Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985
11
Amerísku skiptinemmrnir í velheppnuöu dulargervi i grisku eyjunni Mykon-
os í Sky High
í sumarið á Grikklandi
Kvikmyndlr
Árni Þórarinsson
Laugarásbíó: í háalofti — Skyhigh
★>/»
Grísk-bandarísk. ÁrgerA 1985.
Handrit: Robert Gilliam o.fl. Leik-
stjóri: Nico Mastorakis. Aðalhlut-
verk: Daniel Hirsch, Clayton Norcr-
os, Frank Schultz.
Þeir sem ekki eiga fyrir farinu í
sólina á Grikklandi í sumar geta
keypt það fyrir slikk í formi að-
göngumiða á þessa kvikmynd
Laugarásbiós. Mikið meira fá
menn ekki fyrir sinn snúð, þótt
reyndar sé yfir myndinni nokkuð
unggæðislegur þokki.
Iháalofti segir frá þremur am-
erískum skiptinemum sem koma
til Grikklands og ætla að njóta
lífsins, sólarinnar og stelpnanna,
en lenda fyrir tilviljun í flóknu
njósnaneti sem einkum snýst um
segulbandsspólur með nýju og
hættulegu hljóðvopni. Berst sá
leikur ofan af Akrópólishæð og út
um allt gríska Eyjahafið. Þetta er
svona Enid Blyton-still fyrir kyn-
þroska unglinga og ef fagleg vinna
eins og myndataka og hljóð væri
ekki í góðu lagi myndi ég halda að
í hálofti væri ekki aðeins um am-
eríska skiptinema í Grikklandi
heldur líka gerð, skrifuð og leikin
af þeim. Handrit og leikur er
barnslega saklaus og álappalegur.
Á einum stað segir stúlkukind
þannig um mann sem orðið hefur
fyrir vélbyssuskothrið og er allur
götóttur: „Hann þarf að komast á
spítala". Ja, skyld’ ekki vera?
Douwe Jan Bakker
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það eru fleiri erlendir mynd-
listarmenn, sem taka ástfóstri
við landið hrjúfa í norðri en
mörgum kynni að detta í hug.
Hinað koma þeir til að verða
fyrir áhrifum af landi og þjóð og
fara svo heim og vinna úr hug-
myndum sínum og uppköstum,
— sumir halda jafnvel dagbæk-
ur sem þeir skrá í upplifanir sín-
ar með ritmáli og táknum.
Einn þessara manna er Hol-
lendingurinn Douwe Jan Bakker
er býr í Harlem og hér er nú
staddur í sinni tíundu heimsókn.
Hann er vel þekktur i heima-
landi sinu og hefur viða sýnt
verk sín.
I tilefni dvalar sinnar hefur
Nýlistasafnið sett upp sýningu á
verkum hans i húsakynnum sin-
um að Vatnsstíg 3.
Á sýningunni eru verk úr eigu
safnsins svo og einnig myndir,
sem listamaðurinn hefur komið
með í farteskinu og munu nýjar
af nálinni. Á sýningunni eru
m.a. hinar athyglisverðu ljós-
myndir er gerandinn tók á ferð
sinni 1972 er hann nefnir »Um
sérlegt framlag íslands til sögu
byggingarlistarinnar" og
myndaröðin „A Vokabulry
skulpture in the Iclandic Land-
scape (1975), Reykjavík/Harlem
1976—77. Af hinu nýja má nefna
„Minnisblöð", „Afleiðslur" og
„Táknfræðilegar teikningar".
Dowe Jan Bakker er agaður og
þroskaður hugmyndafræðilegur
listamaður, sem mikill fengur er
að sem íslandsvini. Hann nálg-
ast landið á allt annan hátt en
margir aðrir og hinar sannverð-
ugu, listrænu ljósmyndir hans
rista dýpra en flestar málaðar
myndir útlendinga.
Einkum þótti mér myndaröðin
„A Vokabulary skulpture ..."
athyglisverð og hún á heima á
skólaborði hvers einasta grunn-
skólabarns á Islandi og allra sem
áhuga hafa á nafngiftum nátt-
úrufyrirbæra i íslensku lands-
lagi.
Þetta er ein af þeim sýningum
er snerta við kenndum manns og
vekur til umhugsunar og er mið-
ur að ekki skuli hafa verið tekið
meira tillit til væntanlegra sýn-
ingargesta, því að sýningarskrá
er engin. Og þó er þetta sýning
sem hægt er að mæla sterklega
með. Komi Douwe Jan Bakker og
hans líkar sem oftast til Islands
í framtiðinni.
Áskriftarsíminn er 83033
FAITCIGnASAiA
VITASTIG 15,
1.96020,26065. ,
Engihjalli — stórglæsileg
3ja herb. íb. Góöar innr. Ný
teppi. 6. hæö. V. 1875 þús.
Boðagrandi — lúxusíb.
4ra-5 herb. íb. 8. hæö. Fallegar
innr. Vel umgengin. Stórglæsi-
leg. V. 2,8 millj.
Seljabraut — raöhús
220 fm + bílskýli. Makaskipti
mögul. V. 3850 þús.
Langholtsv — nýbygging
250 fm + bílsk. V. 3850 þús.
Grettisgata — snotur
40 fm. 2jaherb. íb.V. 1050 þús.
