Morgunblaðið - 26.05.1985, Síða 25
B 25
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAÍ 1985
um var til gleði, jafnt þeim sem
gáfu og hinum sem þáðu.
Hjúkrunarmál og hjálpsemi við
þá, sem voru hjálpar þurfi, voru
henni ætíð hugleikin. Þarna var
langt að leita læknis, að Brekku í
Fljótsdal. Þá var sá eini kostur að
menn hlypu undir bagga og tækju
að sér að hjúkra þeim sjúku, af
þessu fór hún ekki varhluta. Einn-
ig var hún tilbúin að ganga í heim-
ilisstörfin á viðkomandi stað væri
þess þörf, hvort sem það var að
þvottabalanum, matartilbúningi
eða hverju sem var. Sigurlaug
eignaðist fyrstu prjónavélina á
Borgarfirði og nutu þar margir
góðs af. Þá var áhugi hennar ekki
minnstur á bindindismálum.
Stúka var stofnuð, sem hún starf-
aði einnig í. Til gamans skal þess
getið, að þegar ég var viðflæktur á
Borgarfirði og var einhvern veg-
inn plataður til að ganga í stúk-
una. Ég var þó ekki óreglumaður,
en þótti gott vín. Sem sagt, ég
gekk í stúkuna og var það haft að
gamanmálum að mín góða frænka
hefði horft stíft á mig, er ég lagði
höndina á hjartað. Talið var að
höndin hefði ekki verið á réttum
stað.
í sóknarnefnd var Sigurlaug
einnig kosin og með sanni má
segja, að hún hafi komið víða við.
Hjúkrunarmála hefur áður ver-
ið getið. Berklasjúkling tók hún
eitt sinn inn á heimilið og hjúkr-
aði um tíma. Én það var líkt og
hulin hönd varnaði því að nokkuð
hlytist af því. Sumir héldu að Sig-
urlaug gerði þetta upp á sitt ein-
dæmi, en fyrir því hef ég góðar
heimildir, að Jón setti aldrei fót
fyrir það sem Sigurlaug vildi gera,
heldur voru það samráð, en slíku
var Jón ekki að flíka. A heimili
þeirra hjóna var oft gestkvæmt,
voru það bæði nágrannar og
lengra að komnir. Þetta hélst
meðan þau bjuggu og ekki minnk-
aði reisnin eftir að Þórður sonur
þeirra og kona hans, Sigrún, tóku
við stjórninni. Þar höfðu eldri
hjónin athvarf. Jón andaðist árið
1958.
Sigurlaug hefur erft hreystina
úr Desjarmýrarættinni, og hefur
aldrei bognað né brotnað á langri
ævi. Síðasta áratuginn hefur hún
dvalið blind, á sjúkradeild í Há-
túni 10B, í Reykjavík. Þar hefur
henni verið veitt einstök umönnun
og atlæti.
Sumt af því er ég hef sagt hér
hef ég eftir konu minni, Svövu
Jónsdóttur. Móðir hennar og Sig-
urlaug voru jafnöldrur og miklar
vinkonur. Þær hittust oft og hlust-
aði Svava á tal þeirra, þar sem
margt bar á góma. Svava bætir
síðan við: „Sigurlaug var myndar-
leg kona á velli og bauð af sér
góðan þokka, ákveðin í tali og fasi
og vingjarnleg við alla. Þeir sem
kynntust henni, gleyma henni
ekki.“ Hér endar frásögn konu
minnar og annarra heimilda, en
við tekur tími, þar sem ég kynntist
Sigurlaugu að nokkru sjálfur. Á
milli þessa hefur mikið vatn til
sjávar runnið.
Ég fluttur „suður" ásamt mín-
um nánustu og að auki tekið
grjótsýki. Lækningin var herferð-
ir til Áusturlands i sumarfríum og
aðalstaður var Borgarfjörður.
