Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Arvakur, Reykjavík.
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Agúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Askrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö.
Bjórinn felldur
Meirihluti neðri deildar
Alþingis felldi bjór-
frumvarpið á miðvikudaginn.
Meirihluti neðri deildar hafði
áður samþykkt bjórfrumvarp-
ið. Efri deild skilyrti tilkomu
bjórs á íslandi á þann veg, að
áður en Alþingi tæki afstöðu til
þess hvort bjórinn bæri að
íeyfa eða ekki skyldi fara fram
þjóðaratkvæðagreiðsla. Þessu
hafnaði neðri deild. Raunar
hafnaði neðri deild einnig því
bjórfrumvarpi sem hún sam-
þykkti fyrir fáeinum dögum.
Þar með var bjórfrumvarpið
enn einu sinni úr sögunni.
Lögmæt bjórneysla hér á landi
verður áfram bundin því að
menn fari til útlanda og kaupi
bjór þar eða í fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli. Enn um
sinn verða gestir veitingahúsa
að sætta sig við svokallað
bjórlíki, sem selt er með gífur-
legri álagningu, án þess að rík-
issjóður fái þær tekjur, sem
forsætisráðherra var strax um
áramótin farinn að vona að
bjórinn gæfi af sér.
Meðferð alþingismanna á
bjórfrumvarpinu var í skötu-
líki. Um það hljóta allir að geta
sameinast, hvort heldur þeir
eru á móti bjór eða með hon-
um. Nota má þingsköp með
margvíslegu móti. Helsti til-
gangur þeirra er sá að tryggja
hlutlæga en greiða meðferð
þingmála. Með leikfléttum í
skjóli þingskapa hafa þing-
menn hins vegar drepið bjór-
málinu enn einu sinni á dreif.
í Morgunblaðsviðtölum í gær
eru skiptar skoðanir um það
meðal þingmanna, hvort hug-
leysi setji svip sinn á meðferð
bjórmálsins eða ekki. Þorvald-
ur Garðar Kristjánsson, forseti
sameinaðs þings, segist ekki
hafa orðið var við að þingmenn
brysti hug til að gera skyldu
sína. Gott og vel. Guðrún
Helgadóttir, þingmaður Al-
þýðubandalagsins, telur þing-
menn hins vegar stjórnast af
hræðslu við kjósendur. Einna
furðulegust er þó hræðsla þing-
manna, ef þeir þora ekki að
skjóta þessu máli til þjóðarinn-
ar, af því að þeir óttist að um-
ræða um málið meðal almenn-
ings „yrði ekki holl“. Morgun-
blaðið hefur margbent á, að
eðlilegt sé að þjóðin greiði at-
kvæði um bjórmálið. Hafa um-
ræður um bjórinn á Alþingi
verið „hollar"?
Ástæða er til að ætla að al-
menningur sé furðu lostinn yf-
ir því, hvernig alþingis-
mönnum hefur tekist að þvæla
bjórmálinu. Umræðurnar um
Alþingi vegna þess eru ekki
hollar fyrir lýðræðislega
stjórnarhætti, þó dettur von-
andi engum i hug að banna
þær. Hvergi ríkir meiri festa í
stjórnarfari en 1 Sviss, þar sem
þjóðaratkvæðagreiðslur eru
tíðastar. Nýlega var gengið til
atkvæða þar um jafn viðkvæmt
mál og fóstureyðingar. Reynsl-
an hér á landi bendir eindregið
til þess, að almennir borgarar
taki mál yfirleitt skynsamleg-
um tökum sé þeim skotið til
þeirra. Það er því miður alltof
algengt, að í þingsölum setji
óttinn við ímyndað almenn-
ingsálit meiri svip á afstöðu
manna en rökrétt, málefnalegt
mat.
