Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985
AP/Slmamynd
M. Vatan, tyrkneska olíuflutningaskipið sem írakar gerðu irás i i þriðjudag. Skipið var þi með fullfermi, 380.000
tonn af olíu, i leið til olíustöðvar írana i Sirra-eyjunni í Persaflóa.
Irakar gera árás
á annað olíuskip
Bagdad, 12. jólL AP. JL
HERÞOTUR fraka gerðu eldflaugairis i tyrkneskt olíuflutningaskip
snemma í morgun, er það var i leið til olíustöðvar írana i Kharg-eyju að
SKkja farm.
Eldur kom upp í skut skipsins,
en ekki er vitað um skemmdir og
slys á mönnum.
Þetta var önnur árás íraka á
tyrknesk olíuflutningaskip á einni
viku.
í tilkynningu íraka sagði að
herþoturnar hefðu snúið aftur
heilu og höldnu. Þar sagði einnig
að frakar hefðu i dag náð mikil-
vægu svæði af írönum á víglín-
unni.
í Bahrain var sagt að áhöfn
skipsins „M. Seyhan", sem á var
ráðizt, hefði strax farið frá borði
þegar eldflaugin hæfði skipið. Það
er rúmlega 226.000 lestir.
Bæði „M. Seyhen" og systurskip
þess, „M. Vatan," voru í eigu
tyrknesks fyrirtækis, en íranir
höfðu tekið þau á leigu til að flytja
hráolíu frá olíustöðinni á Kharg-
eyju til bráðabirgðastöðvar á
Sirri-eyju.
„Vatan,“ sem varð fyrir árás í
síðustu viku, var með 380.000 lest-
ir af olíu þegar ráðist var á skipið.
Um 20% af olíufarminum hefur
þegar lekið úr skipinu og olíubrák
hefur myndast við strendur íran.
frakar sögðust hafa náð á sitt
vald um 1,5 km stóru svæði sem
áður var hernumið af írönum í
fjalllendi við víglínu riki
Sögðust þeir hafa fellt 50 Ii
árásinni og sært marga fleiri.
anna.
rani í
Kvennaráðstefnan í Kenýæ
Forsetadótturinni
mótmælt sem
formanni nefndar
Nairobi, Keny>. 12. jáli. AP.
SENDINEFND Bandaríkjanna á
opinberu kvennaráðstefnunni í
Kenya, kom til Nairobi í dag, með
Maureen Reagan forsetadóttur í far-
arbroddi.
Margar bandariskar konur á
óopinberu ráðstefnunni hafa
gagnrýnt þá ákvörðun að skipa
Maureen Reagan formann sendi-
nefndarinnar, þar sem þær telja
hana ekki mæla fyrir hönd fjöld-
ans, heldur styðja stefnu föður
síns, sem þær segja afturhalds-
saman í kvenréttindamálum.
Maureen flutti ávarp við kom-
una til Nairobi og sagðist stolt af
því að vera fulltrúi þjóðar sinnar.
Með henni i sendinefnd eru 27
konur og einn karlmaður.
Ein þeirra kvenna sem mót-
mælti formennsku Maureen sem
hæst, var Angela Davis, sem
tvisvar sinnum hefur boðið sig
fram til varaforseta fyrir komm-
únistaflokkinn í Bandaríkjunum.
Hún situr hina óopinberu kvenna-
ráðstefnu, Forum ’85.
Davis sagði að stefna Reagan
stjórnarinnar mismunaði kynjum
og kynþáttum meira en nokkur
önnur stjórn í Bandaríkjunum
hefði gert og hefði þjóðin aldrei
verið herskárri en í tíð hans.
Dagskrá opinberu ráðstefnunn-
ar, sem hefst á mánudag, hefur
ekki verið ákveðin nema að hluta
til, því eftir er að ákveða hvort
taka megi fyrir pólitísk efni s.s.
aðskilnaðarstefnu minnihluta-
stjórnar Suður-Afríku og deilur
ísraela og Palestínumanna.
Maureen Reagan sagði að forð-
ast bæri slík umræðuefni, og ein-
beita ætti sér fremur að málefn-
um sem snerta allar konur. Sá
orðrómur komst á kreik í vikunni
að sendinefndin hefði hótað að
snúa heim til Bandaríkjanna á ný,
ef minnst yrði á hápólitísk efni.
(iKNCvl
GJALDMIÐLA
Losdon, 12. jáli. AP.
GENGI Bandaríkjadollars lækk-
aði í dag, eftir að tilkynnt var um
meiri samdrátt í smásölu en búist
hafði verið við. Gull hækkaði
hins vegar í verði í dag.
Viðskiptaráðuneyti Banda-
rikjanna tilkynnti i dag að
smásala hefði dregist saman
um 0,8% í júní, en sérfræð-
ingar í gjaldeyrismálum sögð-
ust aðeins hafa átt von á að
samdrátturinn yrði um 0,3%.
Síðdegis í dag kostaði sterl-
ingspundið 1,3892 dollara, og
var gengi dollarans að öðru
leyti þannig, að fyrir hann
fengust 2,8860 vestur-þýsk
mörk (2,9410), 2,3975 svissnesk-
ir frankar (2,4582), 8,7700
franskir frankar (8,9450),
3,2450 hollensk gyllini (3,3140),
1.873,50 ítalskar lýrur
(1.894,00), 1,3512 kandaiskur
dollar og 242,80 japönsk jen
(242,95).
Verð á gulli var 316,00 dollar-
ar hver únsa.
