Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Morgunblaiið/RAX Flughetjur nútímam í Reykjavík FYRSTU flugvélarnar í Atlantshafsflugrallinu, frá New York til Parísar, lentu á Reykjavíkurflugvelli skömmu eftir hádegið í gær og síðan streymdu flugvélarnar að. Hafa aldrei fyrr jafn margar erlend- ar flugvélar ient á Reykjavíkurflugvelli einn og sama daginn. Einni flugvélinni varð að nauðlenda á Grænlandi vegna hreyfilbilunar, en flugmennina mun ekki hafa sakað. Alls lögðu 66 flugvélar af stað frá Bandaríkjunum. Vélarnar komu hingað til lands frá Godth&b og leggja aftur í loftið í fyrramálið. Þá verður flogið til Aberdeen í Skotlandi og er það lengsti áfangi keppn- innar. Flugvélarnar verða almenningi til sýnis á Reykjavíkurflugvelli milli kl. 15 og 22 í dag. í kvöld verður haldin flughátíð á Broadway, þar sem m.a. veitt verða verðlaun fyrir áfangann milli íslands og Grænlands. Hótel Holt: Kaupir móttökubúnað fyr- ir gervihnattarsendingar HÓTEL Holt hyggst setja upp skerm og móttökubúnað sem Hljómbær flutti inn til landsins á dögunum og sagt var fri í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Um er að ræða móttökubúnað fyrir sendingar frá gervihnett- inum ESC-1 sem er í eigu Evrópubandalagsins. Sent er út frá níu sjón- varpsstöðvum í Evrópu í gegnum hnöttinn og er hægt að ná þeim öllum með áðurnefndum búnaði. „Við fórum fram á það við Hljómbæ um síðustu áramót að fá þennan Luxor-skerm fluttan inn. Þessir skermar hafa reynst vel og er mikil eftirspurn eftir þeim, svo að biðtíminn var lang- ur,“ sagði Skúli Þorvaldsson hót- elstjóri á Hótel Holti. „Hug- myndin með þessu er sú að senda út sjónvapsefni í öll herbergi í hótelinu í 18—24 tíma á sólar- hring. En það skal tekið fram að eingöngu verður hægt að horfa á þetta efni í hótelherbergjunum. Við höfum sótt um leyfi hjá Pósti og síma og fengum jákvæð- ar undirtektir þar, þó enn hafi ekki borist svar,“ sagði Skúli. Hótel Holt ætlar að senda út efni frá þremur stöðvum til að byrja með. Tvær stöðvar senda út almennt skemmtiefni, en ein sendir út tónlist, svipað og sýnt er i Skonrokki í 18 tima á sól- arhring. Þegar hefur verið rætt við eina stöðina, Skychannel, og er búist við svari frá henni i næstu viku. Ef leyfi fæst hjá stöðinni verður hafist handa við að útvega leyfi frá hinum stöðv- unum tveimur. „Ég get ekki sagt hver heild- arkostnaðurinn við þetta verður fyrr en öll leyfi eru fengin og tækin komin upp, en tækin sjálf kosta nálægt hálfri milljón," sagði Skúli. Hann sagði að væntanlega væri hagstæðara að koma upp svona kerfi en að vera með inn- anhússmyndbandakerfi eins og hótelið hefur verið með að und- anförnu. Auk þess verður hægt að senda út lengur á hverjum Morgunblaðið/Þorkell Luxor-skermurinn sem Hótel Holt hefur fest kaup á. sólarhring. Skúli sagði að mjög algengt væri að hótel erlendis væru með móttökubúnað sem þennan. Guðmundur Jakobsson bókaútgef- andi látinn GUÐMUNDUR Jakobsson bóka- útgefandi lést í Reykjavík í fyrrin- ótt. Guðmundur fæddist 26. febrú- ar 1912 í Bolungarvík. Hann var sonur hjónanna Jakobs Bárðar- sonar og Dórótheu Jónsdóttur. Guðmundur stundaði nám í Samvinnuskólanum í nokkra mánuði og tók síðar skip- stjórapróf á smáskipum. Hann hóf sjómennsku á mótorbátum 15 ára gamall og var formaður milli tvítugs og þrítugs. Guð- mundur stundaði ýmis störf í Bolungavík á árunum 1938—1952 og rak m.a. eigin verslun í 8 ár og útgerðarfélag í 6 ár. Árið 1952 fluttist Guðmundur til Reykjavíkur og starfaði lengst af við bóksölu og bóka- útgáfu auk ritstarfa. Hann stofnaði m.a. Ægisútgáfuna og á 70 ára afmæli hans var hann gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Guðmundur starfaði með ýmsum félögum. Hann var m.a formaður Ungmennfélags Bol- ungarvíkur í 10 ár og var heið- ursfélagi þess. Þá átti hann sæti í stjórn SÍBS í 4 ár. Hann var hafnarstjóri í nokkur ár. Kona Guðmundar var Guð- finna Gísladóttir. Hún lést fyrir tæpum fjórum árum. Giiðmundiir Jakobsson Fiskvinnsla hjá birninum