Friður og
kristin fræði
Ifyrra urðu töluverðar um-
ræður um friðarfræðslu
vegna tillögu til þingsályktun-
ar frá þingmönnum úr öllum
flokkum. Nú hefur þessi tillaga
verið endurflutt af fulltrúum
allra þingflokka nema Sjálf-
stæðisflokksins. Morgunblaðið
hefur áður lýst andstöðu sinni
við þessar hugmyndir um frið-
arfræðslu og varað við því að
þær nái fram að ganga. Rökin
fyrir þeirri afstöðu skulu ekki
ítrekuð að þessu sinni.
Sigurður Pálsson, deildar-
stjóri hjá Námsgagnastofnun
og fyrrverandi námsstjóri í
kristnum fræðum, vekur máls
á því í Morgunblaðsgrein í gær,
að þeir sem hvetji til virkari
þátttöku skólans í friðar-
fræðslu og friðaruppeldi hafi
næsta takmarkaða vitneskju
um það sem þegar er gert í
þessum efnum á vettvangi
skólans. Bendir Sigurður
Pálsson réttilega á kristin
fræði í grunnskólanum sem
svar við kröfunni um friðar-
fræðslu.
Um leið og Morgunblaðið
tekur undir sjónarmið Sigurð-
ar Pálssonar skal athygli vakin
á því að flutningsmenn þings-
ályktunartillögunnar leita sér
fremur halds í moðsuðulegum
ályktunum UNESCO um frið-
arfræðslu en boðskap kristinn-
ar siðfræði í greinargerð sinni.
Nauðsynlegt er að átta sig á
því, að það fellur síður en svo
að hugmyndafræðinni, sem
ýmsir þeir er hæst tala um
friðarfræðslu aðhyllast, að
kenna kristin fræði í skólum.
r Reykjavík
~iKopavogur
ibúöir
'um 8QPj'búar
* l^.| ibúöir/iþróttir (N
iS3Ipm 1000 íbúar
ibúöir "■*
um 2700 íbúar
lönaöur
um 10 hi
Kopavogur
íþróttir
íflönaöur
um 6 ha
n'D n
laoDo nys'a □
ribúöir ^ ° D 5.
cMJP^íPO íbúar ,/
•q-U □ □ 7/
'lönaöur
um 34 hi
^rÞjónusta
r'a um 22 ha
□ □ □ □ • J
Ibúöir ^
um 7400 íbúar
Flesthús
ibúðir
um 840 íbúar
jfs s'fr / Mqögcooao
. / ' /q'Q a □ n Q-ti □ □ p
□\ / /* / / olD □ n o,odo h't
D ‘ i i /trcq.a o
a wl -q •• / qn Cio-n □ □ -
cfóiN ^ p&ná-Q'huQ
□ /□/□ □ n ofrtí □
□ □ P"0 tys □ □
□ □ □ □ □'g □ □ .□ ap
X ° ° DDD/Caöaan
p IDUOir n r\ n.r p b □ fa jfV , < ,
Jb □ um^l^.SOO íþúarp crp pfl ' ■■■{■.
/Æ □ □ □ afaérartf ju □ □ ö □ □ a •' jf;
5 □CLa.-ertPoú q’jo □ ö □ □□ □ a yv
Ifloro'tí.aD.nn □ □ □ □ □ □ oVÚ '
o □ □ cn ríá□ □ ,□ □ □ □ □ □ a/h-nv*N
P nnr rj nn -p p a □ □ □ 3 fl D □"C3 ík "
Jr- ■ T^-CLP poono o-afs;
esthus «T_ [mn q q n q’ö rrtcp Q'
^*~***4u.n □ pa
íþróttir
Þjónusta/i
lönaöur
Þjónusta/
fMbúöir
Elliöa-
vatn
í nýju aðalskipulagi fyrir Kópavog er gert ráð fyrir 42 þúsund íbúum á 819 hektara íbúðarsvædi í bænum fullbyggðum. Að meðaltali verða 54 íbúar á hektara og nýtingarhlutfall f hverju íbúðarhverfi
um 0,32 þegar skólar, dagvistarstofnanir og hverfisverslanir eru meðtaldar.
