Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1986 * Aoddur Móbítakóngur m Iþeirri mannlífsbifliu er ég þreyt- ist seint á aö lesa, Birtíngi meistara Voltaires, mælir ein helsta söguhetjan, þá hana haföi loksins rekiö í friðarhöfn, aö aflok- inni svaðilför um táradalinn: öllum heimspekingum ber saman um þaö, sagði Altúnga, aö háar tignarstöður beri í sér mikla hættu: eða drap kannski ekki Áoddur Eglon Móbíta- kóng: Afsalon var heingdur upp á hárinu og stungið gegnum hann þrem dörruðum ... Svo kemur löng lýsing á örlögum ógæfusamra mik- ilmenna en þá gellur við í aðalsögu- hetjunni, sjálfum Birtíngi: Hitt veit ég líka, sagði Birtíngur, að maður verður að hirða um garðinn sinn. Ýmsir spekingar hafa skýrt þessi ummæli eins vígreifasta penna vesturálfu fyrr og síðar, á þann veg að valdið sem slíkt berí i sér hásk- ann. Að í raun sé manninum hollast að hirða um túnblettinn sinn og hætta eigi sálu sinni á skákborði stjómmálanna. Raunar virðist sú raunin að æ færri hæfileikamenn hætta sér nú út á þann hála ís. Eða í það minnsta hefir ásjóna valdsins breytt um ásýnd og nú sitja æ fleiri sprenglærðir sérfræðingar nánast á friðarstóli og rækta garðinn sinn. Þessir menn hvísla svo í eyru hinna er hætta lífi og limum í björtu ljósi fjölmiðlanna. Skautasvellið En einn er sá maður er ekki hefir numið lexiuna úr Birtingi og sá er Jón Baldvin. Á þessari stundu er ekki gott að giska á hvort hann hlýtur svipuð örlög og fyrrgreindur Afsalon, en í það minnsta slapp hann fyrir horn í yfirheyrslu þeirra Ingólfs Margeirssonar og Árna Þór- arinssonar í þættinum „Þriðji maö- urinn“ sem var á dagskrá rásar tvö nú á fimmtudagskveldiö. Þannig smaug Jón fimlega framhjá hefð- bundinni spurningu þeirra Árna um hið ... opna hjónaband. Hélt ég satt að segja að Jón væri við það að sleppa óskaddaður af skautasvell- inu, er honum varð fótaskortur í síðustu sveiflunni. Spyrlar: Og hvað yrði þitt fyrsta verk Jón ef þú yrðir forsætisráðherra. Jón: Forsætis- og viðskiptaráðherra ... Þá myndi ég næsta morgun frá klukkan 9.00— 9.03 kalla fyrir mig manninn í brúnni ... seðlabankastjórann. Spyrlar: Og myndirðu reka hann. Jón: Jaá. . .. uppá hárinu ... Þarna rættist sú spá Voltaires ... að háar tignarstöður beri í sér mikla hættu. Þvi það er nú einu sinni svo að sjaldnast er það lýður- inn sem afhausar hina rótgrónu valdsmenn, heldur koma til skjal- anna nýir valdsmenn er gjarnan sjá ofsjónum yfir valdi þeirra er fyrir sitja. Hinir nýju valdsherrar hreið- ra svo um sig í vigi hinna föllnu tignarmanna og hljóta svo með tíð og tima gjarnan svipuð örlög og fyrirrennararnir. Ég er ekki að segja að hér sé að verki algilt lög- mál er svelti ætíð hina bestu menn en ansi oft finnst mér nú engla- hárið sviðna af snertingunni við valdið. Þvi óttast ég um þá menn er vilja beita valdboði til að ryðja úr vegi öðrum valdsmönnum, tekur slik hreingerning nokkurn timann enda? Væri ekki nær að draga þá menn fram i sviðsljósið og til auk- innar ábjrgðar er sitja nánast á fríð- arstóli bakvið fortjaldið? Með þvi móti einu dreifum við valdinu og komum i veg fyrir að virðulegir eldri borgarar verði hengdir uppá hárinu við verkalok. En er óbreytt- ur soldát í lýðveldishernum annars þess umkominn að dæma um hvað er rétt og rangt í sal valdsins, þar eiga þeir Áoddur og Eglon Móbíta- kóngur næsta leik. ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Evrópusöngvakeppnin í beinni útsendingu ■i Nýr þáttur hef- 35 ur göngu sina i “ útvarpi á rás 1 i kvöld klukkan 19.35. Þátt- urinn nefnist hinu frum- lega nafni „Þetta er þátt- urinn“ og er hann í um- sión leikaranna Árnar Árnasonar og Sigurðar Sigurjónssonar. Umsjónarmennirnir semja efnið og flytja en fá með sér í hvern þátt ýmsa gestaleikara. Hver þáttur er 25 mínútna langur og er innihald þeirra létt spaug með ádeiluívafi, minnir e.t.v. svolítið á áramótaskaup útvarps. Þættirnir verða fram- vegis á laugardagskvöld- um klukkan 19.35, en ætl- unin er að endurtaka hvern þátt í hverri viku en ekki er endanlega búið að ákveða tímann. Fyrsti þátturinn verður endurtekinn fimmtu- dagskvöldið 9. maí klukk- ann 22.35, en eins og kunnugt er lendir hann á sama tíma og Evrópu- söngvakeppnin sem sjón- varpað verður beint frá Gautaborg, í kvöld. ■1 Söngvakeppni 00 sjónvarps- ' stöðva í Evrópu 1985 fer fram í Gautaborg í dag. íslendingar geta fylgst með keppninni í beinni útsendingu um gervihnött frá Gautaborg. Hinrik Bjarnason lýsir keppninni. Söngvakeppni þessi fer nú fram í þrítugasta sinn með þátttakendum frá nítján löldun. Útsending sjónvarpsins hefst klukk- an 19.00 í dag. Vegna þess færist dag- skráin að því ieyti að fréttum verður sjónvarp- að klukkan 18.20. Eins og menn kannski