Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JtJLl 1985 13 Umsjón: Guömundur Guöjónssor Menn snúa sér (vaxandi mcli að ódýrrí en góðri silungsveiði. Breytt lífríki í Laxá í Þing Sumarið 1972 var sænskur vísindamaður á ferð við Laxá í Þingeyjar- sýslu. Hann rafveiddi ána og kannaði seiðaþéttleika. Þá var eitt seiði á hvern fermetra í ánni. Síðan hafa verið sveiflur í afla, stundum veiðst vel, stundum lítið og stundum, t.d. í fyrra, mjög lítið miðað við það sem best gerist í þessarí elfu. Víðast hvar, þar á meðal í Laxá á þessum árum, voru og eru seiðin 3—5 ár í fersku vatni áður en þau ganga til sjávar þar sem þau taka út þroska áður en þau ganga í ána á nýjan leik. En þetta hefur breyst ... Tökum fleiri dæmi: Leirvogsá kostar yfir 7.000 krónur á besta tíma, Álftá yfír 8.000 krónur, Stóra Laxá yfir 6.000 krónur. Gott dæmi um fáranlega verðlagningu er Gljúfurá í Borgarfirði. Hún snar- hækkaði í verði frá síðasta sumri, kostar nú 6.200 á dag á besta tíma. En hvað veiddist í henni í fyrra? Jú, heilir 110 laxar á 3 stangir og þeir sem vilja geta rt iknað út meðaltalið á hverja stöng og séð að þar eru menn ekki að kaupa gæði þó áin áe falleg og veiðihúsið gott. Leirvogsá, Álftá og Stóra-Laxá hafa að minnsta kosti boðið upp á talsverða laxveiði fyrir aurana. Þetta voru dæmi. Það eru ekki mörg ár síðan að sannir sportmenn veltu ekki verðinu fyrir sig, sportið var þess virði að greiða fyrir það rfflega. Nú er öldin önnur, áreigendur (flestir) og leigjendur hafa árum saman gengið eins langt og þeir hafa kom- ist og takmarkinu er nú náð. Kristleifur í Húsafelli: „Við höf- um lagað veginn fram á Arnar- vatnsheiði mikið, það er hlemmi- færi fram að Fljóti. Umferðin hefur margfaldast síðustu árin, æ fleiri sækja í silungsvötnin og veiði getur oft verið góð og gott að una fram á Heiði. Guðni Kristinsson i Skarði: „Áhuginn á Veiðivötnum hefur stóraukist. Við höfum reist allmörg veiðihús við Tjaldvatn og það hefur mælst ákaflega vel fyrir og þau eru umsetin af veiðimönnum sem jafn- vel hætta við eða breyta veiðidögum sinum ef þeir fá ekki hús. 1 Veiði- vötnum er geysifallegt og silungur oft stór. Hingað koma sömu menn ár eftir ár og margir nýir hafa bæst í hópinn. Þeir segja oft við mig að silungsveiði sé það eina af viti nú orðið. Þeir stundi vötnin af því að laxveiðin sé orðin svo dýr. Hólm- fríður Jónsdóttir, Arnarvatni, Mý- vatnssveit: „Veiðin hefur verið með ólíkindum góð það sem af er sumri, mikill fiskur og vænn. Það spilar e.t.v. inn i hið mikla aflamagn, að aldrei áður hefur áin verið jafnvel nýtt, bókstaflega hvert leyfi selt vikum saman. Það er af sem áður var.“ Þetta voru sölumenn veiðileyfa á þremur vinsælustu silungaveiði- svæðunum hér á landi. Þau segja nákvæmlega það sem reifað hefur verið í pistli þessum. Laxveiðin er víða orðin alltof dýr og þar sem hún er enn á mörkunum stefnir hún óðfluga að hengifluginu. Leyfin eru að hætta að seljast og menn snúa æ meir að silungsveiðinni, þar sem leyfið er vitanlega hvergi yfir 1.000 krónum á dag. Síðustu þrjú sumrin hafa veiði- menn við Laxá tekið hreistursýni af fjölda laxa sem þeir hafa dregið á land, í sumar hafa sýni