Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 „Sprakk þar sem megnið af erlenda fluginu er afgreitt" Rætt við Davíð Vilhelmsson, svæðisstjóra Flug- leiða í Frankfurt, um sprengjuna sem sprakk á flugvellinum í Frankfurt með þeim afleiðingum að 3 létust og 42 slösuðust „Sprengingin varð í B-álmu flug- stöðvarinnar hér í Franfurt, en um þá álmu fer megnið af erlenda flug- inu fram, þar á raeðal okkar flug að hluta," sagði Davíð Vilhelmsson svæðisstjóri Flugleiða í Frankfurt í samtali við Morgunblaðið, þegar hann var spurður um sprengingu þá sem átti sér stað í flugstöðvarbygg- ingunni á miðvikudaginn með þeim afleiðingum að þrír létust, þar af tvö lft.il börn, fjórir slösuðust lífsha-ttu- lega og alls slösuðust 42. Davíð sagði að flugafgreiðsla Flugleiðavélanna færi fram í báð- um flugálmum, A og B, þar sem Lufthansa annaðist afgreiðsluna, en beir væru með afgreiðslur í Morgunblaðio/ Agnes Davíð Vilhelmsson, svæðisstjóri Flugleiða í Frankfurt. báðum álmum. Tæpum þremur tímum eftir sprenginguna milli- lenti vél Flugleiða í Frankfurt, á leið frá Salzburg, áleiðis til Is- lands. „Þetta gerðist við setkrók, sem er rétt við afgreiðsluborð Luft- hansa," sagði Davíð, „en sem betur fer vildi þannig til, að þessi sprengja, sem hafði verið komið fyrir í ruslakörfu, sprakk rétt eftir að hádegisannatíminn var um garð genginn, og áður en eftir- miðdagsannirnar byrjuðu. Þess vegna var verulega færra í salnum heldur en verið hefði klukkutíma fyrr, eða klukkutíma síðar. Ör- stuttu eftir að þetta gerðist voru kvikmyndir af atburðinum sýndar í sjónvarpinu hér í Frankfurt. Blossinn sást, fólk hljóp um öskr- andi og æpandi, hreinlega í tauga- sjokki og tveir litlir barnslíkamir lágu í miðri óreiðunni. Þetta var hörmuleg sjón — hreint hörmuleg sjón." Davíð sagði að í þessum setkrók hefði fólk setið þegar sprengjan sprakk og samstundis hefðu þrír látist, þar af tvö ung born. Auk þess hefðu a.m.k. 4 slasast mjög alvarlega, en allt í allt 42. „Salur- inn sjálfur er hreinlega eins og fallið hefði sprengja á flugstöðv- arbygginguna," sagði Davíð. „Það fór allt gler úr framhlið bygg- ingarinnar á 100 metra kafla. Um fermetra stórt gat kom á gólfið, alveg niður úr steypunni." Davíð var spurður hvort at- hafnalíf á flugvellinum hefði ekki lamast við þetta: „Það einkenni- lega var," sagði Davíð, „að á ótrú- lega skömmum tima tókst að koma allri starfsemi aftur í gang. Til dæmis vélin okkar, sem fór í gegn á milli 5 og 6, fór í gegn alveg á réttum tíma, bæöi inn og út. Þegar þetta gerðist var flugvellin- um lokað, allri aðkeyrslu jafn- framt, og auðvitað varð heilmikið um seinkanir fyrstu stundirnar á eftir." Hvaða afleiðingar telur svo svæðisstjóri Flugleiða í Frankfurt að þetta komi til með að hafa á starfsemina: „Það kemur auðvitað upp í hug- um fólks, að þetta hljóti að hafa alvarleg eftirköst í för með sér. Spurningin er hvort þetta þýðir það að engum verði hleypt inn í flugstoðina, nema þeim sem eru með farseðla, eins og tíðkaðist hér á árum áður, þegar flugránin voru hvað tíðust. Það fer ekkert á milli mála að eitthvað gerist. Þetta