Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 04.05.1985, Síða 43
43 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGyR 4. MAÍ 1985 Minning: Jónína Einars- dóttir Keflavík Fædd 26. febrúar 1899 Dáin 25. aprfl 1985 Það var alltaf mikið tilhlökkun- arefni þegar fór að vora og sumra suður í Keflavík að von var á Jónu okkar með drengina sína tvo inn- an úr Reykjavík, Einar og Björn, til að dvelja þar töluvert langan tíma, en það gerði hún á hverju sumri. Hún bjó þá hjá móður sinni Kristínu Magnúsdóttur í Jónshúsi, en kom á hverjum degi til tengda- móður sinnar i læknishúsið, til að vera henni til hressingar og ánægju. Til að spila við hana og á allan hátt stytta henni stundir, en tengdamóðir hennar Jóhanna Andrea Knudsen, kona Þorgríms Þórðarsonar, læknis, átti við lang- varandi vanheilsu að stríða. Hún fékk heilablóðfall um sextugt og þótt hún stæði fyrir heimili sínu með hjálp sinna tryggu og góðu vinkvenna Sigríðar Magnúsdóttur og Guðrúnar Eiríksdóttur, þá voru dagarnir oft lengi að líða og þung- ir henni, sem bundin var við stól- inn sinn allar stundir. Það var eins og öllum létti og tilveran breytti um svip strax og Jóna kom inn í húsiö til okkar, svo hýr í bragði, róleg og einlæg. Þá gat maður kastað af sér öllum áhyggjum, sem óneitanlega hvíldu á ungum herðum og bægt burt kvíða um að eitthvað henti nú ömmu. Og sumarið var þá sann- arlega komið. Oft sátum við sam- an frændsystkinin við Doddi, Ninni og Bjössi, í hvönninni við Jónshús eða á forstofutröppunum heima í læknishúsi. Það var ósköp notalegt að lifa. Stefán Björnsson, eiginmaður Jónu, var sonur Jóhönnu Andreu, af fyrra hjónabandi hennar. Fyrri maður Jóhönnu var séra Björn Stefánsson, prestur í Sandfelli I Öræfum. Með honum átti hún tvo syni, Ludvig Árna, sem hún missti nokkurra mánaða gamlan, og Stefán. Séra Björn dó eftir fjög- urra ára sambúð. Hann var þá þrjátíu og fjögurra ára gamall, en Jóhanna tuttugu og þriggja ára. Mikið ástríki var á milli þeirra mæðgina alla tíð og var Stefán á allan hátt metinn til jafns við börn þeirra Jóhönnu og Þorgríms. Það er óhætt að segja að strax eftir að Jóna og Stefán gengu í hjónaband hafi tekist góð vinátta á milli tengdafólksins sem óx eftir að tímar liðu og úr varð vinátta og virðing. ógleymanlegar eru mér stundirnar og dagarnir eftir að J6- hanna amma mín var látin og Þorgrímur afi minn orðinn aldr- aður og heilsulaus, þegar Jóna kom með handavinnu sina eða bók til að líta í og sat hjá honum hljóðlát og þögul að vanda. Frá henni stafaði styrkur og samúð, sem hann þarfnaðist svo mjög. Þá voru þau hjónin Jóna og Stefán flutt frá Reykjavík til Keflavíkur. Fyrst eftir að þau fluttu suður bjuggu þau í Jónshúsi, það var ekki stórt hús, en þangað fannst mér svo gott að koma. fdag finnst mér ég muni eftir hverjum hlut, hverjum krók og kima. Drifahvíta stiganum hennar Kristínar, lista- verkinu, sem geymdi fótsporin öll, næstum því mjallhvítur eftir sandinn, sem hann var strokinn með af natni. í því húsi var virð- ing borin fyrir öllum nauðsynleg- um