Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 1
 D PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985 BLAD Hjónabandið er tryggara en óvígÖ sambúð Rætt við Guðrúnu Erlendsdóttur dósent við lagadeild Háskóla Islands atínuskólarnir gömlu í Skálholti og á Hólum og síftar Hólavallarskóli og Bessastaftaskóli voru æftstu menntastofnanir íslendinga að loknum siðaskiptum. Þeir áttu aðallega að búa nemendur undir prestsstarf og voru því vísir að sérskóla fyrir prestsefni. Mikið vantaði á, að menntun stúdenta þessara skóla væri sambærileg við menntun þeirra, sem numið höfðu við háskóla. íslendingar urðu að leita eftir slíkri menntun til Kaup- mannahafnar. Jón Sigurðsson birti árið 1842 stórmerka ritgerð „Um skóla á íslandi", þar sem glögg- lega kemur fram áhugi hans á stofnun eins konar háskóla hér á landi, er lagaður væri eftir þörfum þjóðarinnar og aukinn smám saman. í bænarskrá þeirri, er Jón flutti á fyrsta þingi hins endurreista Alþingis 1845 um þjóðskóla á íslandi, hafði Jón mótað enn skýrar hugmyndir sínar. Fyrir atbeina Helga biskups Thordersens náðist sam- komulag á þinginu um sumt af því, er í bæn- arskránni stóð ritað. Var m.a. lagt til, að sérstakur prestaskóli skyldi settur á stofn. Hann tók til starfa haustið 1847 samkvæmt konungsbréfi 21. maí það sama ár. Þar með var kominn fyrsti vísir að háskóladeild á landinu. Ekki þótti þingmönnum fært að krefjast lækna- og lagakennslu vegna kostn- aðar. Jón Sigurðsson íét ekki staðar numið heldur einbeitti sér enn frekar að skólamál- um. Á fyrsta löggjafarþinginu 1875 sam- þykkti Alþingi lög um stofnun læknaskóla í Reykjavík, sem hlutu staðfestingu konungs 11. febrúar 1876. Skólinn tók til starfa um haustið og þar með höfðu íslendingar eign- ast aðra háskóladeild. Á þessu sama þingi bar Benedikt Sveinsson sýslumaður fram frumvarp um stofnun lagaskóla á íslandi, en það hlaut ekki samþykki þingsins. Slíkt frumvarp var endurflutt á nánast hverju löggjafarþingi fram að aldamótum. Stund- um dagaði það uppi, en oftast var það sam- þykkt sem lög, sem fengu ekki staðfestingu konungs. Ástæða þessa var fyrst og fremst sú, að stofnun lagaskóla hér á landi var sjálfstæðismál í augum fslendinga og Dana en einnig þótti Dönum slíkt vera óvirðing við Kaupmannahafnarháskóla og lagakennslu þar. Jón Magnússon, síðar forsætisráðherra, flutti að mestu óbreytt frumvarp um laga- skóla á Alþingi 1903, sem hlaut loks staðfest- ingu konungs 4. mars 1904. Sumarið 1908 var samin reglugerð fyrir skólann og tók hann til starfa 1. október sama ár. Þar með var þriðja háskóladeildin tekin til starfa og ís- lenskur embættismannaskóli loksins orðinn að veruleika. Þegar þessu marki var náð, var þess skammt að bíða, að deildirnar yrðu sameinaðar undir eina stjórn ásamt hugvís- indadeild og Háskóli íslands stofnaður 1911. Lagaskólinn hafði aðeins starfað í 3 ár, er Háskólinn var stofnaður. Skólinn varð að lagadeild Háskólans, en kennarar og nem- endur voru hinir sömu. Lagaskólinn útskrif- aði enga kandídata á þessum stutta tíma. Lagadeild Háskólans á sér langa og merka sögu, sem er nátengd sjálfstæðisbar- áttu íslendinga. Jón Sigurðsson vakti máls á stofnun lagaskóla i bænarskránni 1845, en þá og síðar voru m.a. færð þau rök, að próf í dönskum lögum væri ekki nægilegur undir- búningur undir starf dómara á landinu og væru íslenskar réttarvenjur og löggjöfin fyrir ísland að mörgu leyti ólík dönskum réttarvenjum og löggjöfinni fyrir Dan- mörku. Þá ætti íslensk löggjöf sína sögu, sem verðskuldaði að verða kennd. Danir litu á þetta sem uppreisn gegn dönskum áhrif- um. Með þessa sögu í huga, virðist það undar- legt, að 62 ár hafi liðið frá stofnun lagaskól- ans þar til fyrsta konan hóf kennslu í lögum. Það var ekki fyrr en árið 1970, sem fyrsti kvenkennari lagadeildar Háskólans hóf störf, er Guðrún Erlendsdóttir tók við stöðu aðjúnkts. Guðrún varð lektor 1976 og var síðan skipuð dósent 1979. /4B Morgunbladið/Ól.K.M. Guðrún flytur mál fyrir Hæstarétti. Myndin er tekin 1976.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.