Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985 •m Embættispróf Guörúnar í lögfræði 25. maí 1961. Á myndinni eru, auk Guðrúnar (talið frá vinstri): Theodór Líndal prófessor og Guðrún var fyrsti umsjónarmaður þáttarins Á frívaktinni, en þar prófdómari, Ármann Snævarr prófessor og Sveinbjörn Jónsson, hæstaréttarlögmaður og prófdómari. Ármann Snævarr prófaði eru leikin óskalög sjómanna. Hér sést hún stýra þættinum 1960. Guðrúnu í refsirétti. Tilgangur jafnréttishreyfingarinnar er ekki að afnema fjölskylduna Guðrún Erlends- dóttir er fædd 3. maí 1936 í Reykjavík, dótt- ir Erlends Ólafssonar sjó- manns og konu hars, Jóhönnu Vigdísar Sæmunds- dóttur, en þau voru bæði Rang- æingar af Víkingslækjarætt. Þau fluttust snemma til Reykjavíkur og stundaði Erlendur sjómennsku þaðan. Guðrún ólst upp á Baróns- stígnum ásamt tveimur eldri systr- um, Sigríði Theódóru og Guðríði Ólafíu, en ólafur tvíburabróðir hennar dó á 5. aldursári. Systurnar hlusta ávallt á veðurfregnir „Pabbi fór á vertíð á Eyrarbakka sem ungur maður, en stundaði síð- an sjómennsku á togurum og frakt- skipum frá Reykjavík," sagði Guð- rún í samtali okkar á skrifstofu hennar í Lögbergi fyrir nokkru. „Pabbi var oft í löngum ferðum og þá var grannt fylgst með veðrinu heima. Fiskurinn skipti okkur minna máli en veðrið. Það var allt- af hlustað á veðurfréttirnar og reyndar er það svo, að við systurn- ar gerum það enn! Það eru auðvitað margar minn- ingar tengdar hafinu. Eg sé enn fyrir mér forsíðuna á Vfsi, er ráðist var á Súðina í síðari heimsstyrjöld- inni, en pabbi var þá i áhöfn skips- ins. Ég bar út Vísi um þetta leyti og las á forsíðunni, að óvíst væri hverjir hefðu komist lífs af.. Við mæðgurnar biðum milli vonar og ótta fram á kvöld, en þá bárust fregnir af afdrifum skipverja. Pabba hafði ekki sakað, en sá fórst, sem hafði staðið við hlið hans.“ „Hátíð þegar pabbi var í landi“ Guðrún sagði í samtali okkar, að það hefði verið hátíð, er faðir henn- ar var í landi. „Við systurnar rif- umst aldrei, þegar pabbi var í landi. Og iðulega var þá farið í gönguferð niður á höfn til að skoða skipin. Það kom í hlut mömmu, eins og annarra eiginkvenna sjó- manna, að sjá um rekstur heimilis- ins.“ Guðrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956. „Það var ekki óalgengt á þessum árum, að stúlkur lykju stúdents- prófi. Foreldrar mínir lögðu ríka áherslu á það, að við systurnar fengjum góða menntun. Það var ekkert til sparað svo við gætum lokið námi við Menntaskólann og töldu þau menntun besta vegar- nestið, er þau gætu veitt okkur. Reyndar vorum við líka látnar læra á píanó með misjöfnum árangri þó. Og svo lærði ég ballett," sagði Guð- rún og kímdi. „Ég var alltaf dans- andi sem telpa og byrjaði 6 ára í ballett. Ég sótti kennslustundir hjá Sif Þórs og Ellý Þorláksson, en síð- ar hjá Sigríði Ármann. Þá var ég í hópi fyrstu nema Þjóðleikhússins og var tvo vetur hjá Erik Bistæd — dansaði 14 ára við opnun Þjóð- leikhússins í Nýársnóttinni. Ég ólst upp við það, að konunni bæri að vera heima og gæta bús og barna,“ sagði Guðrún, er ég spurði hana um verkaskiptingu á bernskuheimili hennar. „Pabbi kom hvergi nærri húsverkum. Reyndar finnst mér þegar ég hugsa til baka, að mamma hefði átt að láta okkur systurnar taka betur til hendinni á heimilinu en hún gerði. Hún áleit okkur hafa í nægu að snúast í skólanum. En ég var ekki eins vei undirbúin undir mitt eigið fjölskyldulíf fyrir vikið. í raun var jafnrétti heima. Það fólst þó ekki í verkaskiptingu. Á þessum árum var móðirin heima, en faðirinn afl- aði tekna. Sá, sem færði björg í bú, réð mestu um það, hvernig fénu skyldi eytt. En sjómannsstarfið krafðist þess, að konan ræki heim- ilið.“ Forsetakveflð Þegar Guðrún var í 5. bekk Menntaskólans efndi blaðið New York Herald Tribune til alþjóðlegr- ar ritgerðarsamkeppni og skyldi heiti ritsmíðanna vera: Heimurinn eins og ég vil hafa hann. „Lóa syst- ir mín hvatti mig til þátttöku og ég skrifaði ritgerð um þetta efni.