muna sigruðu Svíar í keppninni á sl. ári. Það var sænska hljómsveitin Herreys með lagið „Diggi- loo Diggiley". Umsjónarmenn þáttarins „Þetta er þátturinn", leikararnir Sigurður Sigurjónsson og örn Árnason. „Þetta er þátturinn“ — glens og gaman í útvarpi Sænsku bræðurnir sem sigruðu í fyrra. Úr myndinni „Heiftarleg ást“. Hér sést söguhetjan Larisa Gúseéva með einum aðdáenda sinna. „Heiftarleg ást“ — sovésk bíómynd ■■■■ „Heiftarleg 9000 ást“ nefnist bíómynd kvöldsins. Myndin er ný sovésk bíómynd gerð eftir leikriti frá 19. öld eftir Al- exander Ostroviski. Leik- stjóri er Eldar Rjasanof. í aðalhlutverkum eru: Lar- isa Gúseéva, Alisa Freindlih, Kíníta Mihalk- of, Ljúdmíla Gúrtsénko og Andrei Mjahkov. Ástin annars vegar og aðstæður hins vegar eru þeir tveir pólar sem myndin snýst um. Sögu- hetjan er ung og glæsileg stúlka af góðum ættum en févana. Hana skortir ekki aðdáendurna, en á því miður ekki úr mörgu að velja þar sem heima- nmundurinn er enginn. Hún verður ástfangin af veraldvönum en glæsi- legum karlmanni, sem hikar ekki við að fram- kvæma það sem honum dettur í hug. Þýðandi myndarinnar er Hallveig Thorlacius. ÚTVARP LAUGARDAGUR 4. mal 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 7.20 Leikfimi. Tón- leikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorö — Helgi Þorlákson talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forystugr. dagbl. (útdr). Tónleikar 8.55 Daglegt mál, endurt. páttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir.Tilkynningar. Tón- leikar 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. Veöurfregnir.) Oskalög sjúklinga, frh. 1130 Eitthvaö fyrír alla Siguröur Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 1200 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar 1220 Fréttir. 12.45 Veöur- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 1240 iþróttaþáttur Umsjón: Ingólfur Hannesson 1400 Hér og nú. Fréttajaáttur l vikulokin 1215 Listapopp. — Gunnar Salvarsson. 1600 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 1820 islenskt mál. Asgeir Blöndal Magnússon flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarövlk. 17.10 Fréttir á ensku. 17.15 A óperusviðinu. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 1900 Kvöldfréttir Tilkynningar 1905 Þetta er þátturinn. Umsjón: örn Arnason og 1800 Enska knattspyrnan 1700 iþróttir Umsjónarmaður Bjarni FeF ixson. 18.15 Fréttaágrip á táknmáli 1820 Fréttir og veöur 1805 Auglýsingar og dagskrá 1900 Söngvakeppni sjón- varpsstööva I Evrópu 1985 Bein útsending um gervi- hnött frá Gautaborg þar sem þessi árlega keppni fer nú fram I þrltugasta slnn með þátttakendum af nltján þjóö- um. Hinrik Bjarnason lýsir keppnlnni. Sigurður Sigurjónsson. 20.00 Utvarpssaga barnanna: Gunnlaugs saga ormstungu. Erlingur Siguröarson les (4) 2020 Harmonikuþáttur. Um- sjón Bjarni Marteinsson. 20.50 „En á nóttunni sofa rott- urnar." Tvær þýskar smásögur eftir Ellsabeth Langgasser og Wolfang Borchert I þýöingu Guörúnar H. Guömunds- dóttur og Jóhönnu Einars- dóttur. Lesarar: Guöbjörg 4. mal Evróvision — sænska sjón- varpið) 2125 Hótel Tindastóll Þriöji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur ( sex þáttum um sein- heppinn gestgjafa. starfsliö hans og hótelgesti. Aöalhlutverk: John Cleese. Þýöandi Guöni Kolbeinsson. 22.00 Heiftarleg ást Ný sovésk blómynd gerö eft- ir leikriti frá 19. öld eftir Alex- ander Ostroviski. Leikstjóri Eldar Rjasanof Aöalhlut- verk: Larisa Gúseéva, Alisa Thoroddsen og Viöar Egg- ertsson. 2125 Kvöldtónleikar. Þættir úr slgikfum tónverk- um. 2215 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orö kvðldsins. 2225 Skyggnst inn I hugar- heim og sögu Kenya. 1. þáttur. Skúli Svavarsson segir frá og leikur þarlenda tónlist. Freindlih. Nfklta Mihalkof, Ljúdmfla Gúrtsénko og And- rei Mjahkof. Söguhetjan er ung og falleg stúlka af góöum ættum en févana. Hún á ekki margra kósta völ þar sem enginn er heimanmundurlnn en ekkl skortir hana þó aödáendur. Hún verður loks ástfangin af glæsMegum og veraldarvön- um stórbokka sem ekki reynist allur þar sem hann er séður. Þýöandi Hallveig Thorlacius. 0020 Fróttir I dagskrárlok. 2215 Hljómskálamúslk. Um- sjón: Guömundur Gilsson. 24.00 Miönæturtónleikar. Um- sjón: Jón örn Marinósson. 0020 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 tll kl. 03.00 LAUGARDAGUR 4. maf 14.00—10.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- son. HLÉ 24.00—0045 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 0045—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Margrét Blöndal. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.) SJÓNVARP LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.