Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JtJLÍ 1985 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Fram k væmd ast jóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 30 kr. eintakiö. Mannréttindi — jafnstaða Fá mannanna verk, ef nokk- ur, eru fullkomin. Þessi staðhæfing gildir meðal ann- ars um þær þjóðfélagsgerðir, sem mannkynið, kynslóð eftir kynslóð, hefur verið að hanna í tímans rás. íslenzkt samfélag er engin undantekning í þessu efni. Meginmál er að þróa það eftir leikreglum lýðræðis, frá annmörkum til hins betra, með það að meginmarkmiði, að tryggja fullveldi og öryggi þjóðarinnar og hamingju þjóð- félagsþegnanna, eftir því sem aðstæður frekast leyfa. Þeir hornsteinar, sem við viljum reisa þjóðfélag okkar á, eru margs konar. En megin- undirstöður eru tvær. í fyrsta lagi aimenn mannréttindi. í annan stað lýðræði. Þessar undirstöður þyrftu helzt að fela í sér jafnstöðu allra þjóð- félagsþegna gagnvart landsins lögum og jafnstöðu þeirra til að hafa áhrif á skipan og sam- setningu löggjarfarsamkom- unnar, Alþingis. Misvægi atkvæða í þing- kosningum — eftir búsetu — hefur verið réttlætt með ann- ars konar misrétti, efnahags- legu og félagslegu, sem talið hefur verið fyrir hendi. Að- staða fólks á höfuðborgar- svæðinu, fyrst og fremst til at- vinnu og tekna, hefur verið taiin Reykvíkingum til góða í samanburði við strjálbýlis- fólk. Þegar hinsvegar Þjóðhags- stofnun fer ofan í sauma á þessu mali kemur í ljós, að meðaltekjur Reykvíkinga hækkuðu minna en annarra landsmanna á síðastliðnu ári og vóru 6% undir landsmeð- altali. Á þar með að líta svo á að „meginröksemd" fyrir mis- vægi atkvæða í iandinu sé fall- in úr gildi? Aldursskipting fólks í Reykjavík kemur að vísu inn í þennan tekjusamanburð. Hér er mun hærra hlutfall eldra fólks í íbúatölu en í öðrum sveitarfélögum, m.a. vegna þess að Reykjavíkurborg hefur gengið mun lengra en nokkurt annað íslenzkt sveitarfélag í margþættri þjónustu við eldri borgara. Vestfirðingar hafa hæstar meðaltekjur, samkvæmt könn- un Þjóðhagsstofnunar, eða um 600 þúsund krónur, en lægst- ar, um 420 þúsund, hefur fólk í Norðurlandskjördæmi eystra. Aðstaða í strjálbýli er um margt verri en á höfuðborg- arsvæðinu. Það kemur m.a. fram í vöruverði (bæði vegna flutningskostnaðar og ónógrar verzlunarsamkeppni), fá- breyttara atvinnulífi, aðstöðu til náms í framhaldsskólum (sem oft þarf að sækja í önnur sveitarfélög, jafnvel lands- hluta), færri tækifærum til að njóta ýmiss konar menningar og lista og félagslegri aðstöðu. En getur það talizt rétt að jafna efnahagslegan- og fé- lagslegan aðstöðumun af þessu tagi með rýrari kosn- ingarétti hluta þjóðarinnar? Ber ekki fremur leita jafn- stöðu með öðrum hætti? Er ekki rétturinn til að hafa áhrif — og þá sem jöfnust áhrif á skipan löggafarþingsins — veigamikill hluti mannrétt- inda? Stigið hefur verið nokkurt skref til að draga úr kosn- ingamisrétti. Enn er þó tölu- verður spölur í land jafnstöðu fólks til áhrifa á skipan