Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.07.1985, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ1985 ZÖ Ferðalagið tóm- legt ef engir eru hittir að máli ^ Borgarfiröi, 29. jújní. Á BRENNISTÖÐUM í Flókadal eni húsráóendur Vigdís Sigvaldadóttir og Árni Theodórsson. Hafa þau verið með ferðamannaþjónustu í um 10 ir. Þar eru til staðar 3 herbergi og einnig tvö sumarhús, sem eru i bökkum Geirsár fyrir neðan bæinn. Var Vigdís spurð að því, hvað það veri helzt sem útlendingarnir sæktust eftir þegar þeir kæmu til dvalar. Heimilisfólkið þarf líka að borða og verða gestirnir eins og einir af heimilisfólkinu, enda er reynt að láta fólkið finna að til þess er ætl- azt. Hvað með fslendinga? — íslendingarnir, sem koma, eru einnig að leita eftir því sama margir hverjir og útlendingarnir. Eins og við vitum þá er visst djúp á milli dreifbýlis og þéttbýlis — beinlínis alið á því. Það getur ver- ið jákvætt fyrir þéttbýlisfólk að koma á sveitabæ sem þennan — gæti verið helgarferð — og kynn- azt aðstæðum, viðhorfum og sjón- armiðum sveitafólks, sem það hef- ur ekki átt kost á áður. Þannig getur það betur sett sig inn í að- stæður og líf sveitafólksins og dæmt betur um á eftir. Einn faðirinn tók sig tii og kom með börnin sín til að fá að kynnast sveitalífinu. Hann hafði tekið eftir því, að malbiksbörnin, sem alin eru upp þar alla sína ævi, skildu ekki einföldustu orð eins og „mel- ar“ og „mýrar", þegar þau voru að lesa í sögubók. Þess vegna þótti honum kjörið að fara með þau og geta dvalið um stund í dreifbýlinu til þess að þau gætu skilið söguna, sem þau höfðu verið að lesa, — sama þótt þau væru fluglæs. Er þetta skemmtileg aukabú- grein? — Á meðan fólk stoppar í nokkra daga og maður kynnist því, þá er gaman að þessu og þetta verður persónulegra allt saman. Auk þess fáum við heiminn heim til okkar þegar við ræðum við út- lendingana. Það eru ekki bara við sem fræðum aðra, sögðu þau Árni og Ingibjörg að lokum. I Fljótstungu er stutt í hellana frammi í hrauni, Stefánshelli, Víðgelmi og Surtshelli, auk veiði í ám og vötnum. Eins og tveggja manna herbergi eru til staðar, og stutt að fara í gönguferðir eða út- reiðartúra. — Pþ — Þetta er ferðafólk sem vill kynnast fólkinu á bænum persónu- lega. Sýnir fólkið best að þá vináttu launar það með bréfum, pökkum og kortum sem það sendir til okkar að utan. Býður okkur heim til sín og vill þannig endurgjalda það sem gert er fyrir það hérna. Þegar ferðast er í ókunnu landi þá hlýtur það að vera keppikefli hvers og eins að hitta einhvern og sjá hvernig það býr. Annars er ferðalagið tómt ef engir eru hittir að máli. Fólkið hefur gaman af að skoða og kanna forna lifnaðarhætti. Finnst fólki undarlegt, hversu mik- il ættfræði er stunduð á Islandi og gerlegt skuli vera að rækja ættir manna allt til landnámsaldar og Noregs. Þetta finnst varla úti, þar sem ættarnöfn koma í veg fyrir að hægt sé að rekja ættir langt aftur. Er auðvelt að eiga við þessa ferða- menn? — Þetta er sérstaklega elskulegt fólk, undantekningarlítið. Það er gaman að gefa þvi íslenzkan mat, sérstaklega er það ánægt með mjólkurafurðirnar, skyrið einkum. Þá þykir því lambakjöt og lax vera góður, en ég býð varla svið og slát- ur. Þetta var svolitið erfitt í fyrstu að hafa þessa gesti inni á heimilinu — tók þetta svolítið alvarlega — en síðan lærðist það að ef fólkinu líður vel þá