Nýtt aðalskipulag fyrir Kópavog:
Gerum ráð fyrir að út-
hluta 180 íbúðum á ári
— segir Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri
í.jóam Þorkell
Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs á landinu efst við Álfhólsveg
austan við Álfhól, sem verður til úthlutunar I haust Háhýsin við Engihjalla
og Breiðholt eru í baksýn.
Bæjarstjórn Kópavogs hefur sam-
þykkt nýtt aðalskipulag, sem fjallar
um þróun byggðar, þjónustu og at-
vinnulíf bæjarins fram til ársins
2003. í dag eru um 14.600 fbúar f
Kópavogi en samkvæmt þessu
skipulagi er gert ráð fyrir 23 þús.
manna byggð þar árið 2003, á um
700 hekturum og f fullbyggðum bæ
gætu búið 42 þús. manns á 14 hundr-
uð hekturum.
Skipulagsstjórn ríkisins hefur
gefið heimild til að auglýsa skipu-
lagið og munu skipulagstillögurn-
ar verða bæjarbúum til sýnis frá
miðjum júní til júlíloka. Bæjar-
búum er þá gefinn kostur á að
bera fram fyrirspurnir og koma á
framfæri athugasemdum.
Fyrsta úthlutun í haust
Aðalskipulagið gerir ráð fyrir
að úthluta þurfi 180 íbúðum að
jafnaði ár hvert til að anna eftir-
spurn. „í Suðurhlíðum verður út-
hlutað lóðum á 24 hektara iandi
undir einbýlishús, raðhús, parhús
og lág fjölbýlishús samkvæmt
deiliskipulagi, sem verið er að
vinna að. Fyrsta úthlutun verður í
haust, efst við Álfhólsveg, rétt
austan við Álfhól. Þar er gert ráð
fyrir um 12 hundruð manna byggð
eða 70 íbúum á hektara,“ sagði
Kristján Guðmundsson, bæjar-
stjóri Kópavogs.
„Þær framkvæmdir sem eru á
döfinni nú í nánustu framtíð og
snerta aðalskipulagið, eru bygg-
ingar á nýjum íbúðum fyrir aldr-
aða. í Vogatungu, landi sem liggur
meðfram Hafnarfjarðarvegi, eru í
hönnun teikningar að 59 íbúðum
auk 20 íbúða í Sæbólslandi.
Eitt stærsta vandamál okkar á
undanförnum árum, er ástandið í
holræsamálum. Holræsakerfið
þurfum við að endurbæta og verð-
ur það gert ( áföngum. Aðalskipu-
lagið gerir ráð fyrir að öll mengun
verði hreinsuð úr Kópavogslæk og
að í framtíðinni verði reist
hreinsistöð fremst á Kársnestá.
Mest 550 nemendur í
hverjum skóla
í aðalskipulaginu er gert ráð
fyrir að nýting þeirra 14 hundruð
hektara, sem það nær yfir, skiptist
þannig að 819 hektarar verði und-
ir íbúðarhúsnæði, 204 hektarar
undir atvinnusvæði, iðnað, þjón-
ustu og verzlun og 377 hektarar
fyrir útivist en í því felast öll opin
svæði.
„í skipulagstillögunum er gert
ráð fyrir 3 til 4 þúsund íbúðum í
hverju hverfi og að nemendur í
hverjum skóla verði ekki fleiri en
550 með tveimur bekkjardeildum í
hverjum árgangi," sagði Kristján.
„Staðsetning skólanna innan
hverfanna miðast við að gönguleið
hvers barns verði aldrei íengri en
400 metrar. í hverju íbúðarhverfi
er ráðgert að rísi 3 dagvistarheim-
ili og 1 skóladagheimili. Einnig er
gert ráð fyrir göngustígum og
reiðstígum í þessu skipulagi til að
auðvelda hestamönnum og gang-
andi að komast leiðar sinnar.
