Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNl 1985 In Memoriam: Birna Björnsdóttir Fædd 2. febrúar 1936 Dáin 15. júní 1985 Ei þó upp hún fæddist í öðlinga höllum, látasnilld lipur var henni sem lofðunga frúvum. Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri öllu æðri, af öðrum sem lærist. (B.Th.) Þetta finnst mér lýsing á Birnu frænku minni sem nú er horfin héðan. Sjúkdómsstríði hennar er lokið. Eftir að ég sá hana síðast á Landspítalanum rænulausa, hvarf von mín, um að henni batnaði, og ég vissi alveg hvaða orð mundu hljóma í eyrum mér þegar hringt var 15. þ.m. og ég þekkti rödd Heimis. Margar á ég minningar um Birnu og allar góðar. Hún fæddist á Akureyri 2. febrúar 1936, yngst af þremur dætrum hjónanna Sigríðar Guðmundsdótt- ur og Björns Þórðarsonar á Oddagötu 5. Móðir hennar og ég vorum systradætur, og ávallt vin- átta með frændsemi milli okkar, eins og best getur verið. Foreldrar Siggu frænku voru Guðríður Hannibalsdóttir frá Tungu, Dal- amynni, Nauteyrarhreppi, og Guð- mundur Steinsson frá Osi, Bolung- arvík. Foreldrar Björns voru Guð- rún Björnsdóttir frá Syðra-Garðs- horni og Þórður Jónsson, bóndi að Skáldalæk, Svarfaðardal. Fyrsta minning mín um Birnu er frá sumrinum 1937. Þá kom ég að Syðri-Varðgjá til Siggu frænku, sem var þar með dæturn- ar yfir sumarið, Björn kom þang- að um helgar. Birna var þá hálfs annars árs, yndislegt og skemmti- legt barn. Ég man hvað við hlóg- um að henni með stóran gítar i fanginu, sjálf var hún þá ekki stór. Síðar eru bæði minningar frá Svalbarði og heiman frá Akureyri. Sigga beið með fallega hópinn sinn á endastöð rútubílsins, eða flugvélarinnar til að taka á móti mér þegar mín var von og gaman var að hitta þau öll hress og kát. Tíu ára gömul varð Birna skáti, hún var hrifin af skátahreyfing- unni, og ég held að hún hafi verið sannur skáti. Að lokinni skóla- göngu á Akureyri, kom hún hingað suður og var við nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur vet- urinn 1955—1956. Á mynd sem Birna gaf mér og tekin var af henni á „peysufatadegi skólans", sé ég hversu falleg hún var. Náms- árangur hennar var líka með ágætum. Næstu tvo vetur, 1957—1959, er hún svo við nám í Handavinnudeild Kennaraskól- ans. Þaðan útskrifast hún 1959 með ágætum. Það voru fallegar handavinnusýningarnar hjá báð- um þessum skólum. Þetta sama sumar (1959) þann 29. ágúst, tekur Birna frænka stóra heillaskrefið og giftist unn- usta sínum, Heimi Hannessyni, lögfræðingi. Foreldrar hans voru skólastjórahjónin Sólveig Ein- arsdóttir og Hannes Magnússon, sm var líka rithöfundur, jafn- framt skólastjórn barnaskóla Ak- ureyrar. Þó Birna léti heimili og barnauppeldi hafa forgang vann hún við kennslu af og til og þá við sinn skólann hvern vetur, alls við fjóra skóla (Vogaskólann, Fóstru- skólann, Kvennaskólann og Foss- vogsskólann). Heimili Heimis og Birnu er dásamlegt. Þau eignuðust þrjú börn: Hannes, sem lauk námi í stjórnmálafræði sl. vetur vestur í Kaliforníu, kom heim um áramót og er nú blaðamaður hjá DV; Sig- ríði, sem stundar nám í hjúkrun- arfræði við Háskóla íslands, og Magnús, sem varð stúdent í vor frá MS. Öll bera börnin foreldrun- um fagurt vitni. Fyrir átta og hálfu ári dró ský fyrir sólu hjá blessaðri Birnu minni, er hún veiktist hastarlega og varð að gangast undir heila- uppskurð að rannsókn lokinni, sem tókst vel. Hún náði svo góðri heilsu að ekki var hægt að sjá eða finna mun á henni. Hún sá um heimili sitt, tók þátt f félagsmál- um (Kvennad. Eyfirðingafélags- ins) og ferðaðist með manni sínum um mikinn hluta jarðarinnar. Það