Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Píndist þú ... w Itilefni af kvenréttindadeginum 19. júní, en þann dag fyrir rétt- um og sléttum 70 árum fengu kon- ur kosningarétt á íslandi, var á dagskrá sjónvarpsins þátturinn „Píndist þú, móðurætt mín“. Um- sjónarmenn Sigrún Stefánsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. í þætti þessum var fjallað vítt og breitt um stöðu kvenna í dag og um að- draganda þess að konur fengu kosningarétt. Var rætt við ýmsa í því sam- bandi, þar á meðal einn merkis- mann er hélt því fram að konur væru oft ágætlega stjórnsamar á heimili, en vart nógu sterkar til að taka ákvörðun í meiriháttar mál- um er snertu allt samfélagið. Ég virði þetta sjónarmið þvi það kem- ur beint frá hjartanu og endur- speglar aðeins rótgróin viðhorf til kvenna. Forseti vor En nú eru breyttir tímar. Þann- ig ræddu þær stöllur við forseta vorn, en því háa embætti gegnir reyndar kona með glæsibrag, og ekki nóg með það því Vigdís Finnbogadóttir forseti vor er ein- stæð móðir. Hin glæsilega fram- ganga forseta vors að hverju verki er þannig ekki aðeins lýsandi for- dæmi öllum þeim er unna jafn- rétti, heldur og hinum er kjósa að lifa utan marka hjónabandsins. Er forseti vor var inntur eftir því hvers hann óskaði helst uppvax- andi kynslóð kvenna til handa á 70 ára afmælinu mælti hann: Aflið ykkur menntunar og starfsrétt- inda. Það mun notadrýgst í rétt- indabaráttunni. Forseti vor lagði á það þunga áherslu að konur öfl- uðu sér einhvers konar starfsrétt- inda áður en kæmi til barneigna. Ég get vottfest eftir að hafa kennt í öldungadeildum um árabil að harðsnúin sókn er nú hafin til mennta hjá konum er hafa einmitt farið snemma út í barneignir. Staðfestir sú sókn fyrrgreint álit forseta vors. Að lokum þetta, að- eins tvær konur hafa skipað ráð- herrastóla, þær Auður Auðuns og Ragnhildur Helgadóttir. Þeir flokkar sem hingað til hafa flagg- að mest jafnréttishugsjónum hafa hins vegar ekki séð ástæðu til að skipa konur í þá valdastóla. Já, það er oft langur vegur milli orða og athafna. Hin gleymda kona En eitt gleymdist alveg á 19. júní, sú staðreynd að enn sinna konur að langmestu leyti því starfi er hlotið hefir skammstöf- unina BH eða bara húsmóðir. Hér er átt við daglegan rekstur þess fyrirtækis er heimili nefnist en þar eru hinar heimavinnandi hús- mæður gjarnan í hlutverki inn- kaupastjóra, fóstru, kennara, sálfræðings og jafnvel sauma- konu. Eins og menn sjá er hér um býsna fjölþætt starf eða rekstur að ræða. En hver eru svo launin? En er þá ekki um skattfríðindi að ræða fyrir þessa framkvæmda- stjóra? Nei, þvert á móti leggst skattbyrðin þyngst á þau heimili þar sem konan er bara húsmóðir. En hvað um lífeyrissjóði? Slíkum konum er meinaður aðgangur að lífeyrissjoði. Eru þá þessir rekstr- arstjórar ekki í stéttarfélagi? Því miður er svarið enn neikvætt. og virðist markmiðið með þessari undarlegu skipan mála vera af hendi karlrembusvínanna að binda konur á höndum og fótum yfir börnum og búi en af hendi kvenrembusvína að neyða þær frá börnum og búi. Ég hef ætíð verið á móti átthagafjötrum og nauðung- arflutningum. Hver og einn á að njóta réttar síns. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Nytsamir sakleysingjar ■ Kanadísk heim- 15 ildamynd er — nefnist „Nyt- samir sakleysingjar" er á dagskrá sjónvarps klukk- an 21.15 í kvöld. Nytsamir sakleysingjar. I myndinni er dregið fram í dagsins ljós hvern- ig ýmsir kvikmyndagerð- armenn fyrr og síðar hafa farið illa með dýr og beitt blekkingum til að ná til- settum árangri, bæði í leiknum bíómyndum og náttúrulífsmyndum. Þýðandi er óskar Ingi- marsson. Barnaútvarpið ■■^H Barnaútvarpið 1 7 05 er á dagskrá A • “ rásar 1 klukkan 17.05 í dag að vanda. Um- sjónarmaður er Ragnheið- ur Gyða Jónsdóttir. Barnaútvarpið stendur yfir í hálftíma og verður tónlistin á fullu í barna- útvarpinu í dag. Allt fer þar fram samkvæmt kröf- um barnaútvarpsins og óskum hlustenda um laga- val. Ragnheiður Gyða Jónsdótt- ir umsjónarmaóur barna- útvarpsins. „Frá A til B“ — umferðarþáttur Þátturinn „Frá 1725 A til B“ verður á dagskrá út- varpsins, rás 1, klukkan 17.35 í dag. Umsjónar- menn hans eru Björn M. Björgvinsson og Tryggvi Jakobsson. Þættirnir eru um hálf- tíma langir og fara fram í beinni útsendingu. Þættir þessir eru létt spjall um umferðarmál. Björn sagði í samtali við Mbl. að í þættinum í dag yrði viðtal við Björn Mikaelsson, yf- irlögregluþjón á Sauð- árkróki. „Rætt verður um bílveltur og þá miklu aukningu sem orðið hefur á þeim að undanförnu. Ég spjalla við vegagerðar- menn á Sauðárkróki og síðan kemur eflaust eitthvað inn á borðið hjá okkur er líða tekur nær útsendingartíma," sagði