Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 21. JÚNÍ 1985 27 Alþingi veróur slitió í dag klukkan 11.00 en þinghald hefur aldrei verid lengra en nú. Búseturéttur: Tvö samhljóða frum- vörp voru lögð fram Skyldunám verði 8 ár NEÐRI DEILD samþykkti síðastliðinn miðvikudag við aðra umræðu um frumvarp Páls Dagbjartssonar, um breytingu á grunnskólalögunum, að skólaskylda skuli vera 8 ár; það er að börnum á aldrinum 7 til 15 ára sé skylt að sækja skóla. Ragnhildur Helgadóttir, menntamálaráðherra, lagðist ein- dregið gegn þessu og það gerði meirihluti menntamálanefndar deildarinnar einnig. Fyrr í vor lagði Páll Dagbjarts- son, Sjálfstæðisflokki, fram frum- varp þar sem gert var ráð fyrir að skólaskyida verði sjö ár. Ólafur Þ. Þórðarson og Jón Baldvin Hanni- balsson báru fram breytingartil- lögu þar sem kveðið er á um átta ára skyldunám og var hún sam- þykkt að viðhöfðu nafnakalli. 1 grunnskólalögunum frá 1974 er kveðið á um að skólaskylda skuli vera 9 ár og átti þetta ákvæði að koma til framkvæmda 1980. Hins vegar hefur á hverju þingi síðan verið samþykkt að fresta gildis- töku þessa ákvæðis. í umræðum benti menntamálaráðherra á að samkvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir níu ára skólaskyldu. Þeir þingmenn sem greiddu at- kvæði með fyrrnefndri breyt- ingartillögu voru; Ingvar Gísla- son, Eggert Haukdal, Ellert B. Schram, Friðjón Þórðarson, Geir Gunnarsson, Níels Árni Lund, Guðmundur Einarsson, Gunnar G. Schram, Halldór Ásgrímsson, Jó- hanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Péturs- son, Páll Dagbjartsson, Pétur Sig- • urðsson, Stefán Guðmundsson og Steingrímur Hermannsson. At- kvæði á móti greiddu: Alexander Stefánsson, Birgir ísleifur Gunn- arsson, Garðar Sigurðsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Guðrún Agnarsdóttir, Kjartan Ólafsson, Halldór Blöndal, Hjörleifur Gutt- ormsson, Kristín Halldórsdóttir, Kristín S. Kvaran, Ólafur G. Ein- arsson, Steingrímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson, Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Pálsson. Sex þingmenn voru fjar- staddir. Frumvarpið er í fyrri deild, en nái frumvarpið ekki fram á þessu þingi verður skólaskyldan 9 ár og~\ unglingar, sem nú eru í 8. bekk, verða skyldaðir samkvæmt lögum að setjast í 9. bekk. Lög frá Alþingi EINS OG svo oft áður þegar hilla fer undir þinglok, sem verða í dag klukkan 11.00 hefur afgreiðsla cinstakra mála er liggja fyrir deildum Alþingis gengið fljótt og vel fyrir sig. Þingmenn eru stuttorðir, enda hefur náðst samkomulag ' * milli þingflokka um afgreiðslu flestra mála. Þetta á þó ekki við um stjórnar- frumvarp um Öryrkjabandalag íslands, en Ellert B. Schram hefur lagst gegn samþykkt þess og aðfaranótt gærdagsins hélt hann ræðu í eina og hálfa klukkustund. í GÆR voru lögð fram í neðri deild tvö samhljóða frumvörp um breyt- ingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins og eru þau prentuð upp frá deginum áður, þar sem mistök munu hafa átt sér stað í prentun þeirra. Frumvörpin eru óbreytt frá því sem nefnd á vegum félagsmálaráðherra skilaði af sér. Flutningsmenn fyrra frumvarpsins eru fulltrúar stjórnar- andstöðunnar, en hið seinna flytja Stefán Guðn undsson og Stefán Valgeirsson, báðir þingmenn Fram- sóknarflokksins. Steingrímur Sigfússon, Alþýðu- bandalagi, mælti fyrir frumvarpi stjórnarandstöðunnar um klukkan 6 í gær, en þá voru margir þing- deildarmenn fjarverandi í afmæl- isboði eins elsta starfsmanns Al- þingis. Flestir eða allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru ekki viðstaddir, en þeir hafa sett sig mjöggegn samþykkt frumvarps af þessum toga. Eftir að Steingrímur hafði lokið máli sínu, sagði forseti, Karvel Pálmason, umræðu lokið en atkvæðagreiðslu um málið frestað. Þegar sjálfstæðismenn mættu aftur til leiks brá þeim mjög í brún og mótmæltu af- greiðslu