfum i heilt ár til að annast ungbarn. Greiðslur fyrir vikið nema um átta þúsund krónum á mánuði og að þessu ári loknu hefur viðkom- andi karl eða kona auk þess lagaleg- an rétt til þess að ganga að nýju inn í starfið sem hann eða hún gegndi áður. Heiner Geissler ráðherra æsku- lýðs-, fjölskyldu- og heilbrigðismála segir að miklu máli skipti fyrir kon- ur að geta snúið aftur til fyrri starfa eftir langt barnsburðarleyfi. — Að öðrum kosti telji þær sig þurfa að velja milli barnanna og vinnunnar. Vestur-þýzka ríkisstjórnin hyggst leggja fram sérstakt frumvarp þar sem svo er kveðið á að atvinnurek- endur megi ráða nýja starfsmenn í stað þeirra sem fari í fæðingarorlof, en verði síðan heimilt að segja þessu afleysingafólki upp án nokkurra eft- irmála þegar fastráðna starfsfólkið lýkur barnsburðarleyfinu. Þessi áform hafa þó mætt harðri mótspyrnu. Konur eru uggandi um að atvinnurekendur verði ekki ginnkeyptir fyrir því að ráða kven- fólk til starfa ef því fylgi sú kvöð að það eigi rétt á eins árs fæðingaror- lofi. Stjórnendur smærri fyrirtækja segja að þessi tilhögun komi sér illa fyrir þá og ýmsir fullyrða að auki að inn eins og höfuðlaus her eftir fall foringja síns. Zampa var ofsafeng- inn og þunglyndur Napólíbúi sem árum saman ríkti eins og ósýni- legur guðfaðir yfir undirheimunum við strendur Marseille. Hann hafð- ist jafnan við í fylgsnum, þar til lögreglunni tókst að ginna hann í net sitt í nóvember árið 1983. Sex vikum áður hafði Gilbert Hoareau, sem stýrði næturklúbbum Zampa, fallið fyrir tveimur grímuklæddum morðingjum. Lögreglan sá sér leik á borði og nokkrum dögum siðar var eiginkona Zampa, Kristín að nafni, handtekin ásamt 20 nánum samstarfsmönnum hans. 1 fram- haldi af því voru þau ákærð fyrir spillingu og skattsvik. Lögreglan hafði reiknað dæmið þannig að Zampa yrði æfur vegna handtöku Kristínar og það gekk líka eftir. Hann var því ekki eins var um sig og endranær, og lögregl- unni tókst að hafa hendur í hári hans í hrörlegu húsi við ströndina. Þar var hann að undirbúa ógnar- herferð gegn dómsmálayfirvöldum í Marseille. Eftir að Zampa komst undir manna hendur fór geðheilsu hans ört hrakandi. Á meðan réttarhöld- in yfir eiginkonu hans og starfsfé- lögum stóðu yfir reyndi hann tví- vegis að svipta sig lífi. Loks fannst hann dauður í fangaklefa sínum og þetta muni leiða til þess að engar konur sætti sig lengur við það hlutskipti að vera bara húsmæður og mæður. Miklar umræður fóru fram um málið á ráðstefnu Kristilegra demó- krata í vetur en að lokum sættust menn á málamiðlun. Hún var á þá lund, að foreldri sem tæki sér árs- leyfi til að hugsa um ungbarn gæti snúið aftur til vinnu — en þó ekki endilega til nákvæmlega sama starfs og áður. Framkvæmdanefnd flokksins hef- ur gert samþykkt um að fullu jafn- rétti karla og kvenna í daglegu lífi verði náð um næstu aldamót. Sú samþykkt felur í sér setningu sem bætt var inn í hana gagngert til að þóknast þeim sem eru fastheldnir á hefðbundna skipan fjölskyldumála. Hún hljóðar svo, að móðir og faðir geti ekki undantekningarlaust geng- ið hvort í störf annars. Málamiðlunartillagan sem var samþykkt á ráðstefnu flokksins er þó ekki komin alla leið í höfn, því að Kristilegir demókratar fara með stjórn Vestur-Þýzkalands ásamt Frjálsum demókrötum og þeir síð- arnefndu hafa þegar lýst yfir að í frjálsu markaðskerfi sé ekki unnt að halda störfum fyrir fólk í langan tíma. Jafnaðarmenn sem eru I stjórnarandstöðu hafa lýst sig fylgj- andi hugmyndum Kristilegra demó- krata, en telja samt vafasamt að unnt sé að framkvæma