Morgunblaðið - 26.05.1985, Page 13

Morgunblaðið - 26.05.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985 S—^3 setjast á móbergsklappirnar og gera þær erfiðar yfirferðar. Móberg er aðalbergtegundin og eru fjölbreytilegar kynjamyndir í klettum víða í fjallinu. Uppgangan er auðveldust norðaustan. Útsýni er ágætt, sérstaklega yfir ná- grennið og má sjá hvernig hraun hafa runnið þarna um slóðir og sprungið eftir þvi sem árin og ald- irnar hafa liðið. Til að komast að Helgafelli verður að aka úr Hafnarfirði og er þaðan lagt upp rétt hjá kirkju- garðinum. Ekið er sem leið liggur í Kaldársel og bílnum lagt við réttina þar fyrir innan. Gangan á Helgafell þarf ekki að taka lengri tíma en 60 minútur Því er ekki úr vegi að ganga einnig á Valahnjúka og Húsfell, svo hægt sé nú að hreykja sér aaf því að hafa farið á helstu „þúfur" í kring- um Helgafell. Búrfell og Búrfellsgjá eru með áhugaverðari náttúruundrum á höfuðborgarsvæðinu og fyllilega þess virði að skoða. Best er að aka upp í gegnum Garðabæ, suður með Vífilsstaðavatni uns komið er að hliðinu inn í Heiðmörk. Að vetr- arlagi er hliðið lokað og öll umferð bíla bönnuð í Heiðmörk. Frá hlið- inu er þó ekki nema um 6 km gangur að Búrfelli, en aðeins 3 km að Selgjá. Gangan að Búrfelli þarf þó ekki að taka nema um 3 klst. með rólegri göngu. Að sumarlagi tekur ekki nema tæplega 2 klst. að fara frá horninu við Vifilsstaðahlíð og Hjalla að Búrfelli. Þá er ekki úr vegi að fara alla leið að Helgafelli og ganga á hinar „þúfurnar" sem eru í ná- grenninu. Neðsti hluti Búrfellsgjár nefnist Selgjá og liggur hún með Heið- merkurveginum við Vífilsstaða- hlíð. Búrfellsgjá hlykkjast allt að 3'h km frá gígnum í Búrfelli og er þá Selgjá meðtalin. Barmarnir eru misháir, allt að 10 m sums staðar. í Búrfellsgjá er gömul fjárrétt, Gjárétt. Hún er nú friðlýst af Þjóðminjaverði. f misgengi sem liggur þvert yfir Búrfellsgjá við Gjárétt er vatn og voru forðum hlaðnar tröppur niður að vatninu. Líklega er það komin skýringin á þessu sérkenni- lega réttarstæði, en lítið er um læki eða lindir í þessu hraun- landslagi. Búrfell er stór gígur. Talið er að hann hafi aðeins gosið einu sinni og var það fyrir um 7.200 árum að því er talið er. Áhugaverðar fjörugöngur Fjörur á höfuðborgarsvæðinu eru með áhugaverðari útivistar- svæðum og hvergi er að finna eins mikið líf og fjölþreytni sem getur haldið huga manns föngnum í langan tíma svo ekki sé talað um yngsta fólkið. Hér verður nokkuð fjallað um fjörusvæði sem í fljótu bragði mætti þykja áhugaverðust. Að sjálfsögðu má nefna og fjalla frek- ar um fleiri staði á strandlengju höfuðborgarsvæðisins, en í stuttri blaðagrein verður þetta látið nægja. Fjörur á Álftanesi og Bessastaða- nesi eru allar á friðunarskrá Nátt- úruverndarráðs. Til nánari skil- greiningar er rétt að benda á að Bessastaðanes er framhald Álfta- ness til norðurs. Aðeins um hálfur kílómetri skil- ur að Lambhúsatjörn að norðan og Skógatjörn að sunnan. Báðar þessar tjarnir eru opnar og mættu frekar heita víkur. I þeim er stórt grunnsævi með fjölbreyttu lífríki. Seilan heitir vík inn I norðan- vert Álftanes, milli þess og Bessa- staðaness. Þar lögðu Tyrkir tveim- ur skipum sínum árið 1627 er þeir herjuðu á landsmenn. Inn af Seil- unni var hlaðið virki á Bessa- staðanesi sem nefnt var Skansinn. Allar fjörurnar á Álftanesi og Bessastaðanesi eru áhugaverðar, en ekki verða þær allar gengnar á einum degi. Hér skal þó bent á eina gönguleið. Bílnum er lagt við Kasthúsatjörn og síðan