Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 21. JÚNf 1985 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI ^ TIL FÖSTUDAGS ir !\f UhJ'V If Kvenmenn í líki karlrembusvína Mótmæli öllum metingi Kin, sem er orðin leið á metingi skrifar: Mig langar að mótmæla öllum þessum metingi á milli aðdáenda- hópa. Á hverjum einasta degi sér maður stórorðar lýsingar á því hvað þessi hljómsveit sé góð en hin léleg. Hvað haldið þið að þið séuð? Haldið þið að þið séuð ein í heiminum? Þó að einhverjum þyki „Frankie Goes to Hollywood" góð hljóm- sveit, þarf hún ekki að vera best. Þetta er bara einstaklingsálit. Síðan langar mig að mótmæla U2-aðdáanda, sem skrifaði þann 8. júní sl. Hann segir Duran-aðdá- endum að hætta að setja út á U2. Hann ætti að lesa greinina sína. Þar eru nokkrar línur tileinkaðar því hvað Duran sé ömurleg hljómsveit. Það er auðvelt að ráð- leggja öðrum. Svo segir hann að textar Duran séu mest ástargaul um kærusturnar, sem yfirgefa þá. Það er lygi. U2-aðdáandinn myndi kannski komast að því ef hann myndi hlusta á textana, t.d. vil ég nefna „New Religion", „New Moon on Monday", Union of the Snake“, „The Reflex", „The Seventh Stranger". Svo vil ég biðja lista- hátíðarnefnd að fá góða hljóm- sveit í sumar í staðinn fyrir að engin hljómsveit kom á hátíðina í fyrra. Sigríður Rósa Kristinsdóttir, Eski- firði skrifar: í dag er þjóðhátið. í dag hverfa allir, sem vilja og geta frá amstri hinnar daglegu iðju og halda hátíð á afmælisdegi íslendings, sem hvað ötulast barðist fyrir málstað lands og þjóðar allt frá 1845 er Alþingi var endurreist. Allir landsmenn minnast Jóns Sigurðssonar með virðingu og þökk, en oftast gleymum við því að við hlið hans stóð eiginkonan, Ingibjörg Einarsdóttir, sem með sinni áratugalöngu umhyggju og þjónustu, gerði honum kleift að heyja þessa baráttu heill og óskiptur og þegar að við þökkum öllum þeim körlum, sem stóðu með Jóni Sigurðssyni og eftir hans dag héldu sjálfstæðisbaráttunni áfram, þá gleymum við oftast að við hlið þeirra manna stóðu konur — kvenskörungar sem studdu þá og gerðu þeim kleift að vinna að þessu átakamáli og koma þvi að lokum farsællega í höfn. Þegar við lítum til baka yfir spjöld sögunnar kemur, sem vitað var, í ljós að við hlið hvers karls stendur kona — kona sem sér um allar þeirra líkamlegu þarfir, þjónar þeim til borðs og sængur, fæðir þeim börn og annast þau svo og alla aðra heimilisvörslu þar sem þessir karlar eru löngum af bæ. Konan styður þá og stappar í þá stálinu á veikleikastundum og er síðan stolt af öllu því sem henn- ar maður hefur áorkað til hag- sældar landi og lýð. Þeir voru ekki margir konulaus- ir, miklu landsmála- og stjórn- málamennirnir okkar og eru ekki Þorleifur Kr. Guðlaugsson Lang- holtsvegi 122, skrifar: Heiðraði Velvakandi. Mig langar aðeins að segja nokkur orð um skrípaleik Kvenna- listakvenna gagnvart gamansemi Davíðs Oddssonar á fegurðar- samkeppninni. Nú er fjöldi af Kvennalistakonum andvígur feg- urðarsamkeppni. Samt geta þær verið að líkja eftir þeim með fölsk- um kórónum og fleiri uppátækj- um. Allar voru þær líkastar trúð- um, sem mættu á skrifstofu borg- arstjóra, enda fyrirfram ákveðið að allt kæmi fram í sjónvarpinu í áróðurskyni. Ekki finnst mér líklegt að þetta enn. Við ættum að taka okkur saman og semja nýja ófalsaða ís- landssögu þar sem fram kæmu nöfn eiginkvenna þessara karla og hvern þátt þær áttu í sókn og efl- ingu sjálfstæðis þjóðarinnar. Kominn er tími til að huldukon- urnar komi fram og fái sinn skerf