Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 22
22
MORqyNBLAÐID, LAUGARDAGUR 4 MAÍ1985
Læra að læra
með því að læra
— eftir Bessí
Jóhannsdóttur
Hér fer á eftir erindi, sem Bessí
Jóhannsdóttir flutti á vegum Sam-
taka áhugamanna um menntamál
22. aprfl sl.
Á undanförnum mánuöum hef-
ur farið fram lífleg umræða um
skólamál og tengist hún vitanlega
kjarabaráttu kennara. Mörgum
hefur þótt sem hlutur nemandans
í þessari umræðu sé ekki nægjan-
lega stór. Það er þó án efa ekki af
ráði gert. Kennarar telja baráttu
sína ekki sist í þágu nemenda. Góð
kjör kennara laða hæfa einstakl-
inga til starfa. Menn getur svo
greint á um þær aðferðir sem
hverju sinni er beitt í kjarabar-
áttu.
Skólakerfið er stórt og flókið
fyrirtæki, sem sogar til sín mikið
fjármagn frá skattborgurunum.
Það hefur sín eigin markmið og
starfsemi, en er þó ekki einangrað
frá ytri öflum svo sem skoðunum
manna í menningar-, félags-,
efnahags- og stjórnmálum. í þjóð-
félagi þar sem samkeppni er um
fjármagn er ekki óeðlilegt að aðrir
aðilar en skólamenn vilji hafa um
það að segja hvert skuli stefna.
Kröfur til skólanna
um aukna samvinnu
heimila og skóla
ísland nýtur um margt sérstöðu
meðal þjóða OECD og Bandaríkj-
anna. I þessum ríkjum hefur verið
mikið atvinnuleysi, einkum meðal
ungs fólks, og gífurlegt innstreymi
fólks frá fátækari hlutum Evrópu
til auðugri ríkjanna, einkum í
Norður-Evrópu. Þetta hefur skap-
að margvísleg vandamál og menn
hafa meðal annars i leit að lausn
beint sjónum sínum að skólunum.
Veita þeir þá þjónustu, sem þeir
ættu að gera miðað við það fjár-
magn sem til þeirra er varið? Er
hægt að nýta þá til að draga úr
atvinnuleysi? Það er ljóst að nem-
endur, sem falla ungir út úr skól-
unum, eiga sér lítillar viðreisnar
von á vinnumarkaðnum, sem
krefst æ meiri þekkingar á ýmsum
sviðum.
Ýmsar þjóðfélagslegar breyt-
ingar hafa einnig haft áhrif á um-
ræðu um skólana. Má þar nefna
breytingar á stöðu kvenna, aukn-
ingu nlutastarfa og nýjar kröfur
til skólanna um aukna samvinnu
heimila og skóla, samvinnu, sem
byggir á því að skólarnir leiti til
foreldra og hlusti á skoðanir
þeirra. í umræðunni um stöðu
karla og kvenna hefur verið bent
á, að skólinn getur gegnt mjög
mikilvægu hlutverki í að draga úr
þeim mun sem ríkt hefur. Talið
hefur verið að skólinn, kennararn-
ir, hvetji ekki stúlkur til jafns við
drengi til að auka þekkingu sína í
raun- og tæknigreinum, og bent
hefur verið á hina nýju tækni á
sviði örtölva, þar eru karlar í lyk-
ilhlutverkum en konur í minni-
háttar störfum, sem vitanlega
gefa af sér lægri laun. Auðvitað
eru það bó heimilin sem vega hér
þyngst. I uppeldi eru laðaðir fram
kvenlegir eiginleikar og afleið-
ingarnar láta ekki á sér standa.
Skólinn er sá vettvangur þar sem
hver einstaklingur á að fá að njóta
sín án tillits til kynferðis síns.
í öllum löndum OECD er skóla-
árið lengra en hér. Þó eru uppi
raddir um að það þurfi eð lengja
það enn frekar. Bent er m.a. á að
lélegir nemendur missi oft fótfest-
una í námi í löngum fríum.