hefst FISKVINNSLA fer á nýjan leik S fullan gang í Reykjavík á mánudaginn, þegar þau tvö fyrirtæki sem sögðu upp starfsfólki vegna verkfalls sjómanna hefja vinnslu á ný. BÚR og ís- á mánudaginn Vinnsla hefur þá legið niðri í tvær vikur hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og Isbirninum hf., en þar fengust þær upplýsingar í gær, að vinnsla hæfist á mánudag, þar sem tekist hefði að útvega hráefni, þó skip þessara vinnslu- stöðva séu ekki væntanleg til hafnar fyrr en seinnipart vikunn- ar. Það voru 270—280 manns sem sagt var upp hjá BÚR vegna verk- fallsins og um 120 manns hjá ís- birninum. Hjá Hraðfrystistöðinni var engu fólki sagt upp vegna verk- fallsins, en hjá stöðinni starfa 90—100 manns. Þegar verkfallið skall á, hafði stöðin mikið af fiski til að vinna úr og dugði það stöð- inni lengi. Eftir að sá fiskur hafði verið unninn, gekk vel að útvega hráefni, svo vel að ef eitthvað var þurfti að vísa fiski frá að sögn framkvæmdastjórans. Vinnsla stöðvaðist heldur ekki í frystihúsinu á Kirkjusandi, en að sögn framkvæmdastjórans þar, hefði verið ráðið fleira fólk til fyrirtækisins en varð vegna verk- fallsins. Undanfarin sumur hafa starfað nálægt 200 manns hjá fyrirtækinu og mikið af skólafólki ráðið í sumarvinnu á hverju vori. Nú starfa þar um 130 manns og vantar fólk og verður fleira ráðið, ef það fæst. Samningaviðræður f Moskvu: Sovétmenn krefjast mikillar lækkunar - fréttir berast að Norðmenn undirbjóði um 25% ist ekki vilja tjá sig frekar um mál- ið en það. Matthías Á. Mathiesen við- skiptaráðherra fer til Moskvu í næstu viku til að undirrita nýjan fimm ára viðskiptasamning ríkj- anna. Manndrápið á Grettisgötu: Dæmdur í 5 ára fangelsi { SAKADÓMI Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur yfir Viðari Björnssyni, 37 ára gömlum manni, fyrir að hafa í febrúar síðastliðnum orðið Sigurði Breiðfjörð Ólafssyni að bana í íbúð við Grettisgötu í Reykja- vík. Viðar var dæmdur f 5 ára fang- elsi fyrir að hafa með stórfelldri lík- amsárás orðið Sigurði að bana og yf- irgefið meðvitundarlausan. Vinkona Viðars, 29 ára kona, var dæmd í 5 mánaða fangelsi fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að veita Sigurði aðstoð. Til átaka kom þegar Viðar saknaði áfengisflösku. Viðar veitti Sigurði þung högg 0g fór að því loknu á brott ásamt vin- konu sinni. Þau snéru aftur í íbúð- ina daginn eftir og fundu Sigurð látinn. Síðar um daginn tilkynntu þau að sjúkur maður væri í íbúð við Grettisgötu. Sigurður fannst skömmu síðar látinn. Að kvöldi sama dags voru hin dæmdu hand- tekin. SOVÉTMENN hafa krafist mikillar verðlækkunar á íslenskri síld í við- ræðum við samningamenn Sfldarút- vegsnefndar í Moskvu. Jafnframt hafa þeir krafist þess að hlutfall heil- saltaðrar sfldar verði stórhækkað frá síðasta sfldarsölusamningi þjóðanna. Það hefur gert samningana erf- iðari að fréttir hafa borizt af norskri sendinefnd í Moskvu, sem mun hafa tilkynnt sovésku samn- ingamönnunum hjá ríkisrekna verslunarfyrirtækinu v/o Prodin- torg, að Norðmenn muni selja síld á 25% lægra verði en Islendingar. Vegna þessa ríkir nú óvissa um, hvort af samkomulagi um síldar- sölu til Sovétríkjanna verður að sinni. Á samningafundunum í Moskvu hafa heimamenn skýrt ítarlega frá tilboðum, sem þeir hafa fengið að undanförnu frá ýmsum löndum, svo og verði á saltsíld, sem nýlega hefur verið samið um kaup á frá Kanada. Verð þessi eru 40—50% lægri en samdist um milli Síldar- útvegsnefndar og v/o Prodintorg í fyrra, skv. upplýsingum blaðsins, og verður verðmunurinn enn meiri og óhagstæðari eftir því sem hlut- fa.ll heilsaltaðrar síldar hækkar. 1 fyrra var hlutfall heilsaltaðrar síldar 50% með tilfærslurétti niður í 35 þúsund tunnur og árin þar á undan var hlutfall heilsaltaðrar síldar 20—25%. Njáll Ingjaldsson, skrifstofu- stjóri Síldarútvegsnefndar, stað- festi í samtali við Morgunblaðið í gær, að samningaumleitanir í Moskvu gengju mjög illa, en sagð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.