Morgunblaðið - 04.05.1985, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985
Jean-Pierre Jacquillat
Kammertónleikar
Die Kunst der Fuge
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Það var stór stund að eiga með
meistara Bach, er Kammermúsík-
klúbburinn stóð fyrir flutningi
Die Kunst der Fuge. Flytjendur
voru Sinnhoffer strengjakvartett-
inn og Ragnar Björnsson orgel-
leikari. Leikni Bachs í gerð fúgu-
verka er ekki aðeins fólgin í tækni
hans og kunnáttu í margbrotinni
samfléttingu radda, heldur einnig
að slíkur leikur með raddir var
honum eðlilegur tjáningarmáti og
því eru verk hans einnig „músísk“
upplifun. Þessu má að nokkru
líkja við Shakespeare, sem lék sér
að sonnettuforminu og virðist
túlkun hans og tjáning ekki hafa
verið trufluð af strangri form-
gerðinni. Kúnst fúgunnar er í
raun tvískipt að gerð, annars veg-
ar fúgur i ýmsum formum og svo
fjórir kanónar eða keðjur, eins og
þess konar verk nefnast á ís-
lensku. Auk þess eru ein spegil-
fúgan til í gerð fyrir tvö hljóm-
borðshljóðfæri en þeirri útfærslu
var sleppt í flutningi verksins að
þessu sinni. Það væri of langt mál
að rekja gerðir hvers fúgukafla og
margvíslegar ummyndanir stefja.
Síðasti kaflinn, sem talið er að
Bach hafi ætlað hafa sem fjögurra
stefja fúgu, auðnaðist honum ekki
að Ijúka við og er nafnstef hans
þriðja stef fúgunnar.
Ýmist er þessu fúga talin
þriggja stefja og jafnvel var því
haldið fram að hún tilheyrði ekki
Kúnst fúgunnar, þar sem ekki er
hægt að finna nein merki um aðal-
stefið. Gustav Nottebohm,
(1817—82) er var þýskur píanó-
kennari (vinur Schumanns og
Mendelsshons), ritaði mikið um
tónlist og leysti gátuna um niður-
lag síðustu fúgunnar. Hann sýndi
fram á, að aðalstefið féll saman
við þrjú fyrstu stef fúgunnar og
því má telja að Bach hafi ætlað að
ramma verkið inn með því að enda
verkið á fjórfaldri fúgu, þar sem
fjórða stefið væri það sama og í
upphafi verksins. Þetta niðurlag
sem því miður verður aldrei hægt
að heyra, er samt sem áður svo
stórbrotin hugmynd og vitnis-
burður um þá stórkostlegu bygg-
ingartækni, sem þessi furðulegi og
einstæði snillingur réð yfir. Til
gamans er rétt að sýna þessa
hugmynd Nottebohms.
Nótnadæmi:
Flutningur verksins var í heild
mjög góður þó deila megi um
hvort túlka beri tónlist meistar-
ans af mikilli tilfinningu eða leit-
að sé eftir þeim blæ í flutningi,
sem menn geta getið sér til um. Þá
eru deilur jafnan miklar um ýmist
hrynræn atriði og einnig mætti
deila um röð þáttanna. í gerð
verksins er fylgt ákveðinni þróun í
útfærslu fúguformsins en með því
að færa þættina til er þessari
skipan að nokkru raskað, þó á
smekklegan máta sé að því staðið.
Fyrir bragðið týndust t.d. kanón-
þættirnir. sem vel hefði mátt leika
í röð og mynda með þeim eins kon-
ar milliþátt fyrir orgeleinleik. Það
að leika kanónana á orgel á vel
við, því þessi verk eru tvírödduð og
mætti á gott orgel gera ýmislegt
fallegt með „registeringu" radda.
Ragnar Björnsson flutti kanónana
á köflum vel, þó deila megi t.d. um
útfærslu hans á „sexólunum" í
„tólfundarkanóninum". í heild
voru þetta magnaðir tónleikar.