Bylting í miðlun
upplýsinga
Menntun og menning eru óað-
skiljanleg hugtök. Menningarhug-
takið er gjarnan tengt bókinni,
málverkinu, höggmyndinni, ball-
ett o.s.frv. Menning og tækni-
þróun eru andstæður í hugum
margra. Ekkert velferðarþióðfélag
fær þrifist án vísinda. I skóla-
kerfinu er með ári hverju lögð
aukin áhersla á raun- og tækni-
greinar. Það þýðir þó ekki að hlut-
ur hugvísinda sé fyrir borð borinn.
E.t.v. hefur mikilvægi þeirra
greina í raun aldrei verið meira.
Lítum á þá byltingu, sem orðið
hefur í miðlun upplýsinga. Til sög-
unnar hafa komið tölva og myndb-
önd, sem munu gerbreyta aðstöðu
manna til að auka menntun sína.
Tölvur, einkum heimilistölvur,
gegna æ meira hlutverki í
fræðslu- og upplýsingaöflun fólks.
Möguleikinn á að afla sér upplýs-
inga utan hinnar hefðbundnu
skólastofu fer vaxandi. Þessir
nýju miðlar geta og verið góð
hjálpartæki fyrir nemendur. 1
tímaritinu Time birtist þann 31.
desember árið 1984 lítil grein en
stórmerkileg. í henni er greint frá
því hvernig nemendur geta á ný-
stárlegan máta fengið aðstoð við
heimanám með aðstoð hverfis-
sjónvarpsstöðva. Þar eru kennar-
ar til taks og svara spurningum og
leiðbeina nemendum. Jón hringir,
hann á erfitt með að breyta 397
millimetrum í metra. Kennarinn
dregur fram metramælinn og á
skjánum leiðbeinir hann nemand-
anum án þess segja beint svarið.
Það finnur nemandinn sjálfur.
Þetta er aðeins eitt dæmi um þá
þróun, sem er að eiga sér stað úti í
hinum stóra heimi. Við þurfum að
greiða götu nýrrar tækni í
grunnskólanum. Mörgum börnum
og unglingum opnast nýr og
spennandi heimur, sem um leið
getur örvað þau til aukinnar þekk-
ingarleitar á hefðbundnum svið-
um. Um margt er enn óljóst
hvernig tölvur falla best inn í
skólastarfið, hverjar eru hentug-
ustu námsgreinarnar til að nýta
þær í og síðast en ekki sist, hver á
hlutur kennarans að vera. Það
hefur verið bent á, að einungis
auðugri ríki heims geti veitt sér
þann munað að ræða um það í al-
vöru, að á næstu árum verði öll
börn í grunnskóla þjálfuð í notkun
tölva samhliða því að þau læra að
lesa, skrifa og reikna, og að töivan
verði þeim jafneðlileg og bókin
okkur þeim sem eldri erum.
Á hvað ber að
leggja áherslu?
Á hvað ber að leggja áherslu við
mótun stefnu í málefnum grunn-
skólans? Þetta er viðamikil og
flókin spurning, sem ég mun að-
eins gera tilraun til að svara að
hluta.
1. Árangur í skólastarfi. Margir
hafa staðhæft að árangur skóla-
starfs sé lakari nú en hánn var
fyrir nokkrum árum. I stað þess
að nemendum sé sinnt miðað við
þarfir hvers og eins og möguleikar
þeirra til að ná árangri bættir, þá
hafi kennsla orðið lélegri og hæfni
kennara minnkað. Þessu til sönn-
unar hafa verið birtar rannsóknir
sem sýna slakan árangur nemenda
og kennara. Má þar nefna skýrslu,
sem birt var í Bandaríkjunum á
síðastliðnu ári frá „The National
Commission on Excellence in
Education".
Menntamálaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur og birt niðurstöður
athugana á getu nemenda til aö
leysa ákveðin verkefni á stöðluð-
um prófum. Þar kom í ljós að
árangur nemenda var ekki í hlut-
falli við það fjármagn sem eytt
var til að mennta þá. Eftir að
þessar niðurstöður voru birtar
hófust líflegar umræður um skóla-
mál, sem segja má að standi enn.