Kjarnorkuvopn til
reiðu í Egyptalandi
og Israel
London, 12. júli. AP.
STAÐHÆFT var í fréttaþætti, sem
sýndur var í Breska sjónvarpinu
(BBC) á fimmtudagskvöld, að kjarn-
orkuvopnum hefði verið komið fyrir í
ísrael og Egyptalandi í stríðinu í Mið-
Austuriöndum árið 1973, enda þótt
þau hefðu ekki verið notuð.
Fréttamennirnir, sem unnu að
gerð þáttarins, sögðust hafa fyrir
því heimildir, að þegar hersveitir
Sýrlendinga sóttu fram gegn Israel-
Gagnrýnir
lokun Beirút-
flugvallar
Vfnnrborg, 12-júlú AP.
JAViER Perez de Cuellar, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
gagnrýndi í dag tilraunir Bandaríkja-
stjórnar til að loka fyrir alla flugum-
ferð til Beirút f kjölfar ránsins á
TWA-þotunni og gísladeilunnar.
De Cuellar sagði lokun flugvallar-
ins í Beirút gæti haft mjög alvarleg-
ar afleiðingar í för með sér fyrir
Lfbani. Líbanir þyrftu miklu fremur
á aðstoð að halda til að reisa við
efnahag sinn.
Framkvæmda8tjórinn var inntur
álits á yfirlýsingu Ronalds Reagan,
Bandaríkjaforseta, að Norður-
Kórea, Líbýa, íran, Kúba og Nicara-
gua mynduðu sambandsríki hryðju-
verkamanna. „Hann hefur ekkert
lagt fram máli sínu til sönnunar,
hann hefur ekki sýnt mér þau gögn
sem hann hefur undir höndum,"
sagði de Cuellar.
1973
um á öðrum degi stríðsins hefði
Moshe Dayan, þáverandi varnar-
málaráðherra ísraels, hringt til
Goldu Meir, forsætisráðherra, og
óskað eftir því að fá í hendur „eld-
flaug frá Dimona". Meir hefði sam-
þykkt beiðnina.
Fréttamenn BBC sögðu, að Dim-
ona væri kjarnorkustöð ísraela í
Negev-eyðimörkinni, sem sett hefði
verið á stofn árið 1963. „Opinber-
lega er þessi stöð ekki til,“ sögðu
þeir, „og talað er um að í Dimona sé
vefnaðarverksmiðja eða garðyrkju-
rannsóknastöð." Þeir skýrðu ekki
frá hverjar heimildir sínar fyrir
þessu væru.
Þá kom fram, að 12. október 1973
hefði George Keenan, yfirmaður
leyniþjónustu bandaríska flughers-
ins, hlerað símasamtal milli Anwar
Sadats, þáverandi forseta Egypta-
lands, og Leonids Brezhnev, þáver-
andi leiðtoga Sovétríkjanna. Hefði
Sadat beðið Sovétstjórnina um að-
stoð. „Sama dag lét sovéskt herskip
úr höfn í Odessu við Svarthaf,“
sögðu fréttamennirnir. „Ratsjá í
Istanbul veitti þær upplýsingar að
kjarnorkuvopn væru um borð, en
skipið sigldi til hafnarborgarinnar
Alexandriu í Egyptalandi. Þangað
kom það hinn 15. október, sama dag
og Israelar hófu mikla gagnsókn,
sem leiddi til þess að Egyptar
neyddust til að fallast á vopnahlé."
Sýnt var viðtal við George Keen-
an í þættinum og staðfesti hann
upplýsingarnar. Hann kvaðst hins
vegar fullviss um, að Sovétmenn
hefðu sjálfir haft kjarnorkuvopnin
undir sinni stjórn allan tímann.
AP/Símamynd
Austurríski vínframleiðandinn Paul Tríebaumer sést hér bragða á framleióslu sinni, en þrátt fyrír að eitur hafi
fundist í mörgum lítrum af austurrísku vini undanfaríð hafa sumir smáframleiðendur haldið því fram að þeirra vín sé
ómengað og segjast munu selja það áfram.
Kanslari Austurríkis:
Einungis ómengað vín
verður selt í framtíðinni
Vín, 12. jnlt. AP.
KANSLARI Austurríkis, Fred Si-
nowatz, strengdi þess heit í dag að
allt vín sem flutt yrði frá Austurrfki í
framtíðinni, yrði ómengað og ósvikið
í framtíðinni en sem kunnugt er hef-
ur fundist töluvert magn af banvenu
eitri í nokkrum tegundum af austur-
rísku víni. Sinowiatz hét því einnig
að beita hörðustu refsingum við þá
sem komu eitrinu fyrir í víninu.
Vestur-Þjóðverjar gerðu um
eina milljón lítra af austurrísku
víni upptæka fyrr í vikunni og
hafa aðrar þjóðir, sem flytja inn
austurrískt vín, ýmist varað fólk
við að kaupa vínið, eða tekið það
úr hillum verslana.
Eitrið nefnist „diethylene glyc-.
ol“ og er oft notað í frostlög.
Rannsóknir hafa sýnt að um 0,5 til
3,5 grömm af eitrinu eru i hverj-
um lítra. Ekki er vitað hve mikið
magn af eitraða víninu var selt til
neytenda. Austurríkismenn segja
að þeir hafi tilkynnt Vestur-
Þjóðverjum um hugsanlega eitrun
í víninu í apríl sl. og greinir þá um
hvers vegna Vestur-Þjóðverjar
hafi ekki gert neitt í málinu fyrr
en nú.