Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR21. JÚNÍ 1985 17 HOLLUSTUBYLTINGIN/Jón Óttar Ragnarsson Matvælafræðin er framtíðin! Sú tíð mun koma að íslenska þjóðin áttar sig á þeirri stað- reynd að landið okkar er fyrst og síðast lítil matvælaverksmiðja á hjara veraldar. Því miður hafa stóriðju- draumar okkar á öðrum sviðum reynst tálsýn m.a. vegna offjár- festingar í raforkumálum og þar með hás rafmagnsverðs. Gufan er að vísu ódýr ... enn sem komið er, en í raun ættu íslendingar fyrst og fremst að reyna að nota hana í matvæla- framleiðslu og skyldum grein- um. Því miður hafa ráðamenn þjóðarinnar ekki enn áttað sig á því að framtíð þessa litla lands mun líklega ráðast hvernig að þessari grein er búið. Hvað er matvæla- fræði? Misskilnings um eðli matvæla- fræði gætir víða. Þannig sagði góður læknir: „Verst þú skulir ekki vera læknir." Hann vissi augsýnilega ekki að matvælafræði er ein flókn- asta grein raunvísinda og spann- ar sviðið á milli læknisfræði og vélaverkfræði. Sá sem eitt sinn leggur stund á matvælafræði, hvort sem hann er verkfræðingur eða læknir, verður aldrei annað en matvæla- fræðingur upp frá því! Hálfsannleikur „Coca Ck)la Company" jók ný- verið sykurmagnið í eftirlætis- drykk Islendinga. Á sama tíma neita læknasamtök að dreifa bæklingi um hollustugildi mjólk- urdrykkja. Hvort tveggja eru þetta angar á sama meiði, því sögulega slysi þegar matvælatæknin kom til sögunnar var næringarfræðin ekki til. Þessi sögulegi aðskilnaður er meginástæða þess að læknar rita oft svolítið um næringarfræði en ekkert um matvælaframleiðslu og lenda því ósjaldan í vandræð- um ef þeir ráðleggja um matar- æði. Á sama tíma eru mörg fyrir- tæki i matvælaiðnaði full af matvælatæknum sem hafa ekki hundsvit á næringarfræði og lenda því æ ofan í æ í því að framleiða óhoilar vörur. íslensk lausn? Matvælafræði við Háskóla ís- lands er ekki íslensk patent- lausn, heldur sú leið sem flestir skólar heims leggja æ meira upp úr: Að tengja þessa tvo þætti saman. Gnda þótt námið sé aðeins níu ára gamalt hefur reynslan sýnt að þetta fyrirkomulag er ekki aðeins það farsælasta ... það er framtíðin. Víða þar sem ég hef komið og sagt frá þessu námi erlendis hef- ur svarið verið að einmitt þetta sé sín braut sem stefnt er á. LokaorÖ Það er erfitt að hafa hollustu í hávegum eins og dæmið um Coca Cola sýnir glögglega. En þegar til lengdar lætur er það samt besta lausnin. Við íslendingar erum svo heppnir að fiskurinn okkar er einhver hollasta afurð sem til er og að æ fleiri eru að átta sig á því. Og eftir því sem almenningur veit meira um hollustu og nær- ingu þeim mun meira fjölgar þeim sem taka mið af þessum þáttum ... ekki einungis bragð- inu og eitrunum. Því þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir fáir sem ekki vilja líta svolítið betur út og svo kannske .. lifa svolítið lengur. Komiö og reynsluakiö Rocky og ræö- iö viö sölumenn um útborgun og láns- tíma eftirstööva skv. Daihatsu-kjörum. Daihatsu-gæöi- þjónusta-endursala. Þegar hönnuöir Daihatsu-verksmiðjanna skiluðu vinnuteikningum sínum til framleiðsludeildar verksmiöjanna höfðu þeir leyst af hendi 4 meginverkefni Komið öllum bestu eiginleikum 4-hjóladrifsbílsins ásamt nokkr- um nýjungum fyrir í ramma, sem samtals vegur aðeins 1330 kg. Gert hann ótrúlega sparneytinn úr garöi án þess að fórna nokkru í afli og snerpu. Gefið honum sérlega glæsilegt og traustvekjandi útlit ásamt rúmgóðu, fallegu farþega- og farangursrými og glæsilega út- færðu mælaborði. Ótrúlega hagstætt verö. Staöreyndin er nefnilega sú, að Rocky Wagon lúxusútgáfa með bensínvél kostar aðeins frá kr. 823.000 með ryðvörn kominn á götuna og stenst með glæsi- brag verðsamanburð við keppinautana. ROCKY Glæsileg eign á réttu veröi og kjörum Þótt viö segjum aöeins 823 þúsund krónur fyrir Rocky Wagon eru þaö auövitaö heilmiklir fjár- munir, enda Rocky mikil eign. Viö bjóöum sér- stök kjör fyrir þá sem þess óska, er þeir ákveöa kaup á Rocky. Viö bjóðum svo 5. atriðiö — Daihatsu-kjör Daihatsu-umboðið Ármúla 23, 8. 685870-81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.