Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 7 Stjóm Pólýfónkórsins ásamt stjórnanda frá vinstri: Ólöf Magnúsdóttir, ritari, Guðmundur Guðbrandsson, meðstjórn- andi, Friðrik Eiríksson, formaður, Steina Einarsdóttir, varaformaður, og Ingólfur Guðbrandsson, stjórnandi kórsins. Pólýfónkórinn: Býðst að flytja H-moll messu Bachs á Ítalíu PÓLÝFÓNKÓRNUM stendur til boða að flytja Il-moll-mes.su Jii. Bachs á ári tónlistarinnar í Evrópu í vikulangri hljómleikaferð um Ítalíu í byrjun júlí. Haldnir verða fernir tónleikar í ferðinni, í Róm, Assisi, Flórens og Feneyjum. Þar verður messan flutt í heild sinni en auk þess mun kórinn halda stutta tón- leika í Sixtínsku kapellunni í upphafi ferðarinnar. „Takmarkið er að syngja betur en nokkru sinni fyrr,“ sagði Ing- ólfur Guðbrandsson, stjórnandi kórsins, „því aldrei áður hefur kórnum og stjórnanda hans verið sýnt slíkt traust og heiður sem nú, að flytja eitt mesta snilldarverk tónlistarinnar í landi söngsins í helstu listaborgum Ítalíu og verið valinn til að opna alþjóðlegu tón- listarhátíðina í Assisi. Á tónlist- arhátíðinni verða staddir margir af færustu tónlistarmönnum heims í öllum helstu tónlistar- greinum." Kórfélagarnir 80, sem taka þátt í ferðinni, hafa undirbúið sig af kappi að undanförnu bæði við æf- ingar og að safna fé til fararinnar, en kostnaður við fyrirtæki sem þetta er um 4 milljónir. í þessari upphæð felast laun og ferðakostn- aður fyrir 4 einsöngvara og 35 manna kammerhljómsveit, en kórfélagar greiða ferðakostnað sjálfir. Kórinn hefur ekki notið neinna opinberra styrkja utan þeirrar fyrirgreiðslu sem hann hefur fengið frá ítalska mennta- og ferðamálaráðuneytinu, sem sér um undirbúning tónleikanna og auglýsingu fyrir þá. Einu tekjur Pólýfónkórsins eru aðgangseyrir að tónleikum og að þessu sinni voru þeir haldnir í nafni Sinfóníuhljómsveitar Is- lands í tilefni af 300 ára afmæli J.S. Bachs. Á blaðamannafundi með stjórn kórsins og fjáröflunar- nefnd kom fram að engar greiðsl- ur hefðu komið til kórsins fyrir þessa tónleika, sem stjórnandi og kór höfðu lagt mikla vinnu i mán- uðum saman. Ennfremur kom fram að ekki hefði tekist að ná í borgarstjóra Reykjavíkur, menntamála- né fjármálaráð- herra til að kanna hvort þar sé viðurkenningar eða stuðnings að vænta. Þegar hefur verið leitað eftir stuðningi ýmissa stofnana og fyrirtækja en árangur af því svar- ar enn sem komið er aðeins til W af áætluðum framlögum, sem nokkrir skilningsríkir og velvilj- aðir menn hafa þegar styrkt kór- inn með. Fengist hinsvegar um hálf milljón í opinberum styrkjum og nokkur fyrirtæki styrktu kórinn um 20 til 25 þúsund krónur hvert næðust endar saman og „þetta eina tækifæri íslands að leggja fram eitthvað til árs tónlistarinn- ar á alþjóðavettvangi getur orðið að veruleika, en eins og staðan er í" dag er ekki útlit fyrir að það tak- ist“, sagði Ingólfur Guðbrandsson að lokum. Þeir sem áhuga hafa á að styrkja kórinn og hlýða jafnframt á hvað hann hefur fram að færa á alþjóðavettvangi gætu einnig keypt miða á fyrirhugaða hljóm- leika kórsins 2. júlí nk. Velunnara kórsins geta einnig lagt framlög inn á sparireikning nr. 240 í Landsbanka íslands, Múlaútibúi — 0139-05-240 „Ferðasjóður Pólý- fónkórsins“. $pf leið og 1PU MTT) tttur fra_____ 'dmtmm •• V fflMM WM iHim, tiusé gffl váív.'. ^ .v m (úil "****V»,4**,\*. ii** *<**??,»**♦// wc |1Í£ , r' '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.