Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Filippseyjar: Skæruliðar felldu sex lögreglumenn Manila, 19. júní. AP. AÐ MINNSTA kosti sex lögreglu- menn, þ.á m. einn lögregluforingi, létu lífið í gær er skæruliðar komm- únista gerðu stjórnarherdeild fyrir- sát á suðurhluta Filippseyja. Dollarinn: Verulegt fall fyrir árslok? Að sögn hernaðaryfirvalda var herdeildin á leið til að aðstoða aðra stjórnarhermenn í bardaga við skæruliða hins svonefnda Nýja alþýðuhers. Árásarmennirnir voru um fjörutíu talsins. Ríkisstjórn Filippseyja segir að kommúnistar hafi tæplega ellefu þúsund menn undir vopnum og stjórni um 4% allra þorpa lands- ins. Skæruliðar fullyrða hins veg- ar, að þeir hafi rösklega tuttugu þúsund menn undir vopnum og ráði yfir mun stærri svæðum en stjórnin vill viðurkenna. Vestur-þýskir verksmiðjutogarar í höfn í Cuxhaven. Vestur-þýskir útgerðarmenn: Kenna Islendingum um vanda úthafsskipanna Wasbington, 19. júní. AP. Sérfræðingar Chase Man- hattan-bankans í New York spáðu í dag verulegu gengis- falli dollarans fyrir árslok. „Samkvæmt okkar spám mun gengi dollarans við árs- lok verða um það bil einn dollari á móti 2,75 vestur- þýskum mörkum og 230 jap- önskum jenum,“ sagði Ric- hard M. Young, varaforseti alþjóðadeildar stofnunarinn- ar, en í gær fengust fyrir dollarann 2,994 v-þýsk mörk og 246,63 jen. „Vegna þess, að nú horfir þannig, að hagvöxt- ur í Bandaríkjunum muni verða minni en innan ann- arra helstu efnahagsheilda, verður það ekki eins eftir- sóknarvert og áður að fjár- festa þar. Fjármagnsstreymi til Bandaríkjanna mun því minnka en eftirspurn eftir bandarísku lánsfé erlendis aukast. Afleiðingin verður sú, að gengi dollarans fellur," sagði Young. Young bætti því við, að vegna minni hagvaxtar í Bandaríkjunum minnkaði ásóknin í viðskiptalán og það ylli því aftur, að vextir lækk- uðu og dollarinn með. VEf?TUR-þýskir útgerðarmenn, sem standa nú frammi fyrir miklum rekstrarerfiðleikum, hafa hótað að sclja öll úthafsskip sín. Segja útgerðarmennirnir að orsök vandans megi rekja til þess fordæm- is sem íslendingar settu árið 1977 með þeirri ákvörðun sinni að færa út landhelgina í 200 mílur. l»ar með hefðu Vestur-Þjóðverjar verið sviptir rétti sínura til veiðaá miðunum um- hverfis ísland, Grænland, Kanada og Noreg. Frá því 1977 hafa Vestur- Þjóðverjar þurft að sækja um aflakvóta til að fá veiðiréttindi innan fiskveiðilögsögu Kanada- manna, Norðmanna og aðildar- þjóða Evrópubandalagsins. Að dómi útgerðarmannanna er hér um að ræða veiðisvæði, sem Vestur-Þjóðverjar hafa nýtt sér um langan aldur. Því hefðu þeir fullan rétt á að halda áfram veið- um sínum þar án allra skilmála. „Þetta er ekkert annað en eign- arnám," segir Dieter Koch, for- maður samtaka þýskra útgerðar- manna, sem gera út úthafsskip. Afleiðing þess að æ færri vest- ur-þýskum fiskiskipum er nú gert kleift að veiða á erlendum miðum hefur orðið sú að flotinn þar hefur minnkað til muna: nú eru út- hafsskipin aðeins 17, en voru 66 fyrir tíu árum. MIKIL sfld er nú í Norðursjó og hafa Norðmenn veitt mjög vel að undanförnu innan sinnar lögsögu. Er hér einkum um að ræða síld úr árganginum frá 1981, fyrsta sterka árganginum eftir að sfldarstofnarnir í Norðursjó tóku að rétta úr kútnum. Segir frá þessu í norska sjávarút- vegsblaðinu Fiskaren 13. júní sl. I Fiskaren segir, að síldin sé yf- Útgerðarmennirnir hafa hótað að selja þessi 17 skip ef stjórnvöld verði ekki við kröfum þeirra um að útgerðarféiög fái ríkisstyrk að andvirði tæplega 1.400 milljóna ís- lenskra króna fyrir lok þessa mán- aðar. Telja útgerðarmennirnir að stjórnmálamenn og ríkisstjórnin irleitt 24—34 sm stór og að Norð- menn muni geta stundað veiðarn- ar enn í nokkrar vikur eða þar til hún gengur upp að Hjaltlandi og Orkneyjum þar sem hún hrygnir í 'ok júlí og byrjun ágúst. Skotar hófu sínar síldveiðar 15. júní og biðu Norðmenn spenntir eftir að sjá hvernig þær gengju vegna þess, að Norðmenn og Evrópu- hafi brugðist með aðgerðarleysi sínu, enda sé nú hætta á atvinnu- leysi meðal sjómanna og fisk- vinnslufólks. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin tekið kröfum úgerð- armannanna frekar fálega, en í lok mánaðarins ættu línur að skýrast í málinu. (Heimild: Der Spiegel) bandalagið hafa engan samning sin á milli um sildveiðarnar. Norð- menn mega því ekki sækja síldina út fyrir sína lögsögu. I Fiskaren segir, að hafa megi það til marks um hve síldin er mikil, að hennar hafi orðið vart allt norður til Smöla, sem er eyja skammt frá Þrándheimi. Noregur: Mikil síld í Norðursjó Sonur Mengeles afhendir gögn Muncben, 14. júní. AP. Æ SONUR stríðsglæpamannsins Jósefs Mengele, Rolf, sagði í dag að hann mundi bráðlega afhenda saksóknaranum í Frankfurt gögn, sem sönnuðu það sem hann vissi um líf föður síns í Suður-Ameríku. Talsmaður saksóknarans í Frankfurt sagði að tveir rétt- arlæknisfræðingar hefðu farið til Brazilíu í dag, búnir rafeindatækjum, til þess að að- stoða við tilraunirnar til að bera kennsl á lík það sem grafið var upp skammt frá Sao Paulo 6. júní og talið var að væri lík Mengeles. Rolf Mengele kveðst engar sannanir hafa fyrir því að faðir sinn hafi lent í slysi á vélhjóli 1944 með þeim afleiðingum að hann hafi mjaðmagrindar- brotnað. Hans-Eberhard Klein, sak- sóknari í Frankfurt, kveðst ekki hafa fengið sannanir er styðji þá staðhæfingu Rolfs að faðir hans sé látinn. Klein hef- ur fjallað um mál Mengeles síð- an 1974 og segir að leitinni að honum verði haldið áfram unz ótvírætt verði sannað að hann sé látinn. Kona Rolfs Mengele, Almuth, sagði að fréttirnar um vélhjóla- slysið væru ósannar. Hún neit- aði að segja nokkuð um það sem nazistaveiðarinn Símon Wiesenthal hefur sagt, að Jósef Mengele hafi særzt á austur- vígstöðvunum 1943. Rolf Mengele sagði í yfirlýs- ingu sinni að hann mundi senda Klein gögn um ferð, sem hann hafi farið til Brazilíu 1979. Hann mun einnig senda Klein ljósmynd, sem mun hafa verið tekin af föður hans á síðasta áratug, og rithandarsýnishorn. Hans Sedlmeier, sem hefur verið sakaður um að hafa verið tengiliður Mengeles og ætt- ingja hans í Gúnzburg .-í Bæjaralandi, neitar að svara spurningum fréttamanna. Gögn, sem fundust við leit á heimili hans, leiddu til þess að líkið skammt frá Sao Paulo var grafið upp. Tímaritið Bunte staðfesti í dag að Rolf Mengele hefði látið því í té hundruð ljósmynda, bréfa og skjala, sem hann stað- hæfði að veittu upplýsingar um flótta föður hans frá Þýzka- landi eftir stríðið. Blaðið Bild hermir að Rolf Mengele vilji breyta nafni sínu vegna meintra hótana um að ráða hann af dögum. Blaðið segir að hann beri alltaf á sér rauða grímu til að geta hulið andlit sitt fljótt, hvenær sem er. llppdrátturinn sýnir þi mörgu staói þar sem sagt er að Jósef Mengele hafi dvalizt síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk. Slóð Jósefs Mengele rakin 1944 — Auschwitz, Póllandi 1972 — Paraguay? 1945 — Fangabúöir, V-Þýzkalandi? 1977 — Bólivía? 1945 — Gunzburg, V-Þýzkalandi 1979 — Paraguay — Chile? 1949 — Genúa — Argentina 1987 — Portúgal, Chile, Bólivía, 1959 — Asuncion, Paraguay Uruguay? 196? — Argentína? 1982—84 — Paraguay 1965 — Spánn? 1966 — Argentina? 1967 — Brazilía s 'PÓLLAND \ PARAGUAY BRAZILÍA ) r-'-V 1 I [«1 / ÞÝZKALAND \ V r BÓLIVÍA CF6LE URUGUAY ARGENTV4A ÓSTAÐFEST i STAÐFEST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.