verið tekin af 200 löxum, þátttaka í þessum at- hugunum hefur aldrei verið meiri. Athuganir á hreistrinu sýna, að laxaseiðin í Laxá eru nú aðeins tvö ár í ánni áður en þau ganga til sjáv- ar. Er það einhver skemmsti tími sem um getur og jafnast á við hvernig slíku er háttað i löndum þar sem loftslag er til muna hlýrra en það er hér á landi. Ekki nóg með það, könnun á seiðaþéttleika hefur sýnt, að nú er eitt seiði í ánni á hverja tíu fermetra, seiðin eru margfalt færri. Þetta virðist styðja þá skoðun sem ýmsir fiskifræð- ingar hafa haft síðustu árin, að það þurfi í raun aðeins fáa laxa til þess að viðhalda laxastofni einnar ár, því færri laxar sem hrygni, því betri lífsskilyrði hafi seiðin sem undan þeim löxum koma. Það má reyndar lítið út af bregða ef ekki á illa að fara, en líkurnar á því minnka þegar seiðin hafa náð göngustærð á aðeins helmingnum af þeim tíma sem yfirleitt er reikn- að með. Afföll af seiðastofnum eru gífurlega mikil á ári hverju. Það er skoðun margra, Kklega flestra, að köldu sumrin og flóðin 1979 og 1981 hafi höggvið þau skörð í laxastofn Laxár sem voru augljós síðustu veiðisumrin. Margir álíta einnig, að sandburður úr Kráká, sem rennur í Laxá skammt frá Mý- vatni, eyðileggi marga hrygningar- staði neðar i ánni. Það er einnig skoðun þessara sömu manna, að náttúran (Laxá sjálf) sé á móti að framleiða heilbrigðari og hæfari seiði, enda virðist laxgengd í ána nú vera með líflegasta móti í þó nokk- ur ár. Það er mikið af smálaxi, heldur lftið af stærri laxinum. Er það eins og við var að búast að mati fræðinga og hugsuða úr röðum leik- manna. Nú stendur fyrir dyrum nokkuð skemmtileg tilraun á af- Á dögunum birtist í þætti þessum frásögn af veiðimanni einum sem eigi var nafngreindur. Var um að ræða heldur grófa dæmisögu um barbarisma og óhæfuskap á veiði- stað þó viðkomandi hefði í rauninni ekki brotið nein lög og það var aðal- forsendan fyrir því að viðkomandi var ekki nafngreindur. Það er hins vegar ávallt ákveðin áhætta sem fylgir því að hlífa einum og hún er sú, að annar eða aðrir falli undir grun um að vera hinir sem um er rætt. Þannig komast sögur á kreik, rangar ályktanir eru dregnar ef þá ekki er um hreinan uppspuna að ræða. í þessu tilviki hefur grunur því drifum seiða í Laxá og mun hún væntanlega varpa enn betra ljósi á lífshlaup seiða í ánni en áður. Til- raun þessi er gerð að frumkvæði Tuma Tómassonar fiskifræðings. Orri Vigfússon forstjóri, og vinur Laxár, hefur útvegað til landsins 250 „hrognabox“ sem hugmyndin er að koma fyrir vítt og breitt í Laxá. Eins og nafnið bendir til, þá eru frjóvguð laxahrogn sett í box þessi og þar klekjast þau. Seiðin ala kvið- pokaaldur sinn í kössunum, (vernd- uðu umhverfi, en um leið og pokinn er uppurinn leita seiðin lífsbjargar í ánni sjálfri. Með því að fylgjast vel með þessum seiðum vonast menn til þess að finna út hvar seiði deyja helst í Laxá og hvernig þau deyja. E.t.v. er hægt að lækka dánartöluna út frá þeim upplýsingu sem aflast. Og það þýðir betri veiði í Laxá ... miður fallið á mann einn sem ekki má vamm sitt vita, en á ýmsa öf- undarmenn þar eð hann er geysi- flinkur veiðimaður og einn þeirra