hlutum og fátt eitt annað inn- anstokks en það eitt, er til nauð- synja horfði. Margir voru fleiri en við heima hjá okkur, er nutu vináttu Jónu. Minnisstæð eru hjónin Valdís og Möller símstjóri, ég held að þau hafi ekki verið mörg kvöldin sem hún ekki leit þangað inn til þess að bjóða góða nótt. Það var kvöld- gangan hennar, því að húsin stóðu hvort á móti öðru við götuna. Valdís Möller var elskuleg kona, sem ljóma stafaði af. Fleiri og fleiri voru í vinahópnum, alda- vinkona hennar Sólrún Vilhjálms- dóttir og uppeldisforeldrar henn- ar, Sólrún og Þórður, og svo marg- ir í nágrenninu. Mér hefur alltaf fundist þegar ég hef hugsað til Jónu að hún hafi verið svolítið göldrótt, og galdurinn var aðal- lega í því fólginn hvað hún var ótrúlega lagin við að ná vináttu við dýrin og börnin. En hvað ég man vel eftir henni þegar hún sat á tröppunni heima í Jónshúsi með hann Vögg sinn í fanginu. Löngu seinna var svo hundurinn Strákur tryggur föru- nautur fjölskyldunnar. Minntist Jóna þessara vina sinna með mik- illi hlýju, sem mér fannst oft blandin söknuði. Heimilisfólkið á Vallargötunni var auk þeirra hjóna börn þeirra þrjú. Einar sem var elstur, Björn og Jóhanna. Kristín Magnúsdóttir móðir Jónu var til heimilis hjá dóttur sinni og tengdasyni árum saman og var mikil vinátta milli hennar og Stefáns tengdasonar hennar. Það var elskulegt og menningarlegt heimili Jónu og Stefáns. Þar voru góðar bók- menntir í heiðri hafðar. Húsbónd- inn var afar sönghneigður maður og hafði yndi af allri góðri tónlist. Stefán var gæddur fagurri söng- rödd. Teiknari var hann og út- skurðarmaður, hafði hann lært út- skurð og teiknun hjá Stefáni Ei- ríkssyni í Reykjavík. Síðar kenndi hann teiknun við Gagnfræðaskóla Akureyrar. Húsmóðirin notaði hverja stund, sem til féll til lest- urs góðra bóka og fáar konur hefi ég þekkt sem höfðu gleggra auga en hún fyrir öllu spaugilegu í um- hverfinu. Það má með sanni segja, að við sem áttum áfram heima í Keflavík eftir að húsbændurnir í læknis- húsinu féllu frá nutum góðs af vináttu og tryggð þessa fólks. Stoð og stytta læknisheimilisins Sigríð- ur Magnúsdóttir átti sitt annað heimili hjá Jónu og Stefáni alla tíð og hjá Jónu eftir að Stefán féll frá. Nokkru eftir lát Þorgríms Þórð- arsonar, en hann var um langan tíma sparisjóðsstjóri Sparisjóðs- ins í Keflavík, tók Stefán við því starfi og stundaði það til dauða- dags, en hann lést 1944. Ludvig Þorgrímsson vann við Sparisjóðinn nokkra mánuði eftir lát föður síns, en lést af slysförum og tók Stefán þá að fullu við starf- inu. Fljótlega eftir lát manns síns hóf Jóna störf við Sparisjóðinn og stundaði þau til sjötugs. Jóna starfaði af áhuga að félagsmálum í Keflavík meðan heilsan leyfði. Slysavarnafélagi íslands, Kvenfé- lagi Keflavíkur og Sjálfstæðis- kvennafélaginu Sókn. Jóna fæddist í Keflavík 26. febrúar 1899, hún lést á sumar- daginn fyrsta 25. apríl. Foreldrar hennar voru Kristín Magnúsdóttir fædd á Þórustöðum á Miðnesi og Einar Árnason, sjómaður, fæddur á Rembihnút á Miðnesi. Einar drukknaði af