gæti hleypt að stað einhverri óöld. Til dæmis gerðist það síðar í dag, að hótað var að sprengja á flug- vellinum í Múnchen, með þeim af- leiðingum að flugstöðin var tæmd um klukkustundarskeið. Ég óttast að þetta fari eins og eldur í sinu um Evrópu." Davíð sagði að starfsfólk flugfé- l&ganna óttaðist nú mjog, að þetta til viðbótar gagnrýni Bandarikja- manna á öryggisráðstafanir á Aþenuflugvelli í kjölfar flugráns- ins þar, kæmi til með að hafa þau áhrif á ferðamannastrauminn frá Bandaríkjunum til Evrópu að hann færi minnkandi. „Þetta hef- ur hugsanlega það í för með sér að Bandaríkjamenn þori ekki að koma til Evrópu," sagði Davíð, „enda má vel vera að þessir hryðjuverkamenn stefni mark- visst að slíku." Keppendur í eðlisfræði ásamt leiðbeinendum horfa á bylgjur í sveiflusjá. Talið frá v.: Asgeir Ægisson, Vilmundur Pilmason, Sigurður Áss Grétarsson, Sigurbjörn Þorkelsson, Viðar Ágústsson eðlisfræðingur og Hans Kr. Guðmundsson eðlisverkfræðingur. Ljósra. Bjami Olvmpíuleikarnir í eðlisfræði og stærðfræði: íslendingar senda sex keppendur ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlis- fræði verða haldnir í 16. sinn 23.—30. júní í Portoroz í Júgó- slavíu. Ólympíuleikarnir í stærð- fræði, þeir 26. í röðinni, verða í Helsinki í Finnlandi 1.—11. júlí. ísland tók þátt í ólympíuleik- unum í eðlisfræði í fyrra, en tek- ur nú þátt í fyrsta sinn í Ólymp- íuleikunum í stærðfræði. Ásgeir Ægisson MK, Sigur- björn Þorkelsson MH, Sigurður Áss Grétarsson MR og Vilmund- ur Pálmason MK keppa í eðlis- fræði fyrir íslands hönd. Þeir Ásgeir, Vilmundur og Sigurður luku stúdentsprófi í vor. Allir náðu piltarnir góðum árangri í landskeppninni í eölisfræði, sem haldin var fyrr á þessu ári. Þess má geta að Ingveldur Jónsdóttir, sem deildi efsta sætinu í þeirri keppni með Sigurði Ás, verður orðin tvítug þegar leikarnir hefj- ast og getur því ekki verið með. Tveir fararstjórar verða með í förinni, dr. Hans Guðmundsson eðlisverkfræðingur og Viðar Ág- ústsson eðlisfræðingur. Viðar hefur séð um þjálfun piltanna fyrir keppnina. í stærðfræði keppa Ágúst Sverrir Egilsson og Hákon Guð- bjartsson báðir úr MR. Til þess að velja keppendur var haldin landskeppni í stærðfræði. Hún var í tveimur hlutum. Þar náði Hákon bestum árangri og þeir Ágúst og Bjarni Gunnarsson úr MR næstbestum, en Bjarni er þegar orðinn tvítugur og kemur því ekki til greina sem þátttak- andi á ólympíuleikunum. Þeir Ágúst og Hákon hafa undirbúið sig allan júnímánuð fyrir keppn- ina. Leiðbeindi þeirra er Reynir Axelsson stærðfræðingur og mun hann jafnframt verða far- arstjóri ásamt Benedikt Jóhann- essyni stærðfræðingi. Einnig hafa félagar úr íslenska stærð- fræðifélaginu verið drengjunum innan handar við undirbúning. „Það má segja að dæmin í stærðfræðikeppninni reyni meira á hugkvæmni og hug- myndaflug en beina þekkingu," sagði Reynir Axelsson. Dreng- irnir hafa lagt sig alla fram og hafa báðir hætt vinnu á meðan á æfingum hefur staðið fyrir keppnina. Mest hefur verið reynt að fara í dæmi frá fyrri keppni, en einnig hefur verið reynt að fara nokkuð í þær greinar stærðfræði