Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985
17
FRAMTÍÐ LANDBÚNAÐAR/eftir stefán aðalsteinsson
Hvað er helst til ráða?
2. grein
Hér á eftir verður reynt að
draga saman ýmsa punkta, sem
ástæða er til að hafa í huga við
umræður um framtíð landbúnað-
arins og hinnar dreifðu byggðar í
landinu.
Við skulum þá fyrst minnast
þess, að það þjóðfélag á ekki
bjarta daga framundan, sem held-
ur dauðahaldi í óarðbær störf
fyrir fjölda fólks, vegna þess að
menn sjá enga von um arðbærar
breytingar, en telja gömlu störfin
eiga rétt á stuðningi þjóðfélagsins
af gamalli hefð.
Við skulum líka minnast þess,
að allt þjóðfélagið tekur mjög ör-
um breytingum. Allar atvinnu-
greinar eru í sífelldri mótun. Það
sem þótti gott í gær, getur verið
úrelt á morgun.
Landbúnaðurinn á erfitt með að
aðlaga sig þessum sjónarmiðum.
Hann er gamalgróinn atvinnuveg-
ur, en ekki síður gamalgróið lífs-
form.
Verðmætaskyn bændafólks af
eldri kynslóðinni mótast mjög af
gömlum hefðum, og þess vegna
verður oft stirt um allar breyt-
ingar.
Það er eitt af meginskilyrðum
fyrir hagkvæmri lausn á vanda
landbúnaðar og dreifbýlis, að
menn reyni að víkka sjóndeild-
arhringinn og átti sig á því, að öll
störf í dreifbýli stuðla að lausn
byggðavanda og eru því eftirsókn-
arverð bæði fyrir landbúnað og
aðra búsetu í dreifbýli.
Breytt leiðbeininga-
þjónusta
Ég held líka, að það verði að
taka með nýju móti á leiðbein-
ingaþjónustu fyrir landbúnað og
dreifbýli.
Hingað til hefur leiðbeininga-
þjónustan í landbúnaði fyrst og
fremst verið bundin við hefð-
bundna landbúnaðarframleiðslu.
Þar hafa jarðrækt, sauðfjárrækt
og nautgriparækt skipað mest
rúm.
Það er orðið tímabært að koma
á ráðunautastörfum úti um land,
sem leiðbeini mönnum um at-
vinnurekstur í deifbýli, hverju
nafni sem hann nefnist.
Við getum hugsað okkur, að
Skagfirðingar vilji tryggja at-
vinnu í héraði betur en nú er. Þeir
láta sér í léttu rúmi liggja, hvort
sú atvinna er stunduð á innstu
bæjum í Lýtingsstaðahreppi, úti í
Haganesvík, inni í Varmahlíð eða
á Sauðárkróki.
Þeir gera sér grein fyrir því, að
öll ný atvinnutækifæri í héraðinu
stuðla að eflinu byggðar þar, auka
möguleika unga fólksins á að
finna störf við sitt hæfi í heima-
héraði og stuðla að því, að vel
menntað fólk, sem er sérhæft í
ýmsum þjónustugreinum geti sest
þar að til frambúðar.
Það er eðlilegt, að forsvarsmenn
landbúnaðarins í heimahéraði séu
í fararbroddi með forsvars-
mönnum annars atvinnulífs við
leit að nýjum hugmyndum, skipu-
lagi nýrrar atvinnu og áætlana-
gerð um búsetuþróun héraðsins
alls.
Það er ekkert náttúrulögmál, að
enginn sveitabær megi fara f eyði.
né heldur að ekkert fyrirtæki megi
fara á hausinn.
Það er heldur ekkert náttúru-
lögmál, að dreifð byggð þurfi allt-
af að vera í sífelldri vörn gegn
samdrætti, röskun og eyðingu.
Dugur — framtak —
hugmyndir — bjartsýni
Það sem mestu ræður um fram-
tíð hinnar dreifðu byggðar er dug-
ur, framtak, hugmyndaflug og
bjartsýni íbúanna til að notfæra
sér þau skilyrði, sem bjóðast
heima fyrir.
Til þess að hægt sé að nýta þessi
skilyrði til ágóða fyrir héraðið,
þarf að vera hægt að breyta skil-
yrðunum í vöru eða þjónustu, sem
selst á svo góðu verði, að þeir sem
að framleiðslunni standa, hafi af
henni tilskilinn ágóða og gjarnan
svolítið meira.
