Morgunblaðið - 13.07.1985, Side 17

Morgunblaðið - 13.07.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚLÍ 1985 17 37. Hxc3 — Hxc3, 38. Hbl — Hxc4 og keppendur sömdu um jafntefli tíu leikjum síðar. * Sovéski stórmeistarinn Andrei Sokolov tók forystu strax í byrjun mótsins og heldur henni enn, þeg- ar þetta er skrifað. Hann er aðeins 22 ára, varð heimsmeistari ungl- inga 1980 og skákmeistari Sovét- ríkjanna 1984. Sokolov hefur teflt af miklum krafti hér í Biel og unn- ið fallegar sóknarskákir. Við skul- um sjá hvernig hann afgreiddi Spánverjann Martin í 3. umferð. Spánverjinn hefur að vanda teflt byrjunina ónákvæmt og síð- asti leikur hans, 13. f5?, gerir illt verra. Framhaldið varð: 13. — Dh4, 14. Khl — Bc5, 15. Bf3 — 0-0, 16. c4 — Bxc3, 17. Rxc3 — Rb4, 18. De2 — Rc6, 19. Be3 — Lev Gutman, alþjóólegur meistari frá ísrael. Bxe3, 20. Dxe3 — exl5. Sokolov er nú peði yfir og að- gerðir Martin til að ná því aftur enda með ósköpum. 21. Bd5 — Hce8,22. Db6 — Ba8,23. Dc7 — g6, 24. Dxd7 — He7, 25. Dd6 — Rxe5, 26. Dxa6?? Það er hreint ótrúlegt að Martin skuli ekki sjá afleiðingarnar af þessu peðsráni. 26. — Rg4, 27. Dd6 — He5. Svartur lokar skálínunni d6-h2, svo að hvíta drottningin geti ekki varið h2-reitinn. Sovéski stórmeistarinn Lev Polugaj- evski. 28. h3 — Hd8. Einfalt og sterkt. Eftir 29. Dc5 getur svartur unnið mann með 29. — Bxd5,30. Rxd5 — Hexdö. Svart- ur getur einnig haldið áfram sókn- inni með 29. — Hexdö, 30. Rxd5 — Bxd5, 31. Dc3 — f4 með margvís- legum hótunum. Martin gafst því upp. ★ Slök frammistaða sænska stórmeistarans Ulfs Anderson hefur komið á óvart. Hann kom beint á millisvæðamótið úr einvígi við annan af tveim bestu skák- mönnum heims, Gary Kasparov. Anderson tapaði því einvígi 4—2. Honum hefur gengið illa að vinna betri stöður á millisvæðamótinu. Hann missti t.d. niður unna stöðu í jafntefli gegn Short í 1. umferð, én mistök hans í þeirri skák eru hégómi einn i samanburði við af- leikinn gegn Quinteros í 4. umferð. Anderson hafði svart og lék: 12. — Rb4, 13. Db3 — Bxc3, 14. bxc3. Ekki 14. Dxc3 — dxc4, 15. Hxd8 — Rxa2 og svartur vinnur. 14. — Ra6, 15. Bxd5 — Rxc5, 16. Db4 — Dc7. Hvítur hefur nú peði meira en kóngsstaða hans er veik. 17. Kbl — Bxd5, 18. Hxd5 — Hac8, 19. Hbdl — Hfe8, 20. Hld4 — b5, 21. Kal. Auðvitað ekki 21. Dxb5 — Hb8 og drottningin fellur. 21. — a6, 22. g3. Vandræðalegur leikur, en hvítur getur ekki hreyft riddarann á f3 vegna hótunarinnar 22. — Ra4 ásamt 23. — Dxh2. 22. — Re4, 23. c4. Ekki 23. Hxe4 — Hxe4, 24. Dxe4 — Dxc3, 25. Kbl — Dcl mát. 23. — Bxc4, 24. Rd2 — Rf6, 25. Hd6 — c3, 26. Hc4 — Dc7, 27. Hxc8. Eftir 27. Rb3 - Hxc4, 28. Dxc4 — Dxd6 vinnur svartur. 27. — Hxc8, 28. Rb3 — a5. Anderson teflir sóknina einfalt og sterkt. Hann notfærir sér, að hvíta drottningin er bundin við að valda hrókinn á d6. 