málsins. Halldór Blöndal, sem hefur ver- ið einn aðaltalsmaður flokksins í húsnæðismálum, tók til máls um þingsköp: „Herra forseti. Ég sé að alvarleg prentvilla hefur orðið í dagsskrá þessa fundar og ég sé ekki betur en í ógáti hafi ný frum- vörp um Húsnæðisstofnun ríkisins verið númeruð með sama hætti og frumvörp sem áður voru lögð fram og tekin á dagskrá í dag fyrirvara- laust án þess að afbrigða væri leit- að. Þetta er skýrt brot á öllum fundarsköpum og ég hygg að þetta sé einsdæmi í sögu Alþingis. Augljóst mál er að um mismun- andi frumvörp er að ræða, þar sem í öðru þeirra er kveðið á um það í 96. gr að afla skuli fjár til húsnæðissamvinnufélaga með lán- um samkvæmt 11. og 58. grein þessara laga. En í hinu frumvarp- inu stendur með lánum sam- kvæmt 33. og 58. grein þessara laga. Þessi leiðrétting eða mis- munun á þessum lögum er ekki tilviljun. Þetta er hrein efnis- breyting.“ Þá nefndi Halldór Blöndal fleiri atriði, er renndu stoðum undir málflutning hans. Það er mikil merkingarmunur á eldri frum- vörpunum og þeim síðari. Fleiri þingmenn tóku til máls, en Karvel Pálmason, sem gegndi störfum forseta þegar málið kom fyrir, undirstrikaði að fjarvera sjálf- stæðismanna hafi ekki verið notuð til að koma málinu á dagskrá. Steingrímur J. Sigfússon sagði að tæknileg mistök hefðu átt sér stað í prentsmiðju og benti á að forseti hefði tilkynnt mistökin og um leiðréttingu þeirra í fundar- byrjun. Þá gátu þingmenn gert at- hugasemdir, sem þeir gerðu ekki. Éftir að nokkrar umræður höfðu átt sér stað úrskurðaði for- seti deildarinnar, Ingvar Gíslason, að Karvel Pálmason hefði farið í einu og öllu eftir eðlilegum fund- arsköpun og að ekkert væri við það að athuga að mál væru leið- rétt og héldu sama númeri. Það ber að taka fram að ef frumvörpin hefðu ekki fengið sama númer hefði ekki mátt taka frumvarp það, sem Steingrímur J. Sigfússon mælti fyrir, án samþykkis meiri- hluta deildarinnar. Efri deild samþykkti átta lög síðastliðinn miðvikudag, en neðri deild þrenn. í gær var sagt frá nokkrum þeirra og verða ekki tí- unduð hér frekar. Fiskveiðasjóður Frumvarp um Fiskveiðasjóð ís- lands var samþykkt í efri deild sem lög frá Alþingi, en þar er um að ræða 500 milljón króna skuldbreytingu sjóðsins gagnvart útgerðarfyrirtækjum og fiskverk- unarstöðvum. Þá er einnig það nýmæli að Fiskveiðasjóði er heim- ilt að lána eða ábyrgjast lán til fiskeldisstöðva. Flutningsjöfnunarsjóður Með samþykkt laga um flutn- ingsjöfnunarsjóð og innkaupa- jöfnun olíu og bensíns er Verð- lagsráði gert skylt að samþykkja sérstakan innkaupahvata í kostn- aðarverði hjá þeim innflytjanda sem hagstæð olíukaup gerir á hverjum tíma. Ákveðinn hluti hagstæðra innkaupa skal þó ávallt renna til neytenda í formi lægra kostnaðarverðs. í Iögunum er einnig ákvæði um að greiða þurfi flutningsjöfnun- argjald af gasolíu, ljósaolíu, bif- reiðabensíni, flugvélabensíni og flugsteinolíu. Sjóðurinn endur- greiðir dreifingarkostnað. Byggðastofnun Frumvarp um Byggðastofnun er orðið að lögum, en það er stjórnar- frumvarp og afrakstur endurskoð- unar laga um Framkvæmdastofn- un ríkisins. Hlutverk Byggða- stofnunar er að stuðla að þjóðfé- lagslega hagkvæmri þróun byggð- ar í landinu með því að koma í veg fyrir að óæskileg byggðaröskun eigi sér stað. í samræmi við þetta er gert ráð fyrir að stofnunin veiti lán, ábyrgðir eða óafturkræf framlög. Dróunarfélag Með samþykkt laga um nýsköp- un í atvinnulífinu er ríkisstjórn- inni heimilað að hafa forgöngu um stofnun hlutafélags og leggja í það hlutafé. Skal félag þetta, þróunar- félag, hafa það að markmiði að ^ örva nýsköpun í íslensku atvinnu- lífi og efla arðsama atvinnustarf- semi. Hlutafélagið verður i meiri- hlutaeigu aðila atvinnulífins, en ekki ríkissjóðs. Þá voru einnig samþykkt sem lög frumvörp um sóknargjöld og um veðdeild Búnaðarbanka Is— lands. Afstaða þingmanna til