var gaman að sjá hvað Birna var hamingjusöm og hvað marga hún gat glatt og gert hamingjusama í kringum sig, bæði heima á heimil- inu og á hátíðisdögum Eyfirðinga- félagsins. Ég á margar bjartar minningar frá öllum þeim árum sem liðin eru frá því Birna og Heimir stofnuðu heimili og hef mikið að þakka. Einnig fyrir boð á hátíðir Eyfirðingafélagsins. Síðastliðið haust veiktist hún svo aftur, og varð aftur að gangast undir uppskurð. Síðan hefur hún verið meira og minna veik. öll fjölskyldan stóð með henni í bar- áttunni og hún fann það. Það var ekki auðvelt fyrir þau, blessuð börnin hennar, að vita hana með- vitundarlausa þegar þau voru í prófum í vor, en þau stóðust próf- in þrátt fyrir allt. Hún fékk að taka þátt í uppeldi þess yngsta fram til tvítugs og það fannst henni mikil náð. Nú hefur hún verið kölluð til starfa annarstað- ar. Svo lífsins braut er breið til banakífsins og dauðinn eins er leið aftur til lífsins. (A.J.) Guð blessi frænku mína og launi henni vináttu hennar og tryggð. Þið, ástvinir hennar, vitið að ég tek þátt í sorg ykkar. Sigríður Valdemarsdóttir Birna Björnsdóttir fæddist á Akureyri 2. febrúar 1936, yngst þriggja dætra hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur og Björns Þórð- arsonar. Þótt ég þekkti ekki til á því heimili þegar Birna var I bernsku, tel ég mér af nánum kynnum síðar óhætt að fullyrða, að hún muni alla tíð hafa búið far- sællega að því skjólgóða öryggi sem þar ríkti. Vafalaust hefur ekki síst verið þaðan runnið það jafnvægi sem var einkennandi þáttur í fari hennar. Hún var í föðurhúsum um hríð eftir að eldri systurnar voru farnar að heiman, og með henni og foreldrum hennar var ætíð mikið ástríki eins og fjöl- skyldunni allri. Að loknu gagnfræðaprófi á Ak- ureyri stundaði Birna nám í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur, en fór síðan til náms í handavinnudeild Kennaraskóla íslands og lauk það- an kennaraprófi vorið 1959. Hún vann nokkuð að kennslu á sérsviði sínu, einkum í Vogaskóla, Kvenna- skólanum í Reykjavík og Fóstru- skóla Sumargjafar. Henni mun hafa látið vel að kenna, enda var eftir henni sóst til slíkra starfa. Hún gaf sig þó ekki að þeim til langframa, því að hún eignaðist snemma eigin fjölskyldu sem hún kaus að helga krafta sína. Sama ár og Birna lauk handa- vinnukennaraprófi, eða 29. ágúst 1959, giftist hún æskuvini sínum frá Akureyri. Heimi Hannessyni, sem þá var við lögfræðinám í Há- skóla fslands. Börn þeirra eru þrjú, Hannes f. 1960, hefur lokið háskólanámi í alþjóðasamskiptum í Bandaríkjunum og starfar nú sem blaðamaður; Sigríður, f. 1963, leggur stund á hjúkrunarfræði í Háskóla íslands; Magnús, f. 1964, lauk stúdentsprófi nú í vor. Engum fékk dulist, að um- hyggja Birnu fyrir ástvinum sín- um var runnin henni í merg og blóð, enda átti hún ekki langt að sækja slíka eiginleika. Fjölskyldu- lífið varð henni líka uppspretta mikillar hamingju meðan ævin entist. Börnin voru heilbrigð og mannvænleg, og maðurinn sem hún hafði unnað frá æskudögum var henni traustur förunautur. Heimir var þegar á námsárum og síðan eftir að hann lauk lögfræði- prófi atorkusamur starfsmaður sem gekk ótrauður að ýmsum verkefnum þar sem reyndi á frum- kvæði og framkvæmdasemi. M.a. í tengslum við störf sín sem annar útgefanda landkynningarritsins „Iceland Review" og formaður Ferðamálaráðs íslands um árabil átti hann erindi víða um heim. Marga för fór Birna með honum, enda höfðu þau mikið yndi af að ferðast saman, bæði innan lands og utan. Þeirrar notalegu hlýju sem Birnu var eiginleg í umgengni við annað fólk