Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 20

Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAl 1985 Skagfirska söngsveitin: Afmælistónleikar í til- efni 15 ára starfsafmælis Skagfírska söngsveitin á 15 ára afmæli um þessar mundir. Morgunblaftií/Friöþjófur Þaö blómstrar fleira en náttúran í upphafí sumars, þá kemur einnig í Ijós og blómstrar í mörgum myndum það sem til var sáð í listinni að vetr- inum tíl. Sýningar og samsöngvar eru aldrei fleiri en að vorinu. Einn þeirra hópa sem um þessar mundir ber fram ávöxtu vetrarstarfsins er Skagfírska söngsveitin sem heldur tónleika á morgun f Austurbæjar- bíóL Sum verkanna eru alveg ný fyrir kórmeðlimi og nýlegur er einnig stjórnandinn Björgvin Valdimarsson en þetta er annað starfsár hans með kórinn. Þá er vert að geta þess að þessir tónleikar sem haldnir verða á morgun eru afmælistónleikar 15. starfsárs kórsins. Blm. og ljósm. Mbl. litu inn á æfingu eitt kvöldið og tóku nokkra tali. Heillandi að fást við eitthvað sem enginn hefur mótað. Björgvin Valdimarsson, stjórnandi kórsins. — Hvað hefur kórinn fengist við í vetur? Við byrjuðum óvenju snemma í haust af æfa og tókum þá fyrir jólaprógramm, þ.á m. æfðum við upp Litlu orgelmessuna eftir Hayden.Við fluttum svo jólatón- listina bæði hérna í Reykjavík og fórum austur yfir fja.ll. Undanfarið höfum við verið að æfa dagskrá sem að miklu leyti er samsett af lögum sem við höfum ekki sungið áður. Að loknum tón- leikunum í Austurbæjarbíói er ætlunin að æfa áfram og fara með þetta prógramm í söngferðalag til Italíu nú í vor. — Hvaða verk eru á þessari dagskrá? Það er kannski vert að geta þess fyrst að Gunnar Reynir samdi sér- staklega fyrir kórinn verk við texta Halldórs Laxness úr Brekkukotsannál „Kæru bræður ha“. Þetta verk frumflytjum við því á afmælistónleikunum í Aust- urbæjarbíói, en kórinn pantaði einmitt verkið hjá Gunnari í til- efni þess að kórinn á fimmtán ára afmæli um þessar mundir. Þetta er nýstárlegt fyrir kórinn því hann hefur ekki fengist við nú- tímaverk áður,og verkið tekur um átta mínútur í flutningi. Þá frumflytur kórinn einnig lag eftir mig við texta Tómasar Guð- mundssonar, „Heim til þín Is- land“. Við fengum til liðs við okkur tvo einsðngvara í vetur sem koma til með að fara með okkur utan, þau Guðbjörn Guðbjörnsson og Höllu Jónasdóttur sem var að ljúka burtfararprófi, en bæði eru þau nemendur Sigurðar Demens sem hefur verið með kórinn í radd- þjálfun í vetur. Guðbjörn og Halla syngja tvö lög hvort á tónleikun- um og nokkra dúetta. — Hvernig fannst kórmeðlim- um að glíma við nútímaverkið? Þetta er náttúrulega alveg nýtt fyrir kórinn og sumir voru fljótir að dæma í upphafi. En verk af þessu tagi vinna á og ég held að ef litið er á heildina finnist þeim gaman og spennandi að fást við þetta. Sjálfum þykir mér mjög Björgvin Valdimarsson, stjórnandi kórsins. heillandi að fást við eitthvað slíkt sem enginn hefur mótað áður. Hef verið í 30 ár í kór Einar Reynir Finnbogason. — Hefur þú verið lengi í kórn- um? Ég var í Fríkirkjukórnum í ein þrjátiu ár, en þegar Sigurður ís- ólfsson lét af stjórn kórsins hætt- um við öll. Ég var svo í tímum hjá Einari Sturlusyni í raddþjálfun og hann spurði mig hvort ég vildi ekki koma í Skagfirsku söngsveit- ina því þá vantaði bassa þar. Ég Sigurlaug Eggertsdóttir lét tilleiðast, byrjaði fyrir áramót í fyrra og líkar ágætlega. — Hvernig finnst þér að fást við þetta nútímaverk sem þið eruð að frumflytja? Það er með þetta eins og allar aðrar nýjungar. Þetta er erfitt en skemmtilegt þegar búið er að sigr- ast á erfiðleikunum. — Hafa verið strangar æfingar að undanförnu? Já, sem betur fer. Á meðan mað- ur skaðast ekki atvinnulega séð held ég að maður hafi ekkert þarf- ara við tímann að gera og þetta sé vel þess virði. Einar Reynir Finnbogason Maður gleymir dagsins önn Sigurlaug Eggertsdóttir. — Kanntu vel við þig í söngn- um? Það er óhætt að segja það því ég er búin að syngja með frá því að kórinn var stofnaður. Þetta er að vísu mikil og erfið vinna en ótrú- lega skemmtilegt og maður fær svo mikið út úr söngnum. Á haust- in er maður farinn að þrá það að syngja aftur eftir sumarhléið. Ég vinn við kennslu á daginn og þetta er góð tilbreyting að koma hingað, skipta um hlutverk og gera það sem manni er sagt. Mað- ur gleymir dagsins önn í söngnum. Milli 20 og 30 meðlimir hafa verið með frá byrjun Lovísa Hannesdóttir, formaður kórsins. — Þú hefur verið félagi í kórn- um frá byrjun. Hvað voru margir meðlimir í upphafi? Fyrir fimmtán árum þegar við vorum að byrja vorum við 26 sem komum saman i gamla Edduhús- inu á Lindargötunni. Þetta hlóð fljótt á sig og á fyrstu tónleikun- um okkar vorum við orðin 46. — Hver átti frumkvæðið að því að stofna kórinn? Þetta var ákvörðun tekin að til- hlutan stjórn Skagfirðingafélags- ins. Það hafði ríkt deyfð í félags- lífinu svo það var ákveðið að stofna blandaðan kór og aðalhvatamaðurinn var eiginlega Gunnar Björnsson frá Sólheimum. — Eru margir sem hafa verið í kórnum frá upphafi? Ætli að við séum ekki á milli 20 og 30 sem höfum sungið með öll árin, en í ár eru meðlimir kórsins alls 72. — Hefur tónlistin breyst í gegnum árin? Þegar við vorum að byrja í kórnum sungum við mikið eftir skagfirsk tónskáld sem eru þrjú, Eyþór Stefánsson, Jón Björnsson og Pétur Sigurðsson. Við kynntum þessi skáld rækilega. Allar götur síðan höfum við að ég held verið með fjölbreytta efnisskrá, en þetta er í fyrsta skipti sem við tökum fyrir nútímaverk. Lovísa Hannesdóttir, formaður söngsveitarinnar. GORI ÞVÍ AÐ FARA FÚLL AÐ HEIMAN MEÐ OFHLAÐINN BÍLINN ÞAÐ ER STUTT í„NESIÐ’ ÚR BÚSTAÐNUM: pr ALHLIÐA ^ BYCiíxI NG/WÖRU VERSLUN VERÐLAG: N erum samkeppnis\ færir FRABÆR FUAVARI ALLT VATNSLAGHAEFN! ÞJONUSTA: gerum okkar besta VIÐHA L DSVORURNA R færöu hjá okkur Látió skynsemina ráóa — Litió inn Opió laucjardaga frá kL 9 til 12 — Simi 93-7200 //LK^ BYGGINGAVÖRUR BORGARNESI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.