Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 35 Pöróttir inni en — eftir Gunnar Guðmundsson Maðurinn Reynir Bergsveinsson frá Fremri-Gufudal í Gufudals- sveit Austur-Barðastrandarsýslu, sendir frá sér grein í Morgunblað- ið, 27. mars sl. sem hann nefnir „Sé ég eftir sauðunum". Sömu grein í NT, 28. s.m. með fyrirsögn- inni „Hvítir sauðir og svartir". Með þessum skrifum sínum skilst mér að hann sé í böðuls- starfi, sendur af hverjum? Tvo menn hér í Vestur-Barða- strandarsýslu nefnir hann með nöfnum í þessari grein sinni og er ég undirritaður annar þeirra. Og vil ég hér með svara Reyni Bergsveinssyni svo þeir, er lásu hans grein, fari að hugsa sig um hvort hann er villtur af réttri leið á vegi lífsins, eða ég sé það ómenni, sem hann telur mig vera í grein sinni. Ég hef aldrei flutt burt af jörð- inni, parta úr þrem vetrum var ég við sjó og fiskvinnslu á Patreks- firði og hafði þá mann hér á næsta bæ, sem sinnti skepnunum fyrir mig á meðan. Annan tíma hef ég sinnt mínum kindum sjálfur. Þótt ég hefði viljað sinna mínum kind- um betur en ég hefi gert, tel þeim samt hafa verið betur sinnt en al- mennt gerist í þessari sveit nú síð- ari ár. Þótt Reynir Bergsveinsson telji það glöggan mann, sem haldi að veturgömul kind geti maðkað í þremur reyfum, þá er slíkt algjör þvættingur. Þetta eitt bendir á það hvað maðurinn er óglöggur sjálfur og einnig hvaða sann- leiksgildi orð hans hafa. Mér var að berast dagblaðið NT þriðjudaginn 2. apríl. Þar sá ég yfirlýsingu frá sauðfjárveikivörn- um í 9 tölusettum greinum, rétt- ara sagt boðorðum. Fullyrðingar eru þar miklar, en sannleiksgildið ekki eftir þvi, og hefðum við held- ur kosið, sem viljum útrýma riðu- veiki á lýðræðislegum grundvelli, að framkvæmdastjóri sendi frá sér svona yfirlýsingu, en ekki sér- fræðingurinn. Fyrirsögn greinarinnar er Eig- inhagsmunir í fyrirrúmi en ekki heildarhagsmunir. Þetta hefur einmitt hvarflað að mörgum, er ljóst var hvað mikill bægslagang- ur var hafður í frammi með að farga heilbrigðu fé, á þeim for- sendum að það væri verið að út- rýma riðuveiki. 1. Ef heilbrigð kind getur ekki smitast af riðuveiki, þá er hún ekki illvígasti sauðfjársjúkdómur á íslandi. „Þessu getið þið ekki mótmælt með fullyrðingum, því það er ekki nema rúmlega hálfur þrýstihópar ráða ferð- ekki heildarhagsmunir annar áratugur síðan þið vöknuð- uð við vondan draum. Það er mjög hæpin fullyrðing að riðuveiki hafi fyrst fundist á Vest- fjörðum árið 1953. 2. Eins að nota þessa kind á Patreksfirði, sem fullyrðingu á þeim stað. 3. Undirbúningur hefur ekki staðið í nokkur ár svo almenning- ur viti, ekki heldur notuð sú yfir- lýsing sem Fjórðungssamband Vestfjarða gaf í sambandi við niðurskurð í Barðastrandar- hreppi. Hvort hún hefur verið misnotuð veit ég ekki. 4. Ég er ekki búinn að sjá að stjórnvöld standi við landslög í þessu máli hvað varðar skerðingu á eignarrétti manna «g þeim af- leiðingum, sem af þessu kunna að hljótast. 5. Er ekki réttara að segja að heimamönnum hafi verið sagt að leggja á ráðin. 6. Það er ekki traust samstaða sem er byggð upp á ólýðræðisleg- um grunni. Ég veit ekki til þess að ég hafi ekki sætt mig við að hlíta lögmætum aðgerðum, og ég veit heldur ekki til þess að nokkur maður I þessu máli hafi skapað jafnmikla tortryggni og þar að leiðandi úlfúð og Sigurður Sigurð- arson sérfræðingur hjá sauðfjár- veikivörnum. 7. I fjórðu viku janúarmánaðar voru öll fjöll og hlíðar vel fær til smalamennsku nú í vetur, en erf- itt yfir febrúarmánuð vegna frosta, sérstaklega í blautum fjöll- um. í byrjun marsmánuðar er svo komin góð færð aftur nema í blautum fjöllum. 8. Það var ekki verið að fram- fylgja neinum lögum með skothríð úr þyrlu landhelgisgæslunnar á sauðfé í Tálknanum og Skorar- hlíðum 15. mars sl. Það var ódæð- isverk sem þarna var unnið. Sauð- fjárveikivarnir sjá aðeins eitt við þetta að athuga að hræin væru ekki grafin fyrr en nokkrum dög- um seinna. Það er bara alls ekki búið að grafa þau enn nema að einhverju leyti. Það vita allir, sem vilja vita það, að færð um fjöll, dali og heiðar hefur verið það góð til smalamennsku síðastliðið haust og vetur að einsdæmi má kallast. 9. Og síðasti liðurinn i grein Sig- urðar Sigurðarsonar fyrir hönd sauðfjársjúkdómanefndar nefnir „Ég veit ekki til þess að ég hafi ekki sætt mig við að hlíta lögmætum aðgerðum...