fengum við ríkulega að njóta sem vorum henni nákomin. Systrum sínum var hún hjartfólg- inn vinur og systrabörn hennar áttu alltaf alúð hennar vísa. Birna var jafnan hófstillt í framgöngu og ekki fyrirferðar- söm. Hún var þó fjarri því að vera ómannblendin enda var hún manna vinsælust af skólasystkin- um og æskufélögum og hélt við þá ævilanga tryggð. Hún starfaði af miklum áhuga í átthagafélagi Eyfirðinga í Reykjavík og átti lengi sæti í stjórn þess. Festuleg rósemi virtist Birnu gefin í óvenjulegum mæli. Hún lét fátt koma sér úr jafnvægi, svo að séð yrði, og hafði ekki mörg orð um þótt eitthvað kynni að ganga öndvert. Þessi hugarró brást henni ekki heldur í langvinnum veikindum hina síðustu mánuði. Þarflaust er að reyna að lýsa því, hve erfitt er að sætta sig við að ekki skuli verða rönd við reist því aðgangsharða afli, sem hrífur konu á besta aldri burt úr lífi þeirra sem áttu hana að. En þá er þess að minnast, að þetta er öfug- mæli, enginn, sem við höfum átt að, verður framar hrifinn burt úr lífi okkar, allra síst sá sem lætur eftir sig gnægð bjartra og góðra minninga. Þannig verða minn- ingarnar um Birnu mágkonu mína ævinlega. Bjartur og mildur var líka júní- morgunninn er hún gafst á vald þeim friði sem ekkert fær rofið. Árni Gunnarsson Því hvað er ástar og hróðrar dís og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson) Þessar ljóðlínur séra Matthfas- ar komu upp í huga mér, er ég spurði lát frú Birnu Björnsdóttur. Hún var sannarlega góð og kær- leiksrík móðir. Það mun hafa verið árið 1965 að átta ungir og blankir júristar komu saman að frumkvæði Knúts Bruun og ákváðu að ráðast í það að reisa sér og sínum þak yfir höf- uðið. Og þegar stórir hlutir eiga að ske á vitanlega að hefjast handa með viðhöfn. Það var gert með því að fara í Naustið. Reyndar fengu konurnar ekki að vera með, enda var staða þeirra í þjóðfélaginu þá enn einhlít, sú að vera heima og gæta bús og barna. Og það varð hið göfuga hlutskipti frú Birnu Björnsdóttur alla æfi að gegna húsmóðurstörfum. Það merkilega og vandasama lífstarf rækti hún af stakri prýði. Um það get ég glöggt borið, því að ég kynntist náið hennar húshaldi, þar eð hún var ein af eiginkonum hinna átta ungu júrista, er lögðu upp í hús- byggingarævintýrið árið 1965. Já mikið voru þær fagrar þessar lilj- ur vallarins, er gengu glaðar til bústarfa að Háaleitisbraut 115 á morgni lífsins 1965. Eftir að inn var flutt fór ekki hjá því, að fjöl- skyldurnar kynntust giska náið, enda nábýlið mikið, allir við sama stigauppgang. Börnin léku sér saman og urðu vinir. 1 þessu litla samfélagi skapaðist samúð, sam- hjálp og vinátta, er haldizt hefur æ síðan. Og börnunum fjölgaði. Já þetta voru sannarlega yndisleg ár og ógleymanleg. Frú Birna Björnsdóttir átti ekki lítinn hlut i mótun þessa góða sambýlis, eins vel og hún var af Guði gerð. Og börnin mín sögðu með andagt og aðdáun: „Birna á alltaf kökur." I augum barna er kökubakstur ávallt hámark hinna húsmóður- legu dyggða. En Birna kunni fleira en að baka kökur, því að hún var einstaklega vel verki farin. Fum- laust og af festu gekk hún að hverju starfi og skilaði öllu með ágætum, sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Það þurfti enginn að ganga í verkin hennar frú Birnu Björnsdóttur. Að þessu leyti minnti hún mig um margt á sína merku frænku, frú Friðrikku Júlí- usdóttur, frá Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Ég hafði oftar en einu sinni orð á því við hana og þótti henni að vonum vænt um að heyra. I framgöngu allri var Birna ein- staklega fáguð og prúð. Hún