sem dæma er helst að vænta úr. Þar má nefna taln- afræði og rúmfræði," sagði Benedikt. Búist er við keppend- um frá 34 löndum á Ólympíu- leikana í stærðfræði. Prófið er i tveimur hlutum og fá keppendur Vh tíma til að leysa hvorn hluta. Dæmin sem lögð eru fyrir eru valin af alþjóðlegri dómnefnd. Hvert land sendi þrjú dæmi til dómnefndar í apríl og verða dæmin valin úr þeim. „Verkefnin í eðlisfræðikeppn- inni eru miklum mun þyngri en nokkurn tíma yrðu lögð fyrir nemendur í menntaskólum," sagði Hans Guðmundsson farar- stjóri eðlisfræðikeppenda. Þátt- tökulið mæta til leiks sunnudag- inn 23. júní. Leikarnir verða settir við hátíðlega athöfn á mánudag. Keppnisdagar eru tveir. Þann fyrri, þriðjudaginn 25., verða keppendur að leysa úr þremur fræðilegur verkefnum og fá til þess fimm klukkustundir. Síðari keppnisdagurinn er fimmtudagur, en þá eiga kepp- endur að leysa verklegar eðlis- fræðiþrautir. Þátttakendum er boðið upp á margs konar við- burði í tengslum við keppnina. Má þar nefna ferð í Postojna- hellana, tónleika o.fl. Laugar- daginn 29. júní verður leikunum slitið og úrslit kynnt og viður- kenningar veittar," sagði Hans. Strákarnir sögðust hlakka til keppninnar, en sögðu þó að skynsamlegast væri að vera hóflega bjartsýnn. „Það er verst að það skuli ekki vera neinir ólympíuleikar smáþjóða í eðlis- fræði," sagði Vilmundur Pálma- son. „Eðlisfræðikeppni er nýmæli fyrir okkur tslendinga, en á sér langa sögu víðs vegar erlendis. Eðlisfræðingurinn Roland Eötv- ös átti hugmyndina að fyrstu ungversku stærðfræðikeppninni 1894 en sambærileg eðlisfræði- keppni var fyrst haldin 1916. Fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir 1967 í Varsjá og stóðu að þeim fimm Austur-Evrópuþjóð- ir. Síðan hefur þáttökuþjóðum stöðugt fjölgað og voru 18 talsins í fyrra, en leikarnir voru haldnir í Sigtuna. Þá tóku lendingar þátt í þeim í fyrsta skipti með ágætum árangri. Það vekur athygli, að keppendur frá Austur-Evrópu hafa jafnan staðið sig með miklum ágætum. Ástæðunnar er trúlega að leita í þeim möguleikum sem keppni af þessu tagi er gefið í skólakerfi þessara þjóða þar sem góður ár- angur getur opnað annars ófær- ar leiðir til framhaldsnáms," sagði dr. Hans Guðmundsson að lokum. Iðnkynning Rangæinga á Kjarvalsstöðum Undirbúningur fyrir iðnkynn- ingu Rangæinga á Kjarvalsstöð- um er nú á fullu, en sýningin verður opnuð kl. 3 í dag og verð- ur hún opin til kl. 10 um kvöldið, 14—22 á laugardag og sunnudag, en þá lýkur Rangæingakynning- unni. Öll iðn- og framleiðslufyr- irtæki í Rangárvallasýslu, 20 talsins, sýna framleiðslu sína á Kjarvalsstöðum, en þessa mynd tók Bjarni ljósmyndari Morgun- blaðsins þegar smiðir frá Tré- smiðjunni Rangá voru að ljúka smíði á „viðbyggingu við Kjar- valsstaði", hluta sumarbústaðar, sem trésmiðjan hefur á boðstól- um. Guðrún Sigríður Haralds- dóttir leikmynda- og búninga- teiknari setur sýninguna upp. Rangæingakynningin verður í öllum austurhluta Kjarvalsstaða og á útisvæði sunnan og norðan við húsið þar sem tjaldsýning frá Mosfelli verður um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.