fiskibáti frá Mjóa- firði 16. september 1911, þá var Jóna 12 ára gömul. Var það henni mikill missir. Börn Jónu og Stefáns eru öll búsett og starfandi í Keflavík, Einar, útvarpsvirkjameistari, kona hans er Kristjana Jakobs- dóttir, Björn, skrifstofumaður, kona hans er Helga Kristinsdóttir, Jóhanna, hjúkrunarfræðingur, hennar maður er Hafsteinn Magn- ússon, starfsmaður hjá Kaupfé- lagi Suðurnesja. Innilegar þakkir fylgja henni frá mér og fólki mínu. Birna Jónsdóttir Minning: Sigvaldi Hjálmarsson Sigvaldi Hjálmarsson, rithöf- undur og fyrrverandi blaðamaður, lést I London 17. þessa mánaðar. Sigvaldi Hjálmarsson fæddist 6. október 1921 á Skeggsstöðum í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu. Eiginkona hans, Bjarney Alex- andersdóttir og dóttir þeirra ólöf Elfu Sigvaldadóttur, afabörnum og hans nánustu, votta ég samúð mína. Sigvaldi Hjálmarsson var einn þeirra manna, sem hafði mikið að gefa sínum samferðamönnum, vegna afstööu sinnar til lifsins og til þeirrar stóru spurningar, að vera manneskja. Ég hrapaði fram af hengiflugi andartaksins sumardag einn í Svartárdal Enn er ég að hrapa Enn er sumar í Svartárdal Með þessum orðum minnist hann þess, þegar hann ungur mað- ur hóf göngu sina út i lífið heiman frá Skeggsstöðum. Útlegi Með samhljóða atkvæðum er mér vísað á brott úr nútímanum enégflý inni fjarlæga tið þar sem engir sjást á ferli nema útlagar sem einungis vita hvert þeir eru ekki að fara horfa í augun á sjálfum sér og breiða andartakið yfir sálina Þetta ljóð er fyrsta ljóðið í ljóðabókinni „Víðáttur", eftir Sig- valda Hjálmarsson. Bókin kom út nú fyrir síðustu jól, og fékk hinar bestu móttökur, enda bera þessi ljóð höfundi sin- um einstakt vitni. í þessum mystisku ljóðum kannar höfundurinn lif sitt. Hann horfir þar i augun á sjálfum sér. Sérhver maður skrifar í sínu daglega lífi ævisögu sina, og um leið eftirmæli sin. — Þegar vinur og samferða- maður hverfur af sjónarsviðinu, blasa þau við manni svo skýr þessi óvæntu skuggaskil lífs og dauða. Sigvaldi hafði um nokkurt skeið átt við heilsufarslega erfiðleika að striða og vissi mæta vel að stundin var að liða hjá. Þó elur maður jafnan þá von i brjósti að enn gefist tími. En allt liður hjá. Allt liður hjá, er setning sem er hugleiðingar verð, bæði í gleði og sorg. Tómarúm Allt líður hjá nema tómarúmið tóma sem lifir — sem grasið er málað á málverk án striga málverk án málara en einnig hann líðurhjá ... Sigvaldi er látinn. Hann var i lífi sínu andans maður, þar fór hann enga sneið- inga, heldur brattan veg. Sem er sú viðleitni að lifna and- lega aftur og aftur. — Hann var rannsakandi og áhorfandi og þvi einstaklega for- dómalaus og frjáls maður. Sigvaldi var einn þeirra manna sem hafði vakið sinn andlega mann, og þegar hann hefur raun- verulega vaknað með einstakl- ingnum, þá er það hann sem síðan vegur og metur allt. Hinn raunverulegi starfsvett- vangur er þá hið innra með mann- inum sjálfum. Þar sem hann vakir draumlausri vöku dagvana og náttvana. — Sigvaldi Hjálmarsson starf- aði i heimi