Snæland — Fossvogi
Falleg 30 fm ib. V. 1,3 millj.
Laugavegur — sólverönd
Góö 2ja herb. 50 fm. Nýjar innr.
V. 1750 þús.
Hátún — mikiö útsýni
Falleg 35 fm. 5. hæö. Geymsla.
Þvottah. Laus. V. 1,2 millj.
Einarsnes — eignarlóö
Glæsil. 160 fm raöh. á tveimur
hæöum. Stórglæsil. úts. Sk. á
minni eign mögul. V. 4950 þús.
Eyjabakki — falleg
3ja herb. ib. 100 fm. 1. hæö . V.
1900-1950 þús.
Suöurgata — Hafn.
160 fm. Sérhæö í tvibýlish. Bílsk.
Hornlóö. V. 4,5 millj.
Rauöalækur — klassaíb.
3ja herb. íb. 100 fm. Öll nýupp-
tekin. Parket. V. 2,1-2,2 millj.
Furugeröi — glæsileg
3ja herb. íb. 75 fm. Sérgarður.
V. 2,1 millj.
Frakkastígur —
kj., hæö og ris
Hæðin og kj. V. 1,7 millj. Ris
1750 þús.
Njálsgata —
hæöin og risiö
Hæöin 80 fm. V. 1650 þús. Risiö
80 fm. V. 1850 þús.
Laugarnesvegur—
3ja herb. íbúö
90 fm + herb. í kj. Svalir. V. 1800
— 1850 þú.
Æsufell —
glæsilegt útsýni
150 fm íb. á 7. hæö. V. 3 millj.
Laugarnesvegur - falleg
2ja herb. 40 fm glæsileg risíbúö.
V. 1,4 millj.
Bergur Oliversson hdl.,
Gunnar Gunnarsson hs: 77410.
Einbýli á sjávarlóð
Sunnubraut, Kópavogi.
til sölu. Húsiö er ein hæö 180 fm. Bílskúr 40 fm. Bátaskýli
40 fm. 4ra herb. íb. í Vesturbæ, Rvk., gæti gengiö
upp í kaupverð.
Einar Sigurðsson, hrl.,
s.42068 og 16768.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
LOGM JOH ÞORÐARSON HDL
Til sýnis og sölu auk fjölda annarra aigna:
Einbýlishús í Fossvogi
Ríkmannlega byggt steinhús um 215 fm auk bilsk. um 42 tm. Stór lóö
ræktuö. Allur búnaöur hússins samkvæmt bestu gæöakröfum. Skipti á
minni eign koma til greina. Teikning og nánari uppl. aöeins á skrlfst.
Inn við Sund
Vsl byggt steinhús 18 ára: Efri hæö um 127 fm meö 5 herb. ib. Á
neöri hæö er 3ja herb. íb., þvottahús, geymslur og innbyggöur bilsk. Húsiö
getur þvi verið ein stór íb. eöa tvær séríb. Skuldlaust. Laust fljótl.
Eitt besta verð á markaönum I dag.
í suðurenda við Gnoðarvog
3ja herb. íb. á 2. hæð um 75 fm. Val skipulögö. Skuldlaua. Loanar mjög
fljótl.
Hæð og ris við Stangarholt
Á hæöinni er 3ja herb. íb. um 80 fm. Risiö tylgir, nú 2 herb. og rúmgóö
geymsla. Sérhiti. Tvíbýlishús. Bílak.réttindi. Mjttg gott vartt.
Úrvals eign í fjórbýlishúsi
Ný stór og mjög góö 4ra herb. íb. á 2. hæö um 115 fm i vesturenda vitt
ÁHtatún Kóp. Innbyggöur skápar í þremur herb., stórar sólsvalir. Mikil
og góö sameign. Innbyggöur bflsk. Mikiö útsýni.
í noröurbænum í Hafnarfirði
Stðrar og góöar 3ja og 4ra herb. ib. viö Suöurvang og Miövang. ib.
fylgja sárþvottahús. Sameign mjttg gðtt.
Hentar smið eða laghentum
3ja og 4ra herb. íbúöir viö Ránargtttu og Barttavog. Þarfnast nokkurra
endurbóta. Lausar fljótl. Mjttg sanngjarnt vartt.
Fjöldi fjársterkra kaupanda
á skrá. i nokkrum tilfellum miklar og mjög örar greióslur fyrir réttar elgnir.
Sðrstaklega ðakaat: 4ra herb. nýleg og góö ib. meö bilsk. og einbýlis-
hús i Smáíbúöahverfi.
Opiö í dag laugardag kl. 1-5
stödegis.
Lokaö á morgun sunnudag.
AIMENNA
f ASTEIGNASAIAN
LAUGAVEGM8SfMA^ÍÍ5Ö^Í370
Lesefni ístórum skömmtum!
LOFTRÆSTIVIFTUR
Á undanfömum tveimur áratugum höfum við byggt upp stcerztu og reyndustu sér-
verzlun landsins, með loftrcestiviftur t híbýli, skrifstofur, skóla, samkomuhús,
verksmiðjur,vörugeymslur, gripahús og aðra þá staði þar sem loftrcestingar er þörf.
Veitum tceknilega ráðgjöf við val á loftrcestiviftum.
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670