er allt i lagi og engar áhyggj- ur þarf að hafa af fólkinu. Því líður bezt ef það er eins og eitt af heimil- isfólkinu. Þetta er skemmtilegt og skapar góð kynni manna á meðal. Fólkið er fljótt að falla inn i fjölskyldulíf- ið og krakkarnir hafa fengið góða þjálfun i að tala erlend tungumál. Þetta er einstaklega notalegt og skemmtilegt fólk sem hefur komið hingað. Mest eru þetta Þjóðverjar og Frakkar, sem koma. Heiðarlegt og snyrtilegt og langflestir minútu- menn. Nú hefur sveitabæjunum fjölgað sem hafa þessa þjónustu. Finnst þér að þeir séu orðnir of margir og of litið komi í hlut hvers og eins? — Já, þeir eru orðnir of margir bæirnir, ef fólk ætlar sér að treysta á þetta yfir sumarið. Ef fólk er bú- ið að undirbúa sig með dálitlum til- kostnaði, varðandi húsnæði og fleira, þá er seinlegt að hafa upp í þá fjárfestingu. Það kemur of litið inn miðað við alla fyrirhöfnina. Þetta er ekki svo stöðugt sem gistir að nokkru nemi. Það er þvi hæpið að leggja út i mikla fjárfestingu, en ef allt er til staðar, þá getur þetta gengið, annars ekki, sagði Vigdís Sigvaldadóttir að lokum. — PÞ Vigdís Sigvaldadóttir ásamt dóttur sinni Þóru. Brennistaðir f Flókadal. Morgunblaðiö/rttur Porateinsson. Þftð er ekki á hverjum bæ, sem grísir leika sér meó hundunum á bæjarhell- unnL Landmælingar íslands: Opna versl- un og gefa út ný kort LANDMÆLINGAR íslands hafa nýverið opnað sérstaka kortaversl- un á Laugavegi 178 og er gengið inn frá Bolholti. Verslun þessi þó lítil sé veitir viðskiptavinum stofnunarinnar betri möguleika til yfirsýnar þcirra korta, sem stofnunin fram- leiðir og selur. Hún er með sjálfs- afgreiðslusniði. I tengslum við opnun verslun- arinnar hefur verið sett á mark- að nýtt ferðakort af íslandi auk nýs sérkorts af Landmanna- laugum/Þórsmörk. Hið nýja ferðakort er í vasabókarbroti með gormkili, sem ætti að auð- velda mjög alla notkun þess. Hér er um að ræða fyrsta vísi að vegaatlas fyrir íslands. Sérkort- ið af Landmannalaugum/Þórs- mörk er viðbót við sérkortaflokk stofnunarinnar en í honum má m.a. finna kort af Hornströnd- um, Skaftafelii og Húsavík/- Mývatni. Á kortum sem þessum er megináhersla lögð á göngu- leiðir og annað það er gagnast má áhugafólki um útivist og náttúruskoðun. Margir hafa spurst fyrir um slíkt kort af Landmannalaugum/Þórsmörk og er því von Landmælinga ís- lands að því verði vel tekið. (FrétUtilkynning) Vegalagning viö Hvalstöðina ^ Hamrar, Rejkholtsdal, 5. júlí. Á MILLI brekknanna sitt hvoru megin við Veitingaskálann Þyril í Hval- firði — oft nefndur Olíustöðin í Hvalfirði — hefur Hagvirki lagt nýjan veg skammt frá veitingaskálanum. Sagði Jón Kristjánsson, veitingastjóri Þyrils, að þetta væri alger bylting. Losnuðu menn við þá slysagildru sem verið hefði við Þyril, þar sem rútur og flutningabflar hefðu íagt sitt hvoru megin við götuna og menn ekið greitt fram hjá. Yrði lagt ottadekk á nýja veginn í ágúst og einnig planið fyrír framan Þyril og innkeyrslu. Værí jafnframt gott að losna við ryk og skít með þessum framkvæmdum. — Pþ tóOOO Níu íallegir litir aí barustáli og einnig ólitað Við aígreiðum það klippt 1 allar lengdir að oskum kaupenda með stuttum íyrirvara. Allir fylgihlutir íyrirliggjandi, s.s. þakpappi, kjöljarn og afellur saumur, þettingar og slett eíni. = HEÐINN = Storasi 6 210 Garðabœ Hagstœtt verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.