Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985 23 Opið bréf til ritstjóra Morgunblaðsins: Hver var Jón Sigurðsson? — eftir Hallgrím Sveinsson Albert Gudmundsson (jármálaráðherra telrar bér fyretu skóflustunguna ásamt Pétri Kr. Hafstein sýslumanni, sem ráðherrann kallaði á sér til aðstoðar úr áhorfendahópnum. Haraldur Haraldsson bæjarstjóri, til hægri á myndinni, fylgÍSt með. Morgunblaðið/Fríða Proppé ísafjörður: Fyrsta skóflustungan að ráðhúsi við Silfurtorg FYRSTA skóflustungan að nýju ráðhúsi ísafjarðarkaupstaðar var tekin fimmtudaginn 4. júlí sl. á lóð hússins við Silfurtorg við hlið nýju hótelbygg- ingarinnar við Hafnarstræti á ísafirði. Skóflustunguna tók Albert Guð- mundsson fjármálaráðherra en hann kallaði til Pétur Kr. Hafstein sýslu- mann úr hópi fjölmargra áhorfenda og bað hann að Ijá sér hönd við verkið. Haraldur Haraldsson, bæjar- stjóri, á ísafirði gerði fyrst grein fyrir aðdraganda að ákvörðun um byggingu hússins, en ýmsar opin- berar stofnanir eru nú á hrakhól- um með húsnæði i bænum að hans sögn. Húsið verður byggt eftir teikningum systranna Albínu og Guðfinnu Thordarson en þær unnu samkeppni sem fram fór um verkið. Eignaraðilar að ráðhúsinu eru á annan tug talsins þar á með- al bæjarsjóður og nokkrar ríkis- stofnanir. Húsið verður samtals 1.227 fer- metrar að grunnfleti en heildar- flatarmál 4.437 fermetrar, rúm- metrafjöldi verður 16.160. Fyrsti áfangi hússins er uppsteypa þess og hefur verktakafyrirtækið ís- verk hafið framkvæmdir að und- angengnu útboði. Fyrirtækið bauð sem svarar 92,9% af kostnaðar- áætlun I verkið eða tæplega 25 millj. kr. Reiknað er með að fyrsta áfanga ljúki 15. ágúst 1986 og er stefnt að því að hefja starfrækslu í húsinu á árunum 1987 til 1988. Er fjármálaráðherra hafði tekið fyrstu skóflustunguna óskaði hann eigendum og byggjendum farsældar og velgengni í hinu nýja ráðhúsi ísafjarðarkaupstaðar. Hækkun F-vísitölu mælir 31,7% árshraða verðbólgunnar KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í júlíbyrjun 1985. Reynd- ist hún vera 140,67 stig (febrúar 1984=100), eða 2,41% hærri en f maíbyrjun 1985, segir í frétt frá Hag- stofunni. Af þessari hækkun vísitölunnar stafar 1,0% af hækkun á liðnum eigin bifreið (þar af 0,8% af hækk- un bensínverðs), 0,6% stafa af hækkun matvöruverðs og 0,8% af ýmsum öðrum verðhækkunum. Hækkun vísitölunnar um 2,41% frá júní til júli svarar til um 33,1% árshækkunar. Hækkunin undangengna þrjá mánuði er 6,5% og svarar til 28,6% árshækkunar, en hækkunin undanfarna tólf mánuði er 31,7%. í frétt Hagstofunnar segir síðan að á tímabilinu frá júníbyrjun til júlíbyrjunar hafi kjötvörur hækk- að um 6,1%, nýtt kjöt um 4,4%, saltað og reykt kjöt um 5,7% og unnið kjöt og kjötvörur um 8,7%. Fiskur hækkaði um 5,1%, mjöl, grjón og bakaðar vörur um 2,9%, egg um 10,5%, kartöflur og vörur framleiddar úr þeim um 3,4%, kaffi og te um 5,5% og matur á vinnustað um 4,5%. Þá hækkaði nýtt kál og gulrætur um 8%, en tómatar lækkuðu um 35%. Föt og skófatnaður hækkaði um 2%, liðurinn sem lýtur að rekstri eigin bifreiðar hækkaði um 6,3% þar af bensín um 5,3%. Húsnæð- isliður F-vísitölunnar hækkaði um 2,7%, fatahreinsun um 6,6%, leigubifreiðafargjöld um 9,7%, vikublöð og tímarit um 11,2%, stéttarfélagsgjöld