er gengið norður með strandlengjunni og inn í Seilu. Útsýnið til Reykjavík- ur er þaðan aldeilis furðulegt mið- að við það sem flestir eru vanir og kann að vefjast fyrir sumum að staðsetja kennileiti i borginni svo rétt sé. Suðurnes og Grótta teljast vera vestasti hluti Seltjarnarness. Þess má geta að nesið fyrir vestan línu sem dregin er úr Fossvogsbotni í Elliðaárósa nefnist Seltjarnarnes, rét eins og kaupstaðurinn fyrir utan Eiði. Seltjarnarnes dregur nafn sitt af Seltjörn, sem var fyrrum sunn- an við Gróttu, en þar er vík núna. Hafið hefur brotið sér leið inn í hana fyrir löngu og eru nú lítil merki um tjörn. Áhugasamt útivistarfólk leggur oft leið sína vestur á Seltjarnar- nes, annaðhvort I einkabíl eða strætisvagni. Bilnum er lagt á mótum Bakkagranda og Kota- granda, en á Bakkgranda er veg- urinn út á Suðurnes, þar sem er golfvöllur Nesklúbbsins. í Seltjarnarfjöru má á útfalli sjá merki um lægri sjávarstöðu en nú er, því þarna í flæðarmálinu eru miklir móbunkar sem taldir eru vera allt að 9.000 ára gamlir. Vísindamenn hafa sýnt fram á að land hafi lækkað og sjór því geng- ið á land. Þar sem Seltjöm var áður mun enn fyrr hafa verið mýri. Talið er að land hafi sigið á þessum slóðum um 15 sm á öld að meðaltali. Út í Gróttu er hægt að ganga á fjöru. Þess ber þó að gæta að Grótta er friðland og um varptím- ann er öll umferð þar bönnuð. Geldinganes Mjótt malareiði tengir Geld- inganes við land, en skilur að Eiðsvík og Blikastaðakró. Auðvelt er því að komast út í Geldinganes, sem svipar mjög til eyja í Kolla- firði. Þarna í nágrenni þéttbýlis- ins, í beinu sjónfæri til höfuðborg- arinnar, er friður og kyrrð óbyggðar. Slíkt mun þó ekki vara um eilífð, því þarna hefur verið skipulögð framtíðarbyggð íbúð- arhúsa og iðnaðar. Bilnum er lagt skammt fyrir ofan Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi, þar á brekkubrún. Síðar er gengið yfir móana niður á Eið- ið. Á Eiðinu er margt forvitnilegt ekki síst það sjálft. Hægra megin er Blikastaðakróin og Leiruvogur. Þar er nokkurt grunnsævi, fuglalíf mikið og fjölskrúðugt sjávarlíf. Þetta svæði verður allt að öllum líkindum varðveitt með friðun. Straumurinn liggur inn með Eiðsvík og skolar mörgu undur- fuðulegu á land. Menn hafa að auki rennt gömlum ryðkláfum upp í fjöru, en ætlunin er að hirða þá síðar í brotajárn. óneitanlega eru umhverfisspjöll af þessum óhrjá- legu skipum þarna í fjörunni. Þá er að ganga út á Geldinga- nes. Ljóst er að hvergi verður ann- ars staðar farið af nesinu nema um Eiðið og er því skemmtilegast að ganga hring um það svo hægt sé að sjá sem mest. Mælt er með því að ganga vestur eftir miðju Geldinganesi og til baka með ströndinni öðru hvoru megin. Reikna má með tveggja tíma göngu út og til baka. Aðrar gönguleiðir Hér hefur verið fjallað um talsvert marga áhugaverða staði og svæði, friðlönd, verndarsvæði, náttúruvætti, gönguleiðir á fjöll, gönguleiðir í fjörum höfuðborg- arsvæðisins, og er því ekki úr vegi að bæta við nokkrum öðrum gönguleiðum, sem enn hefur ekki verið minnst á. Hitaveitustokkarnir hafa frá upphafi verið með vinsælustu gönguleiðum í Reykjavík, allt frá hitaveitugeymunum f Öskjuhlíð og að Elliðaám. Nú teygja þeir sig upp í Ártúnsholt og með Vestur- landsveginum upp í Mosfellssveit. Gildi þeirra sem göngubraut hefur ekkert minnkað, frekar aukist. Á góðum degi er ekki úr vegi að láta aka sér upp í Mosfellssveit og ganga til baka í bæinn eftir hita- veitustokkunum. Píni þreyta. má alltaf taka strætisvagn úr Árbæ niður í bæ eða hvert sem vill. Tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest, segir máltækið. Átt er við að sá verði hvíldinni feginn sem sest, en einnig er sá feginn að standa upp af hinum harða steini. Nú má bæta við: Þrisvar verður sá feginn sem á stokkinn sest. Víða er hitaveitustokkurinn heitur. Milli Breiðholts og Gardabæjar liggja margar akbrautir, en að sjálfsögðu má ganga á milli yfir móa og mela. Úr Breiðholti er t.d. farið úr Seljahverfi og suðvestur yfir Mjóumýri og að Vífilsstöðum. Þaðan má taka strætisvagn til Reykjavíkur. Ekki er lakara að fara úr Garða- bæ yfir í Hafnarfjörð. Gaman er að ganga á Vífils- staðahlíð. Þaðan má halda yfir að Hádegisholti, nokkurn veginn eft- ir veginum, eða að Urriðakots- vatni og þá niður í Fjörðinn. Elliðaárdalur er ein af perlum Reykjavíkur. Um eiginlegar gönguleiðir er vart að ræða, en þarna er mikill og gróskulegur gróður, þéttur skógur og kjarr. í Árbæjarsafni má fá bækling um Elliðaárdal, en í honum er kort af dalnum ásamt helstu örnefnum. Elliðaárnar eiga sér langa sögu og fróðlega sem að miklu leyti tengist laxveiðum og baráttu um yfirráðin yfir þeim. í bók Guð- mundar Daníelssonar um Elliða- árnar er mikinn fróðleik að finna, og að auki nákvæmt kort yfir ör- nefni. Öskjuhlíðin er önnur og ekki síðri perla Reykjavíkur. Hún hef- ur verið grædd upp að miklu leyti og prýðir hana þéttur skógur í suðvesturhlíðum. Stórgrýti er mikið og eykur það enn að mikil- fengleik Öskjuhlíðar. Lagðir hafa veriö göngustígar víða um hlíðina, sem henta til léttra gönguferða eða skokks. Þá er heiti lækurinn í Nauthólsvík- inni eftirsóttur, ekki síst eftir göngu í Öskjuhlíð. Bakkarnir inn af Nauthólsvík- inni eru á náttúruminjaskrá Nátt- úruverndarráðs. í þeim er að finna mörg þúsund ára setlög með skelj- um. Geitháls — Reynisvatn Þessi gönguleið er nokkuð þekkt. Landið þarna um slóðir er frekar auðvelt yfirferðar. Leiðin er um fimm kílómetra löng og við hana bætast tveir kílómetrar niður á Vestur- landsveg eða í Árbæ. Rauðhólar eru friðaðir sem úti- vistarsvæði. Malarnám hefur ver- ið þarna til skamms tíma og eyði- lagt mikið af hólunum, en fyrir það hefur tekið og henta þeir vel til útivistar. Hér hefur nú verið stiklað á stóru um áhugaverðar gönguleið- ir, sem er að finna á höfuðborg- arsvæðinu hið næsta þéttbýlinu. Að sjálfsögðu er þetta ekki tæm- andi upptalning og eflaust mætti bæta miklu við það sem hér hefur verið sagt. Markmiðið er þó fyrst og fremst það að hvetja fólk til útiveru, skoða túngarðinn, leita ekki langt yfir skammt. Úrval gönguleiða eykst að sjálfsögðu eftir því sem lengra dregur frá byggð. Hér hefur ekki verið greint frá hinum stórkost- legu stöðum í fjöllum og á heiðum í nágrenninu. Biður það betri tíma. Útbúnaður til gönguferða þarf ekki að vera af neinni sérstakri gerð. Hins vegar er það ljóst að útbúnaðurinn, s.s. skór, hlífðarföt eða lítill bakpoki, getur ráðið úr- slitum um hvort ferðin verði ánægjuleg eða eintóm vonbrigði. Hér verður látið nægja að benda á bókina Fjallaferðir, sem út kom síðasta haust, og tekur á flestum þeim spursmálum sem upp kunna að koma, þegar ætlunin er að leggja land undir fót í lengri eða skemmri tíma, sumar eða vetur. Hellir skammt frá hliðinu inn í Heiðmörk við Vífilsstaðahlíð. í fjörunni fyrir miðri mynd eru móbunkarnir, sem vitna um lægri sjávarstöðu fyrir 3.000 ár- um. Helgafell. Mynd- in er tekin af veginum að Kleifarvatni. Grandinn út í Gróttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.