Varðandi atvinnumál er að því
stefnt að skapa jafnvægi milli at-
vinnusvæða og íbúðabyggðar á
suðursvæðum höfuðborgarbyggð-
arinnar en í dag eru atvinnutæki-
færi bæjarbúa innan Kópavogs
um það bil 85% af fjölda vinnandi
fólks.“
Böm frumbyggjanna
byggja hér í dag
„Aldursdreifing íbúanna í bæn-
um hefur verið að breytast á und-
anförnum árum. Sem dæmi má
nefna að árið 1970 voru tæplega
300 ellilífeyrisþegar í bænum en 1
dag eru þeir nærri 800 hundruð.
Frumbyggjar búa hér margfr
enn og þeirra börn eru farin að
byggja hér í dag. Okkur hefur tek-
ist að halda í unga fólkið en ekki
misst það úr bænum og má segja
að þar hafi gætt áhrifa frá bygg-
ingarsamvinnufélögunum. Hjá
þeim hefur unga fólkið keypt (búð-
ir og sem dæmi get ég nefnt að
meðalaldur íbúðaeigenda í stiga-
húsi í Engihjalla var 23 ár þegar
flutt var inn.
Ytri aðstæður geta
raskað skipulagi
Þegar aðalskipulagið var unnið
þá var tekið mið af þeim aðstæð-
um og kröfum, sem gerðar eru í
dag hvað varðar íbúðastærð fyrir
hverja fjölskyldu og hvaða þættir
í nánasta umhverfi fólk leggur
áherslu á. í dag er meðal fjöl-
skylda í Kópavogi 3,1 einstakling-
ur, en hversu stór hún verður í
framtíðinni veit enginn. Allt
bendir til þess að hún minnki.
Ég get nefnt annað dæmi um
ytri aðstæður sem geta raskað
skipulagi. Kópavogur varð sjálf-
stæður hreppur árið 1948 og kaup-
staðarréttindi fékk hann 1955.
Lengst af hefur fólksfjölgun hér
verið langt umfram landsmeðal-
tal. Afleiðingin var sú að í nokkur
ár innrituðust fleiri börn, sem
voru að hefja skólagöngu i skólana
hjá okkur heldur en í Reykjavík,"
sagði Kristján að lokum.
Onnur markmið
Auk þeirra markmiða sem
liggja til grundvallar aðalskipu-
laginu og fram hafa komið hér að
framan segir í kafla um umhverf-
ismál að markmiðið sé:
1. Að varðveita Fossvogsdal og
umhverfi Kópavogslækjar, sem
friðsæl útivistarsvæði með skipu-
legri fegrun umhverfis þar.
2. Að varðveita hluta suðurhlíð-
ar sem útivistarsvæði í tengslum
við Kópavogslæk og gera þar
grasagarð.
3. Að vernda Hádegishóla, sem
náttúruvætti.
4. Að stuðla að aukinni trjárækt
í bæjarlandinu, sem skjólbelti
fyrir íbúðabyggð og til fegrunar
útivistarsvæða. Ennfremur með
því að skapa Skógræktarfélagi
Kópavogs aðstöðu fyrir trjá-
plöntuuppeldi og aðra starfsemi
sína.
5. Að stuðla að hagnýtingu
óbyggðra svæða í Vatnsendalandi
fyrir útivistarstarfsemi, s.s. með
skeiðvelli á Kjóavöllum og golf-
velli sunnan Vatnsendahæðar.
6. Að stuðla að þeim samskipt-
um manns og náttúru að ekki
spillist að óþörfu líf eða land né
mengist sjór.
7. Að stuðla að endurbótum í
eldri byggð til að auka friðsæld f
íbúðarhverfum og bægja frá
hverskonar mengun á lofti af háv-
aða eða öðrum orsökum.
8. Að tryggja að byggð verði
þannig úr garði gerð að ekki gæti
mengunar í lofti, af hávaða eða
öðrum orsökum.
9. Að Kópavogur haldi áfram
samstarfi við önnur sveitarfélög
til að efla og bæta aðstöðu í Blá-
fjallafólkvangi.