sem veiðir „faglega" á maðkinn. Umsjónarmaður þessa þáttar er út af fyrir sig ánægður með að efni þáttaris veldur umtali, en er hann varð þess áskynja að ótrú- lega margir álitu að hér væri um ákveðinn mann að ræða er ekki hægt annað en að geta þess sér- staklega, að umræddur ónafn- greindur veiðigarpur var ekki Þór- arinn Sigþórsson tannlæknir. Fleiri nöfn verða ekki nefnd i þessu sambandi. Bakari hengdur... i 3 i 1 i í sig á stærð hans t.d. þegar lagt er. Útvarp fylgir bílunum frá verksmiðjunum svo og hátalar- ar en ekki eru hljómgæðin meiri en svo að maður nýtur þess ekki að hlusta á góða tón- list. Bíllinn sem ég ók var sjálf- skiptur, en sjálfskiptingin kost- ar um 40 þúsund aukalega og þó hún rykki heldur mikið þegar Toyota Camry 1800 DL ToyoU Camry 1800 DL, árgerð 1985. Slagrými 1832 rúmsentimetrar, hestöfl 90 (DIN), eigin þyngd 1045 kg, hámarksþyngd 1575 kg, breidd 1,69 metrar, lengd 4,42 metrar, farþeg- ar fjórir, þar af einn hjá ökumanni. Verð með ryð- vörn og skráningu ca. 527.000 kr. Sjálfskipting kostar að auki kr. 40.000. Toyota Camry er einnig hægt að fá með auknum búnaði og stærri vél, og kostar tveggja lítra GL gerðin ca. 670.000 kr. með ryðvörn og skráningu, en 1800 diesel turbo rétt rúmar 700 þúsundir til al- mennings, en ca. 520.000 kr. til atvinnubílstjóra. Umboðið lánar kaup- anda allt að 25% af heild- arverði bílsins til hálfs árs og tekur notaða bif- reið upp í eftir nánara samkomulagi. Toyota Camry er til á lager hjá Toyota-umboðinu P. Sam- úelssyni hf, Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi, sími (91)- 44144. hún skiptir upp má segja að hún eigi vel við í þessum bíl þar sem þægindin eru sett skörinni ofar en aðrir eiginleikar. Vélin er fjögurra strokka, sparneytin, vatnskæld og þverstæð og skil- ar hún 90 DIN hestöflum, sem er feikinóg til að koma Camry- bílnum fljótt á góðan ökuhraða þótt sjálfskiptur sé. Hemlarnir eru diskabremsur að framan en tromlur að aftan og varð ég ekki var við að þær gæfu eftir þótt hemlað væri trekk í trekk. Það er auðvelt að aka Camry og hann lætur vel að stjórn í beygjum og rásar ekki og er furðu lipur þótt hann sé þetta stór. Best er að líða áfram i honum sem bandarískur væri og hafa þá meira yndi af að láta fara vel um sig en að vera að aka. í Hnotskurn Toyota Camry 1800 er heldur sviplaus en rúmgóður fjöl- skyldubíll af miðstærð. Við hönnun hans hefur verið lögð höfuðáhersla á að vel færi um farþegana og hefur það tekist vel. Útliti og aksturseiginleik- um svipar mjög til nýrri kyn- slóðarinnar af bandarískum bílum, og þar sem þeir eru óheyrilega dýrir orðnir vegna gengisskráningar bandaríkja- dollars er þeim sem sakna þeirra ekki í kot vísað að kaupa Camry. Þó hygg ég að þeim sem kaupi þennan bíl líki hann öllu betur með þeim aukabúnaði sem fylgja dýrari gerðum hans, svo sem rafmagnslæsingum, rafmagnsrúðum og rafstilltum sætum. Þannig búinn uppfyllir hann víst best það augljósa ætlunarverk sitt að vera þægi- legt farartæki. Þeir sem njóta þess að finna blóðþrýstinginn hækka þegar þeir setjast undir stýri og stíga á bensínið verða að leita annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.