Morgunblaðið - 13.07.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR13. JÚLl 1985
39
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Okur
hjá
Sambandinu
Þorsteinn Jónsson, Stýrimanna-
stíg 10, skrifar:
Nýlega kom ég inn í verslunina
Torgið við Austurstræti og spurði
eftir bakpoka. Afgreiðslustúlkan
kom með poka, ef poka skyldi
kalla. Það var drusla sem kostaði
á níunda hundrað krónur. Ég kom
úr annarri verslun og þar fékkst
bakpoki með grind og öllu saman.
Hann kostaði ekki nema rúmar
700 krónur.
Ég vil með þessum fáu línum
vara fólk við Sambandsdíkinu,
sem leggja ætti niður i eitt skipti
fyrir öll. Og nú notfærir það sér að
verðlagseftirlit hefur verið af-
numið.
P.S.: Ég er tilbúinn að sanna
þessi ummæli mín fyrir dómstól-
unum hvenær sem er, verði þess
óskað.
Sól — andleg vellíöan
Það er ekki ailtaf auðvelt að
henda reiður á hvað sé gott
fyrir okkur og hvað ekki.
Þrátt fyrir aðvaranir um hið
gagnstæða á undanförnum
árum, eru sem sé nokkuð
margir sérfræðingar nú sam-
mála um að sólin geri okkur
gott. Það er ekki bara að
okkur líði betur þegar við er-
um orðin fallega útitekin,
heldur lítum við hraustlegar
út og skapið verður léttara.
Og þegar lundin er létt er
auðveldara að fást við vanda-
málin í daglega amstrinu. En það er vissara að fara varlega af
stað. Enginn verður brúnn eða léttur í lund ef líkaminn brenn-
ur og hleypur upp í blöðrum. Eins og með svo margt annað í
lífinu — kapp er bezt með forsjá.
Hver og einn
hefur sinn smekk
H.H. skrifar: Ég hef lesið það í blöðum að
Kæru Wham- og Duran Duran-
aðdáendur.
Hvernig væri nú að þið hættuð
þessu stríði á milli ykkar? Hver
einasti maður hefur sinn tónlist-
arsmekk og það ætti ekki að
skipta máli fyrir neinn, hver held-
ur upp á hvern. Þó ég sjálf sé Dur-
an Duran-aðdáandi finnst mér
margar aðrar hljómsveitir góðar
og ég ætla ekki að segja að Duran
Duran sé best því hún er það ekki.
Og mér finnst að sjónvarpið mætti
sýna meira með öðrum hljóm-
sveitum. Svo með Listahátíðina.
Haldið þig að hljómsveit eins og
Duran Duran mundi koma hingað
til lands? Nei, kæru vinir, við höf-
um hreinlega ekki nógu stóra höll
sem þeir gætu spilað í.
U2-, Prince- og Frankie goes to
Hollywood-aðdáendur séu að
kvarta yfir því að það sé ekki nóg
með þeim í sjónvarpinu, en hvern-
ig væri þá að þið tækjuð ykkur
saman og skrifuðuð í blöðin eða þá
í sjónvarpið og biðjið þá um
eitthvað með þeim.
Kæru aðdáendur. Hættið nú
þessu stríði um hver er best og
hafið ykkar eigin tónlistarsmekk.
Ég held að allir séu bara jafn góð-
ir. En ég er sammála mörgum
krökkum að það mætti koma
meira með hljómsveitum eins og
U2, Spandau Ballet, Prince og
Frankie goes to Hollywood, þetta
eru mjög góðar hljómsveitir og
hættið nú þessu væli og hlustið þá
bara á ykkar uppáhaldshljómsveit
eins og ekkert sé að.
Ánægð með þáttinn
„Fagurt galaði fuglinn sá“
R.Á. skrifar:
Mig langar að lýsa ánægju
minni með nýja þáttinn, sem er
á rás 1 á laugardagseftirmið-
dögum og heitir því skemmtilega
nafni „Fagurt galaði fuglinn sá“.
Það var mál til komið að út-
varpið kæmi með einhvern mús-
ikþátt, sem hinn almenni borg-
ari hefði ánægju af. Hingað til
hefur maður aðallega heyrt ann-
aðhvort þrautleiðinlegar sinfóní-
ur eða gargandi popp-músik.