þær. Þar við bætist að lagafróður ráðgjafi hefur slegið því föstu opinberlega að atvinnurekendur geti neitað að fastráða konur nema þær lýsi yfir að þær hafi ekki í hyggju að eignast börn. - TONY CATTEKALL hafði hengt sig. Mánuði áður en Zampa stytti sér aldur var einn helzti keppinautur hans á glæpabrautinni látinn laus eftir að hafa afplánað 12 ára fang- elsisvist vegna eiturlyfjasölu. Sá náungi heitir Francis Vander- berghe og gengur venjulega undir nafninu Belgíski-Francis. Svo virð- ist sem glæpasamtök Zampa hafi selt hann í hendur lögreglunnar á sínum tíma. Eftir að Zampa var allur, mögn- uðust ofbeldisverkin, þar féllu bæði stórglæpamenn og minni spámenn. En það sem mesta furðu vekur hjá lögreglunni eru morðin á góðkunn- ingjum hennar þremur sem nýlega voru látnir lausir úr fangelsi. Þess- ir menn voru allir „efnafræðingar", þ.e. höfðu hlotið þjálfun í þeirri erfiðu list að vinna hreint heróín úr morfíni sem smyglað hafði verið til Marseille frá löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Yfirleitt eru „efnafræðingar" í svo miklum metum í glæpahring- unum að þeim er oftast þyrmt, enda þótt þeir eigi það til að gera mistök og jafnvel að eyðileggja milljóna virði af heróíni fyrir handvömm. Fyrrum samstarfs- maður þremenninganna telur að þeir hafi verið drepnir vegna þess að þeir hafi látið lögreglunni í té of miklar upplýsingar þegar þeir voru handteknir á sínum tíma. Þetta er í þriðja sinn frá lokum síðari heimsstyrjaldar sem harð- vítug valdabarátta á sér stað í und- irheimum Marseille. Átökum af þessu tagi lyktar venjulega þannig að nýr maður kemst til valda eftir fall gamla harðstjórans og lætur það þá verða sitt fyrsta verk að ganga milli bols og höfuðs á fjöl- skyldu hans og samstarfsmönnum. — ROBIN SMYTH ATVINNUS JUKDOM ARI Tuttugu Og fimm þúsund bótakröfur á einu bretti Nú fer að styttast í að dagur dómsins renni upp fyrir bandaríska asbestiðnaðinum en lögfræðingar eru sammála um, að réttarhöldin, sem nú eru hafin í San Francisco, muni verða þau mestu, lengstu og dýrustu í sögu Kaliforníuríkis. Um er að ræða 25.000 skaðabótakröfur á hendur asbestfyrirtækjunum upp á einn milljarð dollara og til sóknar og varnar verða 108 lögfræðingar, fimm stór asbestfyrirtæki, 75 tryggingarfyrirtæki og 96 lög- fræðifyrirtæki. Svo margir koma við sögu í þessu máli, sem var loksins tekið fyrir í síðasta mánuði eftir fimm ára undirbúning og alls kyns taf- ir, að ekki fannst neinn réttarsal- ur nógu stór til að hýsa alla her- ina. Var þess vegna gripið til þess ráðs að taka á leigu tónleikahöll og henni breytt í réttarsal með rauðum dreglum og fíneríi. Kost- aði það málsaðilana um 250.000 dollara. í fyrsta hluta réttarhaldanna, sem staðið getur í sex mánuði, munu eigast við annars vegar fimm stærstu asbestfyrirtækin í Bandaríkjunum og 75 trygg- ingarfyrirtæki hins vegar og verður þá reynt að fá úr því skor- ið hver sé bótaskyldur þeim millj- ónum Bandaríkjamanna, sem nú eru dauðvona af asbestsjúk- dómum, einkum lungnakrabba. Enginn efast um, að sjúklingun- um verði dæmdar bætur en á þessu stigi verður ekki ákveðið hve miklar þær eiga að verða. Örækar sannanir liggja fyrir um beint samband á milli „undraefnisins", sem einu sinni var kallað, asbestsins, sem notað var á 3000 mismunandi vegu í iðnaði, og ýmissa lungnasjúk- dóma. Sérfræðingar bandaríska heilbrigðiseftirlitsins telja t.d., að allt að helmingur þeirra 8—10 milljóna manna, sem unnu með asbest á dögum sfðari heims- styrjaldar, muni deyja úr krabba- meini eða sjúkdómi, sem kallast „asbestosis". Milli