Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Dómurinn yfir Arne Treholt: Lygndi aftur augun- um og drúpti höfði - þegar dómurinn var kveðinn upp Ónlo, 20. júní. Frá frétUriUra MorgunblaðsinN. TVISVAR sinnum lygndi Arne Tre- holt augunum aftur og drúpti síðan höfði. I>að voru einu viðbrögðin, sem mesti njósnari í Noregssög- unni sýndi þegar dómurinn var kveðinn upp yfir honum í morgun. Astrid Rynning, dómsforseti, las dóminn upp styrkum rómi og tók lesturinn ekki nema tvær mínútur. Réttarsalur númer 23 í dóm- húsinu í Ósló var troðinn út úr dyrum og öll sæti upptekin af fulltrúum fjölmiðlanna, inn- lendra og útlendra blaða, út- varps og sjónvarps. Aftast stóðu um 30 manns í hnapp og þeirra á meðal starfsmenn norsku leyni- þjónustunnar, sem áttu þátt í að leysa „Treholtsmálið". Arne Treholt kom í réttarsal- inn aðeins tveimur mínútum áð- ur en dómurinn var lesinn upp Arne Treholt og vakti það athygli viðstaddra hvernig hann var klæddur. Við réttarhöldin hefur hann alltaf verið í dökkum fötum en nú var hann í fyrsta sinn í ljósum, sumarlegum fatnaði. Fannst sumum það benda til, að hann hefði kannski átt von á annarri niðurstöðu en raun varð á. Nú var dómurinn kveðinn upp. Treholt stóð í sakborningastúk- unni með krosslagðar hendur á brjósti og leit áhyggjufullur á dómarana. Hann leit niður og lygndi aftur augunum þegar hann heyrði orðin „20 ára fang- elsi“. Viðbrögðin í réttarsalnum voru mikil. Margir tóku andköf og þeir, sem í eftirvæntingunni höfðu staðið á fætur, settust aft- ur. Fáir höfðu búist við, að dóm- urinn yrði svona harður. Treholt settist líka og horfði svipbrigða- laus út í salinn. Arne Treholt með íraska leyniþjónustumanninum Rahdi A. Mohammed. Myndin var tekin í Aþenu í október 1983. Mestu njósnirnar í háskóla hersins Sú hlið málsins getur orðið að hitamáli Ósló, 20. júní. Frá fréttariUra Morgunblaðsins. LÍKLEGT þykir, að dómurinn yf- urn pólitískan eftirmála og geti ir Arne Treholt muni hafa nokk- Fundinn sekur um öll ákæruatriði nema eitt Hefði átt að vita frá fyrstu stundu hvað vakti fyrir Sovétmönnunum segir f forsendum dómsins Ósló, 20. júní. Frá frétUriUra MorjfunblaAainn. DÓMURINN yfir Arne Treholt, 20 ára fangelsi, er hámarksrefsing sam- kvæmt norskum lögum og á friðartímum hefur enginn maður, sakaður um njósnir, fengið harðari dóm. Að mati dómaranna er Treholt stórnjósn- ari, sem hefur valdið öryggishagsmunum norska ríkisins alvarlegum skaða. Það tók langan tíma að lesa forsendurnar fyrir dómnum. Hófst lesturinn klukkan 9.45 um morguninn og stóð allan daginn til klukkan 20.30 um kvöldið. í forsendunum, sem sumar voru lesnar fyrir luktum dyrum, seg- ir, að sambandið milli Treholts og fyrsta KGB-tengiliðs hans hafi þróast á dæmigerðan hátt, á þann veg, sem jafnan tíðkast þegar menn eru fengnir til að starfa sem njósnarar. Treholt hefði átt að vita það frá fyrstu stundu hvað raunverulega vakti fyrir Sovétmönnunum. Dómar- arnir nefna það, að Treholt hljóti að hafa haft mjög óraun- sæjar hugmyndir um sjálfan sig og eigið mikilvægi og komi það t.d. fram í þeim orðum hans, að hann hafi með sambandinu við KGB viljað byggja brú milli austurs og vesturs. Treholt var fundinn sekur um öll ákæruatriðin nema eitt en í því var haldið fram, að hann hefði bent íröskum leyniþjón- ustumönnum á Norðmenn, sem líklegir væru til að starfa fyrir þá. Hann var einnig sýknaður í nokkrum undirgreinum ákæru- liðanna, það þótti t.d. ekki sann- að að hann hefði afhent skjöl um hraðlið Natos, en sannanirnar að öðru leyti þóttu ærnar til að dæma hann í 20 ára fangelsi, sem er þyngsta refsing fyrir njósnir samkvæmt norskum lög- um. Dómararnir komust að þeirri niðurstöðu, að Treholt hefði starfað fyrir KGB, sovésku leyniþjónustuna, á árunum 1974—84 og fyrir írösku leyni- þjónustuna frá 1981—83. Segja þeir, að mestum skaða hafi hann valdið þegar hann var nemandi í háskóla hersins og telja sannað, að hann hafi á þeim tíma komið ýmsum mjög mikilvægum upp- lýsingum til Gennadys Titov, hershöfðingja í KGB. Raunar