Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 26

Morgunblaðið - 02.07.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1985 Nýja ATR 42 skrúfuþotan: Lipur og liðtæk í k>fti Flug Gunnar Þorsteinsson Það var eínkum fernt sem vakti athygli þegar vélarnar tóku þátt í sýningarfluginu: Þær notuðu mjög stutta braut í flugt- aki og lendingu, virtust liprar og láta vel að stjórn á hinum ýmsa flughraða, fluginu fylgdi lítill hávaði, hæfni þeirra er mikil í kröppu og bröttu aðflugi. ATR 42 er ein þeirra véla sem eru taldar koma til greina þegar Flugleiðir fara að endurnýja innanlandsflugflotann. Kunnug- ir telja þó að vél eins og Fokker 50, eða yngri og afkastameiri Fokker F 27, verði frekar fyrir valinu, m.a. vegna góðrar reynslu af Fokker-vélum hérl- endis og ennfremur vegna þess að Fokker-verksmiðjurnar hafa sagst ætla að taka gamlar F 27-vélar upp í nýjar Fokker 50. Höldum okkur við ATR 42. Hún kostar nú um 6,7 milljónir doll- ara eða rúmlega 300 milljónir krónur íslenskar og er í dýrari flokki skrúfuþotna í þessum stærðarflokki. ATR 42 rúmar 42—50 farþega. Árið 1981 var ákveðið að ráð- ast í smíðina og 16. ágúst sl. fór fyrsta vélin á loft. Næsta vél var tilbúin í október 1984 og sú þrið- ja, og nýjasta, varð flughæf 30. apríl sl. I lok maí sl. höfðu tvær flugvélanna lagt upp í 410 próf- unarflug í samtals 700 flugst- undir. Ef allt gengur að óskum mun ATR 42 fá flug- hæfnisskírteini í september nk. eftir prófanir í innan við 1000 flugstundir. Að sögn talsmanna ATR 42 fór hin kanadíska de Havilland Dash 8 í 1600 flugst- undir, og til þess voru notaðar fjórar vélar, áður en flughæfn- isskírteinið var gefið út. Þeir voru almennt mjög ánægðir með niðurstöður prófunarflugsins en það er of langt mál að fara nán- Ljósm. Gunnar Þorsteinsson. Nýja fran.sk/ital.ska skrúfuþotan ATR 42 er lipur og spræk flugvél. Hún er aðeins 9 mánaða gömul. ar út í það í dagblaðsgrein. Þó má nefna að þeir sögðust hafa fengið, óvænt og frábært tækif- æri, að reyna vélina við vetrar- aðstæður vegna vetrar- hörkunnar á meginlandi Evrópu sl. vetur. Þessum vetrarprófun- um verður síðan framhaldið í Finnlandi í byrjun næsta árs. Flugfélagið Finnair hyggst kaupa 5 ATR 42-flugvélar, til að byrja með, og munu þær koma í stað Fokker F 27-véla. Næsta ATR 42-flugvélin, sú fjórða í röðinni, og sú fyrsta sem verður fullbúin, sem venjuleg farþegafl- ugvél verður tekin í notkun í nó- vember nk. Franska flugfélagið Air Littoral verður fyrst að taka vélina í notkun. Strax á eft- þessi tala hækka upp i 4000 manns í hvoru landi, ef með eru taldir ýmsir undirverktakar. Á blaðamannafundi á flugsýn- ingunni í París sagði Jean-Paul Perrais, yfirmaður ATR 42-áætl- unarinnar, að samstarf þjóð- anna hefði gengið mjög vel. Sér- stök yfirstjórn, sem er einföld og sveigjanleg, annast öll fjármál og sölustörf. Samhliða henni starfa þrjár tækninefndir. Frakkar og ítalir deila allri áhættu jafnt. Skömmu áður en sýningin í París hófst höfðu 18 flugfélög pantað samtals 58 ATR 42-vélar og gert óskuldbundna samninga um kaup á öðrum 29 vélum. Það er eftirtektarvert hvað bandar- ísk flugfélög hafa tekið vélinni vel. Sex þarlend flugfélög eiga 25 vélar í pöntun. Söludeild ATR 42 hefur sett sér það markmið að selja 800—1100 flugvélar fram að al- damótum eða um fjórðung allra skrúfuþotna í þessum stærðar- flokki sem talið er að munu selj- ast á tímabilinu. ATR 42 mun mæta hörku samkeppni. Aðal- keppinautarnir eru Fokker 50 og BÁe ATP auk smærri véla eins og Embrarer Brasilía, Saab-Fairchild 340, de Havilland Dash 8-300 og Casa-Nurtanio 235. 