tíu og tuttugu einkaaðilar hafa unnið mál gegn asbestfyrir- tækjunum og verið dæmdar bæt- ur, sem nema frá 16.000 dollurum upp í 275.000 dollara, en það hef- ur ekki orðið til að sefa reiði þeirra þúsunda fjölskyldna, sem nú eru að sligast undir sjúkra- húskostnaðinum, með þá miklu töf, sem orðið hefur á þessu máli. „Asbestfyrirtækin verja millj- ónum dollara til að berjast við sín eigin tryggingarfélög," sagði John Vermeulin, 75 ára gamall formaður í samtökunum „Fórn- arlömb asbestsins", „en við fáum ekkert. Það er hneyksli." Vermeulin vann í tíu ár hjá Manville-fyrirtækinu, einu asb- estfyrirtækjanna fimm, og fyrir fjórum árum kom í ljós, að hann þjáðist af „asbestosis". Nú verður hann að fara allra sinna ferða með súrefnishylki bundið við sig og hann getur ekki nærst nema um leiðsiu, sem liggur í gegnum nefið. Ein af ástæðunum fyrir því hvað þetta mál er flókið og hefur dregist á langinn er sú, að asb- estsjúkdómarnir eru að búa um sig í 15—30 ár. Sjúklingarnir sumir halda því t.d. fram, að tryggingarfélagið, sem þeir skiptu við þegar þeir unnu við asbestið, sé bótaskylt, en þessi sömu tryggingarfélög standa fast á því, að bótaskyldan eigi að lenda á því fyrirtæki, sem við var skipt þegar sjúkdómurinn fannst. Lögfræðingar tryggingarfélag- anna munu einnig koma með þá röksemd í málinu, að framleið- endurnir hafi vitandi vits falið sannanir fyrir óhollustu asbests- ins eða allt frá árinu 1935 þegar breskir vísindamenn færðu fyrst líkur að því, að það ylli krabba- meini. Lögð verða fram bréf því til sönnunar, að forsvarsmönnum bandarískra fyrirtækja hafi verið fullkunnugt um þetta mál úr breskum iðnaðartímaritum en þrátt fyrir það skipað starfs- mönnum sínum að hafast ekki að og bíða eftir „bandariskri rann- sókna. — WILLIAM SCOBIE PAKISTAN List getur verið guðlast eystra þar ■ ■ Ofgasinnaðir Múhameðstrú- armenn í Pakistan hafa nú beint spjótum sínum að merkasta listaskóla landsins með þeim af- leiðingum að honum hefur verið lokað. Öfgasinnarnir fundu skólan- um það helzt til foráttu að þar voru málaðar myndir af mannslíkaman- um. Svo mikil var heiftin að um 30 manns úr flokki þeirra réðust inn í skólann, umturnuðu öllu í aðal- skrifstofu hans og svívirtu starfs- liðið. Skólinn er í Lahore og hefur starfað í 110 ár. Þar hafa verið stundaðar allar greinar myndlistar og húsagerðarlistar og nemendur frá öllum landshornum haf sótzt eftir að komast í hann. Margir hafa síðan orðið nafntogaðir listamenn, húsameistarar og auglýsingateikn- arar. Öfgasinnarnir höfðu ýmislegt að athuga við starfsemi skólans. í fyrsta lagi þótti þeim sem fyrr er sagt með öllu ótækt að þar væri mannslíkaminn málaður og i ann- an stað voru þeir andsnúnir því að karlar og konur ynnu hlið við hlið, en samkvæmt kokkabókum öfga- sinna skal aðskilnaður kynjanna vera nær alger. Undanfarin átta ár hefur strangtrúnaður sett mark sitt á flest svið þjóðlífsins f Pakistan að undirlagi herforingjastjórnar Zia ul Haq og listsköpun hefur ekki farið varhluta af þessari stefnu. Þeir sem mála myndir af fólki und- ir merkjum raunsæisstefnunnar eiga undir högg að sækja og fá ekki að sýna verk sín. Það hefur leitt til þess að margir listmálarar hafa kosið að hverfa frá raunsæisstefn- unni og mála nú „abstrakt* myndir eða viðurkennd „stofumálverk“ sem ekki vekja deilur. Listamenn sem mála eða gera höggmyndir samkvæmt því sem andinn blæs þeim í brjóst eiga hinsvegar ekki sjö dagana sæla. Ungur myndlistarkennari við lista- skólann í Lahore reyndi í rúmt ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.