Al- þingis. Þetta mál, sem og önn- ur tengd því, verður hinsvegar að leysa með samstöðu strjál- býlis og þéttbýlis. Við erum ein þjóð, sem hér um bil allt sameinar en fátt eitt sundrar. Þau hin fáu ágreiningsefni verðum við leysa undir sömu samstöðusól og vísaði veg á Þingvöllum árið 1000 við kristnitöku. Það er meginmál að slíta ekki sundur þjóðar- friðinn. Sakharov- stræti í Reykjavík Andrei Sakharov, heims- kunnur rússneskur vís- indamaður og friðarverð- launahafi Nobels 1975, hefur sætt áralangri persónulegri kúgun í Sovétríkjum. Allt heiðarlegt og sanngjarnt fólk hefur ríka samúð með baráttu hans og konu hans fyrir ferða- og skoðanafrelsi. Formaður utanríkismála- nefndar norska Stórþingsins, Jakob Aano, þingmaður fyrir Kristilega þjóðarflokkinn, hef- ur lagt til við Oslóborg að nafn götunnar og torgsins, sem sov- ézka sendiíáðið í Osló stendur við, heiti framvegis í höfuðið á Sakharov. Hliðstæðar hug- myndir hafa komið fram í Bandaríkjunum. Með þessum hætti getur umheimurinn lát- ið í ljós samstöðu sína með Sakharov og mannréttinda- baráttu yfir höfuð. Er ekki tímabært að koma upp Sakharovstræti í Reykja- vík? Æferreftft irnffl Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 294. þáttur Upphefst þáttur um manna- nöfn sem stundum fyrr, og verður fyrst fyrir kven- mannsnafnið Halla. Það gæti merkt „sú sem er gædd hörku steinsins, föst fyrir, ósveigj- anleg; samsvarandi karl- mannsnafn Hallur. Nafnið Halla hefur tíðkast meðal okkar frá öndverðu. í nafnaskrá Landnámabókar eru 13 Höllur, að vísu ekki all- ar uppi á sjálfri landnámsöld. í Sturlungu eru 6. Nafnið virðist hafa haldist dável við fram eftir öldum, í fyrsta allsherjarmanntalinu 1703 eru Höllur 207. Tæpri öld síðar teljast þær 91. Síðan dregur nokkuð úr, árið 1910 eru þær 75, en leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Ey- vindur, og skáldsaga Jóns Trausta, Halla, vega brátt all- mikið upp á móti, að því er virðist. Eru 175 meyjar skírðar Höllu-nafni áratugina 1921—1950. Líklega hefur það svo aftur unnið á móti nafninu á síðustu timum, að menn hafa fæstir vitað merkingu þess, en ef til vill sett það i samband við sögnina að halla(st). Fræg varð konan Halla Steinadóttir af syni sínum Þorláki sem byskup varð og kallaður hefur verið hinn helgi. Sá var Þórhallsson. Er mikil harka að öllu saman- lögðu í nöfnunum Þórhallur, Halla og Steini. Steini, faðir Höllu byskupsmóður, var reyndar Steinason. Kunn er Straumfjarðar- Halla hin fjölkunnuga úr þjóð- sögum, en aðra þjóðsagna- Höllu frægði fyrrnefndur Jó- hann Sigurjónsson sýnu meira. Komst Halla Jóhanns á leik- svið víða um Evrópu, hvernig sem nafn hennar hefur verið borið fram vítt og breitt á þeim leikvangi. ★ Hallur, karlmannsnafnið, merkir steinn, skylt hella. Það var líka mjög algengt að fornu. í Landnámu eru nefndir 18 og í Sturlungu ekki færri en 34, enda voru sumir þeir menn, sem þetta nafn báru, vel fræg- ir. Skal þá fyrstan nefna Hall Gissurarson, prest, lögsögu- mann og ábóta, af