Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 7
7 ________________________________tíÓRGifaBLÁÐiP, MúóÁábÁótíá ii' jiprtif 19& Forsetinn ferðast um Austurland FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur í dag ferð sína um Austurland. Forsetinn og fylgdarlið hans koma til Egilsstaða klukkan 9.25, en síðan verður ekið um Vallahrepp og Skriðudalshrepp. Þá verður snæddur hádegisverður í Valaskjálf í boði sýshinefnda Norður- og Suður-Múlasýslna og síðan haldið að Eiðum á sumarhátíð Úí A. Síðdegis verður drukkið kaffi á dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum og kirkjan skoðuð. Þá verður gróður- sett við íþróttavöllinn. Snæddur verður kvöldverður f boði Héraðshreppa í Valaskjálf, en að því loknu verður þar opið hús fyrir íbúa á Héraði. Á sunnudag heldur forsetinn frá Egilsstöðum, stansað verður að Brúarási, en síðan haldið út Jökulsárhlíð og yfir Hellisheiði. Eftir hádegi verður guðsþjónusta á Skeggjastöðum, en komið verður til Vopnafjarðar síðdegis. Þar tek- ur hreppsnefnd Vopnafjarðar- hrepps á móti forsetanum við hreppamörkin, en síðan verður ek- ið um kauptúnið og elliheimilið heimsótt. Þar verður gróðursett. Snæddur verður kvöldverður á Hótel Tanga í boði hreppsnefndar- innar og síðan verður opið hús í félagsheimilinu. Forsetinn leggur af stað frá Vopnafirði um klukkan átta á mánudagsmorguninn 15. júlí, en hálftíma síðar verður stansað á minjasafninu á Burstafelli. Komið verður í Fellabæ um hádegið, en á leið þangað verður stansað í Möðrudal og á Skjöldólfsstöðum. Hádegisverður verður snæddur í Samkvæmispáfanum. Síðdegis verður höfð stutt viðdvöl að Kirkjubæ í Hróarstungu en í Vatnsskarði tekur hreppsnefnd Borgarfjarðarhrepps á móti for- seta. Þá verður snæddur kvöld- verður í boði hreppsnefndar Borg- arfjarðarhrepps í félagsheimilinu Fjarðarborg og klukkan níu verð- ur bar opið hús. Á þriðjudag heldur forsetinn frá Borgarfirði eystra klukkan níu, en um klukkustund síðar verður komið að Hjaltastað þar sem verða kaffiveitingar. Um klukkan 11 verður komið í Eiða- hrepp þar sem Sumarbúðir þjóð- kirkjunnar verða heimsóttar og þar verður einnig gróðursett. Klukkan tólf verður snæddur há- degisverður á Edduhótelinu á Eið- um. Klukkan 15 verður komið að minnisvarða á Neðri Staf á Fjarð- arheiði þar sem móttökunefnd frá Seyðisfjarðarkaupstað tekur á móti forsetanum. Síðdegis verður skoðunarferð um Seyðisfjörð. Snæddur verður kvöldverður í boði bæjarstjómar hótelinu, en að honum loknum verður opið hús í félagsheimilinu. Miðvikudaginn 17. júlí verður lagt af stað frá Seyðisfirði og ekið suður með Lagarfljóti að vestan- verðu. Stansað verður á Valþjófs- stað. Klukkan 11.30 verður komið að Edduhótelinu í Hallormsstað þar sem sýslumaður Norður- Múlasýslu kveður forsetann og fylgdarlið hans. Fimmtudaginn 18. júlí verður haldið frá Hallormsstað áleiðis til Mjóafjarðar með viðkomu í Brekku og á Dalatanga þar sem kaffiveitingar verða á boðstólum og vitinn verður skoðaður. Hádeg- ismatur verður snæddur í Sól- brekku og þar verður opið hús. Klukkan 14.15 verður lagt af stað áleiðis til Neskaupstaðar með varðskipi. Á Neskaupstað tekur bæjarstjórnin á móti forseta á bryggju um klukkan 15.30, en síð- an verður gengið upp í skrúðgarð þar sem bæjarstjóri flytur ávarp og Skólalúðrasveit Neskaupstaðar leikur. Einnig verður gróðursett og elliheimilið og fjórðungssjúkra- húsið heimsótt. Forsetinn skoðar einnig náttúrugripasafnið. Kvöld- verður í boði bæjarstjórnar verður snæddur i Egilsbúð, en að honum loknum verður þar opið hús. Forsetinn og fylgdarlið hans halda frá Neskaupstað að morgni föstudagsins 19. júli og koma til Eskifjarðar klukkan tiu. Þá verð- ur ekið til elliheimilisins þar sem forystumenn bæjarins taka á móti forseta. Forsetinn skoðar einnig Sjóminjasafnið og hraðfrystihús- ið. Þá