Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAOUR 4. MAÍ 1985
49
Samþykkt aðalfundar KRF:
Þegar verði
byggt hús yfír
náttúrufræðisafn
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi samþykkt Kennarafé-
lags Reykjavíkur sem gerö var á að-
alfundi félagsins 18. aprfl sl.:
„Undanfarna áratugi hefur
bygging húss yfir náttúrufræði-
safn verið til umræðu öðru hverju,
en ekkert orðið af framkvæmdum
enn.
Þetta hefur staðið kennslu í
náttúrufræðum mjög fyrir þrifum
og m.a. valdið því að ekki hefur
verið unnt að gera þeim náms-
greinum þau skil í skólunum sem
skyldi.
Fjölbreytt og „lifandi" náttúru-
fræðisafn er mikilvægur þáttur í
menningu allra þjóða og t.d. í
nágrannalöndum okkar er lögð
mikil áhersla á að efla þau á allan
hátt.
Hér á landi hafa þessi mál verið
nánast hornreka, svo ekki sé
meira sagt, og þjóðinni til vansa
að hafa ekki enn reist myndarlegt
hús er hefur að geyma það helsta
sem við kemur jurta-, steina- og
dýraríki lands og sjávar.
Aðalfundur Kennarafélags
Reykjavíkur, haldinn 18. apríl
1985, skorar á stjórnvöld að hefja
nú þegar undirbúning að byggingu
húss yfir náttúrufræðisafn fs-
lands og ljúka smíði þess hið allra
fyrsta."
Finnski tónlistarhópurinn Nelipolviset flutti flnnsk þjóölög.
Egilsstaðir:
'f ■,
Morgunbladid/ólafur
Tónlistarkrossgátan
Norræn vika á Austurlandi
„Tónlistarkrossgátan" er á
dagskrá rásar 2 á morgun,
sunnudag, klukkan 15.00. Hér
birtist krossgátan og eru þátt-
takendur beðnir velvirðingar á
því að röng krossgáta birtist í
Mbl. í gær. Hér er hins vegar
rétta krossgátan komin.
Lausnir, merktar „Tónlist-
arkrossgátan”, sendist til: Ríkis-
útvarpið, rás 2, Hvassaleiti 60,
108 Reykjavík.
Kgilsstödum, 25. aprfl.
NORRÆNA félagið og Norræna
húsið efna þessa dagana til
svonefndrar „Norrænnar viku“ á
Austurlandi. Norræna vikan var
opnuð í Valaskjálf á Ggilsstöðum í
gær, síðasta vetrardag. Auk fyrir-
lestra um norræna samvinnu og
kynninga á starfsemi Norræna
hússins, lásu skáldin Knut
Odegárd og Einar Bragi úr verk-
um sínum við opnunina og finnski
þjóðlagahópurinn Nelipolviset
kom fram.
Sighvatur Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Norræna félagsins,
greindi frá starfi Norræna félags-
ins á samkomunni í gær og Knut
Odegárd, forstjóri Norræna hús-
sins, kynnti starfsemi Norræna
hússins. Þá voru sýndar finnskar
bækur i tilefni Kalevalaársins —
en nú eru liðin 150 ár frá fyrstu
útgáfu þessara finnsku þjóð-
kvæða. Ennfremur flutti Nelipolv-
iset texta úr Kalevala og var leikið
undir á hljóðfæri er nefnist Kant-
ele.
Kantele er þjóðarhljóðfæri
Finna, strengjahljóðfæri, sem líkt
hefur verið við islenska langspilið.
Hljóðfæri þetta var nánast gleymt
og grafið — en var hafið til vegs
og virðingar að nýju við útkomu
Kalevala 1835.
í dag var efnt til norrænnar
dagskrár á Seyðisfirði, en þaðan
flyst „Norræn vika“ á Austurlandi
til Neskaupstaðar og til enn fleiri
staða á næstunni. Þá verður kom-
ið upp bóka- og veggspjaldasýn-
ingu i Bókasafni Héraðsbúa i til-
efni „Norrænnar viku“ á Austur-
landi. - óurur
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00.
Sr. Agnes M. Siguröardóttir
messar. Dómkórinn syngur,
organleikari Marteinn H. Friö-
riksson.
ÁRBÆ J ARPREST AK ALL:
Guösþjónusta í Safnaöarheimili
Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd.
Organleikari Jón Mýrdal. Ath.
breyttan messutíma. Sumarferö
sunnudagaskóla Árbæjarsóknar
til Skálholts veróur farin frá Safn-
aöarheimilinu sunnudaginn 5.
maí kl. 13.30. Sr. Guömundur
Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Kirkjudagur safnaö-
arfélags Ásprestakalls. Guös-
þjónusta kl. 14.00. Elín Sigur-
vinsdóttir syngur einsöng, kirkju-
kór Áskirkju syngur undir stjórn
Kristjáns Sigtryggssonar. Lúöra-
sveitin Svanur leikur. Kaffisala
safnaöarfélagsins eftir messu.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BREIÐHOLTSPREST AK ALL:
Guösþjónusta kl. 14.00 í Breiö-
holtsskóla. Sr. Lárus Halldórs-
son.