Það er ástæða til að vekja sér-
staka athygli á því, að til þess að
menn hefjist handa um nýja at-
vinnu, sem er e.t.v. að einhverju
leyti ótrygg, þarf að koma til lána-
fyrirgreiðsla og eitthvert áhættu-
fjármagn. Það ætti að vera hægt
að efna til margra nýrra starfa
með því að kynna hugsanlegar
nýjungar, kanna viðhorf einstakl-
inga við þeim, gera rekstraráætl-
anir og veita fyrirgreiðslu til
þeirra, sem uppfylltu sett skilyrði
með tilliti til þeirra atvinnustarf-
semi, sem um væri að ræða hverju
sinni.
Hér á landi hefur það verið
tíska að leita til hins opinbera um
fjárframlög til að greiða halla af
útflutningi, greiða niður vöruverð
eða leysa skuidavanda atvinnu-
greina með ýmiss konar fyrir-
greiðslu.
Leysum vandamál —
framlengjum þau ekki
{ þessum tilvikum má oft segja,
að verið sé að veita fjármagni frá
hinu opinbera til þess að fram-
lengja ástand, sem ekki er hag-
kvæmt til frambúðar. Það má
kalla það fjárveitingar til að við-
halda vandamálunum.
Hér þarf að verða stefnubreyt-
ing. Fjárveitingum, sem nú stuðla
að framlengingu vandamála, þarf
að breyta í það form, að þær stuðli
að varanlegri lausn þeirra.
Til þess að lausnir finnist, þarf
mikla umræðu. Menn þurfa að
velta upp nýjum hugmyndum, sem
til greina geta komið. Þær þurfa
að fá sem besta umfjöllun, og þær
þarf að bera þannig á borð fyrir
þá, sem gætu gert þær að veru-
leika, að þeir geti tekið afstöðu til
þeirra.
Bóndi, sem situr á eignarjörð og
stundar hefðbundna framleiðslu á
mjólk eða dilkakjöti, snýr ekki allt
í einu við blaðinu til að hlaupa út í
einhverja nýjung, sem enginn ráð- _
leggur honum og enginn styrkir
hann í eða lánar út á.
Til þess að um búháttabreyt-
ingu verði að ræða í þeim mæli, að
við losnum úr kreppunni, sem
landbúnaðurinn er í, þarf mikið að
breytast.
Menn þurfa að eiga margra
kosta völ. Það er ekki nóg að geta
farið úr sauðfé eða kúm yfir í
ioðdýr. Menn þurfa líka að geta
tekist á við aðra hluti, sem gefa
von um ágóða. Með því dreifist
áhættan og fleiri stoðum er rennt
undir atvinnulífið.
Hér verður ekki komið með til-
lögur um það, hvernig atvinnu
Skagfirðingar eiga að byggja upp í
sínu heimahéraði til að sporna við
fólksflótta og auka atvinnutekjur
heima fyrir.
Hins vegar má benda á ýmsa
möguleika, sem aðrir hafa notfært
sér til að skapa sér tekjur og sjá
sér og sínum farborða. Dæmin
sem taka má eru bæði inniend og
erlend, en frekar ber að líta á þau
sem umræðugrundvöll en bein
viðfangsefni, sem hægt sé að hefj-
ast handa um án frekari fyrirvara.
Þau dæmi verða rakin í tveimur
seinni greinunum í þessum flokki.
Höíundur er deildarstjóri vid
Rannsáknastofnun landbúnadar-
ins.
<r
0
0
0
D
0
D
P
P
D
P
HAGSTÆÐ INNKAUP
LÆKKAÐ VÖRUVERÐ
TILBOÐSVERÐ Á PÚSTKERFUM Í DATSUN OG SUBARU VEGNA
HAGSTÆÐRA INNKAUPA
LÆKKUN ALLT AÐ 25% GEGN STAÐGREIÐSLU
T.D. KOSTAR PÚSTKERFI í
DATSUN CHERRY KR. 3.315
OG í SUBARU 1600 DL KR. 3.398,
MIÐAÐ VIÐ AÐ KEYPT SÉ
HEILT SETT. GÆÐAVARA ÚR
ÁLSERUÐU EFNI SEM GEFUR 70% —80%
BETRI ENDINGU GEGN RYÐI.
HVER BÝÐUR BETUR?
D
D
D
D
D
D
D
D
D
D
BílavörubúÓin
FJÖÐRIN
Skeifunni 2
82944
Púst röraverkstæói
83466