Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JtlNÍ 1985 23 Beirút: Hver verða ör- lög bandarísku gíslanna? Margt er líkt með flugránmu nu og gíslatökunni í Teheran fyrir 5 árum New York, 19. júní. AP. MÖRGUM finnst rán bandarísku TWA-þotunnar nú vera um margt svipað því, sem gerðist 1979—1981, er starfsmenn banda- ríska sendiráðsins í Teheran voru teknir gíslar af írönskum öfgamönnum. Alveg eins og þá leggja bandarískir fjölmiðlar nú geysilega áherzlu á atburðina í Beirút og fylgjast með öllu þar frá einu augnabliki til annars. Það sem einkum þykir líkt með atburðunum þá og nú er: — Herskáir shítar eru að verki í bæði skiptin. — Bæði í íran og Líbanon hafði dregið mjög úr valdi borg- aralegra yfirvalda. Rétt eins og það var með öllu óvist, hver stjórnaði írönsku „náms- manna“-hryðjuverkamönnunum, þá er það mjög óljóst, hverjir standa að baki flugræningjunum í Líbanon nú. — í báðum tilvikum voru flestar konur og þeir farþegar, sem ekki voru bandarískir þegn- ar, látin laus tiltölulega fljótt. — Misþyrmingum var beitt í upphafi mannránanna bæði þá og nú. í Beirút var einn af gísl- unum skotinn til bana. — Herskip bandaríska flotans hafa verið höfð til taks eftir bæði mannránin, sem i bæði skiptin hefur leitt til þess, að mannræningjarnir komu gíslun- um fyrir á leynilegum stöðum. í íran gerðist þetta eftir mis- heppnaða skyndiatlögu banda- rískrar víkingasveitar. — í íran urðu sendiráðsgísl- arnir að peðum í valdabaráttu milli byltingahópa í landinu. í Líbanon gæti vel farið svo, að bandarísku gíslarnir yrðu að leiksoppum milli öfgasinnaðra og hófsamari hópa. f fran máttu þáverandi ráða- menn, sem menntaðir voru á Vesturlöndum eins og Abolhass- an Bani Sadr forseti og Sadegh Ghotbzadeh utanríkisráðherra þola ámælisorð af hálfu þeirra, sem þóttust vera „sannir bylt- ingarmenn", hvenær sem þeir sýndu minnsta sáttarvilja í garð Bandaríkjanna. f Líbanon nú hefur hinn fág- aði franskmenntaði lögfræðing- ur, Nabih Berri, sem er aðalleið- Bandaríkjamenn sendu víkingasveit til frans 1 aprfl 1980 og ítti hún að freista þess að frelsa gíslana úr sendiráðinu. Tilraun þessi mistókst þó með öllu og átta Bandaríkjamenn biðu bana. Mynd þessi sýnir flak bandarískrar flugvélar, sem eyðilagðist í þessum leiðangri. togi amal-shíta, lýst yfir van- þóknun sinni á flugræningjun- um en leitast engu að síður við að tala fyrir þeirra munn sem samningamaður. „En það er gert of mikið úr völdum Berris í Líbanon," var í gær haft eftir stjórnmálafræð- ingnum Mansour Farhang, sem eitt sinn var sendistarfsmaður fyrir íran, en hann hefur fylgzt af athygli með þróun mála fyrir botni Miðjarðarhafsins. „Berri reynir nú að skipa sér á bekk með öfgamönnunum, svo að hon- um verði ekki ýtt til hliðar. Hann tekur nú æ öfgakenndari afstöðu," segir Farhang. Haft er eftir bandarískum embættismönnum, að atburðirn- ir í Beirút nú kunni að dragast á langinn og að margar vikur og mánuðir geti farið í hótanir, stóryrði og tilgangslaust samn- ingaþjark, alveg eins og í íran, en þar lauk málinu ekki fyrr en eftir 444 daga. Þessum atburðum verður þó ekki jafnað saman að öllu leyti. Þannig áttu efnahagslegar refsi- aðgerðir Bandaríkjamanna og afskipti Sameinuðu þjóðanna eftir að hafa veruleg áhrif á stjórnvöld í íran til lausnar deil- unni. Slíkt yrði sennilega til lít- ils gagns í Líbanon nú vegna þess glundroða, sem ríkir þar í landi. Farhang bendir ennfremur á annað atriði, sem er frábrugðið atburðunum nú en gæti skipt verulegu máli. Hann segir: „fr- anir vissu, að krafa þeirra um framsal keisarans var áróðurs- kennd og að aldrei yrði orðið við henni. En í Líbanon virðist sú krafa ekki út í bláinn, að shít- arnir, sem eru í haldi í ísrael, verði látnir lausir.“ í hljóðvarpi og sjónvarpi í Bandaríkjunum linnir ekki sam- anburði á atburðunum nú og í íran á sínum tíma. Á fundi Reagans forseta með frétta- mönnum á þriðjudagskvöld var forsetinn hvað eftir annað minntur á þá gagnrýni, sem hann hafði látið í ljós í garð Jimmy Carters, þáverandi for- seta vegna gíslanna í íran. Var Reagan spurður að því hvað eftir annað, hvort hann gæti staðið sig nokkuð betur nú en Carter gerði á sínum tíma. 'OSTUDAGUR 23. JUNI Noröurlandsleikar æskunnar Setningarathöfn meö skrúögöngu um bœinn. LAUGARDAGUR 29. JUNI Noröurlandsleikar æskunnar Golfkeppni unglinga Diskótek í Grænuklauf Týról Tíbet SUNNUDAGUR 30. JUNI Messa í Sauöárkrókskirkju Tindastólsmót á golfvelli Noröuriandsleikum æskunnar slitið. Opnun myndlistarsýningar Sigrúnar Eldjám, Guðrúnar Gunnarsdóttur og Borghildar Óskarsdóttur. MANUDAGUR 1. JULÍ Grettir og free-style danskeppni i Bifröst MIÐVIKUDAGUR 3. JUH Gítartónleikar í Safnahúsinu - Þórólfur Stefánsson Grettir og danskeppni í Bifröst FIMMTUDAGUR 4. JULI ■pöld í Bifröst Útibridgemót v/Faxatorg. ÞRiÐJUDAGUR 2. JULÍ Utiskákmót v/Faxatorg. Þjóðleikhúsið sýnir „Með vífiö í fúkunum". . k FÖSTUDAGUR 5 JÚLI Unglingaball í Bifröst — Belfigour Harmóníkuball á Faxatorgi. Geirmundur Valtýsson og félagar. LAUGARDAGUR 6 JULI Bæjakeppni á golfvelli: Ólafsfjöröur, Siglufjöröur, Sauðárkrókur Utidansleikur í Grænuklauf - Drýsill Rokktónleikar í Grænuklauf Drýsill - Gypsy - Týról o.fl. Lokadansleikur í Bifröst-Geimsteinn. SUNNUDAGUR 7 JULI Útifjölskylduskemmtun í Grænuklauf Hestamót Léttfeta ALLA DAGANA Afsláttur af fargjöldum Flugleiöa Drangeyjarferðir frá Hressingamúsi Uppakomur á Hóteli og Sælkerahúsi Nætursala í Hressingamúsi Hestaleiga Ingimars Pálssonar Myndlistarsýning í Safnahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.