BÚST ADAKIRK J A: Guösþjón-
usta kl. 2.00. Siguröur Ólafsson
syngur einsöng, organleikari
Guöni Þ. Guðmundsson. Félags-
starf aldraöra miövikudag milli
kl. 2 og 5. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGR ANESPREST AK ALL:
Guösþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 2.00. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl.
10.00. Sr. Lárus Halldórsson.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna-
og fjölskylduguösþjónusta kl.
11.00. Guöspjalliö í myndum.
Barnasálmar og smábarna-
söngvar. Afmælisbörn boðin sér-
staklega velkomin. Sunnudags-
póstur handa börnunum. Fram-
haidssaga. Viö hljóöfæriö Pavel
Smid. Bænastund í kirkjunni alla
virka daga nema mánudaga kl.
Guðspjall dagsins:
Jóh. 16.:
Sending heilags anda.
18.00 og stendur í stundarfjórö-
ung. Sr. Gunnar Björnsson.
FELLA- og Hólakirkja:
Guösþjónusta kl. 14.00. Sr.
Hreinn Hjartarson.þ
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Ath. breyttan messutíma.
Organleikari Árni Arinbjarnar-
son. Sr. Halldór S. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus-
son. Þriöjudag, fyrirbænaguös-
þjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir
sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta
kl. 10.00. Sr. Karl Sigurbjörns-
son.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Ath. breyttan messutíma.
Sr. Tómas Sveinsson. Kaffisala
Kvenfélags Háteigssóknar i
Domus Medica kl. 3.00.
BORGARSPÍTALINN: Guösþjón-
usta kl. 10.00. Sr. Tómas Sveins-
son.
KÁRSNESPREST AK ALL:
Guösþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11.00 árd. Sr. Árni Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA:
Laugardag: Kleinutónleikar kórs
Langholtskirkju hefjast kl. 10.00
árd. og standa til kl. 18.00. Fjöl-
breytt og stórkostleg dagskrá.
Sunnudag: Guösþjónusta kl.
2.00. Prestur sr. Sigurður Haukur
Guðjónsson. Fjáröflunarkaffi
minningarsjóös frú Ingibjargar
Þóröardóttur eftir kl. 3.00. Sókn-
arnefndin.
LAUGARNESKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 14.00 í umsjá
Margrétar Hróbjartsdóttur safn-
aöarsystur. Þriöjudag 7. maí,
bænaguösþjónusta kl. 18.00.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Guösþjónusta kl.
14.00. Sr. Guömundur Óskar
Ólafsson. Miövikudag, fyrir-
bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö-
mundur Óskar Ólafsson. „Opiö
hús" veröur alla þriöjudaga í maí
frá kl. 13—17 (ekki fimmtudaga).
Síöasta skiptiö 28. maí nk. en
hefst síöan aftur fyrst í septem-
ber.
SELJASÓKN: Guösþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 11.00 f.h. Ein-
söngur Ingibjörg Marteinsdóttir.
Ath. breyttan messutíma. Þriöju-
dag 7. maí, fundur í æskulýösfé-
laginu Sela kl. 20.00 i Tindaseli 3.
Stjórnin sér um fundinn. Fimmtu-
dag 9. maí, fyrirbænasamvera
Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESSÓKN:
Barnasamkoma kl. 11.00 í Sal
Tónskólans. Sóknarnefndin.
PRESTAR Reykjavíkurpróf-
astsdæmis: Síöasti hádegisfund-
urinn á vorinu veröur í Hallgríms-
kirkju mánudaginn 6. maí.
HVÍT ASUNNUKIRK J AN Ffla-
delfía: Safnaöarguösþjónusta kl.
14. Ræðumaður Daniel Glad. Al-
menn guösþjónusta kl. 20.
Ræöumaöur Einar J. Gíslason.
KFUM A K Amtmannaatíg: Al-
menn samkoma kl. 20.30. Sr.
Valgeir Astráössonar talar.
KIRKJA Óháöa safnaöarina:
Messa kl. 11. Sr. Baldur Krist-
jánsson.
HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Hjálpræöis-
samkoma kl. 20.30. Laut. Poul
William Marti frá Akureyri syngur
og prédikar.
GARÐA- OG BESSASTAÐA-
SÓKNIR: Guösþjónustati Garöa-
kirkju kl. 14. Fjórir kórar syngja
vió guösþjónustuna. Sóknar-
prestur.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Muniö
skólaþílinn. Guösþjónusta kl. 14.
Sóknarprestur.
FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi:
Barnasamkoma kl. 10.30. Vor-
ferö barnastarfsins veröur seink-
aó til laugardagsins 11. maí. Sr.
Einar Eyjólfsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Messa kl. 14. Aöalsafnaöarfund-
ur aö lokinni messu. Organisti
Örn Falkner. Sr. Guðmundur örn
Ragnarsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa
kl. 11. Ferming Sr. Úlfar Guö-
mundsson.
AKRANESKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 10.30. Rætt
um vorferöalagiö. Kjartan Jóns-
son kristniboöi og fjölskylda
koma í heimsókn. Samkoma kl.
17 í umsjá sr. Kjartans Jónsson-
ar kristniboða og fjölskyldu hans.
Sr. Björn Jónsson.