Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLl 1985 21 Kornsending úr lofti AP/Simamynd Hópur bænda í Dessie í Eþíópíur safnar mm»n kornsekkjum sem fluttir voni með flugvél breska fhighersins til aðstoóar hungruðum í héraðinu. Sprengingin um borð í Rainbow Warrior: Lögregla leitar að frönskum manni Indverska farþegaþotan: Rannsókn ritanna gæti reynst árangurslaus Cork, írlaadi, 12. jálí. AP. RANNSÓKN flugritans og hljóðrit- ans ur indversku farþegaþotunni, sem fórst undan ströndum frlands 23. júní sl., getur komið til með að kosta nálægt sjö milljónum Banda- ríkjadaia, að sögn Lundúnablaðsins Tbe Guardian. Ef rafmagn hefur far- ið af flugvélinni áður en hún hrapaði í sjóinn, má vera að rannsóknin reynist árangurslaus. Dagblaðið sagði að báðir ritarn- ir hafi verið tengdir rafkerfi flugvélarinnar og ef allt rafmagn hefur farið af vélinni, eins og talið er, muni ritarnir ekki sýna neitt. Dagblaðið The Times tók i sama streng og The Guardian og sagði að rafmagnsleysið gæti hafa átt sér stað þegar flugvélin var í 31.000 feta hæð, og þá myndu rit- arnir ekki hafa skráð hvað gerðist þegar slysið átti sér stað. Bretar og Bandaríkjamenn ítrekuðu í dag óskir sínar um að láta rannsáka ritana f öðru hvoru landinu í stað þess að fara með þá til Bombay á Indlandi, eins og indversk yfirvöld hafa ákveðið. Samkvæmt fyrri upplýsingum átti að fara með þá til Nýju-Delhí, en nú hefur verið ákveðið að fara með þá til Bombay um leið og tækin verða flutt til Cork á trlandi I dag. Auckland, Nýju SjáUndi, 12. jdlí. AP. LÖGREGLAN á Nýja-Sjálandi hefur hafið leit að frönskum manni, sem sást um borö í Rainbow Warrior, skipi Græn- friðunga, nokkrum klukku- stundum áður en það sprakk í loft upp í höfninni í Auckland. Lögreglan segir, að maður þessi hafi farið úr landi með flugvél á fimmtudag, daginn eft- ir að sprengingin, sem leiddi til dauða eins skipverja, varð um borð. Telur hún sennilegt, að hann sé nú staddur á Tahiti og hafa lögregluyfirvöld þar verið beðin um aðstoð við að hafa upp á manninum og yfirheyra hann. Rannsókn bendir til þess, að tímasprengja hafi valdið spreng- ingunni. Hugsanlegt er, að henni hafi verið komið fyrir um borð fyrir mörgum vikum eða jafnvel mánuðum, en það er þó talið fremur ólíklegt. Dr. Patrick Moore, leiðtogi Grænfriöunga, segist álíta, að sjálfstæðir hermdarverkamenn hafi staðið á bak við skemmdar- verkið. Fyrirhugað var að Rainbow Warrior hefði forystu um mót- mælasiglingu nokkurra skipa í nágrenni Mururoa-eyjar, þar sem Frakkar gera tilraunir með kjarnorkusprengingar neðan- jarðar. í gær sagði David Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sem margsinnis hefur mótmælt tilraunum Frakka, að ríkis- stjórnin væri að íhuga tillögu frá almenningi í landinu, að senda nýsjálenskt herskip til að hafa forystu um mótmælasiglinguna við Mururoa-eyjar. Kosningar í Portúgal 6. október Lissubou, 12. júli. AP. TALSMAÐl'R Antonio Ramalho Eanes, forseta Portúgals, staðfesti í dag að þing hefði verið rofið og boð- að til nýrra kosninga í landinu 6. október á þessu ári, í stað aprfl 1987, þar sem samstcypustjórn Mario So- ares féll í síðasta mánuði. Talsmaðurinn staðfesti einnig að forsetinn hygðist samþykkja lausnarbeiðni Soares á næstu dög- um, en hann yrði beðinn um að vera áfram við völd þar til tekist hefði að mynda nýja stjórn eftir októberkosningarnar. ERLENT Öldungadeild Bandaríkjaþings: Útnefning sendi- herra staðfest Washington, 12. júlí. AP. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings staðfesti í dag útnefningu 23 manna í embætti á vegum utanríkisráðu- neytisins. Meðal þeirra sem hlutu samþykki öldungadeildarinnar voru nýskipaðir sendiherrar í fsrael og írak. Leiðtogi repúblikana, hafa meirihluta i öldungadeildinni, Robert Dole, kvaðst ætla að fara fram á staðfestingu Richards Burts í stöðu sendiherra í Vestur- Þýskalandi og fjögurra annarra manna í embætti á vegum utan- ríkisráðuneytisins í næstu viku. Celenk handtek- inn fyrir smygl Ankara, 12. júlí. AP. STJÓRNVÖLD í Tyrklandi skýrðu frá því í dag að Bekir Celenk, sem sakaður hefur verið um aðild að til- ræðinu við páfa, hefði verið handtek- inn. Ekki var þó greint frá ástæðu handtökunnar, en talið er að Celenk verði ákærður fyrir smygl. Ali Acca nafngreindi mann i dag við réttarhöldin yfir tilræðis- mönnum páfa þegar hann sá myndband af sér og öðrum manni, en það var tekið upp í banka tveimur dögum fyrir tilræðið. Sagði Acca að hér væri um Celenk að ræða. Enn á eftir að sannreyna fullyrðingu Accas. Ef hann fer með rétt mál, þá má gera ráð fyrir að meira mark verði tekið á vitn- isburði hans, en hann hefur oft orðið tvísaga í vitnisburði sínum. Celenk, sem sneri heim frá Búlgaríu fyrir nokkrum dögum, var settur í fangelsi hersins í Ank- ara, en herlög eru I gildi í Tyrk- landi. Bekir Celenk. Fyrir nokkru lét tyrkneskur embættismaður hafa það eftir sér að Celenk væri grunaður um stór- fellt vopna- og eiturlyfjasmygl. Hins vegar hefur Celenk neitað ásökunum þess efnis að hann hafi átt þátt í banatilræðinu við páfa. ISUZU TROOPER 1986 á alvöru bílasýningu að Höfðabakka 9r föstudag og laugardag Isuzu Trooper sómir sér alls staðar vel. bflasýningu að Höfðabakka 9 föstudag og Hvort sem þú átt leið um þjóðvegi, fjallvegi laugardag, skoðar, reynsluekur og færð eða öræfaslóðir, þá er hann sniðinn fyrir svörviðöllum þínum spurningum. Þú ættir þínar þarfir. að nota tækifærið og kynna þér þennan Þú kynnist Isuzu Trooper á glæsilegri magnaða bíl - hann bregst þér ekki. Sjáumst á alvöru bílasýningu BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.