Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 27

Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 27
MORGUNBLApiÐ, LAUGARDAGUR 4. ^AÍ 1985 _______Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag kvenna Síðasta mánudag lauk para- keppni félagsins og er þessi röð efstu para: Sigríður Pálsdóttir — Guðjón Kristjánsson 949 Kristjana Steingrímsdóttir — Þórarinn Sigþórsson 927 Sigrún Pétursdóttir — Sveinn Sigurgeirsson 881 Ólafía Jónsdóttir — Baldur Ásgeirsson 845 Véný Viðarsdóttir — Guðlaugur Níelssen 843 Lilja Petersen — Jón Sigurðsson 842 Sigrún Straumland — Þorsteinn Erlingsson 834 Júlíana ísebarn — Örn ísebarn 831 Dóra Friðleifsdóttir — Guðjón 822 Halla Bergþórsdóttir — Jóhann Jónsson 819 Guðrún Bergsdóttir — Bergur Þorleifsson 817 Ingibjörg Halldórsdóttir — Sigvaldi Þorsteinsson 811 Steinunn Snorradóttir — Bragi Kristjánsson 806 Kristín Karlsdóttir — Magnús Oddsson 804 Næsta mánudag hefst siðasta keppni okkar á þessu starfsári. Það er þriggja kvölda hraðsveit- arkeppni og skráning er langt komin. Enn er þó eitthvað laust. Upplýsingar hjá Árnýnu í síma 42711 og Sigrúnu í síma 11088. Bridgeklúbbur Skagastrandar Nýlega lauk vetrarstarfi klúbbsins með vormóti þar sem þátt tóku 32 pör. Spilaður var tvímenningur með barometer- fyrirkomulagi. Keppendur komu frá 8 bridge- félögum á NV-landi, Borgarfirði og frá Akureyri. Keppnin var jöfn og spennandi en sigurvegarar urðu Valtýr Jónasson og Stefanía Sigur- björnsdóttir frá Siglufirði með 155 stig. Pétur Antonsson og Ragnar Steinbergsson frá Akur- eyri urðu i öðru sæti með 154 stig, en Eggert Levy og Baldur Ingvarsson frá Hvammstanga þriðju með 149 stig. Keppnisstjóri var Guðmundur Kr. Sigurðsson. Annars hefir vetrarstarfið verið með liflegra móti. Spilað hefur verið einu sinni i viku. Tvisvar hefir verið háð bæjar- keppni við Hvammstanga og einu sinni við Blönduós. Einnig hafa spilarar klúbbsins tekið þátt i stórmótum annars staðar. Vestfjarðamót í sveitakeppni 1985 Dagana 7.-9. júni nk. verður Vestfjarðamót í sveitakeppni 1985 spilað í Tálknafirði. Stefnt er að þátttöku sveita frá öllum byggðarlögum. Frestur til að til- kynna þátttöku til Ævars Jón- assonar á Tálknafirði (simar hs: 2585 og vs: 2524) rennur út mánudaginn 26. mai nk. Keppnisstjóri kemur að sunn- an, Hermann Lárusson. Fyrirkomulag mótsins ræðst af þátttöku, fjölda spila i leik o.s.frv. íslandsmót í tvímenningi — úrslit Úrslit íslandsmótsins i tvímenningskeppni 1985 verða spiluð á Hótel Loftleiðum helg- ina 4.-5. maí nk. Keppni hefst kl. 13.00 á laug- ardag. 24 pör keppa til úrslita og eru spiluð 5 spil milli para, alls 115 spil. Eftirtalin 24 pör keppa (sjá meðfylgjandi lista yfir þátttakendur): Vakin er sérstök athygli á þvi, að á sunnudeginum 5. mai verða afhent verðlaun fyrir öll mót sem haldin hafa verið á vegum Bridgesambands fslands þetta keppnisárið, þ.e. þau mót sem ekki hafa verið afhent verðlaun fyrir til þessa. Þessi mót eru: íslandsmótið i sveitakeppni, tvímenning og ein- menning. íslandsmót i blönduð- um flokki i tvimenning, i kvennaflokki i sveitakeppni og í yngri flokki í sveitakeppni. Verðlaunahafar eru vinsamleg- ast beðnir um að mæta og taka á móti verðlaunum sínum. Tíma- setning verðlaunaafhendingar er um kl. 17.30 á sunnudaginn. Björn Theodórsson forseti Bridgesambands íslands mun afhenda verðlaun. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 30. april var spilað eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para varð þessi: Henning Haraldsson — Guðmundur Magnússon 246 Guðmundur Grétarsson — Árni Már Björnsson 242 Friðrik Jónsson — Þorsteinn Kristjánsson 234 Hermann Sigurðsson — Jóhannes O. Bjarnason 231 Baldur Bjartmarsson — Gunnlaugur Guðjónsson 224 Karl Gunnarsson — Guðjón Garðarsson 220 Þriðjudaginn 7. maí hefst Firmakeppni félagsins, sem er jafnframt einmenningskeppni. Öllum er heimil þátttaka meðan riðlaskipan leyfir. Spilarar, mætið vel og tímanlega. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30. 33. The Dubliners til íslands í maí ÍRSKA hljómsveitin The Dubl- iners er væntanleg til íslands í maí og er þetta í þriðja sinn sem hún kemur hingað. Hljómsveitin var stofnuð í Dub- lin árið 1961 og gekk þá undir nafninu The Ronnie Drew Group. Þegar hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu 1963 var nafninu breytt í The Dubliners. Hljóm- sveitin leikur eingöngu írska þjóð- lagatónlist og hefur hún fest sig í sessi sem ein fremsta þjóðlaga- hljómsveit í heiminum. Hljómsveitin mun leika á tón- leikum í Háskólabíói þriðjudaginn 16. og miðvikudaginn 17. maí nk. The Dubliners Stýrimannaskólinn í Reykjavík Endurmenntunarnámskeið fyrir skipstjórnarmenn Endurmenntunarnámskeiö 1985 veröur haldiö í eftirtöldum greinum: Sundköfun: Frá 28. maí til 8. júní. — 10 kennsludagar. — Bókleg og verkleg kennsla. Þátttökugjald er kr. 8.000,-. Þátttakendur geta haft meö sér eigin búninga og veröa aö leggja fram læknisvottorö um aö þeir fullnægi öllum kröfum sem eru gerðar til heilbrigöis og líkams- byggingar vegna köfunar. Frá 1. júní — 8. júní: 1. Siglingar í ratsjársamlíki — (RADAR SIMULATOR) og ratsjárútsetningar. 2. ARPA — Námskeið í notkun tölvuratsjár -ARPA- (Automatic Radar Plott- ing Aids) fyrir þá sem hafa lokiö fyrra námskeiöi í ratsjárútsetningu. 3. Skipagerð — Hreyfistööugleiki (dýnamískur stööugleiki), kröfur IMO um stööugleika. Kornflutningar. Kynntar reglur SOLAS og meðferö á hættu- legum farmi. 4. Ratsjá og fiskileitartæki — m.a. Kelvin-Huges — 1600. Kynning á ARPA. 5. Lóran — Gervitunglamóttakari (Satellite). Lórankortaskrifari. 6. Stórflutningar — Skipspappír (Shipping). 7. Tölvunotkun um borö í skipum og sjávarútvegi. 8. Heilsufræði — Skyndihjálp. Lyfjareglugerö, lyfjakista. — Slysadeild Borgarspítalans (væntanlega). 9. Veiðarfæri — Vörpur, vörpugerö. Fiskurinn og lífiö í sjónum umhverfis landiö. 10. Eldvarnir — Slysavarnir. 10.—15. júnl. (Reykköfun, slökkvitæki, slökkviæfing, fluglínutæki, björgun meö þyrlu.) Þátttökugjald er kr. 6.000 fyrir greinar frá 1.—10. Væntanlegir þátttakendur tilkynni þaö til Stýrimannaskólans bréflega eða í síma 13194 virka daga frá kl. 8—14 og tilkynnist þátttaka fyrir 17. maí nk. Skólastjóri. Afmælisafsláttur 4.-11. maí Gefum 15----30% afslátt af húsgögnum. Notiö ykkur þetta einstaka tækifæri. Borgarhúsgögn Hreyfilshúsinu v/Grensásveg, símar 686070 og 85944.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.