Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 14

Morgunblaðið - 26.05.1985, Side 14
14 B -MQRQyNeLAÐiÐ,,SUWUDAftUR 26. MAÍ Í985 Frá fornu fari hafa villiepli vaxið í norðvesturhluta Himalayafjalla. Talið er að eplin hafi breiðst þaðan út vestur og norður til Grikklands, þar sem þau voru ræktuð frá því um 600 f.Kr. A tímum Theophrastus- ar, sem var grískur heimspekingur á 4. öld f.Kr., var þegar orðinn til fjöldi tegunda. Talið er að ef til vill hafi epli borist til Evrópu með dýrum, sennilega fyrir þann tíma. Minjar um epli hafa fundist í rústum frá steinöld á Norður-Ítalíu og í Sviss. Epli urðu þýðingarmestu ræktunarávextir Evrópu og því engin furða þótt Evrópubúar tækju með sér epli til Nýja heimsins. Spánverjar fluttu epli til Suður-Ameríku, Mexíkó og til suðvesturhluta Bandaríkjanna. Englendingar gróðursettu epli á Nýja-Englandi og í Vir- giníu og Hollendingar í New York, en Frakkar í Kanada. Frá austurströnd- inni fluttust eplin vestur á auðnirnar þar sem kaupmenn, indíánar, trúboðar og landnámsmenn ræktuðu þau. Trúboði að nafni John Chapman, þekktur undir nafninu „Johnny eplafræ", bar með sér eplafræ til nýlendanna í Ohio og Indiana í byrjun 17. aldar. Frá þeim trjám urðu til þúsundir afbrigða, allt að 7.000 að talið er. Nú læra börn hér frá blautu barnsbeini að borða epli beint úr hendinni. Það er af sem áður var að epli fengust bara um jólin, enda þjáir C-vítamínskortur ekki íslending lengur. Almenn ávaxtaneysla er orðin fastur liður í mataræði okkar, en sumar ávaxtategundir innihalda meira C-vítamín en epli. Á markaði eru rauð, græn og gul epli og við ætt- um að geta valið. Einn stærsti ávaxta- innflytjandi auglýsir vikulega í dag- blöðum þær tegundir sem eru á boð- stólum hjá honum og hvaðan þær koma. En algengt er að verslanir, ein- kum hinar stærri, setji eplin í plast- poka eða rekka sem gefa engar upp- lýsingar um eplin. Þó eru einstaka kaupmenn með eplin í kössunum, sem þau koma í og er þá hægt að lesa á kassana. Til er fjöldi eplategunda sem eru ræktaðar sem matarepli og jafn- vel sem skrautepli. Matarepli eru bragðsterk en hér selja kaupmenn gömul og hrukkótt epli sem matarepli — epli sem eru orðin dísæt, mjölmikil og nánast bragðlaus. Gott ráð er að setja sítrónusafa saman við þau epli sem ætluð eru til suðu. Hægt er að búa til svo margt úr eplum, að það gæti verið efni í heila bók, en ég læt nægja að birta 5 uppskriftir. Eplapönnukökuterta með sýrópi 3 eggjarauður 2 msk sykur 3 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 1 ‘A dl mjólk 2 msk matarolía 3 þeyttar eggjahvítur 3 epli safi úr 'k sítrónu 'k dl sýróp 1. Þeytið eggjarauðurnar með sykri, bætið hveiti, lyftidufti og mjólk út í. Setjið síðan olíuna út í. 2. Þeytið eggjahvíturnar og setjið saman við deigið. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið síðan í þunna báta. 4. Kreistið safann úr sítrónunni og hellið yfir eplabátana. Reynið að jafna vel á þá. 5. Hitið ponnukökupönnu, hafið hægan hita. Búið til 5 pönnukökur úr deiginu. 6. Setjið fimmta hluta deigsins á pönnuna. Látið pönnukök- una þorna örlítið að ofan. Setjið þá fimmta hluta eplabát- anna ofan á. Snúið pönnukökunni við og bakið á hinni hliðinni. Farið eins að með hinar fjórar. 