margróm- aðri Haukdælaætt. Alnafni hans, sonur Gissurar Þor- valdssonar jarls, var höggvinn á Flugumýrarhlaði I Skaga- firði 1253. Ekki voru miður kunnir Hallur Þorsteinsson á Þvottá í Álftafirði (Síðu-Hallur) og Hallur Þórarinsson í Hauka- dal, og skírði Þangbrandur víst báða til kristinnar trúar. Hinn síðarnefndi bjó afar lengi í Haukadal og fóstraði þar um hríð Ara, sem fróður varð, Þorgilsson. Hallur Teitsson frá Hauka- dal (sonarsonur ísleifs bysk- ups) var kjörinn Skálholts- byskup 1149, en andaðist í vígsluför, þá staddur í Trekt (Utrecht) í Hollandi. Vel var og kunnur Hallur Klepp- járnsson á Hrafnagili í Eyja- firði, dáinn 1212. Margir þekktu Hall Magnússon skáld og óeirðamann á 16. öld. í manntalinu 1703 heita 161 Hallur, og 1801 eru þeir 68. Síðan hefur smádregið úr vin- sældum Halls-nafns, enda eng- in skáldverk til að auka hróður þess, sambærileg við Fjalla- Eyvind. Árið 1910 heita 38 Halls-nafni og áratugunum 1921-1950 hlutu það 39. Ein vísa úr Svarfaðardal til þess að breyta til frá talna- flóðinu: Hallur í Holárkoti heiðarlega bjó. Brast ei björg í sloti, þótt byggi langt frá sjó; átti feitan fák við stall. Kominn var hann kirkju til, klukkan áður en gall. „Veika" gerðin Halli kemur fyrir allt frá upphafi byggðar, en var alla tíð sjaldgæf. Kunn- astur var Grautar-Halli eða Sneglu-Halli hirðskáld, ekki feðraður í fornum bókum. Ennþá sjaldgæfara er nafnið Halli nú á dögum en fyrr var. ★ Eftir að hafa fjallað um nafnið Halla liggur víst beinast við að líta á nafnið Eyvindur. Það hefur tíðkast hér frá upp- hafi. Síðari hlutinn, vindur, merkir að maðurinn sé frá Vindlandi fremur en að hann sé kenndur til stormsins. Nokkur nöfn önnur eru talin gefa til kynna uppruna fólks, svo sem Dana, Finnur, Þrándur og ef til vill Saxi og Hörður. En hvað er ey framan í manna- nöfnum? Trúlegast þykir mér að þar sé komið hið sjaldgæfa hvorugkynsnafnorð ey sem merkir heill eða hamingja, enda styður fjöldi ey-nafna þessa skýringu. Menn vildu láta börn sín heita nöfnum sem hefðu góða merkingu. Nefna má þessar samsetningar: Eybjörg, Eyborg, Eydís, Eygerður, Eyhild- ur ( hin heillaríka valkyrja, sbr. Eyhildarholt) Eyrún, Eyvör, Ey- dór, Eyjólfur, Eyleifur, Eymar, Eymundur, Eysteinn og Eyþór. I Landnámu eru nefndir hvorki meira né minna en 25 Eyvindar, þeirra á meðal faðir Helga magra, og annar sem hafði hið sérkennilega viður- nefni túnhani og bjó náttúrlega i Hanatúni. „Þar er nú kallað Marbæli," segir í Landnámu. í Sturlungu hefur Eyvind- ar-nafni hrakað mjög. Þeir eru þar 5 og þar af einn trúlega Norðmaður. Árið 1703 heita 28 Eyvindar-nafni og 1801 18, all- ir á svæðinu frá og með Skaftafellssýslu, vestur um Suðurland og upp í Borgar- fjörð, helmingur þeirra í Ár- nessýslu. Árið 1910 eru þeir 19, og ekkert hressti leikritið upp á nafnið. Árin 1921—1950 eru svo skírðir 20. Fjalla-Eyvindur hét líka Kári. Það er talið merkja hrokkinhærður maður og hefur þetta nafn tíðkast með þjóð okkar frá upphafi, fyrrmeir allt eins í „sterku" gerðinni