Hér á landi er að fara í gang rann-
sókn á vegum menntamálaráðu-
Bessí Jóhannsdóttir
„Sú gagnrýni sem fram
hefur komið á gæði
skólanna veitir kær-
komið tækifæri til að
staldra við og gaum-
gæfa stefnuna. Erum
við alltaf að tala um
breytingar breytinganna
vegna eða er það nem-
andinn sem í raun situr
í fyrirrúmi.“
neytisins undir stjórn prófessors
Þórólfs Þórlindssonar á árangri
skólastarfs á íslandi. Ákaflega
litlar upplýsingar liggja fyrir um
árangur skólastarfs. Úrvinnsla
gagna sem fyrir liggja í ráðuneyti
hefur nánast ekki verið nein. Þeg-
ar meiri háttar kollsteypur hafa
verið teknar f skólamálum eru
þær lítt rökstuddar með hlutlæg-
um rökum. Má þar nefna breyt-
ingar á samræmdum prófum, eng-
ar tölfræðilegar upplýsingar voru
dregnar fram til að sýna ómögu-
leika þess fyrirkomulags sem áður
ríkti. Sú gagnrýni sem fram hefur
komið á gæði skólanna, veitir
kærkomið tækifæri til að staldra
við og gaumgæfa stefnuna. Erum
við alltaf að tala um breytingar
breytinganna vegna eða er það
nemandinn sem í raun situr í
fyrirrúmi.
Fyrstu ár skólagöngu
hafa afgerandi áhrif
á árangur nemenda
2. Hvenær á skólaganga að hefj-
ast, hver á lengd skólaársins að
vera, hvað með skóladaginn?
Víkjum fyrst að upphafi skóla-
göngunnar.
8. október sl. birtist í Time
grein, sem ber titilinn „Getting off
to a quick start". f greininni er
fjallað um byrjendakennslu og þá
þróun, sem átt hefur sér stað í
þessum málum í Bandaríkjunum.
Bent var á í skýrslu, sem birt var
1983 frá „National Commission on
Excellence in Education" og bar
titilinn „A Nation at Risk“, að
fyrstu ár í skóla hefðu afgerandi
áhrif á árangur nemenda síðar á
ævinni. Þessi skoðun var m.a. rök-
studd með því að vísa til rann-
sóknar, sem hófst árið 1960 á ferli
123 barna. Hluti þeirra sótti for-
skóla, en önnur fengu enga for-
skólakennslu, þ.e. kennslu á aldr-
inum 4—6 ára. Þessum böi4ium
var síðan fylgt eftir og var mark-
tækur munur á árangri þeirra
þegar þau voru 19 ára. Þau sem
sótt höfðu forskólann stóðu betur
að vígi menntunarlega og félags-
lega séð. Hér á landi hafa verið
gerðar fáar athuganir á árangri
barna, sem fengið hafa meiri for-
skólakennslu en önnur, en athug-
anir Þuríðar Kristjánsdóttur gefa
til kynna að munurinn á námsgetu
þeirra hverfí er líður á unglings-
árin. Um félagslega þáttinn vitum
við ekkert. Mikilvægt er að virkja
áhuga barna til að læra og hefja
þarf skipulegt nám fyrr en nú er
gert. í Reykjavík hefur verið boðið
upp á kennslu 5 ára barna í ör-
fáum skólum. Vandinn við að gera
kennslu 5 ára barna almennari er
aðallega tvíþættur, í fyrsta lagi
skortir námsefni og í öðru lagi er
skortur á húsnæði. Þetta á þó ekki
að standa í vegi fyrir því að þeir
aðilar, sem treysta sér til þess, fái
að setja á laggirnar bekki fyrir 5
ára börn.
Hvað varðar lengd skólaársins
er ég þeirrar skoðunar að það ætti
að lengja það fram í júnílok en
stytta grunnskólann um eitt ár.