“ Verðlauna skyldi mann frá hverju hinna 34 þátttökulanda með dvöl í Bandaríkjunum. Niðurstaða dóm- nefndar var sú, að Guðrún skyldi fara ferðina fyrir hönd íslands. „Ég fór utan á jóladag 1954 til New York-borgar og bjó ég hjá 5 fjöl- skyldum, sem allar áttu heima í eða nærri borginni. Dvölin var 4 mánuðir, en þetta var í fyrsta sinn, í verðlaunaferðinni til Bandaríkjanna hitti Guðrún m.a. Dag Hammerskjöld framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Myndin er tekin af Guðrúnu með Hammerskjöld og Cathleen Gleeson, sem Guðrún dvaldist hjá um skeið. sem ég fór til útlanda. Við komum fram í útvarpi og sjónvarpi og héldum fyrirlestra um heimalönd okkar. Þetta var ógleymanleg ferð og ég held enn sambandi við sumt af því fólki, sem ég kynntist þá. Við hittum m.a. Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Og ég fékk „forsetakvef- ið“ í þessari ferð,“ sagði Guðrún og hló. Hópnum hafði þá verið boðið í Hvíta húsið í Washington þar sem Eisenhower forseti tók á móti þeim. Forsetinn var þá með slæmt kvef og þurfti endilega að hnerra, er hann heilsaði íslendingnum. Aðeins 3 konur hæstaréttarlögmenn Guðrún hóf nám við lagadeild Há- skólans haustið 1956. „Mér fannst laganámið ekki eins þurrt og ég bjóst við. Þarna voru kenndir hlut- ir, sem nauðsynlegt er að hafa þekkingu á. Ég sé ekki eftir þvf, að hafa valið þetta fag. Foreldrar mínir studdu mig eindregið." Þegar Guðrún innritaði sig í lagadeild höfðu aðeins tvær konur lokið laga- prófi, Auður Auðuns fyrrum ráð- herra og Rannveig Þorsteinsdóttir. Ragnhildur Helgadóttir ráðherra og Auður Þorbergsdóttir borgar- dómari voru þá á seinni hluta Guðrún Erlendsdóttir stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1956. námsins, en auk Guðrúnar hófu Hólmfríður Snæbjörnsdóttir deild- arstjóri og Hrafnhildur Gunnars- dóttir laganám þetta haust. Námið var þá 6 ár, en Guðrún lauk laga- prófi vorið 1961. „Það þótti óvenju- legt, að kona færi í iagadeild. Karl- mennirnir í deildinni voru ein- staklega kurteisir við mig, en vissu í raun ekki hvernig þeir áttu að taka mér. Ég tók lítinn þátt í um- ræðum, er fram fóru í deildinni og held hreinlega að strákarnir hafi verið hræddir við mig. Og ég minn- ist þess, að Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari, sem kenndi mér refsirétt eitt árið, sleppti um- fjöllun um nauðgun af tillitssemi við mig. Þetta var bagalegt, því fyrsta prófmál mitt í undirrétti var sem verjandi í nauðgunarmáli. Ég brautskráðist 25. maí 1961 og fékk réttindi héraðsdómslögmanns I mars 1962 og réttindi hæstaréttar- lögmanns í júní 1967. Rannveig Þorsteinsdóttir hafði fengið rétt- indi hæstaréttarlögmanns á undan mér, en síðan fékk Svala Thorlaci- us réttindin 1984. Nú eru aðeins 3 konur með þessi réttindi." Guðrún vann hálfan daginn fyrsta misserið í lagadeild á skrifstofu Menntaskólans í Reykja- vík á móti Ragnheiði Torfadóttur, en þá var Pálmi Hannesson rektor skólans. Hann lést í nóvember það sama ár. Hún var fyrsti umsjónar- maður þáttarins Á frívaktinni í Ríkisútvarpinu, „og þótti kjörin til starfans þar eð ég var sjómanns- dóttir." Guðrún starfaði hjá stofn- uninni 1956—1960, en vann sumar- ið 1957 á lagabókasafni Sameinuðu þjóðanna í New York og var fram- kvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi 1964—1970. Hún giftist Erni Clausen hæsta- réttarlögmanni 9. júlí 1961 og rak málflutningsstofu með manni sín- um 1961—1978. Guðrún og Örn eiga þrjú börn: ólaf, sem er elstur og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann, Guðrúnu Sesselju og Jóhönnu Vigdísi, sem er yngst, en þær nema báðar við Menntaskól- ann í Reykjavík. Guðrún hefur tví- vegis farið námsferðir til Banda- ríkjanna. Þá fyrri fór hún 1974, en þá síðari 1981. Hún nam við laga- deildir Harvard- og Yale-háskóla og kynnti sér barnarétt og óvígða sambúð. Þá var hún 1981 við há- skólann I Kaupmannahöfn. Fyrsti kvendómari Hæstaréttar Guðrún Erlendsdóttir varð fyrsta konan til að gegna embætti ; hæstaréttardómara, en hún var settur dómari í réttinum 15. sept- ember 1982 og gegndi embætti til 30. júní 1983. Hún á sæti í stjórn 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.