Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRlL 1985 B 9 gefa sjúklingum með blæðingar- sjúkdóma, t.d. hemophilia eða von Willebrand. Meðal aukaverkana sem nefnd- ar eru um lyf sem notuð eru til lækkunar blóðþrýstings er í sér- lyfjaskranni talað um meltingar- óþægindi, svefnleysi, drauma, ofskynjanir, þreytu, máttleysi í vöðvum og fleira. Róandi lyf sem notuð eru aðallega gegn kvfða, spennu og svefntruflunum geta haft í för með sér ávanahættu, þreytu og syfju, svima, ógleði, höf- uðverk, lækkun blóðþrýstings, minnisleysi og vöðvaskjálfta. Hófleg notkun lyfja telst því til fyrirbyggjandi heilsuverndar. Sér- fræðingar hafa jafnvel haldið þvf fram að einn af hverjum tuttugu sjúklingum á sjúkrahúsum menn- ingarþjóða megi kenna óæskilegri verkun lyfja um sjúkrahúsvist sí- na. Betri upplýsingar um meðferð sjúklinga Einn liður í því að fólk beri aukna ábyrgð á eigin heilsufari er að það sé betur upplýst um þá meðferð sem það fer í gegnum að undirlagi lækna og heilbrigðis- þjónustunnar. Samkvæmt þriðju grein laga um heilbrigðisþjónustu er landlækni skylt að sinna kvört- unurn eða kærum, er varða sam- skipti almennings og heilbrigðis- þjónustunnar. Heimilt er að vfsa ágreiningsmálum til sérstakrar nefndar, sem í eiga sæti þrír menn, tilnefndir af Hæstarétti og ráðherra skipar til fjögurra ára f senn. Enginn nefndarmanna má vera starfsmaður heilbrigðisþjón- ustunnar, og einn skal vera emb- ættisgengur lögfræðingur og jafn- framt formaður. Sðmu reglur gil- da um varamenn. Ráðherra setur nefndinni starfsreglur að fengn- um tillögum hennar. Kostnaður vegna starfa nefndarinnar greið- ist úr rikissjóði. Hjá landlækni fengust þær upplýsingar að fólk getur snúið sér til borgarlæknis ef það er óánægt með þjónustu heil- brigðiskerfisins í Reykjavík, ann- ars til héraðslækna eða yfirlæknis á sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð þar sem sjúklingurinn lá eða fékk þjónustu. f flestum tilfellum er leitað beint til viðkomandi stofn- unar eða læknis og reynt að leysa úr ágreiningsmálum. Ef það tekst ekki geta sjúkl- ingar höfðað skaðabótamál, ef þeir telja að þeir hafi beðið tjón á heilsu sinni vegna einhverra mis- taka. Stundum leita sjúklingar þó ekki réttar sfns fyrr en löngu eftir að atvikið gerðist og þá er oft erf- itt að rekja málin langt aftur f tímann. I mörgum löndum f dag eru læknar og sjúklingar tryggðir gegn ýmsum áföllum. Flestar að- gerðir hafa áhættu í för með sér og sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að illa fari. V.J. Blómastofa Friöfinm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. SAMBYGGT UPPTOKUTÆKI OG MYNDAVÉL t>ad er ekki á hverjum degi sem okkur veitist sú ánægja ad bjóda jaín eftirsóttann grip og pennan Hér er um ad ræda mjög íullkomna myndavél med "ZOOM" linsu sem stækkar allt ad sex sinnum (f= l/2,ð , ð-'íðmm) Birta parf adeins ad vera 15 lux Sambyggt vid myndavélina er mjög fullkomid VHS upptökutæki.Þetta gengur sídan allt fyrir hledslurafhlödu og er íislétt,sem gerir pér kleiít ad taka kvikmyndir uppi á fjöllum verd adeins 78,995' stgr NORDMENDE GÓÐ GREIÐSLUK JÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.