Áður hefur verið bent á hversu
erfitt frí getur gert nemandanum
erfitt fyrir um að halda þræðin-
um. Á það ber og að líta að þjóð-
félagið þarfnast ekki í sama mæli
og áður var starfskrafta grunn-
skólanema. Er nánast að verða
vandamál fyrir þau að fá atvinnu
við sitt hæfi í skólaleyfinu. Bent
hefur verið á að ungt fólk hér á
landi, sem lýkur stúdentsprófi, sé
eldra en þekkist í öðrum OECD-
löndum. Taka mætti upp sérstaka
skipan náms í fjölbrautaskóla þar
sem boðið væri upp á 2 ára viðbót-
arnám líkt og var með gamla
gagnfræðaprófinu.
Bæta þarf vinnuad-
stöðu í skólunum
Mikið hefur verið rætt um sam-
felldan skóladag nemenda og kröf-
ur uppi um að auka samfelldnina.
Með samfelldum skóladegi geta
menn átt aðallega við tvennt, sam-
fellda stundaskrá nemenda og
lengri viðveru nemenda þannig að
þó stundaskrá sé ekki samfelld fái
þeir aðstöðu í skólanum lengri
tíma dagsins en nú er.
Hér í Reykjavík má segja, hvað
varðar fyrri liðinn, að í mörgum
skólanna hefur ástandið batnað
mikið á undanförnum árum og er
það vel. Það hefur mikið að segja í
uppeldi barna og unglinga að þau
venjist á að vera við verk þar til
vinnudegi lýkur, en vera ekki sí-
fellt að hlaupa úr einu i annað, frá
einum stað til annars. Hætt er við
að slíkt komi fram í rótleysi í
störfum þeirra síðar á æfinni.
Skólarnir hér í Reykjavík hafa
margir þurft að miða töflugerð
sína við þarfir kennarans. Þetta er
um margt auöskýrt, þ.e. stór hluti
kennara er konur í hlutastörfum,
sem sjálfar hafa börn sem eru í
skóla á ákveðnum tíma og þær
þurfa sérstaklega að taka tillit til.
Vinnutími kennara þarf að breyt-
ast þannig að þeir séu við störf í
skólanum lengri tíma og fái um
leið aðstöðu til að sinna undirbún-
ingi kennslu, yfirferð yfir verkefni
og samskiptum við nemendur og
foreldra. Mikið skortir á að vinnu-
aðstaða í skólunum sé nægjanlega
góð, þannig að af þessu gæti orðið.
Við hönnun nýrra skóla þarf og að
taka tillit til þessa. Má i því sam-
bandi minnast á Foldaskóla sem
taka á til starfa í haust en sérstök
hönnunamefnd hefur starfað frá
því ákvörðun var tekin um bygg-
ingu skólans.
Lengri viðvera nemenda kallar
á aukna þjónustu af hálfu skólans.
í skólanum þarf að vera annað
starfsfólk en kennarar, sem tekur
við þeim á tímum sem þeir eru
ekki í beinni kennslu. í þessu sam-
bandi má benda á reynslu annarra
þjóða, sem læra má af um leið og
við förum að gera okkar eigin til-
raunir á þessu sviði. Æskilegt
væri að börn hefðu vinnudag í
skólanum, t.d. frá kl. 8.30 til 14.00
á daginn. Þetta gæti þó verið mis-
langur tími eftir aldri nemenda
eða óskum foreldra. Að lokum um
þennan þátt. Á að hefur verið lögð
aukin áhersla á undanförnum ár-
um að auka beri samstarf heimila
og skóla.
Á að flytja heimilin
inn í skólana?
Menntamálaráðuneytið hefur
falið starfshópi að gera úttekt á
þessu máli og tillögur til úrbóta.