verður ekið að Stekksmelum i Helgustaðahreppi, en hádegis- verður verður snæddur í nýja skólanum á Eskifirði og opið hús verður að honum loknum. Siðdegis verður haldið frá Eskifirði og komið að hreppamörkum Reyðar- fjarðarhrepps á Hólmahálsi þar sem hreppsnefndin tekur á móti forseta. Komið verður á Búðareyri klukkan 16.50 og forsetinn gefur nýja leikskólanum nafn. Kvöld- verður verður snæddur i verka- lýðshúsinu i boði hreppsins, en að honum loknum verður opið hús i Félagslundi. Laugardaginn 20. júlí verður haldið frá Búðareyri og komið að Vattarnesi klukkan 9.45. Þar taka fulltrúar Fáskrúðsfjarðarhrepps og Búðarhrepps á móti forseta. Síðan verður haldið að Kolfreyju- stað og kirkjan þar skoðuð. Komið verður að Búðum klukkan 10.30 og þar verður snæddur hádegisverð- ur i skólanum. Að honum loknum verður opið hús i félagsheimilinu Skrúð. Siðdegis verður haldið frá Búðum og klukkan 16.30 verður komið að hreppamörkum Stöðvar- hrepps þar sem fulltrúar hrepps- ins taka á móti forseta. Klukkan 16.50 verður komið að grunnskóla Stöðvarfjarðar þar sem fulltrúi heimamanna ávarpar forseta. Þar verður gróðursetning og einnig verður steinasafn Petru Sveins- dóttur skoðað. Kvöldverður verður snæddur i grunnskólanum i boði hreppsins og síðan verður opið hús í samkomuhúsi Stöðvarfjarðar. Klukkan 22.30 verður haldið áleið- is til Staðaborgar i Breiðadal þar sem gist verður. Forsvarsmenn Breiðdalshrepps taka á móti forsetanum á Staða- borg klukkan 9.15 sunnudaginn 21. júli, en síðan verður haldið til guð- sþjónustu í Heydalakirkju. Þá verður ekið frá Heydölum áleiðis til Breiðdalsvíkur og komið á út- sýnisstaðinn Hellur. Þá verður gróðursett á leikvelli staðarins en að þvi búnu snæddur hádegisverð- ur á Hótel Bláfelli i boði hrepps- ins. Þá verður opið hús á Staða- borg. Klukkan 15.45 heldur forset- inn frá Breiðdal áleiðis til Djúpa- vogs. Á leiðinni verður stansað i Gautavík í Beruneshreppi. Klukk- an 17.30 verður komið í Djúpavog og ekið að félagsaðstöðu hrepps- ins. Þar verður gróðursett og hald- ið á útsýnisstaðinn Bóndavörðu. Kvöldverður verður snæddur á hótelinu i boði hreppsnefndar Bú- landshrepps. Þá verður opið hús í félagsaðstöðunni. Heimsókn forseta um Austur- land lýkur mánudaginn 22. júli. Þá verður lagt af stað frá Djúpavogi klukkan 9.30 áleiðis til Hafnar i Hornafirði með viðdvöl í Geit- hellnahreppi. Sýslumaður Suður- Múlasýslu kveður forsetann við Hvalnesskriður skammt frá sýslu- mörkunum. Forsetinn heldur síð- an flugleiðis til Reykjavíkur frá flugvellinum á Höfn i Hornafirði klukkan 12.35. Biblíufélagið: Guðbrandsbiblíu að gjöf HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG vard 170 ára 11. júlí sl. f tilefni þess var efnt til hátíðar í Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, en þar hefur Biblíufélagið haft aðsetur í 18 ár. Sverrir Kristinsson bókaútgefandi færði þá Biblíufélaginu Guðbrandsbiblíu að gjöf í tilefni af afmælinu. Bókin er í forkunnarfögru geitarskinnsbandi. Myndin er tekin við afhendinguna, er Pétur Sigurgeirsson, biskup fslands, þakkaði Sverri gjöfina og afhenti hana framkvæmdastjóra félagsins, Hermanni Þor- steinssyni. Á Skálholtshátíðinni 21. þ.m. verður hhiti dagskrár helgaður Biblíufélaginu og framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn laugar- daginn 20. júlí í Skálholtsskólanum. Þar verður aðalumræðuefnið valið með tilliti til árs æskunnan Biblían og unga kynslóðin. (Pl NYRIADA STATION KYNNINGARVERD • • P VEL1300cm3-72 HO.4 GIRA 252800: KYNNINGARVERÐ VÉU1500cm-77 HÖ. 5GIRA 277800: „ ÖPIÐÍ ''S «Cr BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ■1 If1 ntmvmf •amcnniiTT'r v æ c . ooooa C! cnr >mc<TT n. 01 OOC SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEOLD: 31236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.