29. Dd4 — a4, 30. Rcl — Re4. Svartur hótar í hverjum leik. 31. Hb6 Ekki 31. Hd7 — Da3 og hvítur getur gefist upp. 31. - Rxf2, 32. Hb4 — c2, 33. Hxa4 — Hd8, 34. Dc3 — Dd7?? Anderson var i heiftarlegu tímahraki og yfirsést einföld vinn- ingsleið: 34. — Rdl, 35. Dxc2 — Df6, 36. Hd4 — Rxe3 og vinnur létt. 35. Hd4 — Dc8, 26. Hxd8 — Dxd8, 37. Dxc2 — Rg4, og keppendur sömdu um jafntefli. Hvítur getur ekki notfært sér umframpeðið sökum veikrar peðastöðu og opinnar kóngsstöðu. eldi yfirleitt. Hér á ég við erfða- mengun þegar arfgeng einkenni blandast í ólíkum laxastofnum. Þetta atriði er mjög mikilvægt fyrir íslenska fiskirækt þar sem hún mun að líkindum einkanlega beinast að hafbeit í framtíðinni. Hafbeitin byggir á þeim grunni að laxinn rati aftur í sömu á og honum var sleppt. Þetta er al- kunna en skoðanir eru mjög skipt- ar hvers vegna hann ratar til baka á æskustöðvarnar. Liffræðingar hallast aðallega að tveimur kenn- ingum. Sú fyrri segir að laxinn læri að þekkja efnasamsetningu vatnsins í ákveðinni á áður en hann heldur til hafs. Samkvæmt þessu ætti að nægja að flytja seiði úr einni á í aðra og gefa þeim tíma til að læra lyktina í 2 til 4 vikur og sleppa þeim síðan í sjó. Seinni kenningin tekur til þess að f laxinum séu svokölluð um- hverfishormón eða feromón sem valdi því að laxinn renni á lykt af gönguseiðum sama stofns uppi f ánni, þekki lyktina af systkinum sfnum. Ef þetta á við rök að styðj- ast gengur það ekki að sleppa seið- um á einum stað og ætlast til að gangi upp í ánna þar ef þau eru ekki tekin þaðan upphaflega. Hér á landi hefur vissulega tek- ist að fá mjög góðar endurheimtur á seiðum úr t.d. Kollafirði sem hefur verið sleppt hinum megin við Snæfellsnesið. En það er ekki ljóst hvort jafn vel tækist til ef sömu seyðum væri sleppt á Aust- urlandi. Það er alla vega ljóst að nauðsynlega þarf að aðlaga eldis- ferilinn á seiðunum að landshlut- anum. Við höfum ljóst dæmi um þetta, samanber stofninn f Kolla- firði þar sem áður var enginn lax. Skiptar skodanir eld- ismanna og annarra náttúruverndarsinna En þótt allir þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið sammála um að mengun frá fiskeldi þurfi að stöðva skiptast menn f tvo hópa. Annars vegar eru eldismenn sem hafa áhyggjur af áhrifum mengunar á sjálfan fiskinn og hins eru þeir sem láta sig varða áhrif eldisins á lifrfkið f heild. 1 rauninni skiptir ekki máli frá hvoru sjónarhorninu er litið á fiskeldi og hvað það getur haft i för með sér. Það er nauðsynlegt að fylgjast náið með áhrifum eldis á náttúruna í kring. Þótt Islend- ingar glimi ekki við sama vanda og nágrannarnir vekja þessi atriði okkur til umhugsunar um stöðu fiskeldis á íslandi og hvernig þeim málum væri betur fyrir komið hér á landi. Brita öryggissæti fyrir börn Það er mikilvægt að barnið sitji í öruggu og þægilegu sæti, verði bíllinn fyrir hnjaski. Þegar bremsað er skyndilega er barnið ör- uggara. Ef þægilega fer um barnið, er það rólegra, - og þar með ökumaðurinn. Britax bílstólar fyrir börn eru öruggir og þægilegir í notkun. Með einu handtaki er barnið fest, - og losað Biðjið um Britax bílstóla á bensín- stöðvum Shell. FÁST Á NÆSTU SHELL BENSÍNSTÖÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.