Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 59

Morgunblaðið - 04.05.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. MAÍ 1985 59 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS \js u iJtrmTX v/7u,1 Glötunarkenning Biblfunnar er ekki eilífar pyntingar Prestur nokkur átti hér bréf þann 15. marz undir fyrirsögninni „Glötunakenningin guðlast". Mér hefði fundizt eðlilegt, að einhver starfsbróðir hans í Þjóðkirkjunni svaraði því bréfi, en þar sem því er ekki að heilsa, er ég fús að standa hér upp til varnar. Það er reginmisskilningur, að sú ævarandi glötun, sem Biblían kennir, sé einfaldlega „eilífar pyntingar". Glötunin er fyrst og fremst fólgin í því, að þeim, sem deyr í synd og vantrú, tekst aldrei um eilífð að öðlast sjálft takmark og fyllingu lífsins — að fá að búa frammi fyrir dýrðarásjónu Guðs, þar sem ríkir óendanleg hamingja. „Þær „pyntingar", sem prestur- inn kvað kirkjuna eigna Guði, eru ekkert annað en það, að kærleiks- lausir menn sitja uppi með afleið- ingarnar af lífsstefnu sinni: óseðj- andi girndir, dýrkun á veraldleg- um gæðum og takmarkalausa eig- ingirni, sem þeir losna ekki við með dauðanum, heldur verða ofurseldir til frambúðar, vegna þess að þeir halda áfram að kjósa þessa tegund af „hamingju" fram yfir Guð sjálfan. Það að fá ekki fullnægt slíkum girndum eftir dauðann, þótt eftir þeim sé leitað, er því andleg og líkamleg kvöl syndarans sjálfs — hans eigin „hel- vítiseldur", — ef svo má að orði komast — en ekki pynting frá hendi Guðs. Ef þú velur vonzkubraut, verða mun þér allt að þraut. Eins og sáir, upp þú sker: undan kemst ei sjálfum þér! Heljar-sár er samvizkan, sök er bítur ranglátan. Hroki og girnd er hjáguð sá, hvíld sem aldrei veita má. En sú „glötunarkenning", sem presturinn beinir spjótum sínum að, er næsta einföld bókstafstúlk- un á líkingamáli Biblíunnar. Bar- átta hans er því sem betur fer vindmyllustríð. Vissulega kennir Ritningin ei- lífa glötun. En það er ekki hin lit- rika barnatrú prestsins, sem þar kemur fram, heldur eitthvað í ætt við þá kenningu, sem hér hefur verið lýst. Hver kristinn maður getur beygt sig fyrir þvílíkum Biblíuboðskap án þess aö hneyksl- ast — ef hann á annað borð vill lúta Guði. Það ætti ekki heldur að vera nein ofraun frir presta Þjóð- kirkjunnar. Þeir hafa beinlínis þá skyldu að „prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum, og í anda vorrar evangelísku lúthersku kirkju" (eins og segir í eiðstaf presta). En af fimm höfuðjátningum lúth- erskrar kirkju eru ekki færri en þrjár, sem ræða opinskátt um ei- lífa glötun þeirra manna, sem allt til síðustu stundar hafna Guði (Aþanasíusar- og Ágsborgarjátn- ingarnar og Fræði Lúthers hin minni). Er það nú til of mikils ætl- azt, að launaðir þjónar kirkjunnar reyni að sjá sannleikann í þeirri kenningu og boði hana trúfastlega — í stað þess að eltast við mis- skilning á henni og væna svo kirkjuna um „hryllilegt guðlast" fyrir þá eina sðk, að erfikenning hennar fylgir orðum Krists í þessu efni? Við björgum engum frá eilífri glötun með því að óska þess, að hún sé ekki til, heldur miklu frem- ur þvert á móti, með því að vara menn við því, að eilíf syndagjöld munu vissulega bíða þeirra, sem enda líf sitt í fjandskap við Guð. Ótti Guðs er heilagt hnoss, hlotnist þetta mörgum oss! Aldrei hafna honum skalt, hann þá gætir þin ávallt. Eilíf mettar Alvalds dýrð ægibjört, í hugum skýrð, vini Guðs, sem hreif hans hönd í himin upp, í