“ hann oddvitana í V-Barðastrand- arsýslu eða réttara sagt tillögur frá þeim er varðar útrýmingu á riðuveiki. Það væri ánægjulegt ef frá þeim kæmi eitthvað jákvætt svo þessum vesaldóm, sem látinn hefur verið ráða ferðinni til þessa, fari að linna í þessum málum. Nú þegar ég er að ljúka þessum orðum mínum fæ ég fregnir um það, er ótvírætt sanna að sumir frammámenn í sauðfjárveikivörn- um eru ekki trúverðugir í starfi. Á ég þá við að nú hefur fundist ein kindin af 5 eða 6 kindum, sem margir hafa álitið að hafi lifað af skothrðina úr þyrlu landhelgis- gæslunnar föstudaginn 15. mars sl. og var hún lifandi eftir rúman mánuð. Vegna aðdróttana i minn garð í þessu máli vil ég taka fram eftir- farandi. Það vissu menn að ég ætl- aði á þær slóðir er kindurnar voru skotnar á, utanvert við Stáfjall, laugardaginn 16. mars en hætti við ferðina vegna þessara atburða, sem skeðu þar daginn áður. Fer síðan fimm dögum eftir skotárás- ina. Kanna það, sem ferð mín var ákveðin til, fer síðan að gá hvað ég sjái af kindarhræum, af því ég hafði grun um að þarna hefði lúa- legur atburður gerst. Eftir dálitla eftirgrenslan, kem ég að tveimur “ kindum, sem báðar munu hafa dauðskotist strax. Stutt frá þeim liggur lamb sem ég tel að hafi ekki' dauðskotist en er dautt með skots- ár á hálsi, gat alveg eins dáið dag- inn áður en ég kom eins og fyrir 5 dögum, því það var alveg óhreyft af vargi en ærnar talsvert étnar. Fjórðu kindina sem átti að vera þarna dauð, fann ég ekki. Og eftir þessa sjón, sem ég sá þarna gat ég aldrei talið að þarna hafi verið vel að verki staðið. Annan dag páska vorum við þrír saman þarna á ferð og gengum um þetta svæði, sem þessi fjórða kind átti að hafa verið skotin á, og var okkur þá ljóst að hún gat ekki hafa dauðskotist á þeim stað sem sagt var. Höfundur er bóndi að Skjaldrar- aríossi í Barðarstrandarhreppi. Norræna húsið: Sígaunar eiga sterkar menning- arlegar hefðir — sagði Rosa Taikon, silfursmiður Silfursmiðirnir Rosa Taikon og Bernd Janusch. „Uppruni listamansins kemur alltaf fram í verkum hans,“ sagði Rosa Taikon, silfursmiður, sem ásamt manni sínum, Bernd Jan- usch, arkitekt og silfursmið, sýna verk sín í anddyri Norræna húss- ins um þessar mundir. „Við hjónin höfum mjög ólíkan bakgrunn en verðum í list okkar fyrir sterkum áhrifum hvort frá öðru. í verkum okkar gætir gamallrar indverskrar listhefðar, sem má rekja til upp- runa míns, en ég er sígauni.“ JListamaðurinn verður að vera opinn fyrir ólíkum menn- ingaráhrifum ef hann á að geta þroskast. Þannig má sjá i verk- um mínum sterk áhrif frá göml- um hefðbundnum formum, sem ég nýti mér á minn eiginn per- sónulega hátt,“ sagði Bern Jan- usch. í heimalandi þeirra, Svíþjóð, eru þau hjónin ekki eingöngu þekkt sem listamenn, heldur líka sem baráttumenn fyrir bættri félagslegri aðstöðu sígauna. Bar- áttuna hófu þau ásamt systur Rósu og mági snemma á sjötta áratugnum þegar sígaunar frá Frakklandi fengu slæmar mót- tökur við komuna til Svíþjóðar. Síðan þá hefur margt breyst, all- ir sigaunar hafa þak yfir höfuðið og ganga í skóla eins og aðrir. „Fordómar í garð sígauna hafa alltaf verið sterkir í Sví- þjóð,“ sagði Rósa. „Þegar ég var ung og einhver spurði mig af- hverju ég hefði þennan dökka litarhátt, sagði ég alltaf að faðir minn væri frá Frakklandi. Það var að vísu satt, en ég þorði ekki að segja að hann væri sígauni. Nú finnst mér það besta sem ég get gert í baráttunni gegn for- dómunum, að sína fólki að við sígaunar getum gert annað og meira en smella fingrum, kveikja eld, syngja og dansa. Við verðum að koma því til skila að við eigum sterkar menningarleg- Morgunbladid/Pridþjófur ar hefðir, sem listamenn ann- arra þjóða hafa orðið fyrir áhrif- um frá. Á listsýningu, sem opnuð verður í París 6. maí, verða verk eftir sígauna frá 33 löndum. Þar verður hægt að rekja áhrif frá sígaunum í listsköpun Evrópu- þjóða allt frá 16. öld,“ sagði Rósa að lokum. Sýningin í Norræna húsinu stendur til 12. mai og er sölusýn- ing. i jtmuBEswne GERIR GÓÐAN BÍL BETRI! Þaö er ótrúlegt hvað góðir hjólbarðar eins og BRIDGESTONE gera fyrir bílinn. Með BRIDGES TONE fæst frábært veggrip, rásfesta og mikið slitþol. TryggOu öryggi þitt og þinna settu BRIDGESTONE undirbílinn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. BILABORG HF Smiðshöfða 23, Sími 81299
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.