Nú er mál að geta þess, að Jón
og Sigurlaug höfðu eignast tvo
syni, Helga og Þórð. Þeir höfðu
náð hinum sterka streng ættar-
innar, vörpulegir á velli og glæsi-
legir í sjón. Nú voru þeir búnir að
festa ráð sitt og bjuggu á Bakka-
gerði. Helgi var kvæntur Svein-
björgu Steinsdóttur og eru dætur
þeirra Sigurlaug, Þóra, Sesselja og
Jóna. Kona Þórðar er Sigrún
Pálsdóttir og börn þeirra Páll,
Sigurlaug, Birna og Jón. Sigurlaug
og Jón höfðu tekið til fósturs
dreng, fárra vikna gamlan, Björn
Helgason. Hann var sonur hjón-
anna Hólmfríðar Björnsdóttur og
Helga Björnssonar, náskyldur
Sigurlaugu. Hann var þeim jafn-
kær og hinir synirnir enda alinn
upp sem bróðir þeirra. Björn lést
1949. Kona hans var Margrét Sig-
urjónsdóttir og bðrn þeirra Guð-
finna, Helgi og Sigurjón. Systir
Björns dvaldi einnig á heimilinu
um árabil.
Þórður og Sigrún bjuggu nú i
Sigtúni á Borgarfirði ásamt for-
eldrum Þórðar. Ég fékk pláss í
kjallara undir grjót og varð þar að
miklu heimagangur. Með þessu
hófust hin raunverulegu kynni
okkar Sigurlaugar. Þótt steina-
sýkin stæði hátt, féllu alltaf til
stundir til að tala um bæði gamalt
og nýtt. Umhyggja Sigurlaugar
um minn hag var óstöðvandi.
„Ertu ekki votur í fætur, viltu ekki
mjólkurdropa eða kaffisopa eða
matarbita?" Hefði ég alltaf játað,
hefði ýstra á mig hlaðist, en erfið-
ið varnaði þess.
Gaman var að eygja afstöðu
eldri hjónanna til barnabarnanna,
þó fannst mér Jón þar á toppi,
enda hafði hann betri tíma. Sigur-
laug hafði alltaf haft mikil um-
svif, sem hún virtist ekki geta los-
að sig frá, en voru ekki jafnbrýn
og fyrr. Kannski var þetta líkt og
með mig, sem aldrei átti nógu
marga steina. Þórður létti mér
margan spölinn og fór stundum
með mér í fjöru, en aldrei vildi
hann taka neitt i sinn hlut. Helgi
hafði ekki áhuga á steinum nema
honum sýndust þeir sérstæðir.
Þessu laumaði hann að mér við
tækifæri.
Helgi féll að foldu á besta aldri
af völdum hjartaáfalls. „En minn-
ing lifir þó merki falli." Mitt happ
var að eignast vináttu þeirra
bræðra. Drengskapur þeirra mér
til handa fyrnist ei.
Nú er mál að lýsingu linni,
Lauga frænka. Óskir og vonir
fylgja oftast afmælisgreinum.
Þótt ég sé 12 árum yngri, hygg ég
að örlög okkar séu að mestu ráðin
á stöðvum, sem við höfum óljósar
hugmyndir um, en góðar þó. Trúa
mín er sú, að hlýjum óskum fylgi
meiri kraftur en. margur hyggur.
Þess kyns óskum viljum við Svava
beina til þín á þessum degi.
Halldór Pjetursson
— SSBSSB Sff —
„ OFNAR
Odýrir en traustir
VEHA ofnar eru ekki bara ódýrir og traustir heldur líka hin
mesta heimilisprýði, á sinn hljóðláta hátt.
VEHA ofnar eru samþykktir af alþjóðlega staðalsambandinu ISO.
VEHA ofnar eru samþykktir fyrir íslenskan staðal.
VEHA ofnar afhendast fullmálaðir (innbrennt lakk).
VEHA ofnar eru hagkvæmur kostur fyrir húsbyggjendur.
Við gerum tilboó, þér að kostnaðarlausu.
EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI:
Birgir Þorvaldsson umboðs- og heildverslun.
Sölu- og umboösadilar:
Stór-R«yk|avlkursv«Oi: G. Noródahl. Trönuhrauni 2,
Hafnarfiröi. Simar 54666 og 50875.
Vastfiróír: Vólsmiðjan Þór, Suöurgötu 12, Isafiröi. Simi 3711.
Akurayri, Húsavik og nágrenni: Hitl sf., byggingavörur, Draupnisgötu 2, Akureyri. Simi 22360.
Sauöárkrókur og nágrenni: Vélsmiöjan Logi, Sauöórmýri 1, Sauóárkrók. Simi 5165.
Reyöarfjöröur og nágrenni: J.P.H. Véia- og bilaverkstaaði, Fagradalsbraut, Reyöarfiröi. Simi 4349.
Umboós- og aöluaöilar óskast á fteiri staöi.