Kár(r). í Landnámu eru fjórir af hvorri gerðinni, í Sturlungu heita 4 Kári, en 6 Kárr, árið 1703 eru sambæri- legar tölur 9 og 7, 1810 6 og 3. En árið 1910 er Kár(r) horfinn, en Kárar 40, og áratugina 1921—1950 eru Kárar 99, svo að eitthvað virðist hetjan Kári Sölmundarson í Njálu hafa hresst upp á nafnið á síðari tímum, eftir að rómantíkin hóf svo margt gamalt til vegs. ★ Látum svo útrætt um mannanöfn í bili, því að nóg er staglið orðið. Stagl af ýmsu tagi glymur í eyrum hvenær sem opnað er fyrir útvarpið og mátti fyrir skemmstu heyra sungið hvað eftir annað: „hér á landi á“, svo að ekki fer milli mála að þetta er hér á landi. Öllu meiri furðu vekur þó að heyra vel fullorðinn langskóla- genginn mann fræða út- varpshlustendur á því, að hann eigi „uppkomna foreldra". Eða sætir þetta tíðindum? Er óttinn við orðin gamall og jafn- vel aldraður kannski orðinn það mikill, að hann hreki fólk til svo álappalegs orðalags? Helgi Hálfdanarson: Shakespeare í Iðnó Oft hefur því verið haldið fram, að vonlaust sé að ieika leikrit Shakespeares; þeim verði aldrei komið til skila á leiksviði nema að mjög takmörkuðu leyti; engin leið sé að njóta þeirra til hlítar nema með lestri. Svo eru aðrir, sem segja, að það sé ekki fyrr en á leiksviðinu, að þau öðl- ist líf og fái notið sín að fullu. Sennilega er nokkuð til i hvoru- tveggja; og mun þar mála sann- ast, að veldur hver á heldur, hvort sem er lesandi eða leikari. Talið hefur verið, að hér i Reykjavík eigi Shakespeare fremur lítinn en traustan hóp leikhúsgesta, sem að vfsu fari vaxandi. Þessi hópur hefur reynzt nægur til þess, að sýnd hafa verið nokkur Shakespe- ares-leikrit á siðustu áratugum við aðsókn, sem þótt hefur vel við unandi, miðað við leikrit sem talið er, að einhver glóra sé í. Að vísu gerist það mun sjaldnar hér á landi en í grannlöndum okkar, að Shakespeare fari á fjalirnar; og verður höfðatölureglunni frægu þá ekki við komið. Til dæmis urðu hjá frændum vorum í Noregi 26 Shakespeares- frumsýningar á áttunda ára- tugnum; eða að meðaltali tvær og hálf frumsýning á ári, þar af i Ósló einni rúmlega ein á ári. Nú i vor urðu þau merkistíð- indi, að Leikfélag Reykjavikur ætlaði aldrei að komast i sumar- fríið „vegna óstöðvandi aðsókn- ar“ að Draumi á Jónsmessunótt, eins og auglýst var í þaula dag eftir dag. Mátti svo virðast, að Shakespeare væri orðinn sá höf- undur, sem Reykvikingar ættu einna helzt erindi við. Alltjent varð ekki betur séð en sú hlálega firra, að hann sé þungur og jafn- vel torráðinn, væri nú að fullu niður kveðin. Leikrit þetta hefur margt til síns ágætis, þó ekki verði það talið meðal merkustu verka Shakespeares. En mikil vand- kvæði eru á flutningi þess i Iðnó. Auk þess var í þetta sinn við sér- stakan vanda að fást, og hlaut mjög að reyna á hæfni þess sem þar réð ferðinni. En sýningin bar það með sér, að leikstjórinn, Stefán Baldurs- son, var réttur maður á réttum stað. Var þá ekki minnst um það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.