bjórsins EINS OG greint var frá í Morgunblaðinu í gær, þá felldi neðri deild frumvarp um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort leyfa skuli framleiðslu og innflutning áfengs öls. Bjórmálið er því úr sögunni á yfirstandandi þingi, þó fram hafi komið frumvarp frá Stefáni Benedikts- syni, þar sem ekki vinnst tími til þess að afgreiða það. Neðri deild, sem hafði áður G. Einarsson, Páll Dagbjartsson, samþykkt að heimila áfengt öl, fékk bjórmálið aftur upp á sitt borð eftir að efri deild hafði gert þá breytingu að fram fari ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um málið á þessu ári. Ekki vildu allir þingmenn neðri deildar sætta sig við afgreiðslu seinni deildar og kom fram breyt- ingartillaga frá Halldóri Blöndal og Ellert B. Schram við frum- varpið eins og það var samþykkt í efri deild. Lögðu þeir til að frumvarpið yrði í sinni uppruna- legu mynd. Þetta náði ekki fram að ganga. Þeir þingmenn er studdu breytingartillöguna voru: Birgir Isleifur Gunnarsson, Eggert Haukdal, Ellert B. Schram, Gunnar G. Schram, Halldór Ás- grímsson, Halldór Blöndal, Kristín Halldórsdóttir, ólafur Pétur Sigurðsson, Stefán Guð- mundsson, Steingrímur Her- mannsson, Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir, og Þorsteinn Páls- son. Þeir sem voru á móti: Ingv- ar Gíslason, Alexander Stef- ánsson, Friðjón Þórðarson, Garðar Sigurðsson, Geir Gunn- arsson, Níels Árni Lund, Guð- mundur Einarsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Kjartan Ólafsson, Hjörleifur Guttorms- son, Ólafur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson, Ragnhildur Helga- dóttir, Stefán Valgeirsson Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson. Þingmenn Al- þýðuflokks, þau Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson og Karvel Pálma- son, auk Kristínar S. Kvaran, Bandalagi jafnaðarmanna, sátu hjá. Aðrir voru fjarstaddir. Eftir að tillaga Halldórs og Ellerts hafði verið felld kom til atkvæða breytingartillaga frá Jóni Baldvin Hannibalssyni við frumvarpið, þar sem gert var ráð fyrir að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði bindandi og færi fram fyrir 15. september næstkomandi. Til- lagan var felld, 22:10. Eftirtaldir greiddu atkvæði með: Birgir ís- leifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Hjörleifur Guttorms- son, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Karvel Pálmason, Kristín S. Kvaran, Ólafur G. Einarsson, Pétur Sig- urðsson og Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir. Þrír sátu hjá: Krist- ín Halldórsdóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Steingrímur Her- mannsson. Fimm þingmenn voru fjarstaddir, en aðrir lögðust gegn tillögunni. Þá kom til atkvæða frumvarp- ið, eins og það lá fyrir eftir af- greiðslu efri deildar. Það var fellt með 20 atkvæðum gegn 12, fjórir greiddu ekki atkvæði og fjórir voru fjarstaddir. Þeir þingmenn sem samþykktu frum- varpið voru: Birgir ísleifur Gunnarsson, Ellert B. Schram, Guðmundur Einarsson, Gunnar G. Schram, Hjörleifur Gutt- ormsson, Jóhanna Sigurðardótt- ir, Karvel Pálmason, Kristín Halldórsdóttir, Kristín S. Kvar- an, Ólafur G. Einarsson, Pétur Sigurðsson og Steingrímur Her- mannsson. Eftirtaldir voru á móti: Alexander Stefánsson, Eggert Haukdal, Friðjón Þórð- arson, Garðar Sigurðsson, Geir Gunnarsson, Níels Árni Lund, Guðmundur J. Guðmundsson, Kjartan Ólafsson, Halldór Ás- grímsson, Halldór Blöndal, ólaf- ur Þ. Þórðarson, Páll Pétursson, Páll Dagbjartsson, Ragnhildur Helgadóttir, Stefán Guðmunds- son, Stefán Valgeirsson, Stein- grímur J. Sigfússon, Svavar Gestsson, Þorsteinn Pálsson og Þórarinn Sigurjónsson. Ingvar Gíslason, Guðrún Agn- arsdóttir, Jón Baldvin Hanni- balsson og Gunnþórunn Gunn- laugsdóttir sátu hjá. Fjarstaddir voru Friðrik Sophusson, Kjartan Jóhannsson, Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.