Morgunblaðið - 26.05.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR 26. MAl 1965
endanum. í henni þroskast gró-
in, sem dreifast með vindum.
Upp af þeim vaxa síðan nýjar
mosaplöntur. Kynlaus æxlun er
líka mjög algeng meðal mosa, en
þá fjölgar þeim án grómyndun-
ar. Þess háttar æxlun getur ver-
ið með ýmsu móti.
Af rúmum 500 mosategund-
um, sem vaxa hér á landi, eru
það aðallega tvær til fjórar teg-
undir, sem eru algengar í garð-
blettum, a.m.k. á Suðurlandi.
Miklu mest ber á einni þeirra,
engjaskrauta (Rhytidiadelphus
squrrosus).
Engjaskrauti (sjá mynd) vex
oftast í stórum þykkum breiðum.
Hann er óreglulega greinóttur
og er auðþekktur á blöðunum.
Fremri hluti þeirra stendur út
frá stönglinum og myndar þri-
hyrndan, mjóan odd, sem sveig-
ist jafnvel aftur á bak. Blöðin
eru riflaus og oftast er mosinn
rætlingalaus og ekki jarðfastur.
Hann tekur allt vatn úr regni
eða umhverfinu, en sýgur það
ekki úr jarðveginum. Gróhirzlur
eru mjög sjaldgæfar hér á landi.
Hann fjölgar sér því einkum
kynlaust með sprotum eða grein-
um.
Auðveldasta ráðið tl þess að
eyða engjaskrauta er að rífa
hann upp með garðhrífu
snemma vors og ekki er verra að
bera köfnunarefnisáburð í skell-
urnar, sem kunna að myndast.
Einnig getur verið til bóta aö
Jersey Sumarleyfísparadís í Ermasundi
Jersey-eyja er í miðjum Golfstrauminum
aðeins 21 km. frá Frakklandi. Loftslagið og
umhverfið minnir mjög á Frakkland og hið sama
má segja um matinn og hin gómsætu vín, sem
þar eru ræktuð. Gestrisnin og hin frábæra
aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkana er hins vegar
dæmigerð fyrir Englendinga. Ibúarnir tala ensku
og verðlagið er sérstaklega hagstætt vegna
tollfríðinda. Á Jersey eru fjölmargir góðir
veitinga- og skemmtistaðir og baðstrendurnar
eru einstakar. Á leiðinni til eða frá Jersey er
tilvalið að koma við í London og njóta alls þess
sem heimsborgin hefur upp á áð bjóða.
Leitið frekari upplýsinga hjá
Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar eða
Ferðaskrifstofunni Urval eða klippið út miðann
og sendið hann til: Dept. CXl, States of Jersey
Tourism, Weighbridge, Jersey, Channel Islands.
Sendið mér upplýsingar um ferðir til Jersey og
gistingu þar
Nafn__________________________________________
Heimilisfang__________________________________
Póstnr.
B tóö
dreifa sandi í sárin. Mosanum,
sem upp rakast, má síðan blanda
í moldina, grafa hann niður í beð
eða láta í safnhaug. Næringar-
gildi hans er að vísu ekki ýkja
mikið en þar sem jarðvegur er
leirborinn og þéttur kemur hann
að góðum notum sem íblöndun-
arefni, því að hann gerir mold-
ina gljúpari og loftbetri.
Þrálátari getur mosinn orðið í
gömlum görðum, þar sem hávax-
in tré eða veggir varpa miklum
skugga. Eitt aðaleinkenni slíkra
grasflata er hversu blautar þær
eru. Reyndar er rangt að kalla
þær grasflatir, því að mosinn er
þar alls ráðandi. Það er því ekki
nóg að raka burt mosann heldur
þarf að ræsa fram jarðveginn,
tyrfa að nýju eða sá, en einnig
þarf að huga að grisjun trjáa og
runna, sem skyggja á.
Þótt margir hafi horn í síðu
mosa í grasflötinni geta þeir ver-
ið hin mesta garðaprýði þar sem
við á. Oft eru steinar úr hraun-
um og holtum notaðir í vegg-
hleðslur eða steinhæðir. $líkir
mosavaxnir steinar eru oft veru-
lega fallegir og ekki þarf að ótt-
ast að mosategundir, sem á þeim
vaxa, sæki í grasflötina, því að
það eru allt aðrar tegundir. En
vilji menn hins vegar allan mosa
burt af steinum má auðveldlega
þvo hann af með heitu vatni eða
rífa hann lausan með vírbusta.
Höfundurinn er formaður Hins ís-
lenzka náttúrufræðifélags.