Landnot
í kafla um nýtingu landsins
kemur fram að markmiðið sé að:
„Suðurhallandi hlíða notist fyrir
íbúðabyggð og dalverpin að því
marki sem láglendið er ekki lagt
undir útivistar- og íþróttasvið.
Meðfram Reykjanesbraut verði
landið notað fyrir atvinnusvæði,
er vernda íbúðabyggðina fyrir
óþægindum af umferð á stofn-
braut.
Strandlengja Kópavogs og land
meðfram Kópavogslæk notist
fyrir útivistarsvæði í tengslum við
íþróttasvæðið við Kópavogslæk.
Að öðru leyti verði koliar ás-
anna og botnar dalanna notuð
fyrir útivistarsvæði og íþrótta-
svæði. Kjóavellir og suðurmóar
Vatnsendahlíðar verði notaðir
fyrir golfvöll sunnan Vatnsenda-
hlíðar. í tengslum við útivistar-
svæðin skal skipuleggja trjá- og
aðra gróðurrækt.
Vesturtá Kársness verði notuð
fyrir hafnarsvæði og þar byggð
höfn er tengist iðnaðarsvæði á
norðvestanverðu Kársnesi.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Bangladesh:
Kaldhæðnislegt að náttúruhamfarir
og neyð styrkja Ershad forseta í sessi
BANGLADESHAR reyna að finna
fótfestu á ný eftir náttúruhamfar-
irnar í landinu á dögunum; felli-
bylur og fióðbylgja fóru yfir
strandhéruð landsins með þeim af-
leiðingum að fimmtán þúsund
manns létust. Hundrað þúsund
gripir drápust og hálf milljón
manna missti heimili sín.
að er ekki nýtt að Bangla-
deshar verði fyrir slíku, það
er að verða nánast árviss hörm-
ungaratburður. Ein ástæðan
fyrir því, hversu mikið manntjón
og eignatjón verður, er svo sú, að
neyðin í landinu er svo sár,
þéttbýlið svo mikið og almennt
er lífsbaráttan í þessu hrjáða
landi svo crfið, að menn setjast
að og reyna að búa um sig á
hættusvæðum, löngu áður en
þau eru orðin trygg til búsetu á
ný. Um annað er ekki að ræða, ef
fólk ætlar að reyna að forða
hungurvofunni frá dyrum sín-
um. Og þó vita Bangladeshar
manna bezt um hvað áhættan er
mikil.
H.M. Ershad, forseti landsins,
aflýsti opinberri heimsókn til
Kína vegna atburðanna og fór á
vettvang. Hann sagði frétta-
mönnum að um fimm þúsund
manns hefðu farizt, en síðan
kom i Ijós að sú tala var miklu
hærri. Fréttaskýrendur segja, að
rangt væri að halda þv( fram að
Ershad hafi notað hörmungarn-
ar sér til beins pólitísks fram-
dráttar, en hann gætti þess þó
vel að fréttamenn fengju að vita
um ferðir hans.
Ershad hefur ekki opinberlega
leitað neyðaraðstoðar erlendis
frá. Engu að síður hafa alþjóð-
legar hjálparstofnanir brugðið
við skjótt. Ríkisstjórnin áætlar
að um 50 milljónir dollara þurfi
til uppbyggingarstarfsins og sé
það þó væglega áætluð tala.
Fulltrúar tveggja helztu
stjórnarandstöðuflokka Bangla-
desh, Awamiflokksins, sem er
bandalag fimmtán smáflokka og
og flokksbrota og Þjóðarflokks-
ins, sem hefur sjö flokksbrot
innan sinna vébanda, sökuðu
Ershad um að hafa ekki varað
íbúa á hættusvæðunum við í
tæka tíð. Sú gagnrýni fékk þó
ekki hljómgrunn að því er talið
er. Formaður Awami, Hasina
Wajed, og leiðtogi Þjóðarflokks-
ins, Khaleda Zia, fóru á svæðin
sem verst urðu úti ásamt ýmsum
fleiri forystumönnum bandalaga
þessara og útdeildu mat og
hjúkrunarvörum til fólksins. En
auðvitað tókst þeim ekki að
skyggja á stjórnina og allra síst
Ershad. Hann var meðal annars
nætursakir á úrir Char, þeirri
smáeyju sem hvað verst varð úti.
