Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 35
fylgd foreldra sinna lærðu þær að bera virðingu fyrir náttúrunni samtímis því sem hennar var not- ið í ríkum mæli. Stundum var brugðið út af venjunni og róið á árabát yfir í Vaðlaheiði. Á vetrum stundaði Birna skólann en vann við verzlunar- og skrifstofustörf á sumrin. Haustið 1959 giftist Birna eftir- lifandi eiginmanni sínum, Heimi Hannessyni og eignuðust þau þrjú börn: Hannes 1960, Sigríði 1963 og Magnús 1964. Eftir giftinguna, á afmælisdegi tengdamóður hennar 29. ágúst, fluttist hún til Reykjavíkur og átti hún þar heimili síðan. Fyrsta vet- urinn stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann í Reykjavík og síð- an við Handavinnudeild Kennara- skólans. Næstu árin tók uppeldi barnanna hug hennar allan, en þess á milli starfaði hún við kennslu við hina ýmsu skóla í Reykjavík. Birna var listakona og það lék allt í höndum hennar. Hún gekk að hverju verki með festu og leysti það af hendi fyrst og fremst ánægjunnar vegna. Skipti þá ekki máli, hvort hún var að sinna börn- um sínum og nemendum, hlúa að blómunum eða vinna að öðrum störfum jafnt utan sem innan heimilisins. Það var oftast vor i lífi Birnu. Skyndilega syrti þó að síðla árs árið 1976. Þá fékk hún viðvörun og sjúkdómurinn, sem reyndist síðar banvænn, gerði vart við sig. Þetta var reiðarslag og vinir og vanda- menn fylgdust áhyggjufullir með. Börnin voru ung og ómótuð og hún var enn í fullum blóma lífs síns. Sjálf kvartaði hún aldrei. Hún gekk í gegnum þetta eins og hvert annað verk, sem henni var ætlað og áminnti okkur hin á stundum fyrir vanþakklæti gagnvart lífinu. Hún hafði efni á því. Ef geislar sólarinnar voru ekki á næsta leiti þá leitaði hún að þeim sjálf þangað til hún fann þá, og skugginn var að baki. Birna fékk mörg tækifæri til að ferðast bæði utan lands og innan. Það var hennar viðauki í lífinu, því að það veitti henni mikla ánægju, víðsýni og úr hverri ferð kom hún heim fróðari og reynsl- unni ríkari. Við áföll og erfiða lífsreynslu . skýrist persónuleiki fólks og hafi einstaklingurinn þrek til að stand- ast áfallið, þroskast hann samtím- is. Birna hafði fengið í vöggugjöf seiglu og dugnað föður síns, en samtímis mildi og fínleika frá móður sinni. Skaphöfn hennar var einnig rík af kærleika og bar hún ávallt mikla virðingu fyrir sam- ferðamanninum. Hún hefði getað gert eftirfarandi orð grísks heim- spekings (Epiktet) að sínum: ,Ekki bíður sólin þess að hún fái bænir né áskoranir um að rísa, heldur skín hún af sjálfsdáðum og hlýtur allra hylli. Þú skalt ekki heldur bíða eftir lófataki, hrifn- ingarhrópum og lofræðum til þess að gera vel, heldur skaltu gera góðverk ótilkvaddur. Ávinn þér þá lyndiseinkunn og tem þér þá hegð- un, sem þér finnst vert að gæta, hvort heldur pá ert einn eða með öðrum.“ Birna var alltaf sjálfri sér sam- kvæm og tamdi sér virðulega, hlýja >g 'ágaða framkomu. Hún átti pað lika til að vera glettin. Þetta var henni eðlilegt og hún umgekkst alla á sama hátt. Skipti þá ekki máli, hvort hún var í veizlusölum erlendis með tignum gestum eða í fjallaferð með fjöl- skyldunni. Fyrir tæpu ári fór hún í síðustu ferðina. Dvaldi hún þá í nokkra daga hjá systur sinni að Brett- ingsstöðum á Flateyjardal. Þang- að fór hún í ágústkyrrðinni og naut lyngsins og litadýrðar eins og svo oft áður, en nú var það í síð- asta sinn. Nokkrum dögum síðar haustaði enn á ný í lífi hennar. Náttúran hlýddi sínu kalli samtímis. Epiktet heldur áfram: „Ég er alltaf ánægður með það sem skeð- ur, því að ég veit, að það sem Guð kýs er alltaf betra en það sem ég kýs.