Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 7

Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIOt 8UNNUDAGUR 26. MAl 1985 B Heiðar Jónsson snyrtir. Einlöld — Ódýr Ennazna Pakkavog 20 kg. 50 kg. Rafmagn + raíhlööur Öli\íUíi ©ISl^SOBi A CO. SflSL SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Fegurð er hugarástand — segir Heiðar Jónsson snyrtir „Fegurð er hugarástand númer eitt tvö og þrjú. Ef kona trúir því að hún sé falleg, þá er hún það.“ Sá sem er höfundur þessara orða er líklega einhver mesti sér- fræðingur sem við eigum í fegurð- armálum, Heiðar Jónsson snyrtir. Auk þess að hafa starfa af því að gera konur fagrar var Heiðar um árabil einn aðal-„reddarinn“ í kringum íslenskar fegurðarsam- keppnir og á úrklippusafn um ís- lenskar og erlendar fegurðar- drottningar, sem tekur yfir heilan vegg í stofunni hjá honum. Allar myndirnar í greininni um fegurð- ardrottningar tslands í 34 ár eru fengnar að láni úr þessu safni Heiðars. En það er fróðlegt per- sónulegt álit Heiðars á því hvernig fegurðardrottning eigi að líta út: „Hún þarf að hafa „presence", eins og sagt er á ensku, en við eigum því miður ekkert gott orð yfir; „sviðsþokki" kemst kannski næst því. Ég á við að hún verði að hrífa mann með glæsileika sínum, hafa útgeislun. Þess vegna segi ég að fegurð sé hugarástand, því sviðssjarminn kemur útlitinu i sjálfu sér lítið við. En auðvitað er mikilvægt að konan sé hlutfallslega vel sköpuð líka, skárra væri það nú. Ég á mér vissan uppáhaldskvarða, nokkurs konar „ideal“, sem er þannig að konan á að vera 175 sentímetrar á hæð, 55—56 kílógrömm að þyngd og hafa málin 90—58—90: sem sagt, engin sleggja, en há, ekki grindhoruð, en grönn, og hún á að samsvara sér. tilbúnar til að leggja á sig þá miklu vinnu sem þetta krefst." „Annað til,“ segir Friðþjofur, „ungt fólk i dag er mun opnara og heilbrigðara á ýmsan hátt, en áð- ur var. Það hugsar um útlit sitt og heilsu, stundar líkamsrækt og sól- böð, snyrtir sig og klæðir smekk- lega, og það þykir ekki lengur fínt að vera blindfullur og druslulegur að þvælast um á öldurhúsum. Það eru breytt viðhorf, hreysti og feg- urð eru i tísku.“ — En sjálft valið á úrslita- stundu? Hvernig standið þið að því? Farið þið eftir einhverju sér- stöku kerfi eða er tilfinningin að mestu látin ráða? „Eitt atiði er ofarlega á blaði, sem kannski snertir ekki*fegurð- ina beint, en skiptir miklu máli þegar fegurðardrottning íslands er valin," segir Ólafur: „Hún verð- ur að hafa bein í nefinu og geta komið fyrir sig orði! Við skulum hafa það í huga að við erum að velja stúlku til þátttöku I alþjóð- legum keppnum, svo sem Miss Universe, sem 650 milljón manns horfa á í beinni útsendingu. Ef ís- lensk stúlka nær langt í þeirri keppni verður hún að vera hörð til að þola það álag sem því fylgir." Friðþjófur tók í sama streng, en sagðist annars byggja sinn dóm á fimm atriðum, sem öll væru jafn mikilvæg: vaxtarlagi, andlitsfalli, göngulagi, almennri framkomu og persónuleika stúlkunnar. En hvað er fallegt vaxtarlag eða göngulag, til dæmis? Þeir félagar þögðu um stund, en svo kom svarið: „Maður er nokkuð snöggur að sjá það út.“ Eina svarið sem vit er í, enda hafa dómendur í fegurðarsam- keppni ekki áhyggjur af því að geta ekki skilgreint fegurðina sem slika, þeir vita sem er að ekki er hægt að krefjast þess af þeim — það væri eins og að ætla trúuðum manni að hætta að biðja þar til hann hafi sannað tilveru guðs með óyggjandi rökum. '^bylling í eldhúsinu Nýjir möguleikar meö ARCOFIAM pottunum. ARCOFLAM pottana má nota jafh á ARCOFLAM pottana má setja ■ »sa má handfang ARCOFLAM pottana með nu handtaki og eru þeir þa sem falleg >stulínsskál og henta mjoq vel tll þess ad amreida matinn beint á TEKK* KRISTILL UiugavegtlS simi 14320 ARCOFLAM pottamir bjóda npp á ótal möguleika og gera matreiðsluna auðveldari. komdu við eða fáðu sendart upplýsinga bækling.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.