um 7,7% o.s.frv. Hins vegar varð lækkun á liðnum „opinber þjónusta* þegar símgjöld lækkuðu um 7,3%. Aftur á móti hækkuðu póstburðargjöld um 23,1%. Ýmsir hafa á það bent á seinni árum, að svo virðist sem Jón Sig- urðsson, ævi hans og starf, sé ekki lengur sá fasti punktur sem vera ætti með þjóðinni. Alltof fáir kunni orðið deili á þessum manni og hvert hlutverk hans var í Is- landssögunni. Undirritaður minnist fjölda blaðagreina og erinda í útvarpi þar sem bent hefur verið á þetta vandamál, en minna hefur farið fyrir ráðum til úrbóta. Nýlokinn þjóðhátíðardagur sýnir svo ekki verður um villst, að íslensk þjóð er stödd í einhvers konar öngstræti með þennan ljúfling sinn. Maður skyldi ætla að í tengslum við dag þennan notuðu fjölmiðlar okkar tækifærið til að upplýsa um þann þátt þjóðarsögunnar sem Jón Sig- urðsson átti svo ríkan þátt í að skapa. Að ekki sé nú talað um konu hans, Ingibjörgu Einarsdótt- ur, sem alla tíð stóð við hlið hans sem klettur og gerði honum kleift að afkasta svo miklu sem raun bar vitni. En, því miður. Lausleg at- hugun leiðir í ljós að þetta tæki- færi er að mestu látið ónotað. Hjá dagblöðunum fer þetta fyrir ofan garð og neðan nema hvað Morgun- blaðið birtir hina skyldugu „standmynd sem steypt er í eir“ á forsíðu sinni 16. júní. Hvorki út- varp né sjónvarp sjá ástæðu til að minnast „óskabarns þjóðarinnar" sérstaklega þennan dag. Jón Sig- urðsson virðist ekki hafa verið húsum hæfur hjá þeim ágætu stofnunum að þessu sinni. Ágæt grein birtist í Mbl. þann 17. júní árið 1984 eftir Guðmund Magnússon blaðamann. Þar tekur hann þetta umrædda málefni nokkuð til umfjöllunar og kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að við þyrftum að „endurreisa” Jón Sig- urðsson. Undir þetta sjónarmið hljóta allir góðir menn að taka. En stóra spurningin er þá bara þessi: Hvers vegna er þetta ekki gert? Um það má sjálfsagt deila hvort fjölmiðlar eiga að láta sér nægja að lýsa ástandi eða hvort þeir eiga jafnframt að benda á ráð til úr- bóta, ef þeirra er þá þðrf og þá í framhaldi af því hvort þeir eiga sjálfir að framkvæma úrbætur, sé það á þeirra valdi og þær taldar nauðsynlegar. Vandamál það sem hér hefur verið gert lítillega að umtalsefni er löngu búið að skil- greina. Það vantar sárlega fræðslu um Jón Sigurðsson. Lát- Jón Sigurösson lausa, hnitmiðaða fræðslu og þá í söguformi, en það fræðsluform hefur almenningur alla tíð skilið í þessu landi. Auðvitað ætti þessi fræðsla að fara fram í skólum landsins. Ekki verður þó annað séð en þeir hafi brugðist þessu hlutverki sínu, annars væri þessi umræða út í bláinn ef svo væri ekki. Tómt mál virðist að tala lengur um fræðslu á heimilum í þessu samhengi. Bækur eru að vísu útgefnar en það sýnist heldur ekki duga. Er þá ekki annað óupptalið en hinir svokölluðu fjölmiðlar. Morgunblaðið birtir allan ársins hring alls konar fræðsluefni. Til dæmis hefur blaðið á umliðnum árum birt hvalkynjaðan greina-' flokk um það hvernig maðurinn er á góðri leið að tortíma sjálfum sér á jörðinni. Billy Graham er með fastan greinaflokk, birtar eru ótal greinar um það sem menn leggja sér til munns og svona mætti lengi telja. Og er nú komið að erindinu, ritstjórar góðir. Væri það nú ofverk Morgunblaðsins að taka ævi og