7. Raðið pönnkukökunum saman, smyrjið hverja þeirra með sýrópi. Setjið á fat. Skerið í sundur eins og tertu. Eplakaka með tvíbökum og kókosmjöli 1 kg epli, helst súr 2 msk hunang safi úr 'k sftrónu 200 g tvíbökur 'k dl ljós púðursykur 150 g smjör 50 g kókosmjöl 1. Afhýðið eplin og stingið úr þeim kjarnann, skerið síðan í þunna báta. Setjið bátana í eldfasta skál. 2. Hitið hunangið í potti þar til það er þunnfljótandi, setjið sítrónusafann saman við. Hellið yfir eplin og hreyfið við þeim svo þetta þeki eplin. 3. Setjið tvfbökurnar í plastpoka og merjið með kökukefli. SetjiiV síðan púðursykurinn saman við tvfbökumylsnuna. Hellið þessu ofan á eplin. 4. Bræðið smjörið og ausið yfir tvfbökurnar með skeið. 5. Stráið kókosmjöli yfir. 6. Hitið bakaraofn f 190°C og bakið kökuna í miðjum ofnin- um í 30—40 mfnútur. Meðlæti: Þeyttur rjómi. Eplakaka með rúsínum og möndlum Botninn 250 g hveiti 175 g smjör eða smjörlíki Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 100 g sykur 1 egg 1—2 msk rjómi eða mjólk. 1. Blandið saman hveiti og sykri, myljið smjörið saman við þar til þetta er orðið kornótt deig. Setjið þá egg og rjóma/mjólk saman við og hnoðið vel saman. 2. Setjið deigið á botninn á og upp með börmunum á bökumóti eða springmóti (30 sm í þvermál). Setjið í kæli- skáp f 1 klst. 3. Hitið bakaraofninn f 200°C og bakið þetta i 10 mínút- Fyllingin: 1 kg epli, helst súr 75 g sykur 1 dl rúsínur 'k dl hnetur eða möndlur 2 msk sherry 4. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið síðan í þunna báta. Setjið í pott. 5. Malið hneturnar fínt, setjið þær ásamt rúsínum og sykri saman við eplin, hitið þetta í pottinum, hrærið vel í en gætið þess að þetta brenni ekki. Þegar þetta hefur jafnast vel saman, er sherry hellt út í. 6. Hellið eplunum á deigbotninn. Deig yfir bökuna: 75 g lint smjör 75 g sykur 25 g saxaðar möndlur eða hnetur 7. Blandið þessu vel saman og myljið yfir eplin. 8. Minnkið hitann á bakaraofninum í 180°C og bakið þetta í 20 mínútur. 9. Berið kökuna fram heita eða kalda með ís. Djúpsteiktir eplahringir 5 epli, helst súr safi úr 1 sítrónu 2 eggjarauður 2 tsk sykur 2 dl hveiti 1 tsk lyftiduft 1 'k dl eplajógi 2 þeyttar eggjahvítur 'k pk palmin + 3 dl matarolía til að steikja úr 1 msk flórsykur 1. Afhýðið eplin, skerið úr þeim kjarnann, skerið síðan i 1 sm þykkar sneiðar (hringi). 2. Penslið eplasneiðarnar með sítrónusafanum. 3. Hrærið eggjarauðurnar með sykri, setjið síöan hveiti, lyftiduft og eplajóga út f. 4. Þeytið eggjahviturnar og blandið saman viö deigið með sleikju. 4. Hitið palmín ásamt mataroliu. 5. Setjið deig í teskeið og steikið i feitinni til að athuga hvort hún er mátulega heit. 6. Veltið eplasneiðunum upp úr deiginu, setjið 3—4 sneið- ar í pottinn i einu og steikið báðum megin, þar til sneiðarn- ar eru gullbrúnar. 7. Leggiö hringina á eldhúspappfr sem sogar feitina í sig. Setjið síöan eplahringina á fat. 8. Sigtið flórsykur yfir í gegnum vírsigti. Fljótleg eplakaka 2 egg + 2 eggjarauður 175 g sykur 100 g hveiti 1 tsk lyftiduft 2 epli 2 þeyttar eggjahvítur ofan á kökuna l'k dl sykur saman við eggjahvíturnar. 1. Þeytið saman 2 egg, 2 eggjarauður og sykur þar til það er ljóst og létt. 2. Hrærið hveiti og lyftidufti saman við með sleikju. 3. Hitið bakaraofninn í 190°C og bakið þetta í 10 mínút- ur. 4. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann. Rífið sfðan gróft. 5. Þeytið hvíturnar ásamt hluta af sykrinum. Þeytið áfram og setjið sykurinn smám saman út f. 6. Takið kökubotninn úr ofninum, setjið eplin ofan á, smyrjið sfðan eggjahvitunni jafnt yfir. 7. Minnkið hitann á bakaraofninum f 180°C og bakið kökuna áfram í 20 mínútur. Meðlæti: Is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.