Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.05.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 47 Tónleikar Selkórsins ÁRLEGIR tónleikar Selkórsins verða næstkomandi sunnudagskvöld 5. maí kl. 20:30 í Félagsheimili Seltjarnarness. Á söngskrá eru innlend og erlend lög. Einsöngvarar eru Þórður Búason og Guðlaugur Viktorsson. Karlakórinn Stefnir úr Mosfellssveit mun koma og syngja sem gestur. Söngstjóri beggja kóranna er Helgi R. Einarsson. Þann 11. maí nk. verður hin árlega vorskemmtun Selkórsins í Félags- heimilinu og bregða þá kórfélagar á leik að vanda. Hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi. (FréttatllkyMilMf) „Cal“ sýnd í Háskólabíói HAFNAR eni í Háskóiabíói sýn- ingar á kvikmyndinni Cal. Hún fjall- ar um atvinnulausan ungling, 19 ára gamlan, sem meðal annars tekur þátt í aðgerðum gegn Bretum. { sýningarskrá myndarinnar segir meðal annars að söguhetjan Cal sé friðsamur maður, kaþólsk- ur og búsettur á Norður-írlandi. Hann vilji helzt leiða deilur þjóðar sinnar hjá sér, en sé þröngvað til þess af félögum sínum að andæfa við Breta. Honum bjóðist síðan vinna á sveitabæ og kynnist þar tengdadóttur hjónanna á bænum, og verði kynni þeirra mjög náin. Meðan á dvölinni í sveitinni stóð hafi hann losnað frá félögum sin- um, en þeir hafi þó upp á honum og neyði hann til frekari óhæfu- verka, sem endi með skelfingu. Með helztu hlutverk í myndinni fara Helen Mirren og John Lynch. Framleiðendur eru Stuart Craig og David Puttnam á vegum En- igma Films í Englandi. Handrit er eftir Bernard MacLaverty, tónlist eftir Mark Knopfler og leikstjóri er Pat O’Connor. John Lynch og Helen Mirren í hlut- verkum sínum. Gerðuberg: Ljósmyndasýning SUNNUDAGINN 28. aprfl var opnuð Ijósmyndasýning á vegum framhaldsskólanema í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra opnaði sýn- inguna. Meðal gesta voru Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, Albert Guðmundsson, fjármála- ráðherra, og Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Sýningin verður opin til 12. maí, mánudaga til fimmtudaga frá kl. 16—22 og frá kl. 14—18 um helgar. Kaffisala í Landakotsskóla NÆSTKOMANDI sunnudag 5. maí munu foreldrar barna í Landa- kotsskóla halda kaffisölu í skólan- um. Á boðstólum verður smurt brauð, tertur og kökur. Ég vil þakka innilega öllum þeim, sem á einhvern hátt hafa unnið að und- irbúningi. Kaffisalan hefst kl. 15.00 og eru allir hjartanlega vel- komnir. Vonast ég sérstaklega til að hitta aftur sem flesta gamla nemendur skólans. Verið öll hjartanlega velkomin. Séra George, skólastjóri. lensku og við tókum tal. Hann hafði svart liðað hár, frekar stór- gerður í andliti eins og flestir karlmenn þarna á eyjunum. Svo angaði hann af tannlæknalykt. „Einu sinni stangaði hvalur bát svo gat kom, en mennirnir héldu honum föstum svo báturinn sykki ekki,“ sagði hann með undarlega þýðri röddu. Ég passaði mig að segja ekki já i sífellu svo ég kinkaði kolli stans- laust. „Oft brotna bátar og komið hef- ur fyrir að menn hafa stungið hvorn annan í æsingnum. Stund- um spennandi að sjá, sérstaklega ef það eru margar grindur." Hann sagði margt fróðlegt svo ég hlustaði áfram. „Áður fyrr var þetta lifibrauð Færeyinga og þá voru bara ára- bátar. Án hvalanna hefðum við ekki getað lifað í eyjunum. Og enn þann dag í dag er þetta mikil björg í bú fyrir mörg heimili. Læknar segja að mikil næring sé í spikinu og að þaðan fái Færey- ingar nauðsynleg vítamín." Nú vissi ég hvaða sólbakaða kjöt þetta var utan á húsunum, og hvað var í tunnunum. Maðurinn fræddi mig líka á því að það mætti ekki skera hvalina þarna í fjör- unni því hætta væri a taugaveiki úr ánni. Yrði að slefa hvölunum yfir í höfnina þar sem þeir yrðu verkaðir uppi á bryggjunni. Hvíti báturinn var kominn upp að landi og grindin spriklaði í grjótinu. Karlinn var stokkinn í sjóinn og reyndi að leita færis með að koma hníf á grindina. Hann var alveg ósmeykur þó hann væri í bráðri lífshættu þarna beint við hliðina á risaskepnu. Hvalurinn var strandaður og ósjálfbjarga, sporðurinn sveiflaðist