Það sem mest áhrif hafði á undir-
ritaðan var flutningurinn á átt-
undu fúgunni, þriggja radda verki
er var númer 13 í uppfærslu Sinn-
hoffer kvartettins og sömuleiðis
flutningurinn á elleftu fúgunni er
var leikin sem númer 14. Þessi
verk ásamt síðustu fúgunni eru
ótrúlega mögnuð verk, falleg og
voru mjög vel flutt. Trúlega eru
þessir tónleikar einhverjir þeir
merkilegustu sem haldnir hafa
verið lengi og ástæða til að hvetja
Kammermúsíkklúbbinn að athuga
um endurtekningu tónleikanna,
sem voru óvenjulega vel sóttir.
Tónlist
Egill Friöleifsson
Bústaðakirkja 2.4. ’85.
Flytjendur: Sinfóníuhljómsveit ís-
lands.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikarar: Szymon Kuran fiðla,
Kristján Þ. Stephensen óbó, Pétur
Þorvaldsson selló, Sigurður Mark-
ússon fagott.
Efnisskrá: Joh. Chr. Bach: Sinfónía
fyrir tvöfalda hljómsveit, Es-dúr op.
18 nr. 1.
J. Haydn: „Symphonie concertante"
fyrir fiðlu, óbó, selló, fagott og
hljómsveiL
F. Schubert: Sinfónía nr. 5 í B-dúr.
Síðustu kammertónleikar Sin-
fóníuhljómsveitarinnar á þessu
starfsári fóru fram í Bústaða-
kirkju sl. fimmtudagskvöld. Þessi
kammertónleikaröð var ágæt nýj-
ung og gaf tækifæri til að fást við
ýmiss verk, sem ekki eiga heima á
hefðbundnum fimmtudagstónleik-
um í Háskólabíói. í þetta sinn
virtist hins vegar vera vorhugur í
tónlistarunnendum. Aðsókn var
dræm og undirtektir eftir því. Það
er raunar ekki nýtt að gestum
fækki með hækkandi sól. Fremur
má það teljast regla en undan-
tekning. Það tók hljómsveitina
líka sinn tíma að komast almenni-
lega í gang. Leikur hennar í fyrsta
verkinu, sem var Sinfónía fyrir
tvöfalda hljómsveit eftir Jóhann
Christian Hach, var fremur í ætt
við rútínu en áhugaverða með-
höndlun. Svo vill til að höfundur-
inn, Jóhann Christian Bach, einn
af mörgum sonum Jóhanns Seb-
astians, á 250 ára afmæli á þessu
ári og mætti gjarnan minnast þess
með öllum hinum. Jóhann Christi-
an hefur löngum staðið í skugga
föður sins og raunar bróður síns
Carls Filips Emanuels einnig. En
þessi sinfónía hans í sínu sér-
kennilega formi býr yfir vissum
þokka, sem Jean-Pierre Jacquillat
Upphafj t
>í
^ [iííOttf
*' ir*-/ fauj^nna r
i3yL‘*Tf »4|j. *“*• A' ~ r-r 1
b - i
p
-e-
Wf
Htfu nna r
p r;°
Vmt
Frelsisstríð
kattarins
Leiklist
Bolli Gústafsson
Leikfélag Akureyrar:
KÖTTURINN
sem fer sínar eigin leiðir.
Ævintýraleikur byggður á sam-
nefndri sögu eftir Rudyard Kipling.
Höfundur leiks, söngtexta og tónlist-
ar: Ólafur Haukur Símonarson.
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Leikmynd og búningar: Messíana
Tómasdóttir.
Lýsing: Alfreð Alfreðsson.
Hljóðfæraleikur og útsetning tónlist-
ar: Gunnar Þórðarson.
ólafur Haukur hefur valið eitt
af ævintýrum enska nóbelsskálds-
ins Rudyards Kipling, gert úr því
leikrit og prýtt það eigin ljóðum
og tónlist. Ólafur Haukur er sög-
unni trúr frá upphafi til enda.