FRÆÐSLUÞÆTTIR HINS ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐIFÉLAGS
Mosi í görðum
J—/esió af
meginþorra
þjóðarinnar
daglega!
Auglýsinga-
síminn er224 80
— eftir Ágúst H.
Bjamason
Hið íslenska náttúrufræðifélag og áhugahópur um nátturu-
fræðisafn báðu ýmsa menn að skrifa stutta og aðgöngugóða
fræðsluþætti um náttúru landsjns. Þeir munu birtast í sunnu-
dagsblöðum Morgunblaðsins. í sumum greinum er getið um
nýjungar en í öðrum er fjallað um árstímabundna atburði í ríki
náttúrunnar. Tilgangurinn er að auka þekkingu og áhuga fólks á
náttúrufræðum.
Á hverju vori er það garðeig-
endum mikið áhyggjuefni, að
grasbletturinn sé hlaupinn í
mosa. Rétt er, að mosi sækir
mjög í suma bletti, aðallega
vegna raka, áburðarskorts og
skugga. Það ber því að hafa það í
huga, að mönnum hættir til að
gera of mikið veður út af fram-
sækni mosans.
Flestir leggja metnað sinn í að
hafa fallega grasbletti umhverf-
is hús sín. Helzt vilja menn, að
grasið í þeim sé þétt, snöggt og
samfellt og þoli nokkurn átroðn-
ing. Sagt er, að ósleginn blettur
lýsi betur en flest annað hirðu-
leysi eigandans. Ætli grasteg-
undir séu ekki einu plönturnar,
sem fólk kærir sig ekki um í
blóma, þó að stórum keilulega
punkti snarrótar og fíngerðum
punkti língresis sé viðbrugðið
fyrir fegurð.
Það er algengt víða erlendis
einkum á vorin, að grasflatir séu
blómum skrýddar. Þá hefur
laukplöntum verið plantað þar
að hausti og þykir að þeim hin
mesta prýði. Jafnan er sáð mjög
gisið í slíkar flatir og lítið borið
á þær, svo að ýmsar aðrar plönt-
ur ná þar einnig fótfestu. Ekki
er slegið fyrr en síðla sumars og
þarfnast flatirnar nokkurrar
umhirðu, ef vel á að vera. Ef
grasblettir hér á landi loga í sól-
eyjum og fíflum er það hins veg-
ar talið merki um hina mestu
órækt. Sums staðar er það að
vísu trúa manna, að ávallt fari
saman kalt vor og tún fagurgul
af sóleyjum.
Vaxtarskeið mosanna er með
nokkuð sérstökum hætti. Mosar
eru sígrænir og lifa allan vetur-
inn. Þeir byrja að vaxa fyrstir
allra plantna á vorin, síðan dreg-
ur verulega úr vextinum þegar
aðrar plöntur yfirskyggja þá, en
undir haustið hleypur oft vöxtur
í þá á ný. Það er einmitt vegna
þessa, sem mosinn verður svo
mjög áberandi í grasblettum
þegar á útmánuðum og veldur
oftast óþarfa áhyggjum. Þegar
líða tekur á vorið og grasið nær
yfirhöndinni hverfa þeir í svörð-
inn og fólk hættir að taka eftir
þeim.
Það, sem ræður mestu um það
hvar mosar vaxa, er gerð undir-
lagsins (t.d. jarðvegs, steina eða
trjágreina) og lágviðrið (micro-
clima) eða, með öðrum orðum,
það veðurfar, sem ríkir næst
mosanum og er frábrugðið lofts-
lagi umhverfisins. Ávallt ríkir
líka samkeppni á milli mosans
og annarra plantna um alla
þætti í umhverfinu, svo sem um
ljós, hita, næringu og fleira. Út-
breiðsla mosategundar afmark-
ast bannig af aðlögunarhæfni
Engjaskrauti. — Á myndinni er
sýnd lögun gróhirzlu, blaða, bæði á
greinum og stöngli og helztu frum-
gerðir. Teikning: Bergþór Jó-
hannsson.
hennar gagnvart umhverfinu.
Flestir mosar hafa stöngul og
blöð en í stað róta eru fíngerðir
þræðir, svokallaðir rætlingar,
sem festa niður og annast vatns-
upptöku. Sumir mosar taka þó
allt vatn ásamt steinefnum upp
gegnum blöðin. Þau eru aðeins
eitt frumulag á þykkt. Eftir
blaðinu miðju er á stundum upp-
hleyptur strengur, rifið, eða það
er strenglaust. Mosaplönturnar
mynda egghirzlur og frjóhirzlur.
Eftir frjógvun vex kvenplönt-
unni stilkur með gróhirzlu á