Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1985 5 Samband ungra sjálf- stæðismanna 55 ára UNGIR sjálfstæðisraenn héldu hatíðlegt 55 ara afmæli Sambands ungra sjálfstæðismanna með hátíðarstjórnarfundi laugardaginn 6. júlí síðastlið- inn á Þingvöllum. Heiðursgestur var formaður SUS. Samband ungra sjálfstæð- ismanna var stofnað 27. júní 1930 í Hvannagili á Þingvöllum. Eftir að stjórnarfundi lauk, héldu fundarmenn að minnis- varða forsætisráðherrahjónanna Bjarna Benediktssonar og frú Sigríðar Björnsdóttur og dótt- ursonar þeirra. Geir H. Haarde formaður SUS lagði þar blóm- Torfi Hjartarson, en hann var fyrsti sveig frá ungum sjálf- stæðismönnum. Um kvöldið var snæddur kvöldverður á hótel Valhöll, og var formaður Sjálf- stæðisflokksins, Þorsteinn Páls- son, meðal gesta. Ákveðið hefur verið að 28. þing Sambands ungra sjálfstæð- ismanna verði haldið á Akureyri dagana 30. ágúst til 1. septem- ber. Vörður, félag ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri annast skipulagningu i samvinnu við önnur félög i fjórðunginum. Mál- efnaundirbúningur er i höndum stjórnar sambandsins. Geir H. Haarde hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs, en hann hefur gengt emb- ætti formanns undanfarin fjög- ur ár. Búist er við að um 200 manns sæki þingið, en það var síðast haldið á Akureyri 1971. Geir H. Haarde formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna ræðir við Torfa Hjartarson í Hvannagjá, en Torfi var fyrsti formaður SUS, sem stofnað var 1930. Bjarni Sigurðsson Doktor í kirkju réttarsögu HINN 3. júlí síðastliðinn varði Bjarni Sigurðsson frá Mosfelli, dósent frá guðfræðideild Háskólans-doktorsrit- gerð sína við lagadeild Kölnar- háskóla f V-Þýskalandi. Ritgerðin fjallar um íslenska kirkjuréttarsögu frá upphafi til vorra daga. Hefur Bjarni unnið að ritgerðinni um all- nokkurt skeið og farið utan í náms- ferðir vegna þess. Var hann t.d. við framhaldsnám í Köln veturinn 1968—69. Bjarni Sigurðsson er fæddur 19. maí 1920. Foreldrar hans voru Vilhelmína Eiríksdóttir og Sigurð- ur Þorkelsson er lengi bjó á Straumi i Straumsvík, sunnan Hafnarfjarðar. Að loknu stúd- entsprófi vorið 1942 frá MA, hóf Bjarni nám í lagadeiid Háskóla ís- lands og lauk embættisprófi 1949. Það sama ár hóf hann blaða- mennskustörf á Morgunblaðinu og meðfram starfi sínu á blaðinu stundaði hann nám í guðfræðideild Háskólans og lauk guðfræðiprófi vorið 1954. Sumarið, það sama ár, tók hann prestsvígslu og varð sókn- arprestur á Mosfelli i Mosfellssveit og Lágafellskirkju. Auk þess að vera prestur Mos- fellsprestakalls og Lágafells má geta þess að hann gegndi Braut- arholtssókn á Kjalarnesi, hann var Þingvallaprestur í þrjú ár og Við- eyjarkirkju þjónaði hann einnig. Á fyrstu prestskaparárum hans til- heyrði núverandi Árbæjarsókn Lágafellssókn. Hann var prestur Mosfells- og Lágafellssókna til ársins 1976 er hann varð lektor við guðfræðideild- ina og þar hefur hann starfað síð- an. Kona Bjarna Sigurðssonar er Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Norðfirði. Þeim varð 5 barna auðið og eru fjögur þeirra á lífí. föstudag og laugardag að Höfðabakka 9 Við kynnum: Opel Corsa Opel Kadett GL Opel Kadett GSI Opel Kadett Caravan Opel Ascona Opel Rekord Á jsessari kröftugu sýningu getur þú kynnst á einu bretti þvf besta f bílaflota okkar. Pú skoðar, reynsluekur, færð góð ráð og gagnlegar upplýsingar. Þú færð með öðrum orðum svar við því hvers vegna svo margir velja Opel bifreiðar einmitt þessa dagana. Sýningin er opin föstudag kl. 9.00-18.00 og laugardag kl. 13.00-17.00. Við bjóðum hagstæðari greiðslu- skilmála en gengur og gerist og tökum jafnvel gamla bflinn þinn upp f þann nýja! Sjáumst á alvöru bílasýningu BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.