“ Birna mætti örlögum sínum sterk og óhagganleg. Síðasta MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 35 haustið hennar stóð í tæpa tíu mánuði. Það dró af henni smátt og smátt, en hún gat lengi spjallað um daginn og veginn, og það var áberandi, hvað Akureyrarárin voru henni kær. Fyrir nokkrum vikum missti Birna sjónina. Það var eitt síðasta stigið í þessum miskunnarlausa sjúkdómi. Þá hófst erfiðasti kafl- inn fyrir aðstandendur. Fársjúk gat hún þá lýst því sem hún „sá“. Hún skynjaði návist hins óráðna og gaf okkur hinum innsýn þangað inn. Hún talaði mikið um marglit og tilkomumikil tjöld og eins og hún sagði: „Á bak við tjöldin er mikil birta." Hún varð blind, en hún leitaði að birtunni og fann hana. Eftir það lagðist yfir hana djúpur svefn, en vorið og sumarið komu á ný. Tengdafaðir Birnu, Hannes J. Magnússon, lýsti vorinu eitt sinn á þessa leið: „Á meðan grær í brekku blóm og blærinn strýkur vanga, við þann hiýja unaðsóm uni ég daga langa. Eftir langan, ljósan dag Ijúfra unaðsstunda við það sama vöggulag vil ég þreyttur blunda.“ Úr þessum hendingum má lesa þá fegurð og hlýju, sem umluktu Birnu, og vöggulag vorsins hljóm- aði, þegar hún sofnaði svefninum langa. Við drúpum höfði í virðingu og þökk. Blessuð sé minning Birnu Björnsdóttur. Á Jónsmessunni 1985, Sigríður J. Hannesdóttir, Gerður Hannesdóttir, Hrefna Hannesdóttir. Fögru lífi er lokið. Á sólríkum sumardegi, laugardaginn 15. júní síðastliðinn, lést í Landspítalan- um frú Birna Björnsdóttir frá Ak- ureyri eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að kynnast þessari elskulegu og einlægu konu og eignast vináttu hennar. Hún hafði til að bera þá eiginleika, sem ósjálfrátt vöktu þá vissu, að væru allir slíkum mannkostum búnir, væri heimurinn betur settur. Þá var hún gædd slíkri reisn og glæsileik, að ekki brást henni til hinstu stundar. Það var í desember 1976, að fyrst varð vart við þann sjúkdóm, sem að lokum varð henni að ald- urtila. Þá gekk hún undir hættu- legan uppskurð og virtist ná furðu góðri heilsu, svo að gekk krafta- verki næst. Á síðastliðnu ári tóku veikindin sig upp að nýju og nú varð engum vörnum við komið. í þessu langa veikindastríði heyrð- ist hún aldrei mæla æðruorð, en var þakklát fyrir þá góðu aðhlynn- ingu, sem hún hlaut. Velfarnaður annarra var henni ávallt ofarlega í huga. Mikla umhyggju og tryggð sýndi hún Eyfirðingafélaginu í Reykjavík, sem hún starfaði mikið fyrir, var ávallt boðin og búin til þess að leggja fram krafta sína í þágu >ess félags. í þeim störfum kom glöggt fram smekkvísi henn- ar og fágun, sem einkenndu allar hennar gjörðir. Á Rveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir áralanga vin- áttu, sem skilur eftir dýrmætar minningar um sérstæða konu. Ég og fjölskylda mín vottum eiginmanni Birnu og bðrnum þeirra, föður hennar, systrum og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Harpa M. Björnsdóttir Nú, þegar dagur og nótt verða vart aðgreind og birtan og gróand- inn ráða ríkjum, kvaddi Birna þetta jarðlíf. Lát hennar kom okkur vinum hennar ekki á óvart, en samt var það svo að okkur fannst ský draga fyrir sólu. Leiðir okkar Birnu lágu saman í Eyfirðingafélaginu í Reykjavík, og þegar kvennadeild var stofnuð innan félagsins var hún ein af stofnendum. Hún