af þakklætinu á þjóðhátíðardög- um framfiðarinnar. Haldnar hafa verið þrjár miklar þjóðhátíðir á 111 árum; 1874, þeg- ar Kristján konungur níundi færði landslýð stjórnarskrá úr sinni föð- urhendi, 1930, þegar minnst var 1000 ára afmælis Alþingis, og nú síðast 1974 á 1100 ára afmæli fs- landsbyggðar. Allar þessar hátíðir áttu það sammerkt að hvergi sást eða var minnst á að konur væru helmingur landsmanna. Þær voru aðeins áhorfendur að hluta. Karl- ar voru þarna einráðir. Haft er eftir formanni þjóðhátíðarnefnd- ar, 1974, að sú hátíð væri alveg eins og þjóðhátíð ætti að vera enda sást þar hvergi kona i hlut- verki. Nú vil ég bera fram þá uppástungu að á næstu þjóðhátíð, væntanlega árið 2000 þegar minnst verður 1000 ára afmælis kristnitöku á íslandi, verði það konur, sem skipi þann sess sem karlar skipuðu á hinum hátíðun- um. Þá yrði væntanlega dreginn fram í dagsliósið þáttur kvenna í kristnisögu Islands frá öndverðu, ekki síst áhrif írsku ambáttanna og frumbyggja landsins á tiltölu- lega friðsöm trúskipti árið 1000. Konur. Það eru aðeins 15 ár til stefnu. Nýtum tímann vel. Sækj- um fast fram. Aldrei að víkja. hafi verið gert til að sýna fegurð Kvennalistakvenna. Þær fá ekki mörg atkvæði út á það. Var þetta gert til að kasta hnútum að Davíð Oddssyni vegna vinsælda hans sem borgarstjóra? Borgarstjóri sagði ekki niðrandi orð um konur í ávarpi sínu á fegurðarsamkeppn- inni. Var þetta pólitískur áróður eða karlrembuhugsunarháttur Kvennalistakvenna? Mér finnst það stinga í stúf við það, að keppst er nú við að móta konur í karlmannslíki, með svo- kallaðri vaxtarrækt, sem er af- skræming karla, hvað þá kvenna. Þetta er undarlegt vegna þess að fjöldi kvenna lítilsvirðir nú karlmenn og kallar þá ýmsum ónefnum sem þær ættu þá ekki að vera að líkja eftir og rembast við. Þar af leiðandi eru þær að verða þessi karlrembusvín sem þær eru að bera út að karlmenn séu og kúgi konur. Öfgar virðast vera að tröllríða öllu í leik og starfi og get ég fært mörg rök fyrir því. f útvarpinu er farið að bera á öskrum og óhljóðum í barnatím- um og sumum þáttum þess. Ekki er hægt að hlusta á tilkynningar vegna tunnuglamurs, þrisvar fjór- um sinnum í hverjum auglýs- ingatíma. Þetta áttu að vera ljúfir tónar, þegar boðskapurinn um þetta uppátæki var tilkynntur út- varpshlustendum. Margir hafa kvartað undan þessum ljúfu tónum ykkar, vegna þess að þeir skera og nísta. Þetta er ótuktarbragð. Ég skal taka það fram að ég er ekki viðkvæmur fyrir flest allri tóngerð, en þetta ámátlega glamur trekk í trekk er of mikið og skal mig ekki undra þó viðkvæmt fólk þoli þetta ekki. Þetta er nokkurskonar viðauki við uppátæki kvenna, en allt er þetta sent út gegnum útvarp og sjónvarp. Til þess að minnast nú bara ekki á það neikvæða vil ég geta þess að margt efnið er gott í Ríkisútvarpinu. Á laugardagskvöld 8. júní var mjög góð syrpa úr eldri myndum og er óralangt síðan jafn skemmtileg mynd hefur sést á skjánum. Þarna komu fram frægir snillingar sem unun var að horfa á. Þar sem ég nú er að skrifa um efni sjónvarps og fleira, þá vil ég greiða atkvæði gegn þeim sem kom fram í dálkum Velvakanda og vildi ekki að sýnt verði meira af Dallasþáttunum. Einhver tilviljun er, að þegar ég er að ljúka þessu, kemur fram í útvarpinu ein af trúðum Kvenna- listans, fengin til að leggja enn frekari áherslu á áróður sinn gegn borgarstjóra. Þá er nú komið enn betur í ljós áróðurstilgangur þess- ar kvenna. 17. júní 1985

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.