Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 6
6 B - ntóftGtJNBÍÍAÐIÐ, SlrtíNUÐAGÍIR 21. APfttL 1985 HEILBRIGÐISMÁL „Á fyrstu árum sjúkrasamlag- anna voru sérstök sjúkrasam- lagsnjöld og upphæð þeirra fór eftir því hve mikil veikindi voru í viðkomandi sveit eða kaupstað. Nú hefur tryggingakerfið allt verið sameinað. Enginn veit lengur hvað hann greiðir í kostnað til heilbrigðismála. Enginn fær reikningsuppgjör eða yfirlit. Tryggingakerfið hefur í raun verið sameinað ríkiskassanum. Þetta hlýtur að þýða að hin raunveru- lega ábyrgð er horfin úr hinu ís- lenska heilbrigðiskerfi." Þar að auki telur hann ríkis- forsjárkerfið hafa stuðlaö að því í auknum mæli að menn beri ekki nægilega ábyrgð á eigin heilsufari. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá er það staðreynd, að „guð almáttugur" ræður ekki dánar- dægrum fólks né fæðingum nærri því eins mikið og áður var. Ein- staklingurinn sjálfur ræður þar mestu, þó ekki sé það öllum ljóst.“ Og síðar kemur hann fram með tillögur til úrbóta, þeirra á meðal eru hugmyndir um að um hver áramót fái samlagsmenn sem ekk- ert hafa notað heilsugæslu sl. ár greidda nokkra fjárhæð, t.d. 1.000—3.000 krónur, þeir sem hafa notað innan við 10.000 úr hinum sameiginlega sjóði hálfu minna, en aðrir fái reikning greiddan og kvittaðan fyrir því sem þeir hafa fengið. „Þessi upphæð má ekki vera það mikil að hún verði mönnum hvati til að vanrækja heilsu sína. Hins vegar yrði hún hvati til að fólk liti á viðkomandi reikning og ræddi um hann. Einnig mundi hún hvetja þá sem lítið nota heilsu- gæslu sína til að greiða beint fyrir einstakar ferðir til lækna til að „missa ekki bónusinn". En fyrst og fremst gæti þetta orðið hvatning til aö annast heilsu sína vel og viðurkenning fyrir það. Þarna yrði farið inn á þá braut að verðlauna, þó í smáu sé, að fólk taki ábyrgð á heilsu sinni sjálft. íslendingar eru komnir á það menntunarstig og heilbrigðisfræðsla og fyrirbyggj- andi heilsugæsla er hér orðin svo góð, að fólk getur stjórnað því að miklu leyti sjálft á aldrinum 16—60 ára hvort það er heilbrigt eða ekki. Upptalning til rökstuðnings: tannskemmdir, spennuhöfuðverk- ur, bakverkir, vandamál tengd því að vera í lélegu líkamsformi, streituvandamál (bandaríska heimilislæknafélagið telur að 70% af ferðum almennra borgara til lækna stafi af streituvandamál- um, vandamál tengd ofneyslu tób- aks, áfengis eða matar. Svo mætti telja áfram.” Mbl. leitaði svara við þeirri gagnrýni sem fram kemur í grein- um Ingólfs hjá nokkrum einstakl- ingum sem vinna í heilbrigðiskerf- inu og birtast viðhorf þeirra í næsta sunnudagsblaði. ! blaðinu i dag verður farið nokkrum orðum um þróun sjúkrasamlaga og vöxt heilbrigðiskerfisins, og teknir saman nokkrir punktar sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklinga á eigin heilsufari. Hver er sinnar gæfu smiður segir þekkt máltœki, en fleira er hœgt að „smíða“ en gœfuna Er kostnaður viö heilbrigðisþjónust- una að fara út yfir öll skynsamleg mörk? Getur fólk á aldrinum 16—60 ára stjórnað því að mestu leyti sjálft hvort það er heilbrigt eða ekki? Hvetur núverandi heilbrigð- iskerfi til ósjálfstæðis og óheilbrigð- is? Hvernig er hægt að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma og við- halda góðri heilsu? Helgina 2. og 3. mars sl. skrifaði Ingólfur S. Sveins- son tvær greinar um heilbrigðiskerf- iö í Mbl. þar sem hann fjallar um ýmsa annmarka þess. Hann tekur jafnvel svo djúpt í árinni að fullyrða að það ríkisforsjárkerfi, sem þróað- ist upp úr sjúkrasamlögum sveitar- félaganna eigi ekki við lengur, það hvetji til ósjálfstæðis og þar með til óheilbrigðis um leið og það er til heilsubótar. Hann leggur áherslu á að menn þurfi aukið veröskyn á heilbrigðismál og rekur m.a. þróun sjúkrasamlagsgjalda. „Er það skemmtileg tilhugsun að fara á sveitina á blóma- skeiði æfínnar?“ „Meðlimir sjúkrasamlagsins eru sem nokkurs konar hermenn, sem berjast með sameiginlegum kröft- um móti sameiginlegu óvinaliði, bölinu og tjóninu, sem sjúkdómar og slys hafa í för með sér. Þessar hersveitir þurfa liðsauka á þessu ári, ef vörnin á ekki að þrjóta að einhverju leyti. Hugur alþýðunnar hér í bæ ætti að vera á þá leið í garð þessa félagsskapar, að ekki þyrfti annað en stappa fæti í jörð til þess að nýir liðsmenn drifu að úr öllum áttum. Þær litlu byrðar sem þessum félagsskap fylgja, ættu menn að bera með ljúfu geði.