gleðilönd. Frater catholicus Fjöldauppsagnir á NT 1. maí 1985 E.E. skrifar: Framsóknar gerast fræði rotin fýkur í Tímans skjól. Nátttröllin hörfa í skúmaskotin af skini frá hækkandi sól. Skonrokk Ein döpur hringdi: í Mbl. var sagt að hljómsveit- irnar King og Wham ættu að koma fram f Skonrokki föstu- daginn 12. aprfl sl. Ég beið spennt eftir lögum þeirra allan daginn. Ég var alveg tilbúin að taka þáttinn upp á myndbandið. Þulan kemur á skjáinn og nefnir að hljómsveitimar eigi að koma fram í þættinum. En, hvað svo. Maður horfði bara og horfði en aldrei komu umræddar hljóm- sveitir á skjáinn. Hvernig stend- ur á því? Þulan nefndi það og Morgunblaðið nefndi það. Ég beið þangað til næsti skonrokks- þáttur kom en allt kom fyrir ekki. Getið þið umsjónarmenn Skonrokks gefið mér skýringu þar sem mig langar svo mikið til að sjá hljómsveitina Wham og lagið sem hún átti að flytja í sjónvarpinu: „Everything she wants". Gullarmband Marta Björnsdóttir hringdi: Um 20. april fann dóttir mfn gullarmband á bílastæði versl- unar minnar, Gróðrarstöðvar- innar Markar. Énginn hefur spurst fyrir um armbandið. Ég vona að eigandinn komi og nái i það. Gott útvarp Fullorðin kona hringdi: Mér finnst útvarpið, rás 1, ljómandi gott útvarp, sérstak- lega fyrir hádegið. Ég vil þakka Helga Þorlákssyni fyrir skemmtilegan lestur miðdegis- sögunnar — hann les mjög skemmtilega. Einnig er ég alltaf jafn hrifin af Jóni Múla og Pétri, sem þulum. Ég hef hlustað á þá í marga áratugi og finnst mér þeir alltaf jafn sígildir og skemmtilegir. Sætaferðir 7799—1816 hringdi: Ég vil spyrja forráðamenn Flugleiða hvort hugsanlegt væri að þeir gætu boðið upp á sæta- ferðir á tónleika „Frankie goes to Hollywood" sem haldnir verða f Svíþjóð í júní. „Free-style“ Helga og Eva hringdu: Við viljum að sjónvarpið sýni „free-style“-keppni yngri krakk- anna, 10 til 12 ára, sem fram fór í Tónabæ í byrjun aprfl. Sjón- varpið sýndi keppni eldri krakk- anna um síðustu helgi svo að það getur alveg eins sýnt keppni yngri krakkanna líka. ^"CITROÉN^^"" Notaður Citroén næstbesti kosturinn GSA Pallas '84, ekinn 18.000. V. 360 þús. GSA Pallas ’84, ekinn 8.000. Verö 375 þús. GSA Pallas ’82, ekinn 45.000. Verö 280 þús. GSA Pallas ’82, ekinn 57.000. Verö 250 þús. Góö kjör. Aðrar tegundir: Suzuki jeppi ’83, ekinn 40.000. Verö 325 þús. Lada 1300 Saffír '82, ekinn 44.000. Verö 150 þus. Opið laugardaga kl. 2—5. Globus? l At.Mi .1 1 . MM. "i , . , Ferðakynning Vestfjarða Ferðamálasamtök Vestfjarða efna til Vest- fjarðakynn- ingar að Hótel Loftleiðum í kvöld kl. 19.30. Heiðursgestur Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra og þing- maöur Vestfjarða. Dagskrá: Ávarp Matthías Bjarnason samgönguráðherra og þing- maöur Vestfjaröa. Hafsteinn Davíösson frá Patreksfiröi leikur á sög viö undirleik Tone Solbakk kennara viö Tónlistarskólann Bíldudal. Vestfjaröakynning Reynir Adolfsson framkvæmdastjóri. Karlakór Þingeyrar. Jóhannes Kristjánsson frá Brekku á Ingjalds- sandi skemmtir. Ljómyndasýning Jóns Hermannssonar fer fram í Hótelinu föstudag, laugardag og sunnudag. fjöldi fallegra mynda frá Vestfjöröum. Matseðill Ljúffengir sjávarréttir af hlaðborði. Ólafur Kristjánsson Boiungarvík og Bjarni Svein- björnsson leika dinnermúsík. Hljómsveitin Töfraflautan leikur fyrir dansi til kl. 3. Kynnir Úlfar Ágústsson. Boröapantanir hjá yfirþjóni á Hótel Loftleiöum í síma 22322. Ferðamálasamtök Vestfjarða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.