hins andlega manns. Sem líkja má við það að hafa endaskipti á veröldinni, í vissum skilningi. — Þegar það að horfa út, verð- ur það að horfa inn. — Þá getur ekkert annað skeð en það, að einstaklingnum verði visað á brott úr nútímanum. — Þesskonar brottvisun er al- gjörlega ný upplifun á þvi að vera, einnig þvi að vera i mannfélaginu. — Þá er það hinn andlegi mað- ur, sem er orðinn stjórnandi í öllu daglegu lifi. Hann hefur hvorki nafn, nafnnúmer, né nokkurt emb- ætti. — Hann er allt annað, annað mat, önnur sýn, allt önnur tilfinn- ing fyrir því að vera til. Aðsjá Alheimurinn er auga sem starir í tómið Með því auga horfi ég Með því auga horfið tómið Þetta er eitt af ljóðum Sigvalda i áðurnefndri bók. Það er eitt ein- kenni á þeim, sem á vissan hátt yfirgefa formið og halda á dýpri mið. — Að þeir gæða allt form flæðandi lífi og alla tilfinningu skýru formi. — Þetta er mörgutn sinnum meira virði en hægt er að útskýra. — í ritverkum sínum og ræðum fjallaði Sigvaldi Hjálmarsson jafnan um hugræn og heimspeki- leg efni. — Hann hafði þar betri tök en almennt er, vegna sinnar djúpu og skörpu hugsunar og það að kenna og leiðbeina var einn rikasti þátt- ur í eðli hans. — Sigvaldi stundaði allt sitt verk af einstakri alvöru og hann miðlaði reynslu sinni og þekkingu til þeirra sem til hans leituðu og sérhverjum gat hann mætt, þar sem viðkomandi var staddur, af næmu innsæi, og leitt þá til rýmri skilnings á þeirra hugrænu við- fangsefnum. — Það er vandasamt verk að hlú að andlegum gróðri, sem vex í vitund annarra manna og mönnum er það misvel gefið að vera þar garðyrkjumaður. — Sigvaldi var einn þeirra góðu. — Ekkert var því eðlilegra en að mikið væri til hans leitað. Hann sat ekki í neinum fílabeins- turni, hann var miklu nær því að vera á víðavangi. — Sigvaldi Hjálmarsson var maður spurningarinnar, hann gekk hennar endalausa veg, sem liggur inn i hið óþekkta, inn í sí- fellda hugræna endurfæðingu. — Nú er hann horfinn inn í hið óþekkta, handan við landamæri lífs og dauða. — Einn þeirra pilagríma á jörðu hér, sem vissi aðeins hvert hann var ekki að fara. — Ljóðabókin „Víðáttur" var þinn svanasöngur. Ég þakka þér þann ómfagra óminn og fyrir alla vináttu þina og túnað, sem er mörgum sinnum meira virði en hægt er að útskýra. Og að síðustu þin eigin orð: Logi Þegar sálin hrynur inni svart holið logar á einu kerti Sá logi blaktir Hann blaktir fyrir andardrættinum óendanlega. Snorri Sveinn Fríðríksson t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, JÓNU KRISTÓFERSDÓTTUR, Skipholti 48. Þökkum sérstaklega hjúkrunarfólki á deild 13-D Landspítalanum, svo og samstarfsfólki hennar. Andrós Indrióason, Valgeröur Ingimaradóttir, Gunnar Þór Indriöaaon, Elin SJÖfn Svarrladóttir, Ester Andréadóttir, Ásta Andréadóttir, Elma Líaa Gunnaradóttir, Nína BJÖrk Gunnaradóttlr, Tlnna Dögg Gunnaradóttir. Legsteinar granít Opéöaliadaga, — t-1— i-«i-i •mHNQ atOXJ og halgar.. marmari ij. Unnarbraut 19, Saitjamamasi, símar 620609 og 72818.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.