vakti strax at- hygli þessi fallega og hægláta kona, og við nánari kynni komu hennar góðu mannkostir í ljós. Með okkur tókst vinátta og við áttum saman mikið og gott sam- starf sem aldrei bar skugga á. Það hefur alltaf verið mjög samhentur hópur sem starfað hef- ur í félaginu og átti Birna ekki síst þátt í því. Ég veit að störfin með okkur voru henni mikils virði og hún vildi alltaf hag félagsins sem mestan. Heimilið og fjölskyldan var henni samt allt. Þar nutu sín best hennar góðu eiginleikar. Fyrir tæpum 9 árum sótti sá vágestur hana heim sem hafði yf- irhöndina að lokum. En eftir erf- iða læknismeðferð snéri hún aftur heim og til starfa í félaginu okkar. Næstu árin voru henni dýrmæt. Hún sagði svo oft við mig að mikið breytti maður mati sínu á gæðum lífsins eftir að hafa gengið í gegn- um erfið veikindi. Sjálf mat hún mest að geta verið heima og hugs- að um velferð fjölskyldu sinnar og henni auðnaðist að sjá börnin sin vaxa upp og verða foreldrum sín- um til sóma. Fyrir tæpu ári veiktist hún svo aftur og nú mátti hinn mannlegi máttur sín einskis. Samt kom hún heim um tíma og alltaf skyldi hún fylgjast með okkar störfum. Þegar við kveðjum þessa góðu konu er okkur efst í huga þakkir fyrir að gefa okkur svo fallegt for- dæmi með lífi sínu. Það er sá minnisvarði sem aldrei fellur og ekkert fær grandað. Við í Eyfirðingafélaginu vottum eiginmanni hennar, börnum, öldr- uðum föður, systrum og ástvinum hennar öllum okkar dýpstu sam- úð. Megi minningin um hana verða ykkur leiðarljós fram á veginn. Steinunn Steinsen Okkur langar til að minnast með nokkrum orðum okkar góðu vinkonu Birnu Björnsdóttur er lést þann 15. júní í Landspítalan- um í Reykjavík aðeins 49 ára að aldri. Birna fæddist og ólst upp á Ak- ureyri, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmundsdóttur, sem nú er látin, og Björns Þórðarsonar. Birna átti tvær eldri systur, Guðrúnu og Erlu. Á heimili þeirra Björns og Sigríðar var ætíð gott að koma og vorum við vinkonur Birnu alltaf velkomnar og þar mætti okkur hlýleiki og ástúð sem aldrei mun gleymast. Við kynntumst Birnu þegar skólaganga okkar hófst í Barna- skóla Akureyrar. Vináttan styrkt- ist með hverju ári og allar samverustundir við leik og störf eru ógleymanlegar. Birna var skáti í skátafélaginu Valkyrjan á Akureyri. Þar var hún góður fé- lagi, fyrst undir leiðsögn foringja sinna, síðar sem leiðbeinandi þeirra sem yngri voru. Skátastarf- ið var henni afar hugleikið öll ár hennar á Akureyri. Birna lauk gagnfræðaprófi árið 1953 frá Gagnfræðaskóla Akur- eyrar. Eftir það hóf hún störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í 2 ár. Þá lá leið hennar til Reykjavíkur í hús- mæðraskóla. Að nonurn íoknum hóf hún nám í handavinnudeild Kennaraskóla Islands og lauk því vorið 1959. Birna giftist Heimi Hannessyni lögfræðingi 1959 og áttu þau þrjú börn, Hannes f. 1960, Sigríði f. 1963, sem bæði eru í framhalds- námi, og Magnús f. 1964, sem er nýstúdent. Alltaf vorum við vin- konurnar velkomnar á þeirra myndarheimili en ferðirnar suður urðu alltof fáar, þótt vináttan væri jafn styrk og fyrr. Með Birnu er gengin yndisleg kona, sem alltaf var jafn róleg, fáguð og reyndi hvarvetna að láta gott af sér leiða. Engum duldist að heimilið og fjölskyldan áttu hug hennar allan, einkum var þó upp- eldi öarnanna, þroski og framtíð þeirra hennar hjartans mál. Við þökkum elsku Birnu vináttu og tryggð sem aldrei féll skuggi á. Blessuð sé minning Birnu Björnsdóttur. Kæri Heimir, við vinkonurnar vottum þér og börnunum, Birni föður hennar og systrum dýpstu samúð og biðjum guð að styrkja ykkur öll. Valborg, Hólmfríður, Helga Maggý og Þóra Næsta haust verða 30 ár liðin frá því að 40 stúlkur komu saman í Húsmæðraskóla Reykjavíkur við Sólvallagötu til að hefja þar nám. Stúlkur þessar komu hver úr sinni áttinni víðs vegar af landinu og voru að sjálfsögðu af öllum manngerðum, en áttu það sameig- inlegt að vera ungar og fullar af bjartsýni á lífið. Ein þessara stúlkna var Birna Björnsdóttir frá Akureyri og kom hún til Reykja- víkur ásamt unnusta sínum, Heimi Hannessyni, sem var kom- inn til að hefja lögfræðinám við Háskóla íslands. Það kom strax í ljós að Birna var af þeirri mann- gerðinni sem allir báru traust til og virtu, auk þess sem hún var einstaklega vandvirk og góður nemandi. í heimavistarskóla þar sem fólk Petrína Ó. t>orateinsdóttir. Jón R. Þorsteinsson, Elísabet I. Þorsteinsdóttir, Óskar S. Þorsteinsson, kynnist mjög náið og upp geta komið vandamál sem þarf að leysa, koma kostir og gallar þess fljótt í ljós og þá er ómetanlegt að kynnast fólki sem aldrei á í illdeil- um við nokkurn og sem hægt er að leita til í vanda. Þannig var Birna þótt hún kynni einnig manna best að meta glaðværð og glens. Einn vetur er ekki langur tími. Má þvi kallast einstakt hvað margar skólasystranna hafa hald- ið góðu sambandi og hist reglulega og það var ekki hvað síst Birnu að þakka, því hún lét sig aldrei vanta og voru þessir fundir okkar árlegir viðburðir. Síðast hittumst við fyrsta vetrardag sl. Engan óraði þá fyrir að það yrði í síðasta skipt- ið sem hún væri með okkur, þó að hún væri nýstaðin upp úr stórri skurðaðgerð. Nú er sú fyrsta úr hópnum horf- in okkur. Við vottum Heimi og börnunum, föður hennar og systrum innilega samúð og biðjum guð að gefa þeim styrk. Skólasystur Qunnar V. Guðmundsson, Sigrún Bogadóttir. Höróur Magnússon, Sigríöur I. Þorgeirsdóttir. t Móöir min, systir og mágkona, ANNA GRÖNFELDT, Borgarnssi, veröur jarösungin frá Borgarneskirkju laugardaginn 22. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeöin en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Borgarneskirkju eöa líknarstofnanir. Steinþór Grönfeldt, Þórleifur Grönfeldt, Erla Daníelsdóttir. t Eiginkona mín, móöir, dóttir og systir, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, Hjallalandi 26, Reykjavík, sem lést 15. júni, veröur jarösungin frá Bustaðakirkju i dag, föstu- daginn, 21. júní kl. 15.00. Heimir Hannesson, Hannes Heimisson, Björn Þórðarson, Sigríöur Heimisdóttir, Erla Björnsdóttir, Magnús Heimisson, Guórún Björnsdóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, ÓLÖF GUOMUNDSDÓTTIR, Austurvegi 8, Selfossi, er andaöist 12. júní, verður jarösungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 22. júní kl. 13.30. Sörn og tengdabörn. t Jarðarför föður okkar, RAGNARS STEFÁNSSONAR frá Brimnesi, Soðagranda 7, fer fram frá Oómkirkjunni í dag, föstudaginn 21. júni, kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö Ásdís Guðný Ragnarsdóttir, Ástþór Ragnarsson, Anna Eyvör Ragnarsdóttir, Stefán Ragnarsson. t Alúöar þakkir til allra sem heiöruöu minningu, JÓRUNNARJÓNSDÓTTUR frá Smiöjuhóli. Sérstakar þakkir viljum vlö færa öllu starfsfólki deildar 21a a Kvennadeild Landspitalans fyrir góöa hjúkrun og hlýju i veikindum hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.