Fyrsti hluti þess starfs liggur nú
fyrir og mun ég ekki ræða þann
þátt sérstaklega heldur ítreka
mikilvægi þess að gott samband sé
milli heimila og skóla, þannig að
skólinn hlusti eftir skoðunum for-
eldra. í drögum að almennri
námsskrá frá 1983, sem nú er enn
einu sinni í endurskoðun hjá
menntamálaráðuneytinu, var
áberandi hve mikil áhersla er lögð
á ýmsa félagslega þætti í skóla-
starfinu, sem snerta uppeldi
barna, innrætingu og mótun lífs-
viðhorfa. Hlutur foreldra er ákaf-
lega vanmetinn. Þetta tengist vit-
anlega þeirri umræðu, sem átt
hefur sér stað um aukið uppeld-
ishlutverk skólanna. Hversu langt
á að ganga í þeim efnum? Er það
almennt vilji foreldra að flytja
eigi heimilin í skólana. Er ekki
nær að skólarnir flytjist nær
heimilunum? Hlutverk skólans er
fyrst og fremst kennsla. í
grunnskólanum ber að leggja
áherslu á kjarnagreinar, íslensku,
stærðfræði, skrift og sögu lands
og þjóðar. Skólinn á að örva dugn-
að nemenda, aga þá og efla trú
þeirra á íslenska tungu og þjóð-
erni og auka virðingu þeirra fyrir
skyldum sínum í þjóðfélaginu. Það
er ekki bara á íslandi, sem kröfur
sem þessar hafa komið fram. í
grein í „The Econ-
omist" frá 5. janúar 1985, sem
heitir „Back to the basics“ eða aft-
ur á undirstöðuna, er greint frá
afskiptum menntamálaráðherra
Frakklands, Jean-Pierre Chév-
enment. í stað þess að líta á skóla
sem staði þar sem hæfileikar
barna geta blómstrað með sem
minnstri áreynslu og aðhaldi held-
ur ráðherrann fram ágæti dugn-
aðar, árangurs, ættjarðarástar og
umfram allt aga. Það er útbreidd
skoðun að franskir ríkisskólar
standi sig ekki í stykkinu. Ráðh-
errann segir að fimmti hluti
franskra skólabarna grunnskóla
yfirgefi hann, þau eru þá 11 ára
gömul, án þess að kunna að lesa.
Börn eru ekki lengur látin lesa
bækur eftir sígilda franska höf-
unda, ekki utanaðlærðar dagsetn-
ingar eða ártöl. Skýring atburða
er allsráðandi í sögukennslu.
Þetta þjóðfélagsmálatal hefur
þótt tíska sem vakið hefur and-
stöðu margs fólks, þ.á m. Mitter-
ands forseta. 1 skólanum hefur
það verið haft að leiðarljósi að
börn ættu að læra að læra en ekki
bara vera troðin út af þekkingu.
Ráðherrann bendir á að börn kom-
ist best að því hvernig á að læra
með þvi að læra. Þetta er mikil
breyting frá þeirri menntastefnu
sem vinstri mönnum er svo kær,
þó er ráðherrann sjálfur lengst til
vinstri í stjórnmálum. Hér er
dæmi um umræðu um þessi
mál í öðru landi. Við megum án
efa nokkuð af henni læra.
Höfundur er varaformaður
Fræðsluráðs Rerkjavíkur.
Vortónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar
SKAGFIRSKA söngsveitin heldur
vortónleika í Austurbæjarbíói
sunnudaginn 5. maí og hefjast þeir
kl. 14.30.
Á tónleikunum verður m.a.
frumflutt lag sem Gunnar Reyn-
ir Sveinsson samdi við texta
Halldórs Laxness í tilefni af
fimmtíu ára starfsafmæli söng-
sveitarinnar.
Einsöngvarar eru Halla Soffía
Jónasdóttir og Guðbjörn Guð-
björnsson, stjórnandi er Björg-
vin Þ. Valdimarsson og undir-
leikari Ólafur Vignir Albertsson.
Skagfirska söngsveitin fer
Íann 28. maí nk. til Norður-
talíu, en þar hafa verið skipu-
lagðir tónleikar á ýmsum stöð-
um.
(Úr rrétUtilkynningu)