starf Jóns Sigurðssonar rækilega til umfjöllunar á lagleg- an og vel skiljanlegan hátt allri alþýðu, ungum sem öldnum? Sæi blaðið sér fært að bæta úr þessari brýnu þörf mundi það vinna þarft verk. Ef sá þráður sem tengir okkur við Jón Sigurðsson á eftir að trosna meir en orðið er eða jafnvel slitna, þá verður illa komið fyrir þjóð hans. Það mun mála sannast að við höfum ekki ráð á að gleyma þessum brautryðjanda. Til að vekja athygli á því eru þessar lín- ur skrifaðar. Höfundur er skólastjóri aó Hrafns- eyri rið Arnarfjöró. vert, hversu vel honum tókst að beina í samræmda heild fyrstu sporum bráðefnilegra nýliða og kunnáttusamlegum leik marg- þjálfaðra listamanna. Þó að verk þetta sé ekki ýkja veigamikið, er það vafalaust eitt af vandasömustu leikritum Shakespeares. Nokkuð af kostum þess kann að leyna á sér á sviði, og þarf því sérstakrar nærfærni við til að njóta sfn. Yfir leikrit- inu vofir jafnan sú augljósa hætta, að það nálgist um of farsa í flutningi. En verði Draumur á Jónsmessunótt al- gerum farsa-tilburðum að bráð, þá er úti um hann. Stefáni tókst þar að þræða tæpt vað, að vfsu það allra tæpasta, án þess að fara sér að voða. Enda vildi svo blessunarlega til, að það hlut- verkið, sem að þvf leyti er hættu- legast, var í traustum höndum þess smekkvfsa snillings, Gfsla Halldórssonar. Draumur á Jónsmessunótt er einungis ævintýraleikur, og hvert leikhús, sem ekki léti sér það eitt lynda, ætti að snúa sér að öðru. Þess vegna nægir ekki að verja hann fyrir farsanum; einnig þarf að vísa öllu, sem skírskotar til nútímans, út í yztu myrkur, því enda þótt William Shakespeare sé á hverri tíð rétti- lega kallaður samtímalegastur allra skálda, á ævintýraleikur allt sitt undir fjarlægðinni frá samtímanum. Þar komst leik- stjórinn einnig yfir á allra tæp- asta vaði. Það vakti aðdáun mína, hve vel Stefáni tókst að nýta leiksvið Iðnóar, sem raunar er allt of lít- ið fyrir þennan leik. Þar leysti slyng hugkvæmni hans margan erfiðan hnút. Og not salarins sem sviðsauka tókust býsna vel. Ekki er ég alls kostar sam- mála Stefáni um uppskurðinn á lokaþættinum. En samkvæmt þeirri stefnu sem hann tók, voru vinnubrögð hans prýðileg. Og bráðgóð þóttu mér sönglög Jó- hanns G. Jóhannssonar, einnig lögin við kveðskap Karls Ágústs Úlfssonar, sem ég hélt lengi vel að væri eftir Shakespeare, því ekki kom glöggt fram, hvað skyldi eignað hverjum af þvf sem sungið var. Það var aldrei ætlun mín að fjölyrða um einstök atriði þess- arar sýningar. En mig langar til að óska leikstjóranum og flokki hans öllum, á sviði og utan sviðs, til hamingju með vel unnið verk, sem virðist hafa tekið af öll tvímæli um það, að Vilhjálmur þessi fellur Reykvíkingum vel í geð, þegar þeir fá að nálgast hann og fara að kynnast honum, rétt eins og hann er eftirlæti leikhúsunnenda um víða veröld. En þessi sýning á Draumi á Jónsmessunótt er ekki sízt enn ein staðfesting þess, að þegar Shakespeare er til kvaddur á fs- lenzkt leiksvið, eiga útlendingar þangað ekkert erindi. Við eigum að hafa næði til að ala smám saman upp okkar eigin íslenzka Vilhjálm. Því Shakespeare er ekki aðeins Englendingur; hann er sameign alls mannkyns, en um leið séreign hverrar þjóðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.