Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 58

Morgunblaðið - 04.05.1985, Side 58
58 MOqqUNBlAÐIÐ, LAUG^RDAGUR 4. MAt 1985 mmmn «1W1 Un,y.,tol Pt.n SyndicotV___________________ „foeja þd., pu ex mðdirinn -Pullur I EWo m-eira. af tvtliéaleík." z-i g Ást er ... . .. að fóto ekkifreist- ast til að opna bréfið hennar TM Rag. U.S. Pat. Off — ali ríghts reserved c1965 Loe Angeles Times Syndtcate 4*Í> Verst hve gólfíð er kalt. Maóur neyóist til að ganga á tánum! HÖGNI HREKKVÍSI EIKJN ÓK05T0K VIE> PAe>'" „Þreytt“ rás 2 Ragnar Hallbergsson, Hamra- borg 36, Kóp., skrifar: Að kvöldi síðasta vetrardags var þátturinn „Á nýju nótunum" á rás 2, einn af þessum sjaldgæfu þáttum, sem hlustandi er á. Ef til vill er hann ekki frábær, en góður er hann miðað við annað efni á þessari „þreyttu" rás. Það kom nokkuð merkilegt fram. Umsjónarmenn vildu vita hvort hlustendur hefðu áhuga á að hafa þátt með kynningu á nýrri rokktónlist í dagskránni. Þetta þykir mér segja nokkuð mikið um hugsanagang ráðamanna á rás 2. Það er ekki talið sjálfsagt að hafa kynningu á nýrri tónlist, en það þykir sjálfsagt að hafa kynningu á gömlum slögurum daginn út og daginn inn. Kvöld- og helgardagskrá ætti t.d. að vera helguð nýrri tónlist eingöngu. Óskandi væri að meiri metnaður yrði lagður í dagskrá rásar 2 og að menn fyigdust virki- lega með því sem er að gerast. Segja má að ekkert hafi breyst við komu rásar 2, einungis meira af því sama og var áður. Ennþá er engin nútímaleg útvarpsstöð fyrir ungt fólk. Brennt barn forðast eldinn Sparifjáreigandi skrifar: Á áratugnum þegar allt fór úr böndunum, verðbólgan geysaði og verðgildi innlendrar myntar hrundi, varð afleiðingin sú að eignaupptaka sparifjár var látin viðgangast í þjóðfélaginu. Pólk glataði trú á að græddur væri geymdur eyrir, lánastofnanir skorti stórlega fé og afleiðingin varð erlendar lántökuí með þeim ósköpum sem öllum eru nú kunn- ar. Breytt var um stefnu. Vextir voru hækkaðir þannig að fólk var ekki lengur stórlega féflett og þeir sem lögðu inn á banka fengu nokkra umbun fyrir. Innlán stór- jukust. Stefnt var í rétta átt. En Adam var ekki lengi í paradís. Gamlir refir skutust fram úr grenjum sínum, litu ti! lofts og af þefnæmi sínu fundu þeir að ýms- um myndi nú þykja nóg komið af söfnunargleðinni. Þeir líta nú til hinna góðu gömlu daga þegar þeir voru kóngar í ríki skuldaranna. Upp með verðbólguna, niður með vextina er dagsskipunin. Skyn- samt fólk geymir í innlánsstofn- unum fé, sem það þarf ekk; nauð- synlega að nota í augnablikinu. Það vill tryggja sig gegn áföllum svo sem vinnutapi, óvæntum skaða, tekjurýrum elliárum eða örlögum verðgangsmannsins. Hverjum manni ætti að vera ljóst að jafnframt stuðlar þetta að velferð allrar þjóðarinnar. Banki, sem enginn leggur fé til, lánar engum neitt hversu sem á þarf að halda til uppbyggingar atvinnu- vega eða nauðsynja á öðrum svið- um. Svo einfalt er það. Sá sem leggur fé á banka gerir það alls ekki af neinni góðvild til annarra eða fórnarlund þó eðli málsins samkvæmt geti það orðið öðrum til bjargar. Hann gerir það til að tryggja sjálfan sig og þess vegna vill hann fá þá vexti sem hann metur sér til hags. Minnki hagn- aðarnot hans, minnkar einnig sparnaðaráhuginn í réttu hlutfalli uns hann hverfur með öllu, og hann leitar á önnur mið sér tii bjargar. Hann leitar ekki til bank- ans ef betra býðst. Brennt barn forðast eldinn. Leikurinn sem leikinn var aðá verðbólguárunum miklu gagnvart sparifjáreigend- um verður ekki endurtekinn. Sparifjáreigendur, hyggið að hvort það muni vera skóslitsins virði að rölta með spariaurana í bankann ef nýbylgjan í vaxtamál- um nær fram að ganga. Hyggið að hvort ekki finnast betri leiðir. Athugasemd Sl. þriðjudag birtist í NT bréf, sem sagt er að ekki hafi fengist birt í Velvakanda. Rétt er að Velvakanda barst umrætt bréf, en það var ekki birt þar sem það var allt á misskilningi byggt. Bréfið er „athugasemd við rit- dóm um leikrit Trausta Jónsson- ar veðurfræðings“, sem sagt er að verið hafi í Velvakanda. Eng- inn slíkur ritdómur hefur birst hér í dálkunum. Af bréfinu má hinsvegar ráða að átt sé viö samtal við Trausta sem birt var á öðrum stað í blað- inu í sambandi við sýningu á leikriti hans, „Ingiríði Óskars- dóttur". Öll þau tilvitnuðu orð, sem höfundur bréfsins tíundar í grein sinni, eru ummæli Trausta sjálfs (meira að segja innan gæsalappa) og eiga ekkert skylt við „órökstutt níð um verk, sem ungur rithöfundur hefur skrif- að“. Trausti miklast ekki af verki sínu og svaraði blaða- manni í gamansömum tón sem honum er iagið. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.