Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐII), FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 • Einar Vilhjálmsson mætir heimsmethafanum í spjótkasti á stórmóti í frjálsum íþróttum í Prag á morgun, laugardag. Þar veröa allir fremstu spjótkastarar heimsins meóal þátttakenda. Einar hefur keppt í átta mótum í sumar og sigraó í sjö þeirra. 16-liöa úrslit bikarkeppninnar: Dregiö í sjón- varpssal á laugardag — Einherji sigraði Þrótt fyrir austan í grófum leik eftir vítaspyrnukeppni DREGIÐ veróur í 16-lióa úrslitum í bikarkeppni Knattspyrnusam- bandsins í íþróttaþætti sjónvarps kl. 18 á laugardag. Lió úr 1. deild koma nú inn í keppnina auk lióa úr neóri deild- unum. Auk 1. deildarliöanna tíu eru í 16-liöa úrslítunum ÍBV, KA, Árvakur (úr 4. deild), Grindavík, Njarövík og Austri eóa Einherji. Urslit ráóast ekki i Austurlands- riölinum fyrr en næstkomandi miö- vikudag er Austri og Einherji mæt- ast. i fyrrakvöld mættust Einherji og Þróttur Neskaupstaö og sigraöi fyrrnefnda liöiö eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni, 6:5. Mikil harka var í þessum leik og voru tveir Þróttarar bornir af velli meiddir og aö auki var einn úr liöi Þróttar rekinn af leikvelli. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 1:1. Ekki var skoraö í fram- lengingu og þvi gripið til vita- spyrnukeppni. Eftir fimm spyrnur á hvort lið var staóan enn jöfn og þaö var ekki fyrr en hvort liö haföi tekiö níu spyrnur aö úrslit réöust — staöan var þá 6:5 fyrir Einherja. Knattspyrnan í Sviss: Servette meistari Keppnistímabili knattspyrnu- manna í Sviss er nú lokiö. Serv- ette frá Genf varö meistari meó 46 stig en AArau varó í öóru sæti, fjórum stigum á eftir. Aarau tekur þátt í Evrópukeppni bikarhafa næsta vetur og Zamax og St. Gall í UEFA-keppninni. Úrslit í síöustu umferöinni um helgina uröu þessi: Basel — Grasshoppers 2—0 Lucerne — Aarau 1—2 Zúrich — St. Gall 1—2 La Chaux — Young Boys 1 — 1 Sion — Xamax 1—2 Servette — Vevey 5— 1 Lokastaðan í deildinni: Servette Aarau Xamax St. Gall Ston Grasshoppers FC Zurich Basel Young Boys Lausanne Wettingen Lucerne Vevey Chaux-de-Fonds Zug Winterhut 30 19 30 16 30 14 30 13 30 14 30 11 30 11 30 11 30 10 30 10 30 30 30 30 30 30 3 71- 4 62- 5 59- 6 66- 8 56- 9 53- 9 10 59- 9 10 46- 10 10 42- 9 11 50- 12 11 31- Q 13 33- 6 15 40- 12 12 41- 6 20 27- 5 21 32- 28 46 43 42 -34 39 -32 37 ■49 36 -47 32 -52 31 . -49 31 •45 30 -57 29 -35 26 -53 26 -47 24 -54 24 -21 14 -72 13 Einar er stigahæstur — á f jórða besta árangurinn í heiminum í dag EINAR Vilhjálmsson frjálsíþróttamaður ar í efsta sæti í stigakeppni „Grand Prix“-mótanna í frjálsum íþróttum. Einar hefur hlotid 18 stig. Eins og við höfum skýrt frá eru „Grand Prix“-mótin í frjálsum íþróttum nýjung á keppn- istímabilinu. Keppt er á mörgum mótum og stigahæstu menn í hverri grein fá aö keppa á stóru lokamóti í Róm í haust og þar verða vegleg peningaverölaun fyrir fyrstu menn í hverri grein. En átta keppendur munu mæta til leiks í hverri keppnisgrein. Þeg- ar þremur mótum er lokiö er stað- an hjá efstu mönnum þessi: Einar Vilhjálmsson 18 stig, Doug Pad- illa, Bandaríkjunum, Pierre Quin- on, Frakklandi, Imrich Bugar, Tékkóslóvakíu, 16 stig. Padilla er einn fremsti 5 km hlaupari heims- ins hefur hlaupiö á 13.16.04 í ár. Quinon er Ólympíumeistari í stangarstokki hefur stokkiö 5,80 metra. Bugar er kringlukastari og hefur kastaö 71,26 m í ár. Allt menn í fremstu röö og er þaö mikið afrek hjá Einari aö vera í efsta sæti. Fjóröa mótiö i „Grand Prix“ fer fram í Prag um næstu helgi. Einar sagöi í spjalli viö Morgun- blaöiö aö þaö væri sérstakt til- hlökkunarefni fyrir sig aö keppa í Prag. Spjótkastskeppnin fer fram á morgun, laugardag, og allir bestu spjótkastarar heims veröa meöal þátttakenda. Mótherjar Einars veröa Uwe Hohn, A-Þýskalandi, Tékkinn Adameo, Wennlund, Svíþjóð, Bertimon, Frakklandi, Bradstock, Bretlandi og margir fleiri. Einar hefur keppt átta sinnum á keppn- istímaþilinu og sýnt mikiö öryggi, alltaf veriö aö bæta sig og meira jafnvægi veriö t köstum hans en oftast áöur. Einar hefur aöeins tapaö einu sinni á móti í sumar og var þaö fyrir Svíanum Wennlund. Bestu spjótkastsafrek ársins 1985 fram til 20. júní eru þessl: Uwe Hohn A-Þýskalandi 96,00 Zdenek Adameo Tókkóslóvakíu 92,94 Dag Wennlund Svíþjóö 92,20 Einar Vilhjálmsson ísl. 91,84 Bob Roggy Bandarikjunum 91,70 Roald Bradstock Bretlandi 91,40 Tom Petranoff Bandaríkjunum 90,80 Steve Pearson Bretlandi 88,76 Reidar Lorentson Noregi 88,54 Charlus Bertimon Frakkl. 88,20 Heimsmetiö í greininni á A-Þjóö- verjinn Hohn og er þaö 104,80 metrar. Hreint ótrúlegt afrek. Nú fær Einar tækifæri til aö keppa viö heimsmethafann í greininni en þeir hafa ekki keppt áöur. Hvar annars staðar færðu eldhúsviftu fyrir kr. 4.990 Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðið þessar fyrsta flokks eldhúsviftur á sérlega hagstæðu verði. RAFIÐJAN Sf.y Ármúla 8. s. 91-82535

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.