í þessum þætti er mjög
smekklega vaiin hljómlist með
lögum, sem flestir kannast við.
Ekki spillir stjórnandinn, Sig-
urður Einarsson, sem fléttar í
þáttinn léttu ívafi. Auk þess hef-
ur hann mjög þægilega rödd,
lausa við allan sjálfbirging.
Bjóðið Árna
með Reyni
Guðrún skrifar:
Nú er hann Reynir búinn að
fara hringinn og hefur heillað alla
landsmenn og vona ég bara að
hann gleymist ekki strax og ekki
tilgangurinn með göngunni.
En margir spyrja líka hver hafi
fengið þessa frábæru hugmynd.
Ég hef heyrt að það sé maður að
nafni Árni Leósson, bygginga-
meistari á Selfossi og hann byggir
jafnframt íþróttaleikhúsið að Sól-
heimum, og á hann þakkir skilið
fyrir svo góða hugmynd. Ég las
það í blaði sem heitir Hreyndís að
Árni og kona hans, Halldóra, hafi
gefið allan uppslátt við sökkla á
Iþróttaleikhúsinu.
Hvernig væri að Ferðaskrif-
stofa rikisins og Smyrill byðu
Áma með Reyni til Færeyja, hann
þarf jú að hafa einhvern með sér.
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 14 og 15,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnLs, sem vel er þegið,
eru ibendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frisagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þitt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
lcyndar.____________________________
Rósailmur allt árið
Með hækkandi sól blómstra
líka rósirnar. Það er bráðgóð
hugmynd að útbúa sér ilm-
krukku. Leggið lag af rósa-
blöðum í glerkrukku með
þéttu loki og stráið yfir það
örþunnu lagi af salti. Síðan
aftur lag af rósablöðum með
salti og þannig áfram þar til
krukkan er svo til full.
Geymið krukkuna á köldum
stað og eftir um það bil hálf-
an mánuð er ilmurinn tilbúinn. Takið þá lokið af og út streymir
yndislegur rósailmur sem dreifir sér um herbergið.
■c
Hreinar hendur eftir garðvinnu
Gott ráð fyrir þá sem hafa
verið að vinna í garðinum er
að nudda venjulegri matar-
olíu á fingurna, úða þar á eft-
ir uppþvottalög yfir hend-
urnar og vel inn undir negl-
urnar. Skola svo úr köldu
vatni, það opnar húðina svo
moldin nær ekki að festast.
Loks eru hendurnar þvegnar
með handsápu og volgu vatni
og góður handáburður borinn
á að lokum.
/// 1
*
E-vítamín og æðakölkun
E-vítamín er að finna til dæmis í grænmeti, jurtaolíu, ýmsu
korni og eggjum. Fái líkaminn ekki nóg af þessu bætiefni getur
það komið fram í linum vöðvum, blóðleysi og hjarta- og æða-
sjúkdómum.
Það eru ekki allir læknar sem viðurkenna E-vítamínskort nema
í sambandi við einstaka sjaldgæfa sjúkdóma eða hjá börnum,
sem fæðast fyrir tímann. En hugsanlegt er að E-vítamín sé eitt
allra þýðingarmesta bætiefnið, þvi margt bendir til að það
vinni gegn æðakölkun og krabbameini. Þeir dagsskammtar af
E-vítamíni, sem mælt er með, eru trúlega of litlir. í fjölda-
rannsóknum hefur verið sýnt fram á að lítið magn af
E-vítamíni í líkamanum auki hættuna á blóðtappa,
krabbameini og hugsanlega einnig hersli, gigt, asma,
ofnæmi og fjölda annarra þrátlátra sjúkdóma.
Fyrir nokkrum árum fékk E-vítamín á sig miður gott
orð vegna þess að það var auglýst sem leiðin til auk-
„ innar lífs- og kynorku. Þetta hefur aldrei verið sann-
að.
E-vítamín er á sama hátt og A-vítamín nauðsynlegt
til að vinna á ómettuðum fitusýrum i blóðinu og auka
nýtingu málmsalta. Yfirleitt er mælt með neyzlu 10
milligramma af E-vítamíni á dag, og þann skammt
ætti að vera auðvelt að fá með venjulegu mataræði.
En þeir sem vilja tryggja sig enn betur, geta að skað-
lausu margfaldað þann skammt með vítamíntöflum.