virðast þeir ekki vera í neinum vafa um, að upplýsingarnar hafi verið miklu meiri en nefnt er í ákærunni en fyrir því skortir þó sannanir. Dómararnir segjast engan trúnað leggja á þá fullyrðingu Treholts, að hann hafi reynt að slíta sambandið við Sovétmenn- ina árið 1983 og taka það ekki gilt, að hann hafi sleppt fundi með Titov í Helsinki til að gefa Þessi mynd var tekin leynilega af Arne Treholt með KGB-hershöfðingj- anum Gennady Titov i Vín árið 1983. til kynna, að hann væri hættur að starfa með þeim. Benda þeir á, að Treholt hafi síðar átt tvo fundi með Titov í Helsinki og verið á leið til fundar við hann í Vín þegar hann var handtekinn. „Það er ekki sennilegt, að hers- höfðingi í KGB komi til afar leynilegs fundar erlendis við starfsmann norska utanríkis- ráðuneytisins í þeim tilgangi einum að spjalla við hann um stjórnmál almennt og njóta fé- lagsskapar hans í nokkra klukkutíma,“ segir orðrétt í for- sendum dómsins. Nú í kvöld var ekki vitað hvort Arne Treholt ætlaði að áfrýja dómnum. Hann og verjendur hans munu fyrst kynna sér niðurstöðuna til hlítar áður en þeir ákveða að skjóta henni til hæstaréttar, sem getur raunar ekki breytt sektardómnum sjálf- um, heldur aðeins refsingunni. orðið að nokkru hitamáli í þing- inu. Er ástæðan sú, að þótt ýmsir háttsettir menn í ríkisstjórninni hafi vitað, að Treholt var grunað- ur um njósnir, leyfðu þeir samt, að hann settist í háskóla hersins. Starfsmenn norsku leyni- þjónustunnar grunaði tiltölu- lega snemma, að Treholt stund- aði njósnir fyrir Sovétmenn, og ræddu um það við varnarmála- ráðherrann, utanríkisráðherr- ann og forsætisráðherrann þeg- ar Treholt sótti um að komast sem nemandi í háskóla hersins. Samt sem áður var ákveðið í samráði við lögregluna að sam- þykkja umsókn hans og því borið við, að ella kynni hann að fá veður af því, að hann lægi undir grun. Dómararnir í máli Arnes Treholt komust hins vegar að þeirri niðurstöðu, að það hefði einmitt verið í háskóla hersins, sem hann komst yfir mikilvæg- ustu upplýsingarnar, t.d. um varnarviðbúnað norska hersins. Norski herinn hefur af þeim sökum orðið að endurskipu- Ieggja varnirnar að hluta með gífurlegum kostnaði. Gro Harl- em Brundtland, formaður Verkamannaflokksins, hefur gefið í skyn, að hún muni taka þetta mál upp á þingi. Staðfestir hve málið er mikið og alvarlegt — sagði Káre Willoch um dóminn yfir Treholt Ösló, 20. júní. AP. THORSTEIN Treholt, faðir Arnes Treholt, sem í dag var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna, var meðal þeirra fyrstu, sem létu í Ijós álit sitt á dómnum. Jafnvel áður en tekið var til við að lesa upp forsendurnar fyrir dómnum sagði hann við fréttamann NTB-fréttastof- unnar, að hann skildi ekki hve refsingin væri hörð. „Verjend- urnir fóru fram á algera sýknu og ég skil þá kröfu þannig, að saksóknarinn hafi ekki getað fært fram óyggjandi sannanir fyrir sektinni," sagði Thor- stein Treholt. Kari Storækre, fyrrum eig- inkona Treholts, þau eru nú skilin, kvaðst hafa ákveðið að segja ekkert um dóminn þegar fréttamenn inntu hana álits. Thorbjörn Fröysnes, ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, hafði þetta að segja um dóminn yfir Treholt: „Dómsniðurstaðan sýnir vel hve málið er alvarlegt en það er rétt að taka það fram, að endanleg niðurstaða fæst ekki fyrr en í hæstarétti ef málinu verður áfrýjað." Carl August Fleischer, lagaprófessor og Kari Storækre, fyrrum eiginkona TreholLs. ráðgjafi utanríkisráðuneytis- ins, tók undir orð Fröysnes og bætti því við, að dómurinn sýndi „hve alvarlegt það er þegar sérstök öfl reyna að skaða hagsmuni norsku þjóð- arinnar með aðstoð norsks borgara". „Með dómnum er staðfest hve málið er umfangsmikið og alvarlegt. Hann minnir líka á, að norska þjóðin verður að vera vel á verði gagnvart þeim, sem vilja öryggi hennar og sjálfstæði feigt, og á það hve starfsemi leyniþjónustunnar er nauðsynleg," sagði Káre Willoch, forsætisráðherra, um niðurstöðuna í málinu gegn Arne Treholt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.