“ Þannig skrifar ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur um Sjúkrasamlag Reykjavíkur í ísafold árið 1917. Hann hvetur menn til að ganga í sjúkrasamlagið og tryggja sig og sina þannig gegn ýmsum áföllum. „Sjúkdómana sjálfa geta menn ekki rekið burt úr mannfélaginu, en menn geta tekið af þeim sár- asta broddinn, takmarkað afleið- ingarnar og dregið úr þeim ... Er það skemmtileg tilhugsun, að fara á sveitina á blómaskeiði æfinnar, verða brennimerktur mannrétt- indalaus aumingi! ... Ég get sagt ykkur, ef þið vitið það ekki, að náðarmolarnir við líknarborð mannfélagsins eru harðir undir tönn og beiskir á bragðið." Fram að þeim tíma er sjúkra- samlögin voru stofnuð áttu menn það við sjálfa sig og máttarvöldin hvernig þeim tókst að mæta þeim erfiöleikum sem slys og sjúkdóm- ar höfðu í för með sér. Tilkoma sjúkrasamlaganna var því flestum kærkomin trygging gegn ýmsum áföllum. Sjúkrasamlag Reykjavík- ur var í fyrstu frjáls samtök áhugafólks, og stofnað í þeim til- gangi, að tryggja samlagsmönnum sjúkrahjálp og uppbót á fjár- hagstjóni er þeir urðu fyrir af völdum veikinda. Árið 1936 voru sett lög um alþýðutryggingar þar sem skylt er að stofna sjúkrasam- lög í öilum kaupstöðum og hægt var að ákveða með almennum hreppsnefndarsamþykktum hvort stofna ætti sjúkrasamlög í ein- stökum hreppum. Fyrstu árin áttu þeir meðlimir samlagsins rétt til hlunninda sem höfðu haft minna en 4.500 krónur í skattskyldar tekjur á ári. Fyrst í stað voru þeir réttlausir sem höfðu hærri árs- tekjur, en fljótlega var þeim sem höfðu hærri árstekjur en 4.500 heimilt að tryggja sér sjúkrahjálp hjá Sjúkrasamlaginu gegn því að greiða tvöfalt iögjald. Sjúkrasamlögum fjölgaði smátt og smátt og upp úr 1950 var gert skylt að stofna sjúkrasamlög í öll- um sveitarfélögum. Fyrst í stað var kostnaður fjármagnaður þannig að 60% var greitt með sjúkrasamlagsgjöldum samlags- manna, 20% með ríkisstyrk og 20% af hlutaðeigandi sveitastjórn. Þetta breyttist svo smátt og smátt og hlutfall rikisins hefur sífellt farið vaxandi. Nú hefur trygg- ingakerfið verið sameinað ríkis- kassanum að miklu leyti og kostn- aður við heilbrigðisþjónustuna sí- fellt farið vaxandi eins og sjá má af meðfylgjandi yfirliti frá Þjóð- hagsstofnun, og heildarútgjöld aukist sem hlutfall af þjóðar- framleiðslu. Þá fer þeim einnig ört fjölgandi sem starfa við heilbrigð- isþjónustuna eins og sjá má á yfir- liti sem unnið er upp úr Árbók Reykjavíkur 1984, sú þróun heldur að öllum likindum áfram því í ný- legri frétt í Mbl. er sagt frá því að veturinn 84—85 eru skráðir nemar við heilbrigðisbrautir 882 eða um 21,3% háskólanema. FegrunaraðgerÖir borgaðar úr ríkiskassanum Viðhorf til samneyslunnar hafa breyst mikið frá því Ólafur ólafsson skrifaði grein sína í ísa- fold. í dag þykir eðlilegt að ríkið borgi jafnvel fegrunaraðgerðir landsmanna, svo og kostnað við að losa fólk undan ofneyslu áfengis og vímuefna. Marga sjúkdóma má einnig rekja til rangs mataræðis, hreyfingarleysis og fleiri atriða sem auðvelt ætti að vera að hafa áhrif á og reyna að koma I veg fyrir. Einhverju sinni fóru þær sögur af lækni keisarans í Kína að hann hafi ekki fengið laun nema þegar keisarinn var frískur. Keis- aranum var umhugað um heilsu sína og launaleysi læknisins í veikindunum hvatti lækninn einn- ig til að reyna eftir mætti til að koma í veg fyrir að keisarinn veiktist. Þetta viðhorf til veikinda hefur breyst í gegnum árin, en þó hefur meiri áhersla verið lögð á fyrirbyggjandi heilsugæslu síð- ustu ár. Þá hefur einnig verið lögð meiri áhersla á ýmsa þætti sem hafa áhrif á heilsufar, svo sem vinnuaðstöðu, mataræði, líkams- rækt, jákvætt hugarfar o.fl. Jóhannes Sæmundsson fyrrum fræðslufulltrúi ÍSÍ skrifaði neð- anmálsgrein í DV fyrir nokkrum árum þar sem hann leggur áherslu á mikilvægi líkamsræktar til viðh- alds góðri heilsu. Þar segir hann m.a.: „Enginn vafi leikur á því að offita, slappir vöðvar og þolleysi auka líkurnar á æðakölkun, bak- veiki og öndunarerfiðleikum. Fólki, sem er í lélegri þjálfun er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.