var fríð kona ásýndum og fönguleg, rúmlega meðalmanneskja á hæð og samsvaraði sér vel. Mér fannst ævinlega bjart yfir henni og hreint í kringum hana. Það stafaði af innræti hennar. Vandaðri manneskju til orðs og æðis en frú Birnu Björnsdóttur hefi ég ekki kynnzt. Aldrei heyrði ég hana mæla styggðaryrði og ekki lagði hún illt til nokkurs manns. Var hún þó enginn skapleysingi og víst gat þykknað í henni, en fágun hennar, innri ögun og meðfædd kurteisi leyfðu enga lágkúru. Hún var í mínum augum fædd „lady“. Ég dáði hana og virti eins og allir, + SIGURPÁLL STEINÞÓRSSON fré Vík (Héðinsfirði, Framnesvegi 54, Reyk|av(k, andaöist miövikudaginn 19. )úní. Systur og systrabörn. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. sem kynntust þessari vönduðu konu. Þannig var þessi kona að allri gerð í sinni hljóðlátu, orðvöru tign. En frú Birna Björnsdóttir var ekki einasta góð móðir og mikil húsfreyja, hún var einnig ástrík eiginkona, er stoð dyggilega við hlið manns síns, Heimis Hannes- sonar, í blíðu og stríðu og veitti menningarlegu heimili þeirra for- ystu af reisn og myndarskap. Af heimili þeirra hjóna eigum við Sólveig og börnin margar ánægju- legar minningar, sem nú er vert að þakka af heilum hug. Á þeim tíma, sem Heimir Hannesson var I fyrirsvari fyrir íslenzkum ferða- málum þurfti hann víða að ferðast erlendis og var þá frú Birna oftast við hlið hans, enda voru þau hjón einstaklega samhent um alla hluti og það svo mjög, að kæmi manni annað í hug, varð manni hugsað til hins. 1 huganum var það alltaf Birna og Heimir. Og nú hefur sláttumaðurinn slyngi enn á ný brugðið sínum markvissa ljá og fellt fyrstu lilj- una á velli hinna vonglöðu hús- byggjenda frá árinu 1965. Er þar með lokið lífi, sem var göfugt, fag- urt og hreint. Vini mínum, Heimi Hannessyni, og börnum sendum við hjónin og börn okkar innilegar samúðar- kveðjur. Megi minningin um vammlausa manneskju verða þeim huggun harmi gegn. Guð blessi minningu frú Birnu Björnsdóttur. Magnús Thoroddsen Ástkær mágkona og vinkona er látin. Hún var til kölluð í blóma lífs síns og kvaddi þennan heim, þegar hann skartaði sínu fegursta. Vorið hafði verið óvenju fagurt og það lék við lífið og gróandann. Það var því enn þá sárara að fylgjast með dauöastríði lífsmikillar konu, sem barðist fyrir lífi sínu af miklu hugrekki þar til yfir lauk. Líkt og blómið, sem festir rætur í grýttri jörð, hafði hún þessa síðustu mán- uði kjark til að lifa á meðan kraft- arleýfðu. Birna Björnsdóttir fæddist á Akureyri á vetrarmánuðum 1936. Foreldrar hennar voru Sigríður Guðmundsdóttir og Björn Þórð- arson. Lifir hann dóttur sína. Birna ólst upp í foreldrahúsum yngst þriggja systra við mikla ást- úð og hlýju, sem reyndist henni síðar dýrmætt veganesti. Hún var lánsöm að fá að lifa við slfkt ör- yggi á uppvaxtar- og þroskaárum sínum. Fagurt umhverfi Akureyr- ar mótaði einnig spor í persónu- leika hennar. Þessi ár á Ytri-Brekkunni voru henni kær, þar sem unað var við leik eða störf. Gönguferðir í Lysti- garðinn, berjaferðir upp í Mið- húsaklappir, skíðaferðir í Hlíðar- fjall og síðar útilegur með skátun- um, svo að eitthvað sé nefnt. Birna tók mikinn þátt í skátastarfinu á Akureyri og lagði sitt af mörkum til að skapa fagran reit við skála þeirra, Valhöll, í Vaðlaheiði. Eftir að fjölskyldan eignaðist bíl var farið í óteljandi skoðunarferðir um nágrennið og fjarlægari héruð. Björn var óþreytandi að sýna dætrum sínum fegurð og um leið tíguieik þessa lands og vaknaði fljótt áhugi þeirra á ferðalögum. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.