1 mars sl. var ákveðið að smíða nýja gerð sem heitir ATR 42-300. Það flýtti þessari ákvörðun að prófunarflug venjulegu ATR 42- vélanna hafði gengið vonum framar. Það leiddi í ljós að unnt var að auka burðargetuna frá því sem gefið var upp þegar fyrstu afkastatölur ATR 42 voru kunngerðar. ATR 42-300 verður þó í öllum aðalatriðum eins og fyrirrennarinn og mun væntanl- ega fá flughæfnisskírteini um líkt leyti. Hún mun hafa 3—400 kílóa hærri flugtaksvigt en það samsvarar 3—4 farþegum. Farþegarýmið er rúmgott og í breiðþotustfl. Það er sagt vel hljóð- einangrað og vélarhljóðið heyrist varla. ir koma félögin Cimber Air i Danmörku, Command Airways i New York og Air West Airlines í Houston í Texas. Alls er ráðgert að smíða 37 flugvélar árið 1986 eða 3,5 vélar á mánuði. Árið 1987 40 vélar og 44 árið 1988. Ef eftirspurn eykst verður unnt að auka framleiðsl- una í 4 vélar á mánuði. Þegar smíði ATR 42 hófst störfuðu 1200 manns í hvoru landi við verkið en smám saman mun Stjórnklefl ATR 42 er búinn öllum nýjasta tæknibúnaði. Við hönnun hans var byggt i reynshmni af nýtisku stjórnklefa Airbus 310-farþegaþotunn- ar. öll flugfélögin sem hafa pantað vélina hafa valið sama útbúnað í stjórnklefann. Framleiðendur ATR 42-skrúfuþotunnar una sínu vel um þessar mundir. ATR 42 er smíðuð í sameiningu af ríkisflugvélaverksmiðj- um Frakklands og ítal- íu, Aerospatiale og Aeritalia. Prófunar- og tilraunaflugið, sem nú stendur yfír, hefur gengið framar björt- ustu vonum og salan gengið þokkalega mið- að við að um algerlega nýja flugvél er að ræða. Þeir mættu til leiks á Parísarflugsýn- inguna með þær þrjár flugvélar sem nú eru fullsmíðaðar. Tvær sýndu fluglistir dag- lega meðan sú þriðja var til sýnis á jörðu niðri. Þetta var í fyrsta sinn sem ATR 42-vélin var til sýnis á almennri flugsýningu. Flugdrægið mun aukast um 450 km eða 245 sjómílur. Á Parísarsýningunni var til- kynnt að ráðist yrði í smíði nýrr- ar gerðar ATR 42 og hlaut hún nafnið ATR 42-ST. Það verður lengri gerð með stærri væng og öflugri hreyfla. Farþegarýmið verður fimm sætaröðum lengra og mun mest rúma 70 farþega. Með þessari gerð styrkist samkeppnisaðstaðan við vélar eins og Fokker 50 og Bae ATP. Vængflöturinn verður 61m2 í stað 54,2mz á venjulegu gerðinni. Hreyflarnir verða um 100 hest- öflum öflugri eða 2.400 hestöfl í stað 2.308 hestafla. Hámarks- flugtaksþyngd ATR 42-ST verð- ur tæp 20 tonn. Að sögn fram- leiðendanna er unnt að lengja vélina og auka afkastagetuna, eins og lýst var hér að framan, með því að nota samtrefjaefni og léttar málmblöndur í ríkari mæli en áður hefur tíðkast í flugvélasmíði. ATR 42-ST verður tilbúin árið 1988 ef allt fer að áætlun. Söludeildin segist ætla að selja 3—400 vélar af þessari lengri gerð sem er nálægt 30% markaðshlutdeild véla í þessum stærðarflokki. Frá upphafi hefur verið mark- miðið að bjóða ýmsar gerðir ATR 42-véla og skapa einskonar ATR-fjölskyldu sem yrði eins í allri grundvallarsmíði. Auk þeirra gerða sem hér hefur verið sagt frá er í undirbúningi að smíða vöruflutningagerð, her- flutningagerð og tvær gerðir strandgæslu- og eft- irlitsflugvéla. Bliki EA 12 frá Dalvík. Dalvík: Bliki EA 12 endurbyggður Dalvík. 27. jóní. ÞRIÐJUDAGINN sl. kom Bliki EA 12 úr fyrstu veiðiferð sinni eftir gagngera endurbyggingu. Kom Bliki sem er á togveiðum með fullfermi af þorski eftir fjögurra sólarhringa veiðiferð. Endurbygging skipsins var gerð í Slippstöðinni á Akureyri. Bliki sem var 150 lesta stálskip var yfir- byggður og gerð á hann skutrenna til togveiða. Skipt var um plötur I bol skipsins, sett ný skrúfa auk þess sem sett var kælikerfi i lestar og endurnýjaðar raf- og olíulagn- ir. Þá var sett I hann grandaraspil og vökvakrani á efra þilfar. Skipið er vel búið alls konar siglinga- og fiskileitartækjum og m.a. voru sett í skipið dagsbirtu radar, Atlas litadýptarmælir, Shipmate RS 2000 litaplotter, en það tæki skráir allar ferðir skipsins, og Scanner hita-, höfuðlinu- og aflamælir. Þá hefur verið komið fyrir sjónvarps- kerfi sem gerir skipstjóra kleift að fylgjast með á millidekki og við skutrennu. Þessar breytingar tóku 3 mán- uði. Að sögn skipverja reyndist skipið mjög vel í fyrstu veiðiferð- inni, en þá kom skipið inn með um 55 lestir af góðum þorski. Skip- stjóri á Blika er Brynjólfur Oddsson, 1. stýrimaður Kristján Júlíusson og 1. vélstjóri Halldór Johannesson. Frétt&rit&rar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.