upp og niður svo vatnið gusaðist hátt í loft. Loks tók skepnan sér hvíld, þá skar hann aftan við öndunarop- ið og blóð spýttist út. Grindin tók heljarstökk og sporðurinn tætti upp þara og möl. Fólkið hörfaði. Þetta hlaut að vera forystuhvalur- inn. „Svona getur þetta oft verið; eitt besta gaman að horfa á,“ sagði Færeyingurinn hinn ánægðasti. Hann sagði líka að margir af ungu mönnunum væru nú á móti hvaladrápinu, eftir að rannsóknir hefðu leitt í ljós hve tilfinninga- ríkar og gáfaðar skepnur þetta væru. Þá gerðist nokkuð sem vakti mig til lífsins á ný. Lítill hvala- ungi hafði verið stunginn og stökk hann hálfur upp úr sjónum, blóð- ugur og tísti. Gaf frá sér hljóð svona svipað og svín gera. Og aft- ur kom hann hátt upp úr og tísti allt hvað af tók, eins og hann væri að kalla á mömmu sina. Sem sennilega hefur verið forystuhval- urinn. Það heyrðist kliður í áhorf- endaskaranum. Þessi ungi tísti án afláts á meðan hann var aflífaður. Ég fann sting í hjartastað. Nú skammaðist ég mín fyrir að hafa tekið þátt í þessu blóðbaði. Menn byrjuðu að hnýta í sporð- ana á hvölunum og slefa burt. Einn báturinn var strandaður og hjón um borð rifust. Blóðliturinn í sjónum dofnaði. Hreyfingarlausir hvalir lágu í flæðarmálinu í röð- um. Hvíti báturinn reri burt með forystuhvalinn. Færeyingjarnir byrjuðu að vaða í land, einn var blóðugur upp fyrir haus. AUir voru með sveðjur í tréhulstri við beltið. Rökkur var að síga yfir og fólk tíndist heim. Með harðsperr- ur og úrvinda af þreytu staulaðist Þrír um einn. ég heim, þyrstur í færeyskt stúlkukjöt. Þetta hafði verið dag- ur sem bragð var af. Ég hafði breyst úr náttúruverndarmanni og yfir í blóðþyrstan villimann. Veiðimannseðlið í sjálfum mér hafði lifnað við í hrynjanda veiði- ferðarinnar. Ég var svolítið sár út í sjálfan mig. Eftir kvöldmat fór ég niður að höfn. Ég einum kæjanum voru tveir kranar að hífa hvali upp á bryggju. Tveir pollar voru að klípa tennur úr skoltum dýranna með naglbít. Gamall stirður karl með færeyska húfu mældi hvalina með stiku og annar skar rómverskar tölur í kviðuggann. Þeir voru að skipta hvölunum í hluti. Urn nótt- ina yrðu hvalirnir skornir, annars myndi kjötið skemmast. Fyrst yrði ball um kvöldið. Tveir fullir karlar stálu sér nýrum, sem þeir sögðu vera besta partinn. Þeir skáru gat og grömsuðu í innyflun- um. Blóðþefur var í lofti. Grind- urnar voru 74 en bátarnir þrisvar sinnum fleiri, um 2.000 manns höfðu látið skrá sig til veiðanna. Þegar unga fólkið í Færeyjum verður í meirihluta leggjast þess- ar veiðar af og aðeins minningin lifir. En þessi ferð mín var svo mislukkuð að ég ætlaði aldrei að segja neinum frá henni. Allur bærinn var fullur af lífi. Ungu stúlkurnar voru með logandi glampa í augum og hver hreyfing full af kynþokka, nú gat ég ekki staðist þær lengur. Tónlistin frá grindardansinum barst langar leiðir. Ég gekk í átt að ljósunum, alveg búinn að gefa upp alla von um að ráða við villta eðlið sem var að brjótast upp í mér núna. NB: Þetta var kafli úr bókinni Leitin að ástinni, sem enn er óbirt. „Heimili og skóli“ ÚT ER komið fyrsta heftið á árinu af tímaritinu „Heimili og skóli“. Blaðið er gefið út af kennarasam- bandi Norðurlands eystra og kenn- arasambandi Norðurlands vestra. Að þessu sinni er i blaðinu grein eftir Benedikt Sigurðsson þar sem hann fjallar um „opna skóla“ og viðhorf til þeirra. Þá er í tímaritinu aðeins kom- ið inn á fíknilyf, litið á listahátíð á Kópaskeri og Hannes Svein- björnsson ritar um skóla og tölv- ur. Að lokum má finna upplýs- ingar um lestregðu eftir Hans Jörgen Gjessing, upplýsingar um skólakostnað í dreifbýli og Guð- rún Sigurðardóttir segir frá þorrablóti i Aðaldal. Leiðrétting í FRÉTT um fyrirtækið DHL Hraðflutninga hf., sem birtist í blað- inu s.l. miðvikudag, var ranglega sagt að í bígerð væri að fyrirtækið bætti fimm Austur-Evrópulöndum við áfangastaði sína. Hið rétta er að fyrirtækið hefur þegar hafið viðskipti við þessi lönd og biðst Morgunblaðið velvirðina á þessum mistökum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.