Sætir það nokkurri furðu, því ær-
in ástæða hefði verið að velja
fleiri frumlega útúrkróka og bæta
við litríku persónusafni með það
fyrir augum að gera úr sögunni
ennþá skemmtilegra og sjálfstæð-
ara leikhúsverk. Saga Kiplings er
með afbrigðum snjöll og sannar-
Iega er hægt að leggja út af henni
á ýmsa vegu eins og flestum vel
gerðum dæmisögum. Tortryggni
kattarins gagnvart manninum
kemur t.d. vel fram í þessu vel
gerða erindi Ólafs úr vögguvísu
þess fyrrnefnda yfir afkvæmi þess
síðarnefnda:
„Ó mannsins son með haga hönd
og hrollvekjandi lipurt skyn,
þú munt i býtið brjóta lönd
og berjast við þitt eigið kyn.“
Fyrir utan frelsisumræðuna,
sem sprettur af upphaflegu sög-
unni, þá víkur Olafur Haukur
ögn að pólitík líðandi stundar í
söngtextum eins og t.d. í trúar-
játningu hundsins:
„Er nokkur tryggari, trúrri í raun?
Ég tek að mér skitverk fyrir lágmarkslaun.
Ef húsbóndinn bendír ég hendist af stað
hávær og glefsinn eins og siðdegisblað*
Og hann lætur villimanninn
dásama menningarlífið með
sannfæringarkrafti. Hann telur
sig heldur betur skilja tilgang
þess, er hann syngur sjálfum-
glaður
„ó, blessaða menningarlíf!
Halló, elsku menningarlíf!
Já, ég sagði menningarlíf!
Hundar og apar, konur og kýr
komið og sjáið hvað í mér býr.
Ég hegg skóginn í spón, því skal ég lofa,
malbika yfir og fer svo að sofa.“
Frumskógur Kiplings var
oftast mynd af heimi siðmennt-
aðra manna, þar sem heilög
lögmál ríkja, og í ljósi þeirra er
siðgæði dýranna reynt. Þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er
leikritið um köttinn ekki barna-
leikrit. Sagan er góð kveikja í
ádeiluverk ætlað fullorðnum.
Sönglögin eru ekki svo hrífandi,
að börnin söngli þau á leiðinni
heim úr leikhúsinu. Þetta verk
hlýtur að vekja þá spurn, hvort
fslenskum höfundum gangi yfir-
leitt andhælis að skrifa leikrit
fyrir börn. Vinsældir leikrita
Thorbjörns Egner virðast
skyggja á hverja tilraun, sem
gerð er með sýningar á barna-
leikritum eftir innlenda höf-
unda. Það er vert að kanna, hvað
veldur þessari kreppu, sem
hindrar hjartanlega leikgleði og
barnslegt ímyndunarafl. Svo
sem fyrr er getið, þá er líkinga-
saga Kiplings ágætt listaverk,
sem vert er að halda á loft. Hinu
verður vart neitað, að skorti höf-
unda efnisuppsprettu í eigin
hugarheimi, mætti sækja ýmsar
verðugar hugmyndir í fslenskar
bókmenntir eða í þjóðsagnaarf-
inn, sem auðvelt væri að leggja
út af, samræma nútímaaðstæð-
um og getur höfðað jafnt til
barna og fullorðinna. Ekki vil ég
draga hæfileika ólafs Hauks í
efa, en hann hefði áreiðanlega
getað gert betur og valið snjall-
ari leiðir. Leikstjórinn, Sigrún
Valbergsdóttir, hefur vandað
verk sitt og náð sérlega góðri
samstillingu leikara. Hún velur
þann kost að leggja áherslu á at-
ferliseinkenni dýranna, en slepp-
ir að mestu líkingum í gervi og
förðun, sem hefur verið algeng-
ara í barnaleikritum. Gagnvart
börnum hygg ég að þetta sé mis-
ráðið, en leikarar verða að leggja
sig meira fram og þeim tekst það
með ágætum í þessari sýningu-
Leikmynd Messíönu Tómasdótt-
ur framkallar ekki þann ævin-
týraheim skógarins, sem gleður
augað, heldur dul hellanna og
drungalegan steinaldarsvip. Hér
varð og að taka tillit til að-
stæðna, þar sem leikmynd Piaf-
sýningarinnar er hulin að baki-
Góð ljósabeiting bætir verulega
um, en lýsing er í höndum Al-
freðs Alfreðssonar.
Því miður komst ég ekki til að
sjá frumsýningu, en mér var tjáð
að önnur sýning hefði staðið