Hann sagðist vilja vera með sínu
fólki, en ekki koma í einhverja
yfirlætislega spariheimsókn.
Hann sagði fréttamönnum sem
voru fjölmennir á eftir honum,
eins og vikið var að, að hann ætl-
aði sér öldungis ekki að hagnast
á eymd og bágindum fólksins.
Hvað sem nú því líður virðist
Ershad hafa tryggt sig f sessi
eftir þetta, ekki sizt eftir að
Junius Jayawardene og Rajiv
Gandhi, forsvarsmenn Sri Lanka
•*
Ershad
og Indlands, fóru með honum til
Dhaka og Urir Char til að skoða
verksummerki. För þeirra var
rækilega auglýst og þótti reynd-
ar ekki vera Ershad einum til
framdráttar. Bangladeshar áttu
ekki orð til að lýsa gleði sinni
með þá miklu samkennd sem
Gandhi alveg sérstaklega þótti
sýna með þessu.
Auk þess að veita Ershad með
þessu bæði siðferðilegan og
væntanlega pólitískan stuðning
varð ákvörðun Gandhis um að
hafa Jayawardene með í ferðinni
til þess að auðvelda honum
nokkuð undirbúning fyrir sam-
starfsfund Suðaustur-Asíuríkja,
sem á að vera í Dhaka í Bangla-
desh í desember.
Eins og vænta mátti var
Ershad í sjöunda himni vegna
þeirrar samstöðu sem Rajiv
Gandhi og Jaywardene sýndu
honum. Hann sagði það merki
um að þjóðir í þessum hluta
heims stæðu saman, enda veitti
ekki af því. Þrátt fyrir að
Bangladesh hefði oft fengið góð-
an og raunar ómetanlegan
stuðning annars staðar frá, með-
al annars þegar hungursneyðin
mikla geisaði þar fyrir séxt(u ár-
um eða svo, væri stundum engu
líkara en þjóðir heims gleymdu
Bangladesh og létu minna af
hendi rakna þegar þar kæmi upp
erfitt ástand en til ýmissa ann-
arra landa. Ershad sagði, að
nágrannalönd Bangladesha
skiídu hins vegar glögglega við
hvað væri að etja og ekki nóg
með að þeir skildu það heldur
sýndu þeir hjálp sína i verki.
Þessi ferð Gandhis til Bangla-
desh hefur ekki aðeins orðið
vatn á myllu Ershad sjálfs inn-
anlands, heldur hefur hún einnig
orðið Gandhi til álitsauka og afl-
að honum óteljandi aðdáenda i
Bangladesh að sögn fréttaskýr-
enda.
Og Zia Ul-Haq, forseti Pakist-
ans, getur náttúrlega ekki unað
þessu. Hann hafði ætlað að
senda utanrikisráðherra sinn,
Sahibzada Yaqub Ali Khan, til
Bangladesh. En eftir að Gandhi
fór í eigin persónu, ákvað Zia að
fara að dæmi hans. Hann sendi
sömuleiðis flugvélarfarm af
björgunargögnum, hjúkrunar-
vörum og fleiru til Dhaka. Auð-
vitað fögnuðu Bangladeshar
þessu í einlægni, en þá voru þeir
Ershad og Gandhi búnir að stela
senunni, svo að heimsókn Zia
varð hálfvandræðaleg.
Og þessir atburðir sýna okkur
óneitanlega að pólitíkusar svíf-
ast einskis; geti manneskjulegur
harmleikur, neyð og náttúru-
hamfarir orðið þeim til pólitísks
ávinnings er meginmálið að láta
tækifærið ekki sér úr greipum
ganga.
(Heimild: byggt á grein S.
Kamaluddin í Far Eastern Ec-
onomic Review)