Björn að lokum. „Armur laganna“ — bresk sakamálamynd Á sautjándu stundu ■i „Armur lag- 15 anna" nefnist bíómynd kvöldsins og er hún bresk sakamálamynd frá árinu 1956. Leikstjóri er Charles Frend en með aðalhlut- verkin fara: Jack Hawk- ins, Dorothy Alison, John Stratton og Michael Bro- oke. Söguþráðurinn er á þá leið að lögregluforingi hjá Scotland Yard fær örðugt mál til rannsóknar. Bi- ræfinn innbrotsþjófur leikur á lögregluna og tæmir hvern peninga- skápinn á fætur öðrum. Þýðandi er Kristrún Þórðardóttir. „Á sautjándu 20 stundu" er heiti —— þáttar sem er á dagskrá rásar 1 vikulega á föstudögum klukkan 16.20. Þættir þessir hófust með sumardagskrá ríkis- útvarpsins í byrjun júní og eru þeir í umsjá þeirra Sigríðar Haraldsdóttur og Þorsteins J. Vilhjálms- sonar. I þáttum þessum er kynnt það sem helst er á döfinni um helgina og stendur hver þáttur í 40 mínútur. UTVARP J FÖSTUDAGUR 21. júní 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurt. páttur Sigurðar G. Tómas- sonar frá kvðldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Anna Marla Ögmundsdóttir, Flateyri, tal- ar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróðir og Kalli á þak- inu" eftir Astrid Lindgren. Sigurð- ur Benedikt Björnsson les þýðingu Siguröar Gunnars- sonar (4). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Þaö er svo margt að minnast á" Torfi Jónsson sér um þátt- inn. 11.00 Útvarpað trá þinglausn- um. 12.00 Dagskrá. I ilkynnmgar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 14.00 „Hákarlarnir" eftir Jens Björnebo 14.30 Miðdegistónleikar a. Pianókonsert nr. 4 I B-dúr op. 53 eftir Sergej Prokofjeff. Vladimir Ashkenazy leikur með Sinfónluhljómsveit Lundúna: André Previn stj. b. Konsert fyrir planó og blásarasveit eftir Igor Strav- insky. Michel Beroff leikur með Parlsarhljómsveitinni: Seji Ozawa stjórnar. 15.15 Létt lög 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 A sautjándu stundu Umsjón: Sigrlöur Haralds- dóttir og Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið Stjórnandi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir 17.35 Frá A til B Létt spjall um umferðarmál 19.15 A döfinni. Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. Kanadlskur myndaflokkur um hversdagsleg atvik I lífi nokkurra borgarbarna. Þýðandi Kristún Þórðardótt- ir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björn Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. í miðju straumkastinu Helga Einarsdóttir les þriðja hluta æviminninga Helgu Nl- elsdóttur úr bókinni „Fimm konur" eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson. b. Kirkjukór Akraness syng- ur Stjórnandi: Haukur Guö- laugsson. c. Snæfellsjökull I draumi og veruleika Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 21.15 Nytsamir sakleysingjar. Kandlsk heimildamynd. I myndinni er dregið fram I dagsins Ijós hvernig ýmsir kvikmyndagerðarmenn fyrr og slöar hafa farið illa með dýr og beitt blekkingum til að ná tilsettum árangri, bæöi I leiknum blómyndum og náttúrullfsmyndum. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.15 Armur laganna. (The Long Arm). Bresk Ragnar Agústsson flytur frumsaminn frásöguþátt. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir „Rotundum" fyrir klarinettu eftir Snorra Sigfús Birgisson. 22.00 Hestar Þáttur um hestamennsku I umsjá Ernu Arnardóttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. RÚVAK. 23.15 Kvöldtónleikar frá kanad- iska útvarpinu Hljómsveit Þjóðlistasafnsins I Toronto leikur Stjórnandi: Jean-Francois sakamálamynd frá 1956, s/h. Leikstjóri Charles Frend. Aðalhlutverk: Jack Hawkins, Dorothy Alison, John Stratton og Michael Brooke Lögregluforingi hjá Scotland Yard fær örðugt mál til rannsóknar. Blræfinn innbrotsþjófur leikur á lög- regluna og tæmir hvern pen- ingaskápinn á fætur öörum. Þýðandi Kristún Þórðardótt- ir. 23.50 Fréttir I dagskrárlok. Paillard. Einleikari: Hermann Baumann. a. Sinfónla eftir Francoer. b. Hornkonsert nr. 4 I Es- dúr K495 eftir Pauré. d. Hljómsveitarsvlta nr. 4 I D-dúr eftir Bach. 00.10 Fréttir. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 21. júnl 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Sigurður Sverrisson. 14.00—16.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Einar Gunnar Einarsson. 20.00—21.00 Lög og lausnir Spurningaþáttur um tónlist. Stjórnandi: Adolf H. Emils- son. 21.00—22.00 Bergmál Stjórnandi: Sigurður Grön- dal. 22.00—23.00 A svörtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Flásirnar samtengdar að lok- inni dagskrá rásar 1. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 21. júnf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.