Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNf 1985 Evrópumetið ekki staðfest? PATRIK Sjöberg frá Svíþjóö setti á dögunum Evrópumet í hástökki, stökk 2,38 metra, á móti í Eberstadt í Vestur- Þýskaiandí. Nú er hins vegar komió babb í bátinn — Frjáls- íþróttasamband Evrópu mun að öllum líkindum ekki staöfesta þar sem Sjöberg var með aug- lýsingu á keppnistreyju sinni, en það er stranglega bannað skv. reglum alþjóðasambands- ins og Evrópusambandsins. Frjálsíþróttasamband Norður- landanna hafa undanfarin ár bar- ist fyrir því aö auglýsingar veröi leyfðar á búningum keppenda á alþjóöamótum — en alþjóöa- sambandiö hefur þverneitaö því. í fyrra setti norska stúlkan Ingrid Kristiansen heimsmet í 5000 metra hlaupi í Noregi — og var þá meö auglýsingu á treyju sinni. Minnstu munaöi aö al- þjóðasambandiö neitaði aö staö- festa þaö met — en þar sem norska sambandiö haföi viöur- kennt auglýsinguna og mótiö fór fram í Noregi var þaö staöfest. Síöan hefur alþjóðasamband- ið enn hert reglur — nú veröa öll frjálsíþróttasambönd aö fylgja reglum IAAF (alþjóöasambands- ins). Noröurlandasamböndin veröa því greinilega að gefa eftir í þessu máli. Svo gæti farið aö Sjöberg yröi dæmdur í keppnisbann á IAAF- mótum í einhvern tíma skv. frá- sögn Sænska dagblaösins. • Sjöberg fagnar Evrópumeti sfnu — 2,38 m í Eberstadt um aíöustu helgi. Fæst metiö ekki staðfest? Hann var með auglýsingu frá skóframleiðandanum Tiger á keppnistreyju sinni. „Jóns-málinu“ vísað frá: KR kærir næst til dómstóls ÍSÍ svo var ekki, viö vorum aö kæra þaö aö aganefnd skyldi dæma í málinu. Viö teljum hana ekki hafa lögsögu i málinu,“ sagöi Steinþór Guöbjartsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, í samtali viö Morgunblaöiö. Steinþór sagöi KR-inga myndu senda máliö áfram til dómstóls ÍSÍ. k • Rummenigge skoraði tvö fyrir Inter. Inter burstaöi Verona í ítölsku bikarkeppninni Neyðaróp frá Augnabliki! DÓMSTÓLL Knattspyrnuráös Reykjavíkur vísaði frá kæru KR-inga í „Jóns-málinu“ svo- nefnda á fundi sínum í fyrradag. „Þeir viröast hafa misskiliö okkur. Meðlimir dómstólsins virö- ast hafa haldiö aö viö værum aö áfrýja úrskuröi aganefndar KSi, INTER Milan sigraði nýbakaða ít- alíumeistara, Veróna, 5:1, í ítölsku bíkarkeppninni f knattspyrnu í fyrrakvöld eftir framlengdan leik. Þetta var síöari viðureign liö- anna. Veróna haföi unnið þá fyrri 3:0. Þannig lauk einnig leik liöanna í fyrrakvöld og þvi þurfti aö fram- lengja. Hetja Inter-liösins í leiknum var Vestur-Þjoöverjinn Karl Heinz Rummenigge sem lék mjög vel og Jónsmessu- mót hjá GR í kvöld JÓNSMESSUMÓTIÐ hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur, sem skv. mótaskrá á að vera á laugardag, hefur verið fœrt fram og verður í kvöld. Keppni hefst kl. 20.30. Þetta er parakeppni — annar keppandinn slær inn á flöt og hinn púttar. Að gefnu tilefni í miðvikudagsblaðinu birtist mynd frá Akureyrarvelli þar sem lögreglumenn leiddu burtu tvo menn vegna atviks er flösku var kastað inn á völlinn í leik Þórs og Vals. Að gefnu tílefni skal tekiö fram aö fremri maöurinn á mynd- inni, sem leiddur er í burtu, var í hópferð Vals á leikinn — og var hann engan veginn viöriöinn þennan leiðindaatburð. í Ijós kom aö hann hafði aöeins ætlað aö stilla til friöar í stúkunni. Sleppti lögreglan honum þá þegar í staö og bað hann afsökunar. skoraöi tvívegis. Þá lék Irinn kunni Liam Brady sérlega vel einnig og skoraöi fimmta og síöasta mark liösins — á 118. mín. Danski landsliösmaöurinn Preben Elkjær Larsen skoraöi eina mark Veróna í leiknum. Inter komst þar meö í fjögurra liöa úrslit keppninnar. Önnur liö sem tryggt hafa sér sæti í undan- úrslitunum eru AC Mílanó, Samp- doria og Fiorentina. AC Milanó sigraöi Juventus, Sampdoria sigraði Torinó 4:2 og skoraöi Englendingurinn Trevor Francis tvö mörk í þeirri viöureign. Fiorentina, sem lék án Argentínu- mannsins Daniel Passarella og Brasiliumannsins Socrates, sigraöi 2. deildarliöiö Parma 3:0. Morgunblaöinu hefur boríst eftirfarandi fréttatilkynning: „Þaö hefur varla farið framhjá neinum aö knattspyrnufélagiö Augnablik í Kópavogi hefur ekki tapaö leik í islandsmóti 4. deildar í ár. Eru Augnabliksmenn farnir aö örvænta um aö þeirra kunni aö bíöa þaö hlutskipti aö leika í 3. deild á næsta ári og er þá fræöi- legur möguleiki aö öll Kópavogs- liöin leiki í sömu deild. Stjórn fé- lagsins hefur samþykkt aö viö svo búiö má ekki standa og grípa þurfi til ráöstafana strax. Hefur veriö ákveöiö aö i næsta heimaleik fé- lagsins, laugardaginn 22.06.85 sem er viö Snæfell og hefst kl. 14.00 á Kópavogsvelli, leiki félagiö í nýjum búningum sem bera aug- lýsingu frá auglýsingastofunni Tímabæ enda er tímabært aö þessari þróun veröi snúiö viö. Ennfremur munu veröa ýmsar uppákomur í tengslum viö leikinn til aö reyna aö draga athygli Augnabliksmanna frá leiknum t.d. munu „kraftajötnar" reyna meö sér í rómverskum hjólbörudrætti, sæt- ir strákar munu vera fánaberar, nýju búningarnir munu veröa af- hentir meö viöhöfn o.fl. Heiöurs- gestir á leik þessum veröa tveir; eigandi auglýsingastofunnar Tíma- bær viö annan mann og munu þeir fá sérstaka meöferö. Þjálfara liösins Kristjáni Hall- dórssyni hefur veriö gefiö „frí“ i þessum leik og hafa jafnvel heyrst raddir um aö til standi aö ráöa hinn gamla þjálfara félagsins Ara Þórðarson sem ávallt hefur tekist aö halda félaginu í réttri deild. Þaö er von Augnabliksmanna aö sem flestir sjái sér fært aö líta viö á Kópavogsvelli þegar leikurinn fer fram og leggja sitt af mörkum til aö hagstæö úrslit fáist. Stjórn Augnabliks.“ MorgunbtoMS/ (totgl Bjwnmon Vinningshafar á þjóöhátíöarmótunum í Borgarnesi Á þjóðhátíöardaginn 17. júní var að vanda mikiö um aö vera á íþróttasviöinu hjá krökkunum í Borgarnesi. Hiö árlega 17. júní mót var í sundiauginni og 17. júní hlaupið á íþróttavellinum. Á útiskemmtun í Skallagrímsgarði fengu allir vinningshafar vinningspeninga, gull, silfur og brons og var þá aö sjálfsögu mikið gaman. Myndin